Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 29.10.1970, Page 7
J J LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. OKTÓBER 1970 7 Vísnaspjall Tímans Hirðing fótanna UNGT SKÁLD, Guðlaugur Tnfggvi Karlson, hefur gauk- að að mér nokkrum vísukorn- um kveðnum í hefðbimdnum íslenzkum stíl. Skáldið kynn- ir sig sem eins konar sam- nefnara ýmissa ólíkra eigin- leika, sem rekja má til síns upphafs víðs vegar um landið, ætli það sé ekki íslendingseðl- ið sem hann hefur í huga, margþætt og af ýmsum toga spunnið: Ég rangæskur, borgfirzkur Reykvíkingur er, rétt sýslur Arnes og Dala blítt hylli. Snæfellskan styrk og tröll- skap Strandanna ég ber, Stóðhestssvip skagfirzkan og húnvetnska snilli. Skaftfellskri eldraun, bjartri Eyjafjarðarsól aldrei mínir afar geta gleymt. Sveit Sauðaness og Mývatns geymir minna feðra ból, mitt ísland, þig gjörvallt hef ég heimt. Brokkaðu mér og Boðnar mjöð beint að andskotanum. Helvítin þá heykjast í löð. Heill sé okkar vonum! ★ Að svo búnu vendum við okkar kvæði í kross og fest- um á blaðið vísu Jónasar Hallgrímssonar um sumar- hretið: Nú er sumar í Köldukinn, — kveð ég á millum vita. Fyrr má nú vera, faðir minn, en flugurnar springi af hita! ★ Jónas orti líka vísu, sem ber yf irskriftina M o 11 a , en hún er svona: Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. Hér eru siglingavísur frá ýmsum stöðum: Hringameiðar herða bönd, huglar freygðir gjörðin, bráðum skeiðar ölduönd yfir um Breiðafjörðinn. ★ Voð þó teygi veðrin hörð, vona ég fleyið kafi inn á Eyja- fagran fjörð framan úr reginhafi. ★ Austankaldinn að oss bles, upp skal faldinn draga; veltir aldan vargi hlés, við skulum halda á Skaga. ★ Kári stóð í falda flík fast um slóðir keilu, svo að óðum öldubrík öslaði móð að Keflavík. Og að lokum vísan um haf- ið bláa, sem bíður okkar allra um síðir, hvort sem við kunn- um mikið eða lítið til sjó- mennsku og skipstjórnar: Förlast máttur fót og hönd, fúinn þáttur bindur önd. Við heiminn sátt ég held frá strönd, hafið blátt við sólar rönd. Flestum konum er ljóst, hve mikilvægt er að hirða fæturna vel. Þeir þarfnast sérstakrar umhirðu, og dag- legt fótabað ætti að vera föst regla. Sund, fótaæfingar og göngu- ferðir á góðum, lághæluðum skóm, ættu konur að temja sér. Það er undravert, hve mikil áhrif það hefur á alla líðan okkar og útlit að hafa vel heilbrigðar fætur. Það er nú sem betur fer komið úr tízku að ganga í of litlum skóm, enda eru konur hér orðnar mun frjálslegri í göngulagi en áður var. Gott er að hafa fyrir reglu að eyða 5—10 mínútum á dag liggj- andi á bakinu með hærra und- ir fótunum. Við megum ekki láta undir höfuð leggjast að hirða um fætur okkar, því að það kem- ur fljótlega fram í skapinu, ef illa er um þá hugsað. Ef við erum þreyttar í fótunum, ætti gott fótabað að styrkja okkur og hressa. Farið í heitt fótabað (gott er að setja salt í það), í u. þ. b. 5 mín. Þurrk- ið með frottéhandklæði, nudd- ið alla harða húð af með fóta- þjöl, af hælum og annars staðar. Klippið neglur þvert fyrir, ý t i ð naglaböndunum inn, gott að nota til þess tré- pinna með bómull á. Berið nú gott fótakrem á fætuma, það mýkir húðina, nuddið með hringlaga hreyfingum, alltaf upp á við, það eykur blóðrás- ina. Gott er að nudda dálítið upp eftir fætinum. Síðan setj- um við talkúm á. Við skulum muna, að ekki má vanrækja fæturna, gæta þess að nota þægilega skó, muna að sund og fótaæfingar og gönguferðir auka vellíðan og við fáum hraustlegra og fallegra útlit. MgbL 27. ágúsl. Ég kenndur er við Guð þann, sem lýðum veitir ljóð, laugar sárin og öllum gefur von. Ég kominn er af Karli, tryggur svanna, öli og óð, ég heiti: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. I heimslystarvísunum gömlu var einatt getið kvenna og hesta í upptalningu þess sem eftirsóknarverðast var. Guð- laugur Tryggvi er ekki óþess- legur að hallast að hinu sama, hvort tveggja verður honum að yrkisefni. Fyrst skulum við heyra vísurnar um ástina: Dís mín björt, ég dái þig, dásamleg ert þú. Komdu blíð og kysstu mig, kvenna drottning nú. Mjúkur er vangi meyjar hýr, mær, heit sólin ^kín. Limdurinn hlýr við lækinn býr, ljúfast ástin mín. Munaðar gyðja mærings efi, mundu um eih'fð mig. Þokkans unaðar þráar sefi, þú veizt ég elska þig. Svo er það reiðhesturinn. 1 heimslystarvísunum um reið- skjótann þ ó 11 i skáldunum naumast annað við hæfi en að teygja vakran hest. Guðlaug- ur Tryggvi velur sér hins veg- ar brokkara í ferðalagið, enda varla neitt hlemmiskeið fram undan, það er sem sé í ekk- ert minna ráðizt en aðför að þeim í neðra, því verður að bíða betri tíða að teygja vekr- inginn: Hestinn minn ég helztan tel heims af þessa gæðum. Til fylgdar hann ég fyrstan vel að fjandanum þótt við væðum. r ^ SNJOBILAR SKRAÐIR! Frá 12. október, 1970 verSur hver sem ekur snjóbíl í Manitoba að skrá þetta tæki sitt. Undanþegið er það fólk, sem býr á sérstökum undanþágu svæðum, sem skýrt er frá í löggjöfinni. Undanþágusvæðin ná yfir landið norður af 53ju breiddargráðu og svæðið norður af 51stu breiddar- gráðu sem nær austur til Winnipegvatns og austur takmarka Manitoba. Ef þú átt heima á þessu svæði en aðeins tíu mílur frá bæ, byggð eða alfarabraut verður þú að skrá þitt tæki. Skrá má snjóbíla hjá Main Motor Vehicle Branch í Winnipeg, eða hjá Branch offices í Brandon, Portage la Prairie, Dauphin, Flin Flon og Thompson eða á hinum 113 Motor Vehicle Agencies. Eintak af “Snowmobile Handbook” sem útskýrir reglumar og bendingar um öryggi, verða gefnar hverjum, sem sækir um leyfi. MANITOBA GOVERNMENT DEPARTMENT OF TRANSPORTATION

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.