Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 ''Second class mail registration number 1667''. Á ferð og flugi v. Ömurlegt er hve fólk almennt í þessari álfu ber litla virðingu fyrir fortíðinni og þeim mannaverkum, sem hér hafa verið unnin á landnámsárunum. Til dæm- is eru hús, kirkjur og aðrar byggingar rifnar niður rniskunarlaust og aðrar reistar í staðinn, sem eru e.t.v. sterkbyggðari en alveg lausar við nokkur sérkenni, sem gætu gert þær kærar í hugum fólksins. Nú er búið að rífa niður gamla „City Hall“ hér í borginni fyrir nokkru, og hefur víst flestum þeim munum og myndum sem þar voru, verið tvístrað í allar áttir, því hver kærir sig um slíkt drasl! Þessi bygging, gamla City Hall, var einkennileg; frábrugðin öðrum slíkum húsum; ýmsir gerðu gys að henni en mér þótti hún ávalt skemmtileg og jafnvel falleg. Nú eru komin í staðinn ferkönntuð kassahús, sem standa annaðhvort upp á endan eða á hliðinni, öll húsin gerð úr steypu og gleri. Sömu leið fór pósthúsið gamla; það var svo ramm- byggt að jafnvel með nútímatækjum var erfitt að rífa það niður en það tókst. Allstaðar í þessari sléttuborg, þar sem landrými er þó nægilegt, er stöðugt verið að rífa einhver gömul hús hversu sögurík, sem þau kunna að vera og svo rísa í staðinn þessi óhugnanlegu hús, öll eins — ferkönntuð, úr steypu og gleri, kuldaleg og leiðinleg að sjá. Ég man eftir því, þegar ég fyrst kom til íslands, hve ég kunni vel við mig í torfbæ frændkonu minnar á Grásíðu við Víkingavatn, en þar var verið að reisa nýbýli úr steypu. Sennilega hefir torfbærinn verið jafnaður við jörðu eftir að nýja húsið var fullgert, því erfitt er að halda við slíkum bæjum ef ekki er búið í þeim, en þó‘ munu enn eftir nokkrir torfbæir á land- inu, þar sem komið er fyrir forngripasöfnum eins og í Árbæ nálægt Reykjavík. — Bretar eru fastheldnastir flestra þjóða; þeir vernda mörg sín gömlu sögulegu hús eins og fjársjóði. Þessvegna höfðum við svo mikla ánægju af að koma til London og þessvegna koma milljónir ferðamanna til landsins á ári hverju. Þættir úr sögu þjóðarinnar aftur í aldir, birtast þeim hvert sem litið er. Hinar aldagömlu byggingar, götunöfnin, Thames áin, blöðin Times og fl. rifja þegar upp svo margt og mikið, sem maður hefir heyrt eða lesið um þessa fornu borg. Við komum oft á gatnamótin, Nottingham Court Rd. og Oxford stræti. Þar nálægt var nýbygging, gerð úr steypu og gleri, kassamynduð eins og hér og reis hátt til himins. Hún skar sig úr umhverfinu og virtist alls ekki eiga þarna heima, og aldrei sáum við nokk- urn mann fara þarna inn eða út. Við spurðum loks karlinn, sem seldi þarna blöð á gatnamótunum, hvers- konar bygging þetta væri. Hann leit yfir strætið á bygginguna og var ekki frítt við að fyrirlitningar gætti í svip hans um leið og hann sagði, „ætli nokkur vilji nokkurntíma vera í þessari byggingu?“ Fleiri en blaðakarlinn og ég hafa andúð á þessum nýbyggingum. Þegar við skoðuðum St. Pauls Cathe- dral, tókum við eftir, að talsvert af nýbyggingum höfðu verið reistar í nágrenni við kirkjuna. Við feng- um bækling með myndum og sögu kirkjunnar og hefst lesmálið með þessum orðum: “Bombs have showered down on it, leaving its precincts desolate wasteland — fires have raged all around it — and graceless modern buildings have sprung up on its very doorstep, yet the essential maj- esty of Sir Christopher Wren’s great building is unim- paired: The great dome still dominates the skyline of the City of London as an eternal symbol of Man’s faith in the Love of God.” Þannig skrifar E. T. Floyd Edwin, MVO, OBE, MA. Ekki er hægt að velja betra lýsingarorð um þessar nýbyggingar nútímans en orðið, graceless. — I. J. VÍSA Hýr gleður hug minn hásumarið, skæran lofi skapara sinn öll skepnan blíð; skín yfir oss hans miskunnin. Hýr gleður hug minn. To The People Of Haylond I hereby wish ío voice my ihanks and Ihe deepest