Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDiTORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Voldimar J. Eylands. Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopoiis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jock. Subscription $6.00 per year — payable in advance TELEPHONE 943-9931 "Second class moil registratíon number 1667". Á ferð og flugi VII. Svo sem áður hefir verið skýrt frá var ferða- mannastraumurinn til London óhemjumikill í sumar og taldist svo til, að tala túrista myndi hækka um 20 prósent á árinu. Það var ekki einungis þrengslin á stöðum eins og Westminster Abbey, St. Pauls, lista- söfnunum og öðrum sögulegu stöðum, sem dróg ofur- lítið úr ferðagleðinni heldur en hitt, að afar erfitt var að fá húsnæði, ef fólk hafði ekki fest sér stað, að minnsta kosti, tveim mánuðum fyrirfram. Við systurnar höfðum fest okkur, tveim mánuðum fyrirfram, fimmtán nátta gistingu og töldum víst að hægt yrði að framlenga þann tíma ef við óskuðum þess. I London er því þannig tilhagað á gistihúsum, að morgunverður er innifalinn í næturgreiðanum. Stuttu eftir að við komum, sat ung stúlka hjá okkur við morgunverðinn, geðug stúlka og skrafhreifin. Hún var í buxum og jakka og ferðaðist með bakpoka; líktist þannig hinum margumtöluðu hippies, en ólík þeim að því leyti, að hún var hreinleg og hár hennar liðaðist niður um axlir, gljáandi hreint. Auk þess var hún skrafhreifin og glaðleg og tókst með okkur kunnugs- skapur, og spurðum við um ferðir hennar. Hún sagði okkur að hún hefði unnið á skrifstofu í Vancouver í sjö ár og hefði allt í einu orðið leið á að sitja alltaf við sama skrifstofuborðið og sjá alltaf sama fólkið. — Foreldrar hennar fyrir löngu fráskil- in; móðurin af írskum ættum en faðirinn pólskur. Móðír hennar hefði boðið henni með sér í heimsókn til átthagana á írlandi, og hún hefði gripið tækifærið, en þegar þangað kom, leiddist henni svo mikið, að hún ákvað að ferðast um Bretland og svo til Spánar, að mig minnir. Og sagði hún að þeim mæðgum hefði orðið sundurorða út af þessu. Næsta dag sagði hún okkur að hún fengi ekki að vera á okkar gistihúsi nema tvær nætur, því her- bergi sínu hefði verið lofað öðrum fyrir löngu. Við fórum nú að hugsa um okkar hag og spurðumst fyrir hvort við myndum geta verið í gistjhúsinu fimm næt- ur lengur en þessar fimmtán fyrrnefndu nætur. — Okkur var sagt að bíða rólega nokkra daga, ef ske kynni að einhverjir hættu við að koma þessa um- ræddu daga. Til vonar og vara tókum við samt til, að síma í allar áttir til gistihúsa og eftir langa mæðu gátum við fengið herbergi lengst vestur í bæ, en svo langt frá miðbænum að við sáum okkur ekki seinna vænna en að læra að ferðast með neðanjarðar járnbrautum, ef við skyldum þurfa að búa þar síðustu dagana í London. Við vorum hálf smeikar að fara lengst niður í iður jarðar, en hin unga vinkona okkar var til staðar og sagðist hún skyldi vera leiðsögumaður okkar. Um morguninn fórum við á stQðina við götuhornið Oxford og Tottingham Court, stigum þar á rennistiga, sem var svo langur, að okkur sundlaði þegar við litum nið- ur, en komumst þó fljótt niður á steingólf. Allir voru þar á fleygiferð og hávaðinn mikill. Við eltum stúlk- una okkur, náðum okkur í kort af öllum neðanjarðar brautunum, sem eru nefndar Tubes og eru línurnar sem merkja þær í mismunandi litum. Ferð okkar í þetta sinn var heitið til Westmini- ster Abbey og áttum við að fara með svörtu línunni. Við náðum nú allar í farmiða og fórum svo að járn- brautinni; þar biðum vi& augnablik; heyrðum þá ógur- legan skarkala. Lestin var að koma, hún snarstöðvaðist og við inn í flýti, náðum í sæti, og svo af stað með miklum hraða, og á nokkrum mínútum vorum við komnar>til Leicester Square stöðvarinnar. Nokkrir komu inn og aðrir fóru út, svo áfram til Strand og þaðan til Charing Cross. Þar fórum við út í flýti eins og aðrir; fundum gulu línuna. Lestin kom brunandi inná þá stöð á næsta augnabliki; farþegarnir tróðust inn; dyrnar skullu á eftir okkur og innan skamms vorum við komnar til Westminster stöðvarinnar; runnum þar upp stigann og þóttumst hólpnar að vera komnar upp á yfirborð jarðar, og alla leiðina á ótrú- lega skömmum tíma. Þarna vorum við nú komnar að Westminster brúnni yfir Thames ána og þarna rétt hjá var þing- húsið og spölkorn þaðan Westminster Abbey. Við skildum nú við þessa ungu vinkonu okkar og sagðist hún myndi heimsækja okkur um kveldið á gistihúsinu og segja okkur, hvernig henni gengi að útvega sér gistingu. Við fórum nú til Westminster Abbey og geng- um inn um