Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 5 Presturinn heitir Helga ið fólk, sem ekki hafði van- izt að láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Kalla má að á liðnum tím- um og allt fram á vora öld, hafi líf og starf mests hluta þjóðarinnar snúizt um það eitt að fullnægja brýnustu kröfum um mat, klæði og húsaskjól. Það var ekki spurt um það, þótt fæðan væri fábreytt og oft lítil, klæðnað- urinn fátæklegur og húsa- kosturinn nöturlegur, ef fólk- ið aðeins lifði. Svona hafði það verið um aldir, og svona lifði mestur hluti þjóðarinn- ar, hvort heldur í afdölum, útnesjum e ð a góðsveitum. Lífsþægindi og munaður þekktist ekki. — Læknisþjónustan og skóla- menntun oft eitthvað fjarlægt eþa ókunnugt, en flestum var séð fyrir prestsþjónustu og kirkjum, sem oss raunar furð- ar á nú, hve mikið menn lögðu á sig til þess að fá not- ið þeirra gæða. Frá vöggu til grafar var e i n n óslitinn vinnudagur, og afrakstur erf- iðisins sá einn að hafa til næsta máls að kalla mátti. Þegar svo var, voru útkjálk- ar, svo sem Hornstrandir sízt óbyggilegri en aðrir hlutar landsins. Sjórinn var gjöfull, fiskur uppi undir landstein- um og afli öruggur ef á sjó gaf, þótt lendingar væru að vísu örðugar. Fugl og egg í björgum ómetanlegt bjarg- ræði, stundum rak hvali á land, og viðarrekinn hlunn- indi umfram flesta aðra lands- hluta. Einangrun var að vísu mik- il, langt milli bæja og oft tor- sótt, utansveitarmenn voru sjaldséðir, nema helzt af skip- um, er voru að veiðum fyrir ströndinni. En þrátt fyrir það, gat fólkið lifað þarna og unað hag sínum. Það þekkti ekki annað, og hafði enn ekki lært að meta kjör sín eftir því sem aðrir lifðu. Ræktunarskil- yrði eru víðast mjög léleg, e n g j a r litlar og vetrarríki mikið, og sumrin oft stutt og úrkomusöm. Öll afkoma hlaut því að hvíla á sjónum. Með breyttum tímum hafa ný, stórvirk veiðitæki og veiðiaðferðir fælt fisknn frá grunnmiðum. Um leið var styrkustu stoðinni kippt und- an afkomu þessara byggða. Síðan bættist við samgöngu- leysi, skortur á læknishjálp, erfiðleikar á skólagöngu og raunar allt hið nýja, sem bættir þjóðarhagir og velmeg- un sköpuðu öðrum þjóðfélags- þegnum. Þá var ekki líft þarna lengur. Það var lífs- nauðsyn fólksins að komast brott, og það var einnig vissu- lega þjóðhagslega rétt. St. Sid. Heima er bezt, 1970. DR. V. J. EYLANDS: Enda þótt meiri hluti þeirra er sækja kirkjur reglulega í ýmsum löndum Evrópu séu konur, og þrátt fyrir að 320 konur í Vestur Þýzkalandi hafa hlotið prestvígslu, eru enn margir sem kunna því illa að sjá konu í prédikunar- stól, og hefja mótbárur: Konan á að sinna heimilinu. Konan á að hafa hljótt um sig í kirkjunni. Konan á ekki að keppa við menn um opinberar stöður. En jafnvel þessar mótbárur eru nú ekki eins háværar og áður fyrr. Andstaðan gegn konum í prestastétt hefir rén- að mjög á síðari árum, eink- um þar sem svo stendur á að fleiri en einn prestur þjóna sama prestakalli, en það er nú orðið þannig í flestum stærri sóknum. Þannig fórust Helgu Troeski orð, nýlega, er hún ræddi þessi mál við blaðamenn. En hún hefir þ j ó n a ð prestakalli nálægt Frankfurt, undanfarin ár. „Fólk sem er mjög á móti kvenprestum, þarf blátt áfram ekki að sækja kirkju þann sunnudag sem konan messar,“ segir hún. Samvinna fleiri presta í sömu sókn hefir gert konum auðveldara að komast í kenni- mannsstöðu og hljóta vígzlu. Með því fyrirkomulagi þarf prestakallið ekki að hafa að- eins kvenprest. Hefir þetta fyrirkomulag stórum minkað tölu þeirra kvenna, með guð- fræðimenntun, sem hafa áður gefið sig að fræðslu og líkn- armálum í kirkjunni. Til skamms tíma stóð sá vett- vangur einn til boða guð- fræði-kandidötum m e ð a 1 kvenna. Séra Helga, sem er 27 ára að