Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 Á heiðinni SMASAGA, EFTIR ÓLAF ÞORVALDSSON Snemma dags mættust svo til á miðri heiðinni bændurn- ir Björn úr Dölum og Þór- ólfur að Strönd. Þeir ráku blátt áfram hina lausu hesta sína þar saman. Þetta var milli dagmála og hádegis fyr- ir nokkrum árum. Þarna bar þá saman fund- um þessara æskuvina, sem ekki höfðu sézt í full fjörutíu ár. Báðir voru þeir lausríð- andi, og báðir langt að komn- ir, Björn úr Vestursýslu, Þór- ólfur úr Austursýslu. . Báðir voru þeir taldir stór- bændur, hvor í sínu héraði, og í forystumannahópi sinna sveitunga. Allt, sem að ferð þeirra laut, hestar þeirra svo og allur ferðabúnaður, benti til, að þar færu engir hinna smærri bænda. Vel voru þeir hestaðir, hvor þeirra rak tvo lausa hesta, utan hvað klyf- taska var á öðrum lausa hest- inum hvors þeirra. Og hestar þeirra runnu saman á hinum mjóa heiðavegi. Við það kom smá-stanz á ferðalagið. Ekki höfðu þessir rosknu bændur og langferðamenn, lagt af þann ævaforna sið að kastast á kveðjum, þegar menn mættust á vegum úti, og jafnvel ræðast nokkuð við. Að þessu sinni vildi svo til, að þessir ferðalangar, sem bjuggu í svo mikilli fjarlægð hvor frá öðrum, voru æsku- vinir, sem fyrr segir. Um ára- tugi vissu þeir nálega ekkert hvor til annars, höfðu týnt hvor öðrum. Aldur þeirra var svipaður, nálægt sextugu. Þ e g a r mennirnir höfðu kastazt á kveðjum, störðu þeir augnablik hvor á annan, svo sem eitthvað löngu liðið svifi þeim fyrir augu, unz Björn segir: „Er sem mér sýnist, að þetta sé Þórólfur?“ „Svo er“, segir Þórólfur, „en er þetta virkilega Bjöm?“ „Jú, það er bara ég sjálfur“. Við þetta snarast Björn af baki, hvað Þórólfur einnig gerði. Síðan heilsast þessir gömlu vinir með mikilli blíðu. Svo sem eftir þegjandi sam- þykki tók hvor sína hesta, vék þeim í grasbrekku utan vegar, kippti af reiðverum og beizlum, og settust svo báðir efst í brekkuna. Þórólfur segir: „Hestar okk- ar hafa gott af að velta sér og kæla. Ég sé, að báðir munum við hafa farið nokkuð greitt, hestamir eru sveittir og heit- ir. Við vinnum upp aftur þessa stund. En, hvað segir þú, Björn. Á hvaða ferðalagi ert þú hér, svo langt frá þín- um heimahögum?" „Það er von þú spyrjir“, anzar Bjöm. „Þrátt fyrir mín margvíslegu ferðalög fyrr og seinna, þá hef ég sjaldan lagt leið mína austur yfir þessa heiði. Margar mínar seinni ára ferðir, hef ég orðið að fara í erindum sveitar minn- ar, og svo er að þessu sinni. Seg þú mér nú, gamli vinur, hverju ég á það að þakka, að fundum okkar ber hér sam- an. Þú hefur þó ekki ætlað að sækja mig heim?“ „Ónei, Björn minn, ekki ætlaði ég að stýra svo manns- lega, en oft hefur mig lang- að til þess. En eftir að ég fór að hafa ástæður til þess, þá óx mér vegalengdin svo í aug- um, að ávallt hvarf ég frá því fyrirtæki. Fyrir löngu hafði ég hugmynd um, hvar þig væri að finna, sem er að þakka starfi þínu í þágu þíns sveitar- og sýslufélags, og þannig hefur það ef til vill verið fyrir okkur báðum“. „Já“, anzar Björn, „þannig var þetta fyrir mér, hvað þig snertir, — en ég var að spyrja þig um þessa ferð þína“. „Já“, anzar Þórólfur, „ég er bara á skemmtireisu, svo fag- urt sem það er til afspumar i af sveitabónda að vera. Tvö af bömum okkar eru nú bú- sett í eða í grennd Reykja- víkur, og fýsti okkur foreldr- ana að vita nokkuð um hagi þeirra og afkomu. Þau segja að vísu, að þeim vegni vel, en við viljum vita hið rétta í því efni, En seg þú mér, Bjöm, nokkuð frá þér og þín- um búskap“. „Æ það er nú ekki mikið að segja“, svarar Björn. Að svo mæltu spratt Björn upp, hljóp að klyftösku sinni, kom þ a ð a n með óátekna áfengisflösku og sagði: „Ég tók þessa flösku með, ef ein- hvem tíma þyrfti til að taka, og finnst mér nú, að svo sé komið, og gerðu svo vel. Við skulum dreypa á þessu, ef okkur yrði liðugra um tungu- takið“. Þórólfur tók við flösk- unni, en fór ekki óðslega að neinu. Hann oþnaði hana og tók af henni tappa-borðið, rétti Birni og þakkaði fyrir. Björn gerði henni