Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 1
Slofnað 14. jan. 1888 THJODMINJaSAíNIO* REYKJAVIK, ICELANO. Hetmökinsla Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 NÚMER 41 Gamla kirkjan frá Silfraslöðum í Skagaíirði var flutt að Árbæjarsafni og hlaðinn upp að nýju. DR. RICHARD BECK: Kveðja fril Kvennaskólans í Reykjavík (Vísur þessar sendi höf. dr. Guðrúnu P. Helgadótiur, skóla- stjóra Kvennaskólans, í bréfi á síðastliðnu vori, og las hún þær upp á fjölmennri samkomu við skólaslitin.) Fjallakonan kjólnum ljósum klæðist, bjart er höfuðtrafið. Berðu þínum blómarósum beztu kveðju yfir hafið. Vemdi góðar vorsins dísir vegu þeirra alla daga. Inn í framtíð leið þeim lýsir löng og mikil skólans saga. ÍSLANDSFRÉTTIR í dag var verið að vígja litlu kirkjuna að Árbæ. Hún er fjarska, fjarska gömul, meira en hundrað ára og flutt að norðan og vígð þar, fyrir langa löngu. Og lítil og fátækleg er hún, borin saman við stóru og nýju kirkjurnar í borginni og líkist meira bænahúsi en kirkju. Veggimir hlaðnir upp úr torfinu að norðan og steinunum að sunnan, til að gera hana ofurlítið sunnlenzka. Efst á risgaflinum lystilega útskornar fjalir, sín hvorum megin og mætast í laufum á burstinni, tákn jarðargróðans. Rósir kærleikans og liljur vallarins sveigjast í fallegum boga niður fjalirnar. Neðst ártalið: ANNO, til vinstri og 1842 til hægri. Látúnshringur í tréhurðinni, gaflarnir bikaðir, svartir og grænt gras á þekjunni. Lítill klukknahiminn spölkorn fyrir framan. Litla kirkjan var troðfull og hópur af fólki fyrir utan. Biskupinn stóð með mítur á höfði fyrir framan gamla alterið og prestarnir sátu í hátíðarskrúða í kórnum. Ungi sóknarpresturinn, í hvítu rykkilíni, talaði úr gamla stólnum. Fullorðna fólkið hugsaði um litlu sveitakirkjuna heima og konurnar drógu upp vasaklútana og þurrkuðu sér um augun. Ungu stúlkurnar brostu svolítið og dreymdi að gaman væri að gifta sig í svona lítilli og notalegri kirkju. Krakkarnir gláptu á biskupinn og fallega hattinn hans. Sólin skein inn um litlu glerrúðurnar og geislarnir ljómuðu á litla trékrossinum í glugganum fyrir ofan altarið. Tvær smáspýtur lagðar í kross, eins og auðmjúkar hendur fólksins, sem byggði kirkjuna sína, fyrir langa löngu, fyrir norðan. Þorbjörg Árnadóttir. AURSKRIÐA FÉLL Á 3 JARÐIR í KJÓS Gífurleg úrkoma hefur ver- ið á Suðurlandi síðustu tvo sólarhringa, m.a. valdið aur- skriðum á þremur stöðum í Kjós. Þannig féll mikil aur- skriða yfir túnið á bænum Eyri og allt umhverfis bæjar- húsin þar. Bar hún m.a. stór- eflis björg, og hefur bónd- inn á Eyri, Hjörtur Þorsteins- son, orðið fyrir verulegu tjóni. Þá fór skriða yfir skrúð- garð við íbúðarhúsið á Ytri- Tindastöðum og við Miðdal tók skriða í sundur símalínu og stíflaði Mýrdalsá (Kiða- fellsá). Hvergi hafa þó skrið- ur farið yfir vegi og stöðvað umferð á þessum slóðum. Blaðamaður Morgunblaðs- ins kom að Eyri, en þar var þá jarðýta að vinna að því að ryðja aur og steinum frá bæj- arhúsum. Eins voru vega- vinnumenn mættir með vélar til að hreinsa úr vegaræsum við bæinn, en skriðan hafði borizt alveg að honum. Við hittum að máli Hjört Þor- steinsson, bónda. „Aurskriðan féll um sjö- leytið í gærkvöldi", sagði Hjörtur. „Við vorum að mjólka, þegar við heyrðum þungar drunur. Myrkur var, og erfitt að átta sig á því, hversu mikið þetta var. Það kom hins vegar í ljós með birtingu, og þá hægt að átta sig á aðstæðum. Skriðan hef- ur byrjað efst í fjallinu hér fyrir ofan, borizt niður gilið og breitt úr sér hér niður á túninu. Eins og segja má hef- ur skriðan borið með sér heil björg, þannig að ég óttast að erfitt muni verða að hreinsa þetta. Ég gæti trúað, að alls hafi um 3—4 hektarar farið imdir skriðuna, þar á meðal einn bezti hluti túnsins." „Ú r k o m a n hefur verið óskapleg,“ hélt Hjörtur áfram. „Á Meðalfelli var úrkoman 100 mm á tveimur sólarhring- um, og hér hefur hún eflaust verið meiri. Tjónið? Nei, ég þori engu að spá um það, en það er mikið.