Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Enginn talar um að hann drekki,“ var það sem Friðgerður sagði. „Og fólk er ekki vant að þegja um slíkt.“ Henni fór hreint ekki að lítast á, ef Páll færi að missa það góða álit, sem maður hennar hafði á honum. Hrólfur talaði ekki meira um tengda- soninn og næsta vika leið tilbreytingalítið. Nú var farið að nálgast sláttulok og göngur. En nú gat Sæja ekki beðið lengur með að heimsækja fólkið á Svelgsá. Hún náði því í hestinn sinn og reið þangað. I>að lá vel á öllum á Svelgsá og þar var verið að halda töðu- og engjagjöldin, því að nú var hætt öllu heyskaparumstangi og allir vel ánægð- ir yfir góðum og miklum heyjum. Sæju fannst eins og það væri lyft af sér þungu fargi um leið og hún var setzt við hliðina á Bergljótu gömlu. Nú var hún glaðlegri á svipinn, en þegar hún kvaddi hana síðast í bæjargöngunum fyrir hálf- um mánuði. „Hvernig gengur búskapurinn á Grænumýri?“ hvíslaði Sæja að gömlu konunni. „Ágætlega. Búið að flytja heyið í tóftur og hlaða fyrir. Hann er víst ágætis hjú þessi maður, sem þar er,“ sagði Bergljót. „Ójá, það er hann víst. En hann kafnaði í fæðingunni. þessi búhugur minn. Ég var bara farin að hlakka til að fara að eignast skepnur og snúast við þær. Maður yrði víst ekki eins ein- manna og að lifa svona--------ég get ekki sagt hvernig.“ „En svo hættir þú alveg við allt saman, þegar pabbi þinn fór að rausa um gamalmennin við þig,“ tísti í Bergljótu gömlu. „Hvað annað. Ekki get ég búið með þessum gamla manni og þér og hafa svo stelpuangan að hugsa um,“ sagði Sæja og brosti dauflega. „Þú yrðir að taka kaupakonu. En að vetrinum hefðir þú það. Það er svo þægilegt með vatnið þar,“ sagði Bergljót gamla. „Heldurðu að þú kynnir þar við þig hjá mér og gamla manninum?“ sagði Sæja. „Ég er nú orðin svo gömul, að ég fer ekki að láta mér leiðast, þó að ég viti að það fer hvergi betur um mig en hér,“ sagði gamla konan. Þá kom Páll inn. Sæja þakkaði honum fyrir síðast og bætti svo við glaðlega: „Mig dreymir alltaf um búskapinn á Grænu- mýri, Páll minn. Viltu nú ekki fara að búa í tví- býli við mig þar strax í haust. Það yrði óneitan- lega gaman.“ „Það getur ekki orðið, Sæja mín. Það eru ekki meiri hey á jörðinni en handa þeim skepnum, sem þar eru. En hér á ég nóg hey og hér þarf að hirða skepnurnar mínar. Þar hefði ég ekkert að gera nema horfa á ykkur snúast utan um Júlla gamla.“ „Níels getur hugsað um þessar skepnur í vetur, eða þú flytur heyið út eftir,“ sagði hún. „Það dytti mér aldrei í hug. Það gerði heldur enginn maður, sem hefði einhverja vitglóru í höfðinu. En ef þig langar til þess að fara að búa þar í vor, skal ég reyna að útvega þér eitthvert fólk í húsin í vetur. Betur get ég ekki gert,“ sagði hann. „Ætlarðu þá ekki að búa í félagi við mig?“ sagði Sæja brosandi. „Nei, jörðin stækkar ekkert í vetur, væna mín. Það yrði óþægilega þröngt um okkur og við fær- um að nauða og nagga. Slíkt er óþolandi. Ég vil ekkert ráðleggja þér, fyrst pabbi þinn vill ekkert skipta sér af þessu. Þú hefur allan veturinn til að hugsa um þetta. Einfaldast hefði verið, ef þú ' hugsar þér að fara að búa, að taka piltinn þinn þér til hjálpar. En ef þú ætlar þér ekkert með hann, flýgur hann bara eitthvað út í loftið frí og frjáls eins og hver annar vorfugl. Þú ættir að geta þetta, þó að þú eigir stelpuangan. Varla höfum við á móti því að hún sé hjá okkur.