Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1970 3 t.Skips við súð þá hvíli ég hér, heyrast ölduhljóðin. Ránardætur rugga mér, raula vögguljóðin“. Ég þoldi vel þeirra rugg og raul- og held ég eigi þeim mikið að þakka. Þrátt fyrir það fannst mér alltaf landið kalla. Þar biðu mín óplægðir og ósánir akrar. Mér fannst ég ekki geta hugsað til, að eyða ævi minni á sjónum. Áður en ég fór á sjóinn, skrifaði ég Unni nokkrar lín- ur og sagði henni, hvernig komið var, og spurði, hvort hún vissi nokkuð, hvað valdið hefði þeirri breytni Auðar. Og ef hún vildi og gæti sagt mér n o k k u ð þessu viðkomandi, sagði ég henni, hvert hún skyldi senda það bréf. Unnur varð við þessari bón, þótt ég fengi ekki bréf henn- ar af eðlilegum orsökum nærri strax. í bréfi sínu sagði Unnur, að hún hafi orðið svo undrandi við frétt þá, sem ég sagði henni, að aldrei hefði hún henni trúað, hver sem hefði sagt sér annar en ég. Nokkru seinna hefðu þær fundizt á einhverri samkomu, og sagðist Unnur hafa, svo sem hún vissi ekki neitt, spurt Auði um mig. Þá hefði Auði sett hljóða um stund, svo hefði hún sagt sér, hvernig komið var, og dró enga dul á, hver þeirri breytingu hefði valdið, — en ekkert meira um það. Nú heldur þú Björn minn, að saga mín og Auðar sé hér með sögð, og væri það að von- um, — en svo er þó ekki, sögulokin eru eftir, ósögð — en.fljótsögð“. „Fylgdist þú ekki eitthvað með ferli Auðar eftir þetta?“ spurði Björn. „Ekki var það mikið“, anz- ar Þórólfur. „Eftir að hún rauf samband okkar, vissi ég, að hún var að mestu með foreldrum sínum næstu árin. Af tilviljun frétti ég svo, að Auður væri gift og byggi á jörð hér í Austursveitum“. „Og þú veizt svo ekki neitt?“ Spyr Björn. „í dag veit ég meira um líf hennar og starf en nokkru sinni fyrr, og í dag veit ég einnig, hvar sú Auður er nú, sem við áður þekktum lítil- lega, því að í gær stóð ég yfir moldum hennar sem gestur og langferðamaður við kirkju, sem hafði verið henn- ar sóknarkirkja um hálfrar aldar skeið. Sem næturgestur var ég þar að gömlum vini mínum, prest- inum. Þar eð ég hafði aldrei heyrt til hans, þá fannst mér tilvalið að nota þetta, senni- lega eina tækifærið, sem mér nú biðist til þess að heyra, hvernig honum segðist. Hann sagðist einnig eiga að jarð- syngja konu, sem lengi hefði búið þar í sveit, en enga hug- mynd hafði ég um, hver sú kona væri, fyrr en presturinn flutti líkræðuna". Hér þagnaði Þórólfur, og sátu þeir vinirnir hljóðir and- artaksstund, unz Björn segir: „Þetta var einkennileg tilvilj- un, eða finnst þér ekki að svo sé?“ „Já“, anzar Þórólfur, „til- viljun eða ekki tilviljun, hver getur fullyrt nokkuð um það? En hvað sem um það er, þá kom mér þetta algjörlega að óvörum, án þess þó, að mér yrði nokkuð um. Ég held, að hér hafi hulin hönd að verki verið og leitt mig að því verki eða tækifæri, sem ég aldrei fyrr hafði fengið, en ætti nú að framkvæma. En sleppum þessu að sinni, vinur“. „En segðu mér þá annað“, segir Björn. , ,Fylgdist þú nokkuð með því, hvað varð um Unni? Þú varst stundum að reyna að stríða mér á því, að með okkur væri nokkur samdráttur, og gerði ég víst lítið til að koma þér af þeirri skoðun, þótt sannleikurinn sé sá, að hvorugu okkar Unnar muni nokkru sinni hafa komið það til hugar, og vissi ég þó, að hún var mikil persóna og góð“. , Þórólfur segir: „Það vill svo vel til, að ég get sagt