Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 05.11.1970, Blaðsíða 1
I 4 THJODMIII J fiEYKJAVIK ICELAND. A S A F N I D 9 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1970 NÚMER 40 Hugleiðingar um íslénzkunám við Manitoba-háskóla og víðar Bréf frá séra Robert Jack Tjörn, Valnsnesi, V.-Hún„ Iceland, 16. oki., 1970. Hinn merki fræðimaður, Hermann Pálsson háskóla- kennari í Edinborg á Skotlandi, kom vesiur um haf í haust í boði Harvardháskólans og lagði hann krók á leið sína og kom vesiur iil Winnipeg, og flutii þá, við Maniiobaháskól- ann fyrirlesíur um Greiiissögu og sýndi og úiskýrði síðar í Parish Hall, liimyndir af fornum handriium íslendinga, en þessi dýrmæii þjóðararfur íslendinga verður væntanlega fluiíur iil heimkynna sinna á íslandi innan skamms. Að sýningunni lokinni lásu nokkrir nemendur próf. Haraldar Bessasonar valda kafla úr riiverkum Hermanns, en eins og iesendum er kunnugt hefir hann áti hlut að þýðingum margra fornriia íslendinga, og las svo einn nemandinn að lokum kvæði efiir Hermann og vissum við ekki fyrr að hann er líka skáld gott. Próf. Haraldur Bessason, er ekki auglýsingamaður en af frammisiöðu nemenda hans þeiia kveld og viineskju um það, að nemendum hans hefur fjölgað með ári hverju, báð- um við próf. Hermann Páls- son að skrifa grein um kynni hans af íslenzku deildinni við Maniioba háskólann, en hann hafði þá sjálfur haft það í huga, svo hrifinn var hann af siarfi Haraldar. Og nú er greinin komin. Þökk sé próf. Hermanni fyrir hana. — I. J. I. Kæru lesendur L.-H. Veðrið er indælt héma og um allt landið. Það er sagt að heitt loft frá Spáni um- kringi landið. Vonandi að þetta góða loft tolli í vetur. Þá verður Iceland Niceland. Ég ligg rúmfastur að reyna að skrifa þessar línur. Bezt er að segja ykkur strax, ann- ars heldur Ingibjörg að ég sé eitthvað skrítinn eða genginn í barndóminn samkvæmt skrift minni. Nei, ég tognaði illa í fæti að bera inn 100 punda poka og lítið datt mér í hug þá að ég mundi fá slík- ar kvalir sem ég hefi haft síðustu þrjá sólarhringa. En Cadeina töflur hjálpa. Ég hef lesið með miklum áhuga greinar frú Ingibjargar um ferðina til London. Þetta var sögurík ferð. London er skemmtileg borg, u m v a f i n „t r a d i t i o n“ en hún hefur Ibreyzt gífurlega síðan ég kom jþangað fyrst 1923. Þá átti svo m a rcú fólk h' L* ' mbðborg- inni og hafa þessum húsum nú verið breytt í skrifstofur og aðrar opinberar byggingar. Þá var algengt að sjá farþega- vagna dregna af stórum hest- um, því bílaöldin var rétt að byrja og umferðin lítil. Fyrsta ferð mín til London var far- in með foreldrum mínum á mótorhjóli með hliðarvagni. Vegirnir voru mjóir en góðir, því Bretar létu fyrst byggja vegi og þá, eftir það, hófst salan á vélknúnum farartækj- um. Annarsstaðar var, og er, „öfugt“. Ég man það að við gistum á Russel Square hóteli sem var þá talið þriðja bezta gistihús í London. Savoy og Park Lane hótelin voru betri, samt kostaði herbergi með morgunverði sjö shillinga eða þá $1.50. Nú kostar það tíu sinnum meira á sama hóteli. Ég las með athygli greinar þeirra Dr. Philips Pétursson- ar og ritstjóra L.-H. og vona ég að ég geri .ekki skömm af mér, ef ég leyfi mér að gera dálitlar athugasemdir í sam- bandi við þær. í raun og veru er ráðherrann og ritstjórinn á sömu bylgjulengd. Báðir berj- sst fvrir réttlæt.i. Annar á stjórnmálasviði, hinn af með- fæddum réttlætistilfinningum til átthaga sinna og íbúa. Framhald á bls. 2. Fyrir nokkrum árum var hafizt handa um að athuga, hve margir háskólar víðs vegar um heim hefðu námskeið >' íslenzkri tungu og bókmenntum. Þeirri rannsókn er enn ekki lokið, en svo hefur talizt til, að hér sé ekki um færri en 170-80 æðri menntastofnanir að ræða. Forníslenzka mun vera kennd við flesta háskóla á Norðurlöndum, Hollandi, Belgíu, Sviss og Austurríki, og auk þess við allnokkra í Þýzkalandi, Bretlandi (ca. 25), Bandaríkjunum (30-35), Kanada, Suður-Afríku, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Utan þessara landa eru einstakir háskólar í Frakklandi, Japan, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og víðar. Fyrir skemmstu frétti ég af ungri stúlku, sem er í þann veginn að hefja norrænu-kennslu í Júgóslavíu, og svo mætti lengi telja. Siðastliðið vor ákvað háskólinn í Edinborg að efna til alþjóð- legrar ráðstefnu um íslenzkar fornsögur (The First Interna- tional Saga Conference), sem verður haldin þar í ágúst næsta ár, og hafa þegar borizt umsóknir frá 20 þjóðlöndum, sem sýnir meðal annars hve almennur áhugi ríkir á fornum bókmenntum vorum. Að sjálfsögðu er það einkum forn-íslenzka, sem kennd er, en þó munu tíu til tuttugu háskólar á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, hér vestan hafs og víðar, gefa stúdentum kost á að leggja stund á nútíma-íslenzku einnig. Forn- íslenzka er kennd í ýmiss konar tilgangi. í fyrsta lagi er hún nauðsynleg öllum þeim stúdentum, sem vilja leggja sérstaka áherzlu á uppruna og forna sögu enskrar og þýzkr- ar tungu, enda er hið forna mál vort oft og einatt kennt í sambandi við fornensku og fornháþýzku. En auk þess sem íslenzk tunga hefur mikið málfræðilegt gildi, þá er svo mikil stund á hana lögð af þeim sökum, hve bókmenntir vorar eru auðugar og fjölskrúðugar heimildir um forna menningu og sögu Norðurálfu. Hugmyndir vorar um norræna heiðni ciga að verulegu leyti rætur sínar að rekja til Eddukvæðu og Snorra-Eddu. Við búum enn að þeirri einstöku alúð, sem íslenzkir fræðimenn á tólftu og þrettándu öld lögðu við fortíðina, Sú rækt, sem þeir lögðu við að skrifa um horfnar • Fi'amhald á bls. 2. ÍSLANDSFRÉTTIR Úr Morgunblaðinu 10. okt. ALÞINGI KEMUR SAMAN Jóhann Hafstein, forsætis- ráðherra, mun mynda nýtt ráðuneyti og Alþingi íslend- inga kemur saman til funda á ný. Myndun hins nýja ráðu- neytis markar að nokkru leyti tímamót í stjórnmála- sögu þjóðarinnar, þar sem kona tekur nú í fyrsta sinn sæti í ríkisstjórn íslands. Hins nýja ráðuneytis og Alþingis, bíða fjölmörg viðfangsefni til úrlausnar eins og oft áður. Það þing, sem nú kemur sam- an verður seinasta þing þessa kjörtímabils, en kosningar til Alþingis munu fara fram næsta sumar. ÍSLENDINGAR ERU RÚMLEGA 203 ÞÚS. Fyrsta desember s. 1. voru íslendingar 203.442 og hafði þá fjölgað um 1251 frá 1. des- ember 1968. Nemur fjölgunin 6,2 á hverja þúsund íbúa og er það mun minni fólksfjölg- un en árið 1968, en þá nam hún 11,3 á hverja þúsund íbúa og 1967 var hún 15 á hverja þúsund íbúa. Liggur þessi hlutfallslega minni fjölgun aðallega í því hve margir fluttust af landi brott á s. 1. ári. Á árinu 1969 fæddust 4200 lifandi börn, eða 27 færri en árið áður. Alls létust á árinu 1450 á móti 1387 árið 1968. Til landsins fluttust á árinu 493 en 1808 fluttust af landi b r o 11. Sambærilegar tölur 1968 voru 756 til landsins og 1155 frá landinu. Karlar í landinu voru 1. des. s. 1. 102.827, en konur 100.615. Þó voru nær 200 fleiri konur í Reykjavík en karlar, eða 41.621 kona á móti 39.855. Alls voru íbúar Reykjavíkur 81.476 og hafði fjölgað um 450 frá árinu áður. Kópavogur er áfram annar stærsti kaupstaður landsins með 10.991 íbúa, en Akureyri kemur næst með 10.567 og síðan Hafnarfjörður með 9.538. Fjölmennasta sýsla landsins er Árnessýsla með' 8.209 íbúa, en fámennasta s ý s 1 a n er Austur-Barða- strandasýsla með 470 íbúa. 12. október höfðu þrír Foss- anna stöðvazt í Reykjavíkur- höfn, svo og Herjólfur, og Litlafell var væntanlegt í kvöldi. Má svo búast við að skipin stöðvist hvert af öðru, ef ekki næst samkomulag milli yfirmanna á kaupskip- um og útgerðarfyrirtækjanna. Og í næstu viku yrði þá um þriðjungur af kaupskipaflot- anum stöðvaður, að því er formaður Stýrimannafélags fslands, Öli Valur Sigurðsson, tjáði Morgunblaðinu. NÝ ÍSLANDSSAGA Komin er út hjá fsafoldar- prentsmiðju íslandssaga eftir Egil J. Stardal. Hefst bókin á kafla um frumbyggja Norður- landa, víkingaöld og fund ís- lands, og er saga landsins síð- an rakin fram á miðja 20. öld. í samtali við Morgunblaðið sagði höfundurinn, Egill J. Stardal, að til umræðu hefði verið hérlendis um 10—15 ára skeið að setja saman bók, sem væri eitthvað nær nýrri sögu- skoðun en þær bækur, sem undanfarin ár hafa verið not- aðar hér til kennslu. Egill kvaðst hafa skrifað bókina samkvæmt beiðni fyrir Verzl- unarskólann, þar sem hann kennir sögu, og ísafoldar- prentsmiðjá haft spurnir af henni og viljað gefa hana út. „Þessi bók er unnin í eftir- vinnu og næturvinnu og við Framhald á bls, 2. Peggy Turner received her Bachelor of Arts degree at the University of Manitoba in May, 1970. Peggy has re- cently been awarded a Fed- eral Government Scholarship and is enrolled at the Univer- sity of Manitoba in a Master’s of Social Work programme. She is the daughter of Mr. and Mrs. Herbert R. Turner of Montreal, Quebec, and the granddaughter of Mrs. Jakob- ina Johnson of Winnipeg, now residing with her daughter in Montreal.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.