“ Þegar við vorum að fara frá Eyri hafði ein kind fundizt dauð undir skriðunni, og Hjörtur taldi ekki útilokað, að fleiri hefðu grafizt undir, er skriðan féll. Mikill vatns- elgur var alls staðar í Kjós- inni í gær. Mgbl. 18. okt. ÚR TÍMANUM 4. 5. OG 6. NÓVEMBER Síjórn Laxárvirkjunar bauð fréttamönnum fjölmiðla að kynna sér aðstæður á virkj- unarstað við Laxá. Greindu þeir svo frá, að Laxárvirkj- unarstjórn h e f ð i fallizt á sáttatillögu, sem lögð hefði verið fram á Húsavík fyrir tveimur vikum, þar sem gert sé ráð fyrir 23 metra hárri stíflu í 2. áfanga virkjunar. Nú er búið að merkja út í landslagið í Laxárdal, hve vatn fer þar hátt við þá stíflu- gerð. 23 metra há stífla mun að s ö g n Laxárvirkjunar- manna, mynda lón, sem er aðeins einn tuttugasti af því uppistöðulóni, sem ráðgert var í fyrstu áformum um virkjun í 4 áföngum, en þau áform fólu í sér, að Laxárdal yrði að mestu sökkt undir vatn. „Sáttatillögu-lónið“ mun aðallega leggja hraun undir sig og hluta úr túninu á Briningsstöðum. Þ e 11 a lón verður ekki forðabúr heldur til að losna við krap og fá hreinna vatn í vélarnar. — Norska blaðið Bergens Tid- ende skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að næsta sumar færu fram athuganir á norðurljósum, og yrðu loft- belgir sendir upp frá ýmsum stöðum í Noregi og á íslandi. Rannsóknir þessar eru á v e g u m Fysisk Institutt í Björgvin og University of California í Bandaríkjunum. Verður um loftbelgjaathugan- ir að ræða. Á sama tíma næsta sumar verða loftbelgir sendir upp frá 3—4 stöðum í Norður- Noregi og frá Reykjavík. Einnig sé í athugun að senda loftbelgi upp frá Grænlandi og Japan. Hér er um að ræða geisla- mælingar í því skyni að fá nánari upplýsingar um eðli norðurljósa. Steinn frá tunglinu verður til sýnis í Þjóðminjasafninu í Reykjavík. Þarna er um að ræða stein, sem Neil Arm- strong hafði á brott með sér frá tunglinu. Steinninn hefur verið á ferðalagi um heiminn undanfarið og til íslands kem- ur hann frá Noregi. Að sjálf- sögðu er steinn þessi ákaflega mikils virði, því að ekki eru margir slíkir til, og þess vegna er hans jafnan vandlega gætt. Fyrir nokkru skilaði þýzka verktakafyrirtækið Hochtief endanlega Straumsvikurhöfn, en eitt ár verður þá síðan Hafnarfjarðarbær tók að sér rekstur hafnarinnar. Upphaf- legt tilboð í gerð hafnarmann- virkja í Straumsvík hljóðaði upp á 227 milljónir króna, en Hochtief hefur fengið greidd- ar 300 milljónir króna og hafa gert kröfu um 300 milljónir í viðbót. Á framkvæmdatíma- bilinu urðu 2 gengisfellingar, og miklar verðhækkanir, svo búast má við að tilkostnaður verktakans hafi verið nokkru meiri. Máhnu var skotið til gerðardóms í París. Framhald á bls. 8. Tvær hliðar , lífsins Hörð nú mæða hrellir mig, hjarta blæða sárin, ógnir skæðar sýna sig, sorgar flæða tárin. Mitt er yndi margskonar, myrkum hrindi’ trega, geisla lindir gæfunnar glitra yndislega. Hvort þín braut er þægileg eða þyrnum stráð og grjóti, náðin Guðs er nægileg þó napurt blási móti. Kolbeinn Sæmundsson. 1 %

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.