svipuð skil sem Þórólfur og segir: „Ekki fórst þú harkalega að henni þessari“, og brosti við. Þórólfur svarar: „Það er eitt minna mörgu lárisefna í lífinu, að ég hef verið lítið gefin fyrir áfengi. Þó verð ég ávallt að eiga það, en meira er það fyrir aðra en mig. En það verð ég að segja, hvort mér er fært það til lofs eða lasts, að áfengi veiti ég ævin- lega í hófi. En mér sýnist, Björn, að þú farir ekki harka- lega að flöskunni frekar en ég. En segðu mér nú eitthvað um líf þitt og störf, frá því að við skildum fyrir nær fjörutíu árum“. Björn svarar: „Frá mér er lítið að segja, þó að margt hljóti að bera við í lífi manna á fjörutíu árum. Það munum við báðir þekkja. Ég vil þó, forni félagi, gera þér ein- hverja úrlausn, en verð þó stökum staðar og stundar að fara þar á skemmsta vaði. Við ættum að ná til byggða í kvöld, verði ég stuttorður“. Að þessum formála Björns loknum, sögðu þessir æsku- vinir og félagar það mark- verðasta úr ævi þeirra og starfi um fjörutíu ár. Þótt þessir fornu félagar legðu fyrir sig sama lífsstarfið, landbúnað, og þar af líkt í höfuðgreinum, má þó draga það af 1 í f s h I a u p i þeirra í megindráttum, að í upphafi og frameftir búskaparárunum hafi aðstaða þeirra verið all ólík. Þó má fullyrða, að þau hjónin sem erfiðari aðstöðu áttú nokkur fyrstu árin, Þór- ólfur og kona hans, sigruðu undrafljótt, fátækt og erfið- leika. Um þetta fórust Þórólfi meðal annars orð á þessa leið: „Það, sem ég minntist á hér, hvernig við eignuðumst jarð- ir okkar á algjörlega gagn- stæðan hátt, mátt þú ekki taka sem öfund í þinn garð, að þú fékkst fasta jörð með konu þinni, en ég varð að kaupa mína, þá í litlum efn- um. Nei, vinur, þetta er ekki í þá átt. Ég vildi aðeins segja ! þér frá kvonfangi mínu og konu minni í þessu sambandi. Kona mín var dóttir fátæks bónda. Það var því líkt á komið með okkur hjóna- efn- unum, að bæði vorum svo til jafn fátæk aS^fjármunum, en hún var rík af öllu því bezta, sem eina konu má prýða“. Þannig ræddu þessir æsku- vinir, sem voru nú taldir með mestu og stærstu bændum sinna sveita, það markverð- asta í lífi þeirra og starfi síð- ustu fjörutíu árin. Eftir andartaksþögn heldur Þórólfur áfram máli sínu á þessa leið: „Við höfum sagt hvor öðrum svona undan og ofan af um líf okkar og störf, og spannar sú saga um öll okkar manndómsár. Hér var þó ekki um neinn umhugsun- artíma að ræða, þar eð hvor- ugan mun hafa óráð. fyrir, að fundum okkar bæri saman að þessu sinni. Ég er því þess fullviss, að það, sem við höf- um sagt hvor öðrum hér, er ekki marg uppbakað, yfir- strikað og inní-bætt, þar eð til þess gafst enginn tími, þó að við hefðum haft þar til nokkra löngun. Þinnar hrein- skilni og drenglundar minn- ist ég enn svo vel, Björn, að ég veit, að þín saga er sönn. Um mína sögu verður þú að dæma“. Og Þórólfur hélt máli sínu áfram: „í dag er okkur hulið, hvort fundum ber oftar saman, þótt ég gjarnan vildi, að það mætti verða. Vegna þessarar óvissu, sem yfir næstu fundum okk- ar hvílir, er bezt, að ég segi þér frá óvæntu atviki, sem ég var nokkur þátttakandi 1 á leið minni hi.ngað. Það er víst ekki ulveg íétt lekið til orða, að ég hafi verið þátttakandi, nær væri líklega að segja, að ég hafi aðeins verið þar hlut- laus sjónar- og heyrnarvottur og það af hreinni tilviljun, að ég nefni svo, — en undar- legri tilviljun. Ég hafði verið á ferðinni í tvo daga, og síðari dagurinn kominn að kvöldi. Þetta voru langar dagleiðir. Síðari dag- inn, sem var laugardagur, hafði ég hugsað mér að ná til og gista á kirkjustað, sem einnig er prestssetur, og fá gistingu þar og hvíla mig og hestana y f i r sunnudaginn. Setur þetta var ekki langt úr leið minni. Presturinn og ég vorum kunningjar frá upp- vaxtarárum ■ okkar, og hafði fundum ekki borið saman um langan tíma Ég náði þangað á síðustu háttumálum. Prest- ur var heima. Þegar hðnn hafði áttað sig á, hver sá var, er leitaði húsa hans, þá fagn- aði hann mér vel og sagðist vonast til, að ég hvíldi mig og hesta mína þar yfir