Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 26.11.1970, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1970 Úr borg og byggð BAHA'I TRÚIN Bænastund á íslenzku og ensku, þriðjudaga kl. 7.30 e.h, Allir velkomnir, 79 Weather- stone Place, St. Boniface. — Sími 256-9227. Höfuðstöðvar á íslandi: Óð- insgata 20, Reykjavík. Á ársfundi þjóðræknisdeild- arinnar Frón sem haldin var 14. þ. m. var frú Hrund Skúla- son kosin í forseta embættið. Nánari fregnir af þessum fundi birtast í næsta blaði. TIL SÖLU Þriðja bindi (III) Vestur íslenzkar æviskrár. Herdís Eiríksson, Box 10, Gimli, Man. The Icelandic-American So- ciety, ASF’s sister organiza- tion in Reykjavik, has an- nounced the election of its new President, Erling Aspe- lund. Mr. Aspelund is pre- sently Director of the Hotel Loftleidir and a Vice-Presi- dent of Loftleidir-Icelandc Airlines. He previously work- ed for Loftleidir for eleven years in New York. With his first-hand knowledge of both countries, Mr. Aspelund will be able to contribute much to the furtherance of educational and cultural exchange be- tween the United States and Iceland. American Scand. Foundation. Erik J. Friis, Director of Publicatons of The American- Scandinavian Foundation and Editor of The Review, in July- August m a d e an extended visit to all the Scandinavian countries. The frst stop on his trip was Reykjavik, where he þad an audience with the President of Iceland, Hon. Kristján Eldjárn, and also was present at the funeral service of P r i m e Minister Bjarni Benediktsson. After vacationing in Norway he conferred with authors, pub- lishers, Review representa- tives and officers of our co- operating organizations in Oslo, Copenhagen, Helsingi and Stockholm. He returned to New York on August 16th. American Scand. Foundation. SÓLHEIMAR Ljóðabók Einars Páls Jóns- sonar. Nokkur eftirspurn hef- ir verið eftir þessari ljóðabók til jólagjafa og hafa nú nokk- ur eintök borist hingað vest- ur og fást á skrifstofu Lög- bergs-Heimskringlu, 303 Ken- nedy St., Winnipeg 2. Canada. Verð bókarinnar er $10.00 og er póstgjaldið innifalið í verðinu. Lögberg-Heimskringla er til- valin jólagjöf. Gefið vinum og frændum áskrift að blaðinu. BRÉF FRÁ DR. BIRNI JÓNSSYNI 9. nóvember, 1970. Kæra Ingibjörg: H a 11 d ó r a , frænka mín, Bjarnadóttir er ekki sezt í helgan stein, þótt sé nú hátt á tíræðisaldri, — varð 97 ára 14. okt. sl. —. Hún hætti að vísu útgáfu Hlínar í fyrra, eftir 46 ára ritstjórn, en skrif- ar nú „þátt Halldóru Bjarna- dóttur“ í Heima er bezt, og sendir mér jafnan sérprentun af hverjum þætti, með nokkr- um línum, til áminningar og mannbóta, sem ekki er van- þörf á. Þættir þessir fjalla um hennar ævilanga áhugamál, hannyrðir kvenna á Islandi fyrr og síðar, íslenzka vefn- aðarlist og búshætti. Öðru hvoru ferðaþættir og minn- ingar. Sendi þér einn þeirra síðarnefndu til birtingar, ásamt þessum línum, með því að þáttur þessi segir frá dvöl hennar hér vestra 1937-8, og hennar til ánægjulegrar upp- rifjunar. Halldóra hefur verið af- kastamikil með fádæmum. Þegar aðrir rifa segl og leggja árar í bát, þá tekur hún upp ný verkefni, ekur seglum á ný, strengir klóna og beitir í gráðuna. Hún gaf út Ævi- sögu sína 1960, þá 87 ára, og fyrir fjórum árum hið mikla og frábæra verk sitt: „Vefn- aður á íslenzkum heimilum“, 1966, þá 93ja ára. Án efa sígillt verk íslenzkrar þjóð- menningar á borð við „þjóð- hætti Jónasar Rafnars. Mér reiknast til að Hall- dóra hafi haft kynni af sjö kynslóðum; á sínum æviferli, og er ,,frænka“ fjögurra nú- lifandi ættliða. Þótt hún sé barnlaus sjálf, er fjölskylda hennar þjóðin öll, frá upp- hafi, jafnvel aftur fyrir land- nám. Hún hefur lifað sig inn í þróun þjóðarinnar allrar, á öllum skeiðum hennar, eins og móðir fylgir þroskaferli barns síns, og með sömu alúð, umburðarlyndi, ást og samúð. Hún er sannkölluð langmóðir allra landa, hvar og hvenær sem þeir finnast. Ég komst ekki norður til hennar í vetur, vegna veðra, en vona að sjá hana að sumri, heima hjá henni á Blönduósi. Sezt í helgan stein! Jú víst! Hennar sess verður ávallt helgur með íslendingum! Bless, þinn Björn. Kæri Björn: Ég þakka þér fyrir þitt góða aréf, og ég er þér sannarlega sammála um allt, sem þú seg- ir um hina mikilhæfu og frá- bæru frændkonu þína, fr. Halldóru Bjarnadóttur. En — ----lestu ekki blaðið maður? MESSUBOÐ Fyrsia lúierska kirkja John V. Arvidson, Paslor. Sími: 772-7444 Sunday Services: 9:45 Sunday School: 9:45 and 11:00 Services. Þegar mér barst þáttur fr. Halldóru: Ársdvöl hjá lönd- um veslan hafs 1937-1938, birti ég hann strax í Lögbergi- Heimskringlu 2. júlí, 1970, en þó án myndar móttökunefnd- arinnar; hafði hana, því mið- ur, ekki við hendina. Bless, Ingibjörg. Dánarfregnir Gertrude May Benidickson, Winnipeg, lézt 18. nóvember, 1970. