Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 „Ég held, Vigfús, eí'tir því sem ég hef nú heyrt til þín, að þá þurfir þú varla að kvíða dómi mínum um ræð- ur þínar á morgun. Og kirkju þína sæki ég á morgun, að mér heilum og lifandi, þótt ég verði að koma þangað eins og ég er klæddur nú. Ég kem þar sem langferða-maður, svo sem í rauninni við erum allir og alls staðar. í æsku heyrði ég, að öllum væri heimil kirkjuganga, hverju sem mað- urinn klæddist". „Rétt um það", skaut prest- urinn inn í. Ég hélt áfram, og spurði: „En meðal annars, hvern átt þú að jarðsyngja á morgun? „Það er húsfreyja hér úr sókninni, kona, sem staðið hefur í umsvifamiklu húsmóð- urstarfi í nokkra áratugi", svarar presturinn. „Ójá, svo er nú það. Undan burtför af þessum heimi kaupir sig eng- inn frí", varð mér að orði. Eftir andartaksþögn segir séra Vigfús: „Ég óska, vinur, að þér verði að trú þinni á morgun í kirkjunni, hvað orð mín og athafnir snertir, en nóg um það að sinni. Nú má ég ekki lengur halda þér frá hvíld og svefni. Þú hlýtur að vera 1 ú i n n , eftir langan áfanga í dag". „Ég hef á stundum verið þreyttari heima heldur en mér finnst ég vera nú. Þó er bezt að þiggja nú rúmið", bætti ég við. Presturinn fylgdi mér til svefnstofu, tók í hönd mér, óskaði mér hvíldar og svenfs, bauð góða nótt og gekk úr stofunni. Nóttin leið, ég svaf og hvíldist vel, nótt svo heið og björt eins og júnínótt getur f e g u r s t orðið, svo enginn sjást skil dags og nætur. Ég reis tímanlega úr rúmi að vanda og gekk til hesta minna. Á þeim var ekki að sjá eftir tvær langar dagleiðir. Þegar ég kom heim á hlað- ið, stóð prestur úti. Þegar við höfðum boðið hvor öðrum góðan dag, segir hann: „Ég var að skyggnast eftir þér. Hvernig svaístu?" Ég þakkaði og sagði sem var. Mér sýnd- ist sem hann mundi lítið hafa sofið, og skildi ég það vel. Hann bað mig að ganga í bæ- inn. „Kaffið er alveg að koma ", sagði hann. Milli dagmála og hádegis fóru prestshjónin , til heimilis hinnar látnu. Þar átti prest- urinn að fornum sið að flytja húskveðju. Milli klukkan eitt og tvö sást til líkfylgdarinn- ar, sem virtist all-fjólmenn. Margst fólk var þá komið á kirkjustaðinn, en engan þekkti ég í þeim hópi. Ég gekk síðastur í kirkj- una, settist á yzta bekk, sem utangátta maður, kominn þar af tilviljun. F y r s t flutti presturinn venjulega messu með því, sem þar á við, fremur stutta ræðu, en góða, að mér fannst, og mjög vel flutta. Eftir mess- una hófst útfararathöfnin, lík- ræða yfir hinni látnu konu. Ræðan var vel flutt og senni- lega vel uppbyggð. Á aðal- innihaldi ræðunnar er ég ekki dómbær, þar eð ég þekki ekki til ævi hennar og heimilis- starfa um langt árabil. Ekki hafði prestur lengi talað, þegar ég vissi, hvaða konu var hér um að ræða". „Þekktir þú þá konu þessa?" spurði Björn. „Ójá, einu sinni þekkti ég hana nokkuð, eða svo hugði ég þá, en æskunni skeikar á stundum, einnig okkur, sem eldri erum. Þú barst einnig nokkur kennsl á hana, Björn, og kem ég að því bráðum", bætir Þórólfur við, „en nú hverf ég aftur að jarðarförinni. Þegar út var hafið, fór ég síðastur út, svo sem ég gekk síðastur inn. Ég fylgdi eftir fólkinu í kirkjugarðinn, en stóð álengdar, meðan prestur- inn framkvæmdi þar sín skylduverk. Að því loknu fór ég úr garðinum, og gekk til hesta minna, sem voru á næstu grösum, athugaði þá vendilega, járn og allt ástand þeirra, og sá, að þar var engu ábótavant. Framhald. Hvers vegna hærta að reykja? Notkun tóbaks í Evrópu hefur tíðkazt í tæp 400 ár. Það hefur verið reykt í píp- um, vindlum og vindlingum, og það hefur verið tekið í nef- ið. Tóbakið hefur verið lof- sungið af mörgum, og fáir urðu til að fordæma það fyrr en nú síðustu tvo áratugina. Verksmiðjuframleiddir vindl- ingar eða sígarettur urðu ekki algengasta reykingaformið fyrr en á þessari öld. Smám saman eru sígarettureykingar orðnar svo almennar, að tjón- ið sem þær valda hefur verið viðurkennt — fyrst af lækn- um og síðan af öllum almenn- ingi. Fyrsta veigamikla framlag- ið til læknabókmenntanna um áhættur reykinga kom fram fyrir 20 árum í Bretlandi og Bandaríkjunum. F r á þ v í snemma á fjórða áratugi ald- arinnar hefur mannslátum af völdum lungnakrabba fjölgað mjög ört, og tvær viðamiklar rannsóknir leiddu í ljós, að lungnakrabbasjúklingarnir voru nálega undantekningar- laust reykingamenn. 1 kjölfar þessara tveggja fyrstu kann- ana komu á næstu tíu árum víðtækari og nákvæmari rannsóknir, sem sönnuðu að fullu sambandið milli sígar- ettureykinga og lungna- krabba. Á þessum eina áraltug jókst dánartala karlmanna af völdum lungnakrabba um 75 prósent. Einnig meðal kvinna hækkaði dánartalan af völd- um þessa sjúkdóms. Lungnakrabbi er lengi að þróast, og er það ástæða þess, að menn urðu ekki fljótari til að koma auga á, að aukn ing sígarettureykinga 20 eða 30 árum fyrr var nátengd mun hærri dánartölu af völd- um krabbameins mörgum ár- um seinna. Bindindismenn á tóbak geta líka fengið lungna- krabba, en hættan er um 20 sinnum meiri hjá miklum reykingamönnum, sem kannski reykja allt að 40 síg- arettum á dag. Meðal verka manna sem vinna við úraní- um eða verða fyrir asbestryki er lungnakrabbi ennþá al- gengari, en e i n n i g meðal þéirra eru það nálega ein- göngu reykingamenn sem fá hann. EKKI AÐEINS KRABBAMEIN Þegar í ljós kom, hve hætt reykingamönnum v a r v i ö lungnakrabba, var að sjálf- sögðu farið að gaumgæfa. hvort reykingar ættu ekki sök á öðrum sjúkdómi, sem leiddu til dauða. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós, að tveir ban vænir sjúkdómar meðal ungra karlmanna — lungnapípu- bólga (bronkítis) og blóðtappi — eru algengari meðal sígar- ettureykingamanna en þeirra sem ekki reykja. Ennfremur má nefna ýmsar óalgengari tegundir krabbamcins, eins og t. d. krabba í hálsi og lifur, sem eru tíðari hjá reykinga- mónnum. Staðreynd er það, að sá sem reykir 20 eða fleiri sígarettur daglega frá tvítugsaldri deyr að öllum líkindum 5 árum fyrr en jafnaldri hans, sem reykir ekki. Séu reyktar 40 sígarettur eða fleiri daglega, styttist æviskeiðið sennilega enn um þrjú ár, eða samtals um 8 ár. í Bretlandi deyja að líkind- um yfir 50.000 manns árlega af sjúkdómum sem sígarettu- reykingar hafa valdið. Að vísu eru margir þeirra aldr aðir menn, en mönnum hefur reiknazt svo til, að árlega fari að minnsta kosti 150.000 vinnuár í súginn hjá fólki innan við 65 ára aldur af vóidum þessara sjúkdóma. Út- reikningar sem gerðir hafa verið í Bandaríkjunum, Kan- ada, Niðurlöndum, Svíþjóð, Danmörku og Noregi leiða til sömu niðurstöðu. Lungnakrabbi h e f u r til þessa vakið mesta athygli, en sjúkdómar sem minna láta Framhald á bls. 7. Business and