Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1970 5 VALDIMAR J. EYLANDS: Ljós úr austri v. SÚMER Langmerkasta afrek forn- leifafræðinnar, enn sem kom- ið er, er það, að hún fann land, sem fyrir löngu var horfið af landabréfum, mikla og merkilega menningar'þjóð, sem hafði bókstaflega týnzt og gleymzt. Vegna rannsókna fornleifafræðinga hefir þessi þ j ó ð , Súmerar, bókstaflega risið úr moldu og sagt sögu sína, sem er bæði merkileg og afdrifarík fyrir vestræna menningu. Þegar starfsemi fornleifafræðinnar hófst, um miðja öldina sem leið, vissu menn ekki einu sinni, að þessi þjóð hefði nokkru sinni verið til. Vísindamenn, sem störf- uðu að rannsóknum á rústum í Assyríu og Babylon, voru að leita að minjum frá þessum ríkjum. En bókasafnið í höll Senakeribs kom þeim á slóð- ina til Súmer, þar sem fljótin miklu höfðu til forna runnið út í Persneska flóann. Komu þá nöfn eins og Erek, Akkad, Kalne og Úr smám saman út úr þokunni. Kom þá í ljós, að hér hafði staðið blómlegt menningarríki, löngu áður en Assyría og Babylon komu til sögunnar, um 2500 árum áður en Nebúkadnesar kom til rík- is. En þessi þjóð, saga hennar og m e n n i n g hafði verið gleymd í gröf sinni í meira en tvö þúsund ár. Nafnið Sínearland stóð að vísu í Ritningunni, en menn vissu engin deili á því, unz forn- leifarannsóknir leiddu í ljós, að Sínear og Súmar voru sama landið. M i k i ð vantar á, að saga Súmera sé enn fullrannsökuð. En það þykir nú sannað, að þeir hafi lagt grundvöllinn að babylónskri menningu og Vesturlönd hafi þegið margt að láni frá þeim. Mönnum er ekki kunnugt um uppruna þjóðarinnar, og tunga þeirra, sem var um aldir aðaltungu- mál allra nágrannalandanna, er talin hafa verið ólík og ó s k y 1 d öðrum málum. En þjóðin og menning hennar var í svo miklu áliti, að löngu eftir að hún var liðin undir lok sem sjálfstæð þjóð lærðu menn tungu hennar í skólum, á svipaðan hátt og lærðir menn leggja stund á latínu- nám fram á þennan dag. Um útlit og vöxt þessarar þjóðar er nokkur vitneskja fengin af ýmsum höggmyndum, sem þeir gerðu af konungum sín- um og goðum, en þær eru víða til á söfnum Vestur- landa. Þeir virðast hafa ver- ið 1 i 11 i r vexti, þeldökkir, svarthærðir og nefstórir. Þeir klæddust ullarfötúm, en létu sér hvörki vaxa hár né skegg. Þeir voru bænda- og akur- yrkjuþjóð, höfðu sauðfénað, geitur og asna, en ekki hesta. Herskáir voru þeir ekki á móts við s u m a r nágrannaþjóðir sínar, en voru þó taldir dug- legir hermenn, er á hólm- inn kom. Þeir voru hugrakk- ir fótgönguliðsmenn og stóðu þétt saman í fylkingum; börð- ust með sverðum, en báru fyrir sig skjöldu úr skinnum. Þeir grófu áveituskurði og ræktuðu hafra, hveiti og döðl- ur. Leirtöflur, í þúsundatali, hafa verið grafnar úr jörðu á þessum slóðum, og gefa þær glögga hugmynd um menn- ingu þessa fólks um þrjú þús- und ára skeið. Talið er, að þeir hafi ef til vill orðið fyrst- ir manna til að taka upp rit- list, um 3000 árum f. Kr. I fyrstu var s t a f r ó f þeirra myndletur, með mjög tak- markaðri túlkunarhæfni, en þroskaðist stig af stigi og náði æ meiri fjölbreytni og full- komnun, fyrst meðal Súmera sjálfra og svo með öðrum þjóðum, sem tóku við því og breyttu því á ýmsa lund. í bókmenntum þ e i r r a gætir mikillar fjölbreytni. Þar eru ritgerðir um söguleg efni, lagabálkar, sendibréf, fjár- hagsskýrslur, en mest ber þó á goða- eða guðfræðinni. Ríki Súmera stóð með blóma um þúsund ár, en að lokum glöt- uðu