Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Side 1
« thjodminjasafnid» REYKJAVIK, I C E L A N D . Xö gber g - ^etmöfer ingla Sloínað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1970_8_ NÚMER 39 Bjarni Goodman 75 ára DR. RICHARD BECK: voru Færeyingar. Slasaða fólkið var komið á sjúkrahús- B j a r n i Goodman, fyrrv. hárskeri, varð 75 ára s. 1. mánudag 19. þ. m. Vinir hans og skyldmenni komu saman til að fagna honum, að heimili sonar hans Robert Goodman, 87 Fidler Avenue, í Silver Heights næstkomandi laugar- dag 24. þ. m. Bjami var fæddur að Ás- um í Árnessýslu, 19. október 1895. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson, bóndi og Sig- ríður Bjarnadóttir frá Tungu- felli. Þau fluttu vestur um haf um aldamótin og settust að á Hove í Grunnavatns- byggð og bjuggu þar til árs- ins 1920, að þau fluttust til Lundar, og svo um árið 1930 til Gimli. Bjarni kvæntist Ehsabetu Hrefnu Thorsteinson 19. des. 1924. Hún dó 9. nóv. 1943. Þau eignuðust 5 börn, sem eru öll á lífi, Robert Gordon í Winni- peg; Elmer Kenneth, Van- couver; Lillian Bernice (gift Allan M. Whiteside), Cal6a.y; Helen Joyce (gift Philip O. H. Petursson), Charleswood; og Jón Ragnar, í Saskatoon. Auk þessara barna, á Bjarni 14 barnabörn. Systkini hans voru þrjú, en af þeim er ein systir á lífi, Anna, (Mrs. John Kach- el) í Cleveland. Tvær systur, Katrín, sem var gift Einari Eiríkssyni í Vestfold, og Margrét, sem var gift Dave Rutherford, eru dánar. Bjarni átti hárskerastofu hér í bæ, á Hargrave Street um fjölda mörg ár og rak þá iðju til ársins 1966. Hann var meðlimur í Þjóðræknisfélag- inu og studdi mál þess og gerir enn. Hann tilheyrði íslenzka karlakórnum um margra ára skeið. Tvisvar hef- ur hann ferðast heim til ís- lands, 1965 og 1968 og er ekki frá því að taka sér þriðju ferðina á hendur n. k. vor, með hópferð, sem Þjóðrækn- isfélagið er að efna til. Á sjötugasta og firnmta af- mælinu er Bjami hress í anda og líkamlega hraustur. Vinir hans árna honum alls góðs og óska honum áframhaldandi vellíðan um mörg ókomin ár. P. M. P. Elections Hon. Valdimar Björnson T h e Minneapolis Tribune supports the best candidates, regardless of party affilia- tions in the U.S.A. elections next week: ln U.S.A. “The Tribune is politically independent. Therefore, our preferences are for the can- didates we believe best quali- fied. We have looked not at party affiliation, but at abil- ity, experience and each can- didate’s position on those issues we consider impor- tant”. In an editorial about sixteen candidates, this item about Valdim'ar Björnson: FOR TREASURER BJORNSON Democrats appear to have little hope of defeating Val Bjornson (R), a veteran public official who has served the state adequately for many years. We favor his re-elec- tion. Svörtusker (íkveikja þessa kvæðis er skipsirand við Vesiursirönd Vancouvereyju. Annars er það ekki staðbundið hvorki um heili né a-ð öðru leyii. en nánasi hugsað sem al- menn iáknmyud.) Hvítfext svarrar brimið við Svörtusker. Sævar huliðsraddir að eyrum ber vindur köldum rómi á vængjum sér. Feigðargustur næðir í fjöðrum þeim, fléttast dauðastunur í brimsins hreim. Nóttin sveipar harmslæðum himingeim. Vogrek þögult hættunni vitni ber, vegfarendum áminning skráð þar er: — Varast skyldu sæfarar Svörtusker. Fréttir frá íslandi EMIL JÓNSSON LÆTUR AF ÞINGMENNSKU Emil Jónsson, utanríkisráð- herra hefur ákveðið að gefa ékki kost á sér til þing- mennsku á ný við næstu Al- þingiskosningar. Gaf utanrík- isráðhsrra yfirlýsingu um þetta á fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja- nesskjördæmi og staðfesti það í viðtali við Mbl. Emil Jónsson sagði, að það væri þeigjandi samkomulag milli þingmanna, að sitja ekki á Alþngi eftir að þeir næðu sjötugs aldri, en sjálfur yrði hann 