aldri, hlaut vígzlu nú í sumar í Evangelisku kirkj- unni í Hesse-Nassau, en sú kirkjudeild er samsteypa af lúterstrúarmönnum, og öðr- um flokkum mótmælenda í Vestur-Þ ýzkalandi. Þessi kirkjudeild, eða synoda, hefir tólf hundruð prestum á að skipa, en aðeins sjö þöirra eru konur, sem þjóna prestaköll- um. Auk þeirra eru tuttugu l^onur, með guðfræðiprófi, en óvígðar, sem starfa í þjónustu þessarar kirkjudeildar. Til- tölulega eru flestir kvenprest- ar í Þýzkalandi staðsettir og starfandi í Vestur-Berlín, eða um fjórði hluti klerkastéttar- innar í þeirri borg. Flestar hinna óvígðu kven- kandidata í guðfræði eru gift- ar konur, segir séra Helga. Það eru aðeins tvö ár síðan leyft var að vígja giftar kon- ur. Auk þess voru ákvæði um, að ef vígð kona giftist, þá varð hún að leggja niður em- bætti. Þessu hefir nú verið breytt, sem betur fer, segir Helga. „Kirkjudeild okkar hér í Vestur Þýzkalandi varð fyrst til þess að semja lög um vígzlu kvenna, og fá þau stað- fest af ríkinu. Þessi löggjöf, sem hlaut staðfestu árið 1958, heimilaði ó g i f t u m konum vígzlu og embætti. Þetta var spor í framfaraátt. En síðan hafa aðrar kirkjudeildir hald- ið lengra áleiðis, og leyfa nú giftum konum vígzlu.“ „Hvernig hefir yður verið tekið, sem presti? er Helga spurð. Hún svarar: „Það hefir nú verið nokk- uð misjafnt. Fyrst bar mest á undrun og forvitni fólks. Fyrst af öllu vildu menn vita hvar ég stæði í guðfræðinni. Var ég evengelísk eða aðeins einskonar siðapostuli. Hvar hafði ég stundað guðfræði- nám, og hverjir voru kennar- ar mínir. Hversvegna gekk ég inná þessa braut? Hvaða hugmyndir hefi ég um grund- vallaratriði kristinnar trúar?“ „Fólkið hlustaði með at- hygli á ræður mínar.. Ef mönnum féll miður eitthvað sem ég sagði, þá komu þeir ekki næst þegar ég messaði. Sumir voru, hræddir um að ég væri ný-guðfræðingur, en það var ennþá verra en að vera kvenprestur. Til voru þeir í prestakall- inu sem voru svo andvígir kvenpresti að þeir tóku að bera út um mig slúðursögur til að reyna að losna við mig. Þetta gerði mér erfitt fyrir. Sumir voru mótfallnir því að kona tæki að sér karlmanns- verk af þessu tagi; aðrir kunnu því illa að láta setja konu yfir sig í kirkjumálum.“ Séra Helga minnist þess, að eitt sinn á föstudegi, var hún beðin að framkvæma hjóna- vígslu næsta dag í forföllum prests sem var veikur. Ég hringdi til brúðgumans, sagði hún, og greindi frá ástæð- um. Hann brást önugur við, og taldi það óhugsandi að hann léti konu framkvæma giftingarathöfn sína. Ég stakk þá uppá að við skyldum eiga tal saman um þetta augliti til auglitis, en þá varð hann reið- ur og sagði: Ég vil ekkert hafa með þig að gera. Það var ekkert skemmtilegt fyrir mig að framkvæma hjóna- vígsluna undir þessum kring- umstæðum, en ég gerði það samt. Nokkru síðar sendu ungu hjónin mér blóm, með afsökunarbeiðni. Það var, í bili, ímyndunarafli þeirra of- vaxið að láta konu gifta sig. En á þessu tímabili lærðist fólki smám saman að taka mér sem presti, prédikara og sálusorgara. E f t i r nokkurn tíma vandist ég því að heyra fólk tala um „kvenprestinn.“ Þegar séra Helga kom á fyrsta kvenfélagsfundinn í kirkju sinni, fékk hún kaldar kveðjur, sem mest voru þó ísköld augnatillit. Konumar virtust ekki átta sig á því í bili hvernig þær ættu að taka mér. Er ég hafði haft kennslu og bænarstund á fyrsta fund- inum, urðu augnatillitin mild- ari, og svo fór að lokum að þær tóku mér með hinni mestu blíðu. 