Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 12.11.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1970 Hvers vegna hætta að reykja? Framhald af bls. 3. yfir sér — eins og til dæmis lungnapípubólga og lungna- þemba — eru að jafnaði skað legri fyrir heilsuna, því þeir hafa yfirleitt í för með sér löng tímabil örorku, áður en skipta-, landbúnaðar- og dauðann ber að höndum. Blóðtappi eða kransæðastífla getur einnig leitt til örorku, þegar ekki er um bráðan bana að ræða. 20 PRÓSENT FLEIRI VANRÆKSLUR Heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum hafa gert kannanir, sem sýna, að sígarettureyk- ingamenn afrækja störf sín í 20 prósent fleiri tilvikum en þeir sem ekki reykja, og að mismunurinn v e r ð u r enn meiri eftir því sem reyginga- magnis eykst. Skaðsamleg áhrif reykinga eru ekki bundið við aldrað fólk. K ö n n u n á brezkum skóladrengjum leiddi í ljós, að þeir sem reyktu þjáðust yfirleitt meir af hósta og öðr- um krankleik en þeir sem ekki reyktu. Auðvelt er að sýna fram á, að ein einasta sígaretta hefur áhrif á andar- dráttinn — a. m. k. stutta stund. 1 löndurn þar sem afleiðing- ar reykinga hafa verið ýtar- lega rannsakaðar eru menn svo til á einu máli um skað- samleg áhrif þeirra. Þrátt fyr- ir það eru enn leyfðar rúm- f r e k a r sígarettuauglýsingar þar sem lögð er áherzla á, að sígarettur séu til þess fallnar að skapa samband milli full- orðins fólks — og einatt er lögð áherzla á að það sé karl- mannlegt að reykja og á allan hátt heppilegt í félagslegu til- iiti. Ganga má út frá því sem vísu, að auglýsingameistar- arnir beiti þeim röksemdum sem hafa mest áhrif á hópinn, sem þeir eru að reyna að ná til. Það sem fullorðnir reyk- ingamenn munu að líkindum halda áfram að reykja, er það fyrst og fremst æskufólk sem auglýsendurnir reyna að ná til. Æskufólk kemst ekki held- ur hjá því að verða fyrir á- hrifum af þeirri staðreynd, að í háþróuðum iðnaðarlöndum með góð lífskjör er talið „eðlilegt" að reykja, og það er bindindismaðurinn á tóbak sem sker sig úr hópnum. FORDÆMI LÆKNA En til eru hópar manna sem gera sér skaðleg áhrif reykinga ljósari en aðrir og taka afleiðingunum af þeirri vitneskju. 1 Bretlandi, þar sem tveir þriðju hlutar allra lækna reyktu áður, hefur hlutfallstalan lækkað niður l'vrir einm þriðja. 1 Bandaríkj- tuiuni reykir eimmgis Fimm tungur allra lækna. Afleiðíng- in er sú, að á sama tíma og dánartalan af völdum lungna- krabba hækkaði um 25 prós- ent meðal Breta í heild, lækk- aði hún um 30 prósent meðal lækna. Þegar litið er á allar þess- ar sannanir fyrir skaðsemi sígarettureykinga, h 1 ý t u r skynsamt fólk að spyrja, hvers vegna menn haldi áfram að reykja sígarettur — ekki síst þar sem kannanir benda til þess að pípu- og vindlareykingar séu ekki nærri eins hættulegar. Fáum þykir frá fyrstu byrj- un gott að reykja, og samt halda þeir áfram, þar til reyk- ingarnar taka að vera örvandi á þá. I þjóðfélagi þar sem reykingarnenn eru }. meiri- hluta er auðskilið að ungt fólk tileinki sér hegðun og venjur fullorðna fólksins, svo það verði fyrr fullorðið. Ungt fólk hefur líka ríka þörf fyrir að vera eins og jafnaldrarnir, og ennfremur er sú tilhneig- ing áberandi, að ungar stúlk- ur stæla piltana í sífellt