69 ára á næsta ári. Við lok þessa kjörtímabils hefur Emil Jónsson átt sæti á Alþingi í 37 ár. Mgbl. 6. okt. HANDRIT AMÁLIÐ Dómsmeðferð og þar með lokadómi í máli danska ríkis- ins gegn Árnasafni hefur ver- ið frestað í rúma þrjá mán- uði, en sem kunnugt er átti Hæstiréttur að taka málið fyrir 30. nóv. n. k., en verður nú ekki fyrr en 10. marz. Hér er um að ræða bóta- málið, þar sem ríkið leitar samþykkis Hæstaréttar á, að það þurfi ekki að greiða Áma- safni skaðabætur, þegar hand- ritin verða flutt til íslands. Áður hefur Eystri Landsrétt- ur dæmt ríkinu í vil. Frestur- inn var ákveðin vegna beiðni Carlsens, lögfræðings Árna- safns, og sagði hann í viðtali, er hann var spurður um ástæðurnar fyrir svo löngum fresti: „Til að undirbúa mig undir málflutninginn þurfti ég á efni að halda frá Pau Schmidth hæstaréttardómara. Þar sem þessu efni seinkaði og um mikilvægt mál er að ræða, neyddist ég til að sækja um stuttan frest til .Hæsta- réttar, til að fá nægan tíma til undirbúnings. Vegna hinna mörgu mála, sem fyrir Hæsta- rétti liggja, var ekki hægt að koma málinu fyrir réttinn fyrr en 10. marz“. 5. nóvember verður haldinn stuttur réttarfundur í Hæsta- rétti, þar sem formlega verð- ur gengið frá frestuninni. Mgbl. 1. okt. ÆSKAN KOMIN ÚT Af fjölbreyttu efni sept- ember blaðs Æskunnar, má nefna grein um Davíðs húsið á Akureyri eftir Lilju Berg- þórsdóttur, s m á s ö g u eftir Maxim Gorki, frásögn með myndum um ferð stúlkna um vesturríki Bandaríkjanna, til að kynnast náttúruverndar- málum, sem þjóðin horfist augu við og svo ævintýri frá Bengal er nefnist „Undra- verðar krukkur“. Ennfremur er í blaðinu íslenzkt ævintýri: „Sagan af Svanhvíti karls- dóttur“. Þá hefst í blaðinu ný framhaldssaga um þá þekktu sögupersónu T u m a þumal, prýdd fjölda mynda — einnig hefst í blaðinu nýr þáttur, skrifar Guðm. Sæmundsson um íslenzk skip. Að lokum skal svo getið kveðju í blaðinu til íslenzkra ungmenna frá félögunum í þeirri velþekktu ensku hljóm- sveit Led Zeppelin. Grímur Engilberts ritstýrir blaðinu. FLUGSLYS Átta manns létust í flug- slysi í Færeyjum á laugar- dagsmorguninn, 26. sept., þar á meðal flugstjórinn, Bjarni Jensson. Aðrir sem létust ið í Þórshöfn um kvöldið. Þrennt var útskrifað dagnn eftir og er Valgerður Jóns- dóttir, flugfreyja ein þeirra. Hitt fólkið er ekki í lífshættu, en margir eiga fyrir höndum langa legu. Ekki er enn ljóst, hvernig slysið orsakaðist, en rannsókn er hafin á tildrögum þess. Ljóst er, að vinstri vængur flugvélarinnar rakst utan í fjallið Knúk, sem er hæsta fjallið á eynni Mykinesi, rifn- aði síðan af og vélin skall niður í hlíðina. Allir, sem fór- ust, sátu vinstra megin í vél- inni. Sex klukkustundir liðu, þar til fyrsti björgunarleið- angurinn komst á slysastað- inn, en hann var frá danska eftirhtsskipinu Hvítabirnin- um. Ekki gat skipið lagzt að bryggju í Mykinesi og fór því norður með eynni, þar sem var betra var, og þar voru leiðangursmenn og læknir dregnir í vaði upp snarbratt- an klettavegg, af íbúum í Mýkinesi sem komnir voru á vettvang. í Mykinesi búa ■ m 60 manns og fóru allir, sem vettlingi gátu valdið á stúf- ana, þegar fréttist um slysið, en það var þegar þrír farþeg- ar komu gangandi til byggða. Þ e 11 a var fokker-flugvél, eign Flugfélags íslands. Framhald á bls. 3. K a r e n Pairicia Wilkinson received her Bachelor of Sci- ence degree in Pharmacy at the University of Manitoba in May, 1970. She is the daughter of the late Walter John Wilkinson and granddaughter of Mrs. Karen Wilkinson of Winni- peg. Her great grandparents were Pétur and Sigurlaug Pétursson, well-known in the Gimli district as member of the earliest pioneer families. Karen Patricia’s paternal forbears were from SomerseÚ England.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.