1 fyrstu var séra Helgu skemmt, að athuga afstöðu karlmannanna í prestakallinu. Að afstaðinni fyrstu messu- gjörðinni vildu ýmsir þeirra segja eitthvað vinsamlegt við hana, en kunnu ekki við að þakka konu fyrir prédikun- ina. Létu þeir sér því nægja að segja: '„Hempan fer þér vel,“ eða eitthvað því um líkt. Ég fékk brátt þá tilfinningu að menn hefðu einskonar nautn af því að heyra konu prédika, enda fór svo, er tím- ar liðu að fleiri karlmenn voru við kirkju hjá mér, en konur. En slíkt kom aldrei f y r i r hjá embættisbræðrum mínum. Á prestastefnum eru eldri prestarnir oft önugir. Sumir þeirra höfðu á móti öllu sem hún sagði, enda þótt ekkert væri við það að athuga frá guðfræðilegu sjónarmiði. Það gai ekki verið réii, af því að það var kona sem talaði um guðfræðileg efni. Yngri prest- arnir voru umburðarlyndari, enda. voru þeir vanir sam- keppninni við konur í guð- fræðideildum háskólanna. Flytur þú langar prédikan- ir, séra Helga? er hún spurð. Nei, segir hún, ræður mín- ar eru svipaðar pilsum nútíð- arkvenna; aðeins nógu lang- ar til að ná yfir það nauðsyn- legasta. „En af því að ég er alltaf í kastljósinu, einkum í kirkj- unni, verð ég stöðugt að vanda ræður mínar sem mest ég má. Ræðurnar verða að vera góðar til þess að halda uppi heiðri kvenna í presta- stétt,“ segir séra Helga að lokum. Eftir „Lulheran" 21. okl. 1970. Kristín Þorst’einsdóttir Pólsson 1879- Kristín Pálsson er fædd á Húsafelli í Borgarfjarðarsýslu árið 1879. Hún kom til Kan- ada 1901. Skömmu eftir kom- una til Winnipeg giftist hún Hirti Pálssyni frá Norður- reykjum í Hálsasveit í Borg- arfjarðarsýslu. Til Lundar- byggðarinnar f 1 u 11 u s t þau 1903 og voru þar við búskap til 1940 að þau fluttust inn í bæinn. Hjörtur, maður Kristínar, dó 1946. Eftir lát hans bjó hún áfram í Lundar þar til fyrir rúmu ári að hún fór til Betel á Gimli. Þar dó hún 28. október síðastliðinn, 91 árs að aldri. Eftirlifandi börn hennar eru: Kári, giftur Phyllis Ro- berts, bóndi við Stony Hill, Svava, Mrs. John Bonnell, húsmóðir í Winnipeg, Leifur, giftur Alice Herbert, bóndi við Stony Hill, Ingibjörg, gift Valdimar Rafnkelsson, við Stony Hill, Ólafía (Olivia), Mrs. George Florence, hús- móðir í Sioux Lookout, Ont., Ástríður (Ásta), Mrs. William Lunney, húsmóðir í Toronto, Ont., Páll, giftur Kathrine Finlayson, bóndi við Stony Hill, Þorsteinn, giftur Guð- rúnu Barnes, bóndi við Stony Hill, Halldóra, gift Kristjáni Vigfússyni á Lundar. Tvær dætur dóu á undan móður sinni, önnur á barns- aldri en hin á fullorðins aldri, Þóra, Mrs. John Scully, hjúkr- unarkona í Washington-ríki. Auk þess lifa hana 20 barna- börn og 17 barna-bamabörn og eina systur á hún á lífi á íslandi, Steinunni Þorsteins- dóttur. - 1970 Það er mikið starf, sem eftir Kristínu liggur í þessu landi. Lífið var erfitt land- nemakonunum. Nágranni Kristínar sagði mér að fáar konur í Lundarbyggðinni hefðu reynt jafnmikla erfið- leika og Kristín. Barnahópur- inn var stór og eftir mörgu að líta. Entist þá dagurinn ekki alltaf til þess að sinna því, sem gera þurfti. Var þá lögð nótt við nýtan dag. Marga manneskju myndi slíkt líf hafa bugað, en svo var ekki um Kristínu. Þrátt fyrir erfið kjör, gaf hún sér tíma til að starfa í kirkju og kven- félagi og ávallt var hún reiðu- búin að veita hjálp í veikind- um og erfiðleikum annarra. Hjörtur var maður bráð- skemmtilegur, söngmaður góður og hrókur alls fagnað- ar, en Kristín lék á orgel. Hafði hún lært organleik sem ung stúlka heima á íslandi. Fram á síðustu ár mátti heyra óminn af íslenzku sálmunum ,á sunnudögum frá húsinu hennar í Lundar. Þeim fækkar nú óðum land- nemunum og konum þeirra, sem hér komu að ónumdu landi. Létt lund og góð heilsa' hjálpuðu henni á langri ævi og mikla ánægju hafði hún af því að heimsækja ættjörð- ina 1930 og aftur fyrir um 15 árum. Drottinn blessi minningu hennar. Hún var jarðsungin frá Lúthersku kirkjunna í Lund- ar laugardaginn 31. október. S é r a Ásgeir Ingibergsson flutti minningarorð. — A. I.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.