þeir frelsi sínu, bæði vegna sundurlyndis sín á milli og fyrir ásælni herskárra nágrannaþjóða. H u r f u þeir loks 'með öllu af sjónarsviði sögunnar. En þeir sigruðu sigurvegara sína, eins og Grikkir Rómverja öldum síð- ar. Menningaráhrif þeirra eru nú fyrst að koma í ljós. Löngu áður en Grikkir færðu sínar frægu kviður í letur, höfðu Súmenar ritað frásagnir og ort ljóð, sem ætla má, að hafi verið fyrirmýndir, grískra spekinga. Þúsund árum áður en elztu rit Biblíunnar voru færð í letur höfðu Súmerar samið lagabálka, sköpunar- Qg syndaflóðssögu. Ótrúlega margt í hugmyndaheimi vest- rænna þjóða virðist vera upp- runnið hjá þessari þjóð, sem rann sitt blómaskeið fyrir meira en fimm þúsund árum, en sökk svo í mistur og mold og gleymdist. Mikið af bókmenntum Súm- era var grafið upp um síð- ustu aldamót á stað, sem nefnist Nippur, um hundrað mílur suður frá B a g d a d . Eignaðist háskólabókasafnið í Philadelphíu í Pennsylvaníu- ríki mikið af þessum töflum; mestur hluti þeirra er geymd- ur í Austurlandasafni Tyrkja í Istanbul. Einkum eru það þrjár greinar þessara bókmennta, sem hafa vakið almenna at- hygli fræðimanna víða um |lönd, en þær fjalla um goða- fræði, heimspeki og lögfræði þessarar merku fornþjóðar. Á sviði goðafræðinnar koma tvær sagnir einkum til greina: sköpunarsaga og syndaflóðs- saga. Telja menn, að augljós sé skyldleiki milli þessara sagna og hliðstæðra frásagna Ritningarinnar um sömu éfni, sem skráðar voru öldum síð- ar. Þó er ljóst, að hugmynd- irnar um þessi efni hafa þroskazt á langri leið. I ritum Súmera ber mjög á fjölgyðis- trú, og allt er á tjá og tundri í goðaheimi. Maðurinn er skapaður eingöngu til að þóknast guðunum, hann ber enga ábyrgð á verkum sínum og er aldrei frjáls. Siðgæðis- hugmyndir Gyðinga fyrir- finnast ekki í þessum ritum, og ekki ber á, að Súmerar hafi hugsað sér, að maðurinn hafi valfrelsi. Hann er aðeins verkfæri í höndum guðanna, og honum ber umfram allt að beygja sig undir vilja þeirra m e ð skilyrðislausri hlýðni. Samkvæmt sköpunarsögu Súmera skapaði guð manninn, af því að honum leiddist og hann vildi fá einhvern til að dást að sér og dýrka sig. En það varð á þessa leið: í upp- hafi var KAOS, illvígt kven- skass, sem réð vetrarvindum og regni. ASPU, hafið, og Kaos blönduðu sjó og vatni, og þ a n n i g skapaðist lífið. Fyrst voru tveir guðir skap- aðir, Lakhmu og Lakhmanu, og svo hver af öðrum, unz heill goðaheimur var til orð- inn, og var svo hverjum guð- anna fengið sitt hlutverk á himni og jörð. Ein gyðjan gat son, sem nefndur er ýmsum nöfnum: Gilgames með Súm- erum, Marduk hjá Assyríu- mönnum og Izduban meðal Babyloníumanna. Gilgames skapaði fjóra stormguði, sem sufnir telja, að séu í ætt við fjóra reiðmenn Opinberunar- bókarinnar. G i lg a m e s tók Kaos af lífi, klauf líkama hennar í tvo hluta. Af öðrum þeirra skapaði hann himin- inn, en jörðina af hinum. Nú var allt hljótt í goðaheimi um hríð. En nú fór Gilgames að leiðast lífið. Skapaði hann þá manninn sér til skemmt- unar úr „beinum sínum og blóði“, svo að hann mætti teljast skyldur goðunum, en þó skyldi hann heiðra þá og tilbiðja. Syndaflóðssagan í útgáfu Súmera er að uppistöðu hetju- sögn um guðinn Gilgames, en víkur þó vafalaust að raun- verulegum viðburðum, sem 1 i f ð u og margfölduðust í munnmælum kynslóða. Önn- ur hetja sögunnar er Utna Pishtim, sem samsvarar Nóa biblíunnar, og átti hann heima í Shuruppak, á bökkum Evfratsárinnar. Þessi