þér nokkuð um Unni, og hef raun- ar sagt þér, þótt ekki muni þig hafa grunað, um hvaða konu ég var þá að tala. Unn- ur er nefnilega konan mín. Hún varð það, röskum fjór- um árum eftir að við fjögur skildum í kauptúninu fyrir góðum fjörutíu árum. Um þetta tímabil í ævi okkar Unnar mætti segja nokkra sögu, fallega sögu, vil ég meina, sem verður ekki sögð að þessu sinni og sennilega aldrei“. „Þú ert, Þórólfur minn, alltaf að koma mér meir og meir á óvart í frásögn þinni. Fyrir allt þetta kann ég þér miklar þakkir, og sannarlega fer ég fróðari frá þér heldur en ég kom til þín“. „Ég fer heldur ekki alls ófróður um þig og þína hagi. Þessi fundur okkar, sem verð- ur mér til mikillar ánægju, er stór liður í endurminning- um um þetta ferðalag. Og ein- kennilegt finnst mér það, að fundum okkar skyldi bera saman, á þessum degi, þar eð þú ert eini maðurinn, fyrir utan konu mína, sem ég gat sagt frá því, sem fyrir mig kom í þessari ferð og ég hef sagt þér frá að mestu, en skal nú ljúka í fáum orðum. Áður gat ég þess, að þegar presturinn hafði lokið verki sínu í kirkjugarðinum, fór ég þaðan, gekk til hesta minna, sem voru á næstu grösum, fullvissaði mig um, að ástand þeirra væri sem vera bar og þurfti að vera. Einnig gat ég þess, að á heimleið að prest- setrinu fór ég um kirkjugarð- inn, gekk að hinu nýorpna leiði og gerði yfir því kross- mark af íslenzkri venju. Nú skal ég ljúka sögu minni á því, sem ég gerði hjá hinu nýorpna leiði, en gat ekki áður um. Ég gekk að legstað þeirrar konu, sem þar var lögð til hinztu hvíldar, — en ég hafði nokkuð kynnzt, þegar æska beggja okkar stóð í blóma. Þrátt fyrir það angur og sáru vonbrigði, sem mér fannst þessi kona veita mér þá ung- um, stóð ég ekki við leiði, er hún hvíldi nú undir, til að ásaka, heldur til að þakka. Hér gat ég fært henni þökk, sem ég fékk aldrei færi á að færa, meðan hún var ofan moldu. Nú hugsar þú ef til vill, Björn, fyrir hvað ég hafi haft ástæðu til að þakka. Jú, ég þakkaði henni fyrir það, sem hún gerði, þegar hún rauf samband okkar. Þá fannst mér það sárt og óskiljanlegt. Þeg- ar stundir liðu, fann ég, hve mikið ég hafði í rauninni henni að þakka, — þakka fyr- ir það þunga högg, sem ég fann þá svo mjög til, en varð mér síðar til mestrar blessun- ar, sem ég gat hlotið í lífi mínu. Þá blessun kom konan mín, Unnur, með inn í líf mitt. Ég sá víst aldrei inn í sál Auðar, veit því ekki, hver orsök hafi verið til breytni hennar gagnvart mér, og héð- an fór hún svo, að ég fékk aldrei að vita það, leitaði heldur aldrei þar eftir. Án vitundar stuðlaði Auður samt að því, að ég hlaut mikla gæfu og lífshamingju. Og fyr- ir það reyndi ég að færa henni þakkir, þar sem leifar hennar lágu orpnar moldu við fætur mína. Ég fékk aldrei gert það, meðan hún var ofan moldu. — Nú er saga mín öllu að þessu sinni“. Björn rétti Þórólfi höndina og sagði: Ég þakka þér sögu þína forni vinur, ekki sízt fyrir það, hvernig þú laukst henni“. Að loknum þessum orðum stóðu þeir vinir á fætur, gengu til hesta sinna, snöruðu á þá reiðverum. Eftir nokkur orðaskipti að skilnaði kveðj- ast þeir með blíðu, og hélt hvor sína leið. SKRÝTLA Bindindisfrömuðurinn var að halda ræðu um skaðsemi tóbaks. Að endingu sagði hann: — munið, að í kjölfar tóbaksnotkunarinnar f y 1 g i r oft drykkjuskapur og sam- neyti við vafasamt kvenfólk. — Þá stóð einn áheyrenda