“ „En viltu þá ekki ríða með mér inn eftir til þess að ráðgast við Sveinbjöm og foreldra hans?“ spurði Sæja. „Nei, það liti svo bjánalega út. Ég hef aldrei kynnzt neinu af þessu fólki, nema Sveinbimi lítils háttar. Mér fellur vel við hann, og ég er viss um að hann hefur ekkert á móti því að búa með þér. En mér kemur það ekkert við. Þú verð- ur að gera það upp við sjálfa þig í einrúmi. En ég held það sé ekki gerandi að tala mikið um þetta við pabba þinn. Það lendir bara í jagi og úlfúð milli ykkar. Mundu það bara að ég er ekk- ert að telja þig á að fara að búa.“ „Já, ég skal muna það. En ég get ekki hugsað til þess að búa með öðmm en þér,“ sagði hún og kafroðnaði. „Hvernig geturðu látið þér detta í hug svona vitleysu í hug, þar sem hann á aðra konu,“ sagði Bergljót gamla. „Ég verð að biðja hana að gefa mér þig. Hún getur fengið sér annan mann, svona lagleg og dugleg stúlka, en það get ég ekki,“ svaraði Sæja. „En það er nú bara það, sem ég samþykki aldrei,“ sagði Páll og var hættur að brosa. „En hún á þig og maður getur gefið það, sem er eign manns,“ sagði Sæja. „Mæður mega gefa barnið sitt og-----“ „Það eru ekki nema órækjur, sem gera það,“ sagði Páll. „Börnin eru líka óvitar, sem ekki geta látið álit sitt í ljós. Annað er með mig. Ef Jón- önnu dytti slíkt í hug, að fara að braska með mig, yrði ég fljótur að heimta skilnað og skyldi þá reyna að hafa mig í burtu og láta aldrei framar sjá mig í þessari sveit,“ sagði Páll með nokkurri alvöru. Þá komu gömlu hjónin inn og annað sam- ræðuefni var tekið fyrir. Sæja kom seint heim þetta kvöld eins og vana- lega, þegar hún kom frá Svelgsá. En það lá bara vel á henni. „Nú, hvað var nú Páll búinn að sjóða saman handa þér viðvíkjandi próventunni?“ sagði faðir hennar. „Ekki neitt. Hann er búinn að binda allan hey- skapinn inn í tóft á því býli,“ sagði Sæja hnarreist. „Hann sagðist gera það fyrir Bergljótu.“ „Hver á svo að hirða þennan bústofn, sem á að fóðra á þessum heyjum?“ sagði Hrólfur og glotti háðslega. „Náttúrlega karlinn hann Júlli, sem á þar þó nokkuð margar skepnur. Svo ætlar Páll að reyna að útvega eitthvað fólk til þess að vera þar í vetur og hugsa um innanbæjarverkin og karlinn. Næsta vor get ég svo tekið við búinu, ef ég vil. Berg- ljótu finnst ég geta verið ein með sér og karlinum þar í vetur, en ég held ég leggi ekki í dag,“ sagði Sæja. „Ja, sei-sei. Ég gæti hugsað mér að eitthvað tutlaðist utan af bústofninum hjá Páli, því að líklega þurfa þessir liðléttingar eitthvað að fá fyrir sína vesölu snúninga," sagði Hrólfur stór- bóndi Þá var það Friðgerður, sem lét til sín heyra. „Það þýðir víst lítið að ætlast til þess að fólkið vinni kauplaust." „Mér finnst það mætti vera fegið að fá mat,“ sagði Hrólfur stuttlega. „Mér þykir ólíklegt að Páll láti fólk vinnia sem matvinnunga. Kaupdýr þótti þér hann, þegar hann vann hjá þér,“ sagði Friðgerður. „Já, en hann vann líka vel. Það má hann eiga,“ sagði Hrólfur. Það duldist engum að tengdaylurinn var að kulna í brjósti húsbóndans á Bakka til Páls Bergssonar. Ráða var sárfegin að geta hrósað sér fyrir, hvað hún hafði verið forspá. „Var það ekki einmitt það, sem ég sagði, að það mundi ekki standa lengi dálætið á honum. Ég þekki nú allt mitt heimfólk,“ sagði hún. Tengdafeðgarnir sáust ekki fyrr en í réttun- um. Pall var eins og vanalega, ákaflega hlýlegur í tali við tengdaföður sinn og keypti kaffi uppi í tjaldi handa honum og Bessa. Hann lofsamaði sumarið og var ánægður yfir þeim miklu og góðu heyjum, sem bændur ættu. En á Grænumýri og búskapinn þar minntist hann ekki. Siggi á Barði var sífellt að snúast eitthvað nálægt Páli eins og hann þyrfti eitthvað að tala vð hann. En Páll lét sem hann sæi hann ekki. En þegar þeir tengdafeðgarnir voru setztir að kaffi- drykkjunni, kom hann inn í tjaldið og settist skammt frá þeim og bað um kaffi. „Ertu búinn að selja eða leigja Grænumýri, Páll?