Ptofessional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JóHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Monitoba Strtkið fílagið m«ð þrí aS g»rait maðlimir Ársgjald — Einstaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendisl til f)ármálaritara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipag 3, Maniiobv Phona 78J-M71 Building Mechanics Ltd. Polntlno - Deeorotlno, - Conttruttnw Renovotlng - R«ol fít«to K. W. (BILL) JOHANNSON Monager 938 Elgin Avenue Winnlpeg 3 ICELAND-CALIFORNIA C0. Bryan (Briann) Whipple Import ond Solc of lcelandic Woolens, Ceromic, Etc. 1090 Sonsome, San Froncisco CA941U Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Storet Selur likkistur og annast um útfarir. Allur utbúnaður sá bezti Stofnað 18M SPruce 4-7474 Goodman and Kojima Electrlc CLECTRICAL CONTRACTO«$ 770 ELLICE AVE., WINNIPEQ 10 774-3549 ARTHUR ŒOODMAN SP 2-5541 M. KOJIMA LE 3-6433 Bvonlnai ond Holiaayi SPruea 4-7Í55 EJTIMATES FREE J. M. Ingimundson Ra roof, Asphalt ShlnQlet, Roof Repolr». Install Vents, lr»ulation and Eavestroughlna. 774-7855 632 Simcoe St., Wlnnlpag 3, Man. Selkirk Funeral Chapel Ltd. Director: GARTH CLARY Licensed Embolmer Servíng Selkirk ond Intertoke oreas Ambulance Scrvice Coll Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dufferin Ave. Selkirk, Manitoba S. A. Thorarinson Barrlrtar & SollaHor 2no f-ioor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET OHiee WHiteholl 2-7031 ReaMence HU 9-4488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Office: 942-5756 Home: 783-6688 Dívinsky, Birnboim & Company CKartered Accountonti 707 Montreal Trust Bldg. 213 Noíre Dame Ave. Winnipeg 2. Telephone: 943-0528 Benjaminson Constructlon Co. Ltd. 1425 Erin Slreet. Winnipeg 3. Ph: 786-7416 GENERAL CONTRACTORS E. BENJAMINSON, Manaoar Lennett Motor Service Oparotad by MICKtY LENNCTT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Harfrave 4 Bannatyne WINNIPIC 2, MAN. Phone «41-81 S7 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastcring Contractors H. Mel Sigurdson, Manager Office and Warehouse: 1212 St. Mory's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 FRÁ VINI TALLIN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Soliciturt, 210 Osborne Streel North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The Wertern Point Co. Ltd. 321 HARGRAVI »T. WINNIff* "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH S-7S9I J. IHIMNOV/ÍKI, Preilaent A. H. COTE. Traaaurar 0í; 'triTiHn, Minnitt BETEL í arfðaskróm yðor As^etrson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avanue Wlnnipog 3. Maniioba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashiess Unlts • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-987 SU 34-322 KREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Barristan and Sollclton 274 Garrv Street, Wlnnir>»o I. Monitoba Telaphona 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. C. M. ERICKSON, B.A., LL.B. J T. «. TAYLOR, LL.B. W I. fRIOHT, B A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.L.B. E C. BEAUDIN. B.A., L.l.B. "GARIH M. ERICKSON of thc firm of Richordion & Companv attendí at tha Kimll Creifit Unir.n Offica, Gimll, 4:00 p.m. ro 600 p.m. on the tlrjt ond thlré Wednesdov of eoch monrh."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.