rík- ara mæli. Burtséð frá útgjöldunum er það ekki margt sem heldur ungu fólki frá reykingum. Sú ógnun að þær leiði til ótíma- bærs dauða er fjarlæg ungu fólki, og fátt að því gerir sér grein fyrir, að snemma leiða þær til aukinna sjúkdóma og minnkandi iíkamsþreks. BYRJUN Kannski hefur þjóðfélagið ekki enn gert sér grein fyrir, hve mikilvægt það er að út- rýma sígarettum. Þar sem um er að ræða veigamikla við- skattahagsmuni, er ekki að furða þó þær raddir eigi erf- itt með að láta heyra til sín sem berjast vilja gegn reyk ingum. Þó hafa nokkur ríki hafizt handa. ítalir hafa stöðvað sígarettuauglýsingar, Svíar eru farnir að takmarka þær, og í Noregi hefur að verulegu leyti tekizt að stöðva reykingar í sjónvarpsútsend- ingum. í Bandaríkjunum verður að vera rúm fyrir rök- semdir gegn reykingum í dag skrárliðum sem flytja sígar- ettuauglýsingar. Margar góð- ar kvikmyndir gegn reyking um hafa verið gerðar í Banda- ríkjunum og Kanada einmitt í þessu augnamiði. Framfarir hafa vissulega orðið. 1 Bandaríkjunum eru reykingar á hvern íbúa farn- ar að minnka og í Bretlandi hefur reykingamönnum fækk- að um a. m. k. eina milljón. Þó er einn tíundi allra dauðs- falla í iðnaðarlöndum af völd- itm sígarettuíreyktnga, Frélíir írá S.Þ. Einn góðan veðurdag SAGÐI LARSEN Ég þekkti Larsen klæðskera frá því hann kom fyrst ung- ur nemi frá Jótlandi og fékk atvinnu í borginni. Hann var frábærlega iðinn og sparsam- ur, næstum því um of, því að hann tók sér aldrei hvíldar- dag. Þegar aðrir áttu frí, þá sat hann heima í herbergis- kompunni sinni og saumaði f y r i r einkaviðskiptavini. „Einn góðan veðurdag tek ég mér frí", var viðkvæðið 'hjá honum. Larsen auraði saman til þess að geta stofnað eigin saumastofu og hún átti að vera reglulega fín. Það tókst raunar ekki, en eftir að hann giftist, þá keyptu þau hjónin snoturt hús í úthverfi og settu á stofn klæðskeraverkstæði í stofu, sem vissi út að göt- unni. Þar sátu þau bæði og s a u m u ð u frá morgni til kvölds, En Mona litla dóttir þeirra lék sér á gqlfinu að öllum pjötlunum. Sumarleyfi kom ekki til greina. Ég gat þó ekki stillt mig einu sinni þegar ég átti erindi við þau og sá þau bæði grúfa sig yfir saumavélarnar, en spurði hvort þeim fyndist ekki rétt að fara nú að slaka ögn á við vinnuna. „Nei, við megum ekki við því," anzaði Larsen hljóðlát- lega, „nú verðum við að hugsa um framtíð Monu." „Já, Mona á að fara í menntaskóla, þegar hún stækkar," sagði frú Larsen, „og svo á hún að verða tann- læknir." Árin liðu, Mona óx úr grasi, tók stúdentspróf og skartaði í hvítum kjól með egghvöss- um fellingum. í hvert skipti sem ég kom á saumastofuna áttu hjónin annríkt og loftið var þungt af pressugufu. — Sumarleyfi? Nei, það lá ekk- ert á því — kannski þegar Mona er búin á tannlækna- skólanum. Kannski kaupum við okkur sumarbústað út við sjó og förum þangað um helg- ar. „Við þurfum að fá ferskt loft, kona góð." Svo hóstaði Larsen, þurrum, ljótum hósta. Eitt vorið sagði Larsen mér raunar, að nú væru þau búin að kaupa sér sumarbústaðinn. „En við leigjum hann í sum- ar — okkur býðst svo góð leiga." Næsta vor höfðu þau farið í sumarbústaðinn um pásk- ana, en þeim leið ekkert vel — þau voru alltaf að hugsa um viðskiptavinina, sem