ap- preciation for the beautiful plaque you presenied me with, in appreciation of my writing the pioneer history of the Icelandic Seitlemenis at The Narrows, Manitoba. I have been aware thal my roots of íriendship and goodwill stand deep in the Hayland soil but what I did noi know was that they would flower at this time of year. Thousand thanks to Hayland! Geirfinnur Peterson. January, 1970. Geirfinnur Peterson LÆRDÓMSRIT HINS ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAGS Hið íslenzka bókmenntafé- lag hefur nú hafið útgáfu á öndvegisritum e f t i r ýmsa heimsþekkta erlenda höfimda. Bækur þessar koma út í bóka- flokki, sem ber heitið Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins; í þessari fyrstu syrpu bóka- flokksins koma út fimm þýdd- ar bækur. Sigurður Líndal, forseti Hins íslenzka bók- menntafélags, hefur skýrt svo frá, að megintilgangurinn með útgáfu þessara bóka sé sá að leggja grundvöll að allri þekkingu á íslenzku. Hið ís- lenzíka bókmenntafélag hefur nú starfað í rúmlega hálfa aðra öld og á þessum langa tíma gefið út mikinn fjölda rita um hin margvíslegustu efni. En því er ekki að leyna, að á síðari árum hefur Hið íslenzka bókmenntafélag ef til vill ekki verið eins aðsóps- mikið eins og áður, er þjóð- félagið allt var mun fábreytt- ara. Af þessum sökum er það sérstaklega ánægjulegt, að Bókmenntafélagið skuli nú hafa ráðizt í útgáfu Lærdóms- rita, sem vafalaust verða fjöl- mörgum kærkomið lestrar- efni. En um langt skeið hefur enginn hafizt handa um út- gáfu bókaflokks af þessu tagi. Þessi fyrstu fimm Lærdóms- rit Bókmenntafélagsins eiga öll brýnt erindi til nútíma- mannsins, enda kennir þar margra grasa. Þarna er af- stæðiskenningin e f t i r Ein- stein, Frelsið eftir Stuart Mill, Um sálgreiningu eftir Freud. Þá eru tvær bækur yngri höf- unda: önnur um valdstjórn og vísindi og hin um iðnríki okkar daga. Allt eru þetta bækur, sem vert er að kynn- ast. í þessum efnum hefur Hið íslenzka bókmenntafélag nú brotið ísinn á nýjan leik. Það sýnir, að enn gegnir Bók- menntafélagið þýðingarmiklu hlutverki í íslezku þjóðfélagi. IJ t k o m a Lærdómsrita er þannig gleðilegur vottur um aukið starf Bókmenntafélags- ins auk þess, sem þau munu vafalaust auka og efla þekk- ingu og skilning Islendinga á hinum margvíslegu og flóknu viðfangsefnum, sem mann- skepnan verður að glíma við á þessum tíma. — Mgbl. Readers may reeall that be- ginning with the issue of January 16th, 1969, Logberg- Heimskringla began to publ- ish a series of articles by Geirfinnur Peterson entitled “History of The Icelandic Settlements at The Narrows, Manitoba”. The series ended with chapter 50 in the issue of January 15th, 1970. Geirfinnur Peterson Many people found these articles both interesting and informative and it is certain that Mr. Peterson has made a most valuable contribution to the history of rural settle- ments in Manitoba. This is attested to by tributes of vari- ous kinds that have come to the author. One of these was the plaque, a picture which appears in this issue together with a note of appreciation by Mr. Peterson. Also in this issue is publ- ished a map of the Narrows d i s tr i c t with explanatory notes making it easy to follow the pattern of settlement along the east shore of Lake Manitoba in the nineties of the last century. The map was drawn by Mr. B. Wopnford. Those interested in the pre- sentation of the history of our pioneers in this country will be grateful to Mr. Peterson for his contribution to our knowledge of the Interlake region. His account is valu- able for the factual informa- tion it supplies and invaluable for the insight it gives into the motivations of the pio- neers who time after time left relatively settled districts to continue their search for the place that their dreams had made.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.