sunnudag- inn. „Þú veizt líka, að það er hvíldardagur“, bætti hann við og brosti, gamla, fallega bros- inu, sem 'ég mundi svo vel eftir frá æsku okkar. Ég þakkaði, sagðist hafa verið að strekkja við að ná hingað, helzt áður en allir væru gengnir til náða. Prestur greip mig á orðinu og segir: „Úr því, að áætlanir þínar stóðust, svo sem flestar þínar aðrar, eftir því sem ég hef haft spurnir af, þá vona ég, að þú látir eftir okkur báðum að verða hér um kyrrt á morgun. Konan mun eiga eitthvað í búri sínu, og vel skal fara um hesta þína, sem ég veit að þér er annt um“. í þessum svifum kom kona prestsins inn og bar mér mat. Hún bað mig gjöra svo vel og reyna að gera mér gott af því, sem fram væri borið, hvað ég þakkaði, og taldi enga neyð. Þegar konan hafði sett frá sér matinn, þá kynnti presturinn okkur. Ég hafði ekki séð hana fyrr en nú. Þetta er glæsileg kona og góð- mannleg. Þegar kona prests- ins kom inn aftur til að taka af þorðinu, sagði húh manni sínum, að rúm handa mér væri til reiðu í gestastofunni, þegar mér sýndist. Ég þakk- aði, svo og fyrir góðan beina. Að því búnu bauð hún mér góða nótt og gekk fram. Við stóðum upp frá borð- inu, og presturinn segir: „Ég veit þú ert hvíldar þurfi eftir langa dagleið, en eigum við ekki að tylla okkur augna- blik inn í skrifstofu mína, ég held ég eigi sæmilegan vindil, ef þú vilt fá þér nokkra drætti undir svefninn?“ Ég kvaðst þiggja það, ég væri vanur að reykja eina pípu að kvöldi, áður en ég legðist til svefns, svo að þetta yrði þá svo sem ég væri kominn heim. Þegar við höfðum setið litla stund og notið vindla okkar, segir presturinn: „Þú munt aldrei hafa heyrt til mín í kirkju? Ég var víst ekki farinn að huga að þeim málum, þegar við vorum sam- an við sjóinn. Nú vill svo til, að ég á að messa hér á morg- un, ef guð lofar. Einnig á að fara hér fram jarðarför, og verð ég að sjálfsögðu að reyna að tala þá yfir hinu látna sóknarbarni mínu. Og fyrst við hjónin vorum svo heppinn að fá þig, gamli æskuvinur, sem gest okkar, vel þeginn og velkominn gest, þá vona ég, f að þú gerir okkur hjónum og kirkju minni þá sæmd að vera við messu hér á morg- un. Einnig vona ég, að þú verðir hér aðra nótt, og vona, að þá fái ég að heyra frá þér kost eða lÖst á mér sem kirkj- unnar þjóni, eftir að þú hefur heyrt mig tala yfir lifendum og dauðum. Þó verð ég að játa, að ég held að ég verði dálítið feiminn í kirkjunni á morgun, þar eð ég veit, að þú hlustar á mig, eini maður þar, sem þekkti mig sem ærslafullan ungling, sem lítið var farin að hugsa um alvöru lífs og dauða. Svo fráleitt var mér þá prestsstarfið, að ef einhver hefði sagt við okkur, að hann vissi fyrir víst, að annar hvor okkar yrði prest- ur, en væri ekki alveg viss, um, hvor okkar það yrði og skyldum við nú segja sér álit okkar, hefði ég óðar sagt, að ef svo ætti að verða, þá yrði það þú, Þórólfur. Þessi spuming, sem aldrei var spurð, hefur á stundum, einkum við ýmis tækifæri, flogið mér í hug, og oftast komizt að þeirri niðurstöðu, að ég hafi orðið það, sem þú hefðir átt að verða, og öfugt. Af fornum kynnum okkar veit ég, að þegar þú á morgun hefur heyrt og séð mig inna af hendi störf sem kirkjunnar þjónn og segir mér svo kost eða löst þar á af fullri hrein- skilni, sem ég veit að þú ger- ir, þá munt þú taka á göll- um mínum jafn mjúklega og þú tókst á mér í æsku okkar og sagðir mér til og leiðbeind- ir í minni vankunnáttu, og er sú skuld mín ógredd enn. Og úr því ég minntist á skuld, er skuld mín við þig ekki sú eina. Þegar mér lá mest á við nám, við prestsþjónustu- starf og við búskap og ég naut ekki lengur þinnar for- sjár og handleiðslu, var mér sendur annar leiðbeinandi og hjálparmaður, þar sem er mín elskulega og frábæra eigin- kona. Skuldir mínar við hana og þig fæ ég aldrei greitt að fullu“. Þegar séra Vigfús, en svo heitir presturinn, en kona hans Valgerður, — og hef ég líklega ekki getið þessa áður, — haíði lokið rnáli sínu, sagði ég:

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.