bær er talinn hafa verið þar, sem nú heitir Fara, og er ljóst af uppgreftri, að þar hefir fyrir óramörgum öldum verið vatnsflóð mikið. Gilgames hittir Utna Pish- tim í undirheimum, fær þær fréttir hjá honum, að guðirn- ir Anu og Enlil hafi ákveðið að eyðileggja borgina Shu- ruppak. En EA, guð miskunn- semdanna, ákvað að bjarga a. m. k. einum manni. Hún biritist því Utna Pishtim í draumi og lagði fyrir hann að eyðileggja kofa sinn og byggja stórt skip. Fyrirmælin um byggingu skipsins minna mjög á ákvæðin um byggingu arkarinnar, sem Nói bjargað- ist í, og var þó sú saga skráð þúsund árum síðar. Þegar Utna Pishtim hafði byggt skip sitt, tók hann um borð fjöl- skyldu sína, kvikfénað og þjónustulið. Segir hann svo sjálfur frá í ljóði, sem frægt er orðið. Er það sett fram hér í þýðing af þýðingu; má því vel vera, að órðalag frum- málsins hafi brenglazt í með- ferðinni, en hugsunin heldur sér vafalaust: Ég athugaði veðurhorfur Þykkni yfir Akkad nær til himins gerði allt svart, sem áður var hvítt Öll landsbyggðin var brotin eins og pottur Sunnanstormurinn geisaði heilan dag færðist í aukana með hverri stund hremmdi fólkið eins og árásarlið Enginn gat komið auga á nágranna sinn Ekki er heldur hægt að sjá fólkið af hæðum Sex daga og sex nætur blæs flóðstormurinn úr suðri Á sjöunda degi lægði JÓN ÚR VÖR: TVÆR VÍSUR Velkjast tekur vizkan mörg, vissa er breytt í efa. Enn ég þekki eina björg: Að elska og fyrirgefa. Ef að heita áttu trú, ei sem rök þín styðja, mín er trúa þá, að þú þurfir ei neins að biðja. Til Unu Þótt ég gangi þrautastig og þjaki margar hrellingar, ætíð hafa elskað mig allar góðar kellingar. Ræðulok Oft mér reyndist Eyvi minn undarlega þunnur. Þótti mér í þetta sinn þögn hans vizkuhrunnur. veðrið Sjórinn varð kyrr Öldurnar hrærðust ekki Flóðið nam staðar Ég leit til veðurs Allt var hljótt Allt mannkyn er orðið að leir Landslagið er slétt sem húsþak. Skipið hefir tekið niðri á fjallinu Nicere, sem þýðir F j a 11 hjálpræðisins. Utna Pishtim opnar glugga á skipi sínu. Kvæðið heldur áfram: Ljós mætir augum mínum Ég hneigði mig djúpt Ég settist niður og grét Tárin runnu um kinnar mér Skipið staðnæmdist á fjallinu Nisir Það hrærðist ekki Ég sendi út dúfu Hún flaug brott, en kom brátt aftur, því að enginn hvíldarstaður var til fyrir hana og hún sneri aftur Ég sendi út hrafn Hrafninn flaug brott Hann sér, að vatnið hefir sjatnað Hann flýgur í hringi — hann étur Hann kemur ekki aftur Þá hleypi ég öllum hinum (skepnunum) út og ber fram þakkarfórn. Með þessari sögn leituðust hinir fornu Súmerar við að réttlæta tilveru sína, snúast gegn og sigra ill örlög, sem þeir töldu guðina hafa skapað sér. Þessi gamla hugsun kemur fram í klassískum bókmennt- um um aldaraðir, eins og t. d. í sögnunum um Promeþeus, Siegfried og Beowulf. Hin mikla r á ð g á t a um það, á hvern hátt megi samrýma örlög og frívilja, hefir íengi verið mönnum íhugunarefni. Hringjarinn Sannarlega er sálin fróm, sjálfur drottinn styrkir hann. Undir kirkjuklukknahljóm klámvísurnar yrkir hann. Ritdómur Lítið er þetta ljóðakver, lesi það allar bullur. Ekki hefði ort það ver asni drullufullur. Úlvarpsþáltur Gesti þá er gott að fá, sem gleðina ekki spara. Vænst um suma þótti mér þá, þegar þeir voru að fara. Vísu svarað Ei þá lít ég augum smám, ort sem vísur geta, en saman fléttað kerskni og klám kann ég ekki að meta. Framhald. Vísur

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.