vestur dyrnar. Nálægt þeim dyrum var afarstór blágrýtis hella greipt niður 1 gólfið þannig að hún var jafnslétt gólfinu og á hana var grafið með gullnum stöfum Munið Winslon Churchill. Minningarorðin á steininum um þennan mesta mann Breta fyrr og síðar, hljóðuðu orðrétt þannig: REMEMBER WINSTON CHURCHILL IN ACCORDANCE WITH THE WISHES OF THE QUEEN AND PARLIAMENT THE DEAN AND CHAPTER PLACED THIS STONE ON THE TWENTY FIFTH ANNIVERSARY OF THE BATTLE OF BRITAIN 15. SEPTEMBER 1965 ínnst í þessarar inngöngu í kirkjuna var greyptur í gólfið annar steinn, The Unknown Warrior í minn- ingu um brezku hermennina, sem féllu í styrjöldinni 1914-1918 og var hann umkringdur rauðum poppies. Þessi álma kirkjunnar er 14 til 16 aldar verk. í glugganum stóra, sem vísar í vestur eru litmyndir af Abrqham, ísak og Jakob og af fjórtán spámönnum Þessar myndir voru gerðar snemma á 18. öld. Við stöldruðum lengst við þessa álmu kirkjunn- ar. En allar álmurnar voru fullar af steinmyndum af kóngum og drottningum Breta, sem annað hvort lágu á beðum sínum eða voru uppréttar og var leggbeð Elizabet I. sérstaklega skrautlegt. Þar nálægt lá stein- líkan af eins dags gömlum hvítvoðungi, dóttur James I. og af annarri dóttur hans, sem dáið hafði tveggja ára. Kirkjan er afar skrautleg, en það liggur við að manni ofbjóði allar þessar höggmyndir — allt þetta grjót. — Fegurð kirkjunnar kæmi betur í ljós ef eitt- hvað af því væri fjarlægt í geymsluhús annarsstaðar. En það myndi ganga goðgá næst að minnast á slíkt við hina fastheldnu Breta. í þessari kirkju hafa krýningar konunga og drottn- inga Breta farið fram í margar aldir og munu margir lesendur þessa blaðs hafa séð krýningu Elizabetar II. í sjónvarpinu og fengið hugmynd um helgi og fegurð þessara miklu og sögulegu kirkju. — Við vörðum mestum deginum við að skoða þetta völundarhús. Fórum svo sömu leið heim með neðan- jarðar járnbrautunum og vorum hvergi smeikar í þetta skipti, enda voru ferðafélagar okkar á lestun- um ávalt reiðubúnir að leiðbeina okkur. Hin unga vinstúlka beið okkar á gistihúsinu til að segja okkur, að hún hafi fengið gistingu um nótt- ina á gististað fyrir stúlkur — Girls’ Hostel. Næsta dag kom hún svo aftur og sagði staðinn ómögulegann; þar hefðu gist 16 aðrar ungar stúlkur frá meginlandi Evrópu; hún hefði ekki skilið tungu þeirra; þær hefðu allar sofið á sængum, sem lagðar hefðu verið á gólfið í einu stóru herbergi, og þær hefðu ekki fengið nægi- legar ábreiður, svo þeim hefði verið kalt. Við ráðlögðum henni, að hún skyldi fara til móður sinnar á Irlandi eða heim til Vancouver, því hún hefði flugfarmiða þangað, en hún sagðist hafa fengið farmiðanum b r e y 11 til Miami, þar ætti hún kunn- ingja og þar á ströndinni væri sólskin og sumar. Hún sagðist samt hafa sent móður sinni póstkort, svo hún vissi hvað hefði orðið af h e n n i, ef flugvélin skyldi falla í hafið. Hún sagði okkur nú, að hún væri trúlofuð ungum stúd- ent í Vancouver, sem væri að stunda guðfræði. Við óskuðum henni til hamingju og að hún myndi sem fyrst sefa alla þessa ferðalöngun sína og verða stillt og virðuleg prest- kona. — I. J. BÆN HEILAGS FRANZ FRÁ ASSISI „Drottinn, gjör mig hörpu þíns heilaga friðar. Leyf mér að sá elsku í spor haturs, fyrirgefningu, þar sem móðgun er, trú, þar sem efinn ríkir, von, þar sem örvænting býr. • Gef mér að kveikja ljós í myrkri og tendra geisla gleði í húmi hryggðar. Ó, guðdómlegi meistari, veit mér að leita þess ákafar að hugga en að vera hughreystur, að skilja en að vera skilinn, að elska en að vera elskaður., Því það er í fórninni, sem við þiggjum, í fyrirgefningunni, sem oss er fyrirgefið, í dauðanum, sem við fæðumst til eilífs lífs“. Bænir eru f 1 u 11 a r með mörgu móti. Þær hljóma il hæða sem orð og tónar, and- vörp og stunur.' Þær birtast sem bros og tár, svipbrigði og athafnir. En fyrst og fremst er bænin hugleiðsla og heilög frá mannshjartans eftir friði, krafti, fullkomnun og sælu eða þá snertingu þess, sem huggar, græðir og veitir fró í þjáningu og neyð. Frægust allra bæna kristn- innar er „Faðir vor“, sem Drottinn sjálfur kenndi læri- sveinum sínum, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Hún er sjö bænir, en samt svo stutt að flytja mætti í einu andartaki. Það er því ekki lengd bæna né sá tími, sem til þeipra fer, sem máli skiptir, heldur hitt, að þær séu fluttar af djúpi hugans, heilindum viljans og hjartans varma og fórnarlund. Fáar aðrar bænir en „Faðir vor“ munu vera fegri og dýpri að hugsun og heitri tilfinn- Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.