upp og sagði: — Hvar fæst þetta tóbak, herra prófessor? ICELAND - CALIFORNIA C0. Bryan (Brjann) Whipple Imporfr and Sale of lcelandic Woolens, Ceramic, Efrc. 1090 Sansome, San Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseii: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Strrkið fálagiS m»ð þvi að gorasi meðlimir. Ársgjald — Einslaltlingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendist til fjármálariiara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3, Maniloba. Phone 782-3971 Building Mechanics Ltd. Lennett Motor Service Operoted by MICKEY LENNrTT Polntlng - Docorstlng - Centtruttlon IMPERIAL ESSO PRODUCTS Renovotlng - Real Eatote K. W. (BILL) JOHANNSON Monager WINNIPEG 1, MAN. 938 Elgin Avenue Wlnnipeg 3 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Steret Selur líkkiatur og annast um ótfarir. Allur utbúnaður sá bezti Stafnað 18M SPruce 4-7474 Goodman and Kojima Electrlc ELECTRICAL CONTR ACTORI 770 ELLICE AVE., WINNIPEQ 10 774-5349 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6423 fivMilnfl. ond Holldoyt JPrueo 4-7835 EJTIMATE5 FREE J. M. Ingimundson Re-roof, Aaphalt Shlnglea, Roof Repolra, Inatoll Vents, Insukatlon ond Eovestroughlng. 774-7855 632 Slmcee St., Wlnnipeg 3, Mon. Selkirk Funeral Chapel Ltd. HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastering • Contractors H. Mel Sigurdson, Manager Office and Warehouse: 1212 St. Mary's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 FRÁ VINI TALLIN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicitors, 210 Osborne Street Norlh, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. Dlrector: GARTH CLARY Licensed Embalmer Serving Selkirk and Intertoke oreoa Ambulonce Service Coll Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dufferin Ave. Selkirk, Monitobo S. A. Thorarinson Bmrriater & Solleffror Tho Wo«torn Palnt Co. Ltd. 921 HARGRAVl 8T, WINNIPIO "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7391 J. IHIMNOWJKI, PrBild.nl A. H. COTI. TrBBBurir (lCRrBROTRi^ 2nd Fioor, Crown Truat Bldg. 364 MAIN STREET OHIce WHitehall 2-7011 Raclrlence HU 9-6488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. ' 259 PORTAGE AVE. Office: 942-5756 Home: 783-6688 Dlvlnsky, Blrnboim & Company Chartered Accountanti 707 Montreal Trust Bldg. 213 Notre Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943-0526 Beniaminton Constructlon Co. Ltd. 1425 Erin Streel. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 GENERAL CONTRACTORS E. BENJAMINSON, Meneew Minnist BETEL í erfðaskróm yðar Asgoirson Paints & Wallpapors Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3, Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminuru combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY RICH ARDSON & COMPANY Borríiters and Jollcitors 274 Garry Street, Winnlpeg I, Monitoba Tiliphone 942-7447 G. RICHARDJON, Q.C. J. T. R. TAYLOR, LL.B. C. R. HUBAND, LL-B. W. S. WRIGHT, B.A., LL.t. W. NORRIE, B.A., LL.B. W. J. KIHLER, B.A., L.L.B. G. M. ERICKSON, B.A., LL.B. E C. BEAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON of th« firrn of Richorduon & Compony attmds at Ihe Gimli Credit Union Otfice, Gimii, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on th® flrst ond thlré Wednesdav of eœh month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.