“ spurði hann glettinn á svip. „Ég get áreið- anlega útvegað þér búanda og kannski kaupanda. Eða ert það ekki þú, sem hefur umboð fyrir kerlingargarminn,“ bætti hann við og glotti. „Jörðin er hvorki til kaups eða ábúðar,“ sagði Páll. „Verður karlinn þarna aleinn í vetur? Eða ætlar Bergljót gamla að fara að rázka hjá honum. Eða kannski þú ætlir að gefa þau saman í heilagt hjónaband?“ Sagði Siggi og hló illkvittnislega. „Þú spyrð margs, þykr mér,“ Sagði Páll. „Ég get hreint ekki svarað þér öðru en því, að allt getur svo sem komið fyrir,“ sagði Páll og stóð upp frá borðinu. „Seztu niður aftur og fáðu þér í bollann. Ég er héma með leka út í handa þér,“ sagði Siggi. „Þakka þér fyrir. Ég hef hérna lögg í vasa- pela. Þeim veitir ekki af að vera úti í réttinni, sem óglöggir eru á mörkin,“ sagði Páll. „Er búið orðið svona stórt strax, að enginn tími er til þess að smakka á vasaglasi hjá góðum kunningja. Það verður þá orðið talsvert fyrir- ferðamikið, þegar Grænumýrararfurinn er kom- inn saman við það,“ kallaði Siggi á eftir honum. „Hann er svo sem drjúgur með sig síðan hann fékk reytur kerlingarinnar til að gramsa í. Og svo hangir hann alltaf aftan í karltuddanum eins og dilkur.“ Það tók enginn undir við hann, því að fæstir höfðu heyrt talað um þennan arf, sem Bergljótu hafði hlotnazt. 44. Eftir göngurnar kom sláturtíðin. Það er jafn- an leiðinlegur kafli, ekki sízt þegar rigning er eða hráslagaveður. Enginn maður kom að Bakka og Sæja hafði aldrei tíma til þess að bregða sét út að Svelgsá. Aldrei var minnzt á Grænumýri eða búskapinn þar. Einn daginn kom þó karlanginn faðir Ráðu eitthvað að finna dóttur sína. Hann kom inn og drakk kaffi í búrinu, lengra vildi hann ekki fara. Ráða fór strax að spyrja hann eftir, hvemig það hefði það á Svelgsá. Hún vissi að hjónin bmnnu í skinninu af forvitni, þó að þau kynnu ekki við að spyrja um það. „Það hefur það víst bærilegt eins og vant er. Ella er farin út að Grænumýri til þess að hugsa um ráðsmanninn. Svo er einhver önnur mann- eskja þar líka þaðan úr nágrenninu,“ svaraði gesturinn. „Því er Bergljót gamla ekki látin fara þangað, sem á þetta allt, jörðina og búpeninginn og lík- lega karlhrófið líka,“ sagði Hrólfur. „Nei, hún verður varla látin í hendumar á hverjum sem er. Hún hefur nú heldur hækkað í áliti við að eignast jörð og bú, kerlingarskinnið. Eiginlega hægt að segja að hún sé talin með mann- eskjum síðan. Áður vissu fáir að hún væri til. Náttúrlega vita allir að það verður Páll, sem fær þetta allt. Það er eins og sá maður auðgist dag- lega. Hann flytur heim fiskinn jafnt slátmnum, þó að hann fari aldrei á sjó núna í sláturtíðinni. Allt eru þetta skuldir, sem það á Mölinni er að borga honum síðan harm var við verzlunina. Svo eys hann víst í hann peningunum þessi piltur, sem er faðir krakkaangans, sem þar er,“ sagði gestur- inn. Sæja flýtti sér fram úr búrinu, en staldraði þó við í göngunum til að hlusta eftir sam- ræðunum.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.