þau vanræktu á meðan, svo það var betra að legja húsið aftur þetta árið. „En þegar Mona er búin með prófið, þá skul- um við sannarlega njóta þess að vera þar," sagði Larsen. Mona tók ágætis lokapróf Og nú átli hún ao vínna hjá öði iiiu i eitt i <-u hún gat opnað sína eigin tann- læknastofu — og það var dýrt að koma sér fyrir, svo Larsen sagði, að þau yrðu að duga ögn enn. Hann leit illa út og hóst- inn var alltaf að versna. Frú Larsen var líka þreytuleg, eins og augun hefðu fylgt alltof mörgum nálsporum og lungun andað of lengi að sér pressugufunni . . . 1 síðasta skipti sem ég sá Larsen, rétti hann mér hreyk- inn auglýsingu úr dagblaði: Nýr tannlæknir, Mona Lars- en, var tekin til starfa, við- talstími eftir pöntun. „En okkur finnst báðum að það sé of seint að fara í frí ár — og svo eigum við margt fyrirliggjandi . . ." Nýlega fór ég fram hjá saumastofunni og hún var undarlega tómleg. Ég sá miða á hurðinni: Lokað vegna út- farar Gat það verið Larsen? Eða frú Larsen? Ég spurðist fyrir í næstu búð. Hjónin höfðu dáið með fárra daga millibili. „Þau voru bara utslitin," kaupmaðurinn. sagði „Einn góðan veðurdag tek ég mér frí," sagði Larsen. En þegar dagurinn rann upp, þá varð hvíldin löng. Þýti úr dönsku. S. Th. Húsfreyjan. 1970. Christina Svíaprinsessa hef- ur verið leynilega trúlofuð í mörg ár. Samdráttur hennar og Tosse Magnusson hefur að vísu verið á allra vitorði, en nú er svo komið, að þau reyna ekkert að leyna tilfinningum sínum. Þau hafa undanfarið sézt saman í mörgum brúð- kaupsveizlum i n n a n kunn- ingjahópsins, og nánustu vin- ir þeirra eru sammála um, að einn góðan veðurdag hljóti röðin að koma að þeim, þótt líklega verði þau síðust. Christina g e t u r nefnilega helzt ekki gift sig fyrr en Carl Gustav bróðir hennar er bú- inn að krækja sér í konu, sem er þess verð að gerast drottn- ing Svíaríkis. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóSið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Oarlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna haía um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyf jabúð einn pakka af Adams Garlic Fearles. Ykícur mun líða betur og fimnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. AÖeins $ 100-00' ÍSLANDSFERÐ FRAM OG TIL BAKA FRÁ NEW YORK Lægslu fargjöldl Þoiu þjónusta! Ný lág fargjöld 1970 til íslands fyrir alla--------unga, aldna, skólafólk, ferðahópa! ísland er líka fyrir alla. Hið fagra ísland minninganna; nútíðar ísland sem erfitt er að ímynda sér; hið hrífandi ísland, sem frændur og vinir hafa skýrt ykkur frá — og sem þið getið sagt frá þegar heim kemur. Nýju fargjöldin frá New York--------aðeins $100 fram og til baka með 1S mannahóp eða fl. Fyrix einstaklinga aðeins $120* fram og til baka fyrir 29-45 daga á íslandi; aðeins $145* upp að 28 dögum aðeins $87*. Aðra leið fyrir stúdenia er siunda nám á íslandi í 6 mánuði eða lengur. Fleiri lág fargjöld er gegna þörfum ykkar. LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS. SVÍÞJÓÐAR, NOREGS. DANMERKUR. ENGLANDS. SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICELANDICa,^ Frekari upplýsingar lijá ferðaumboðsmanni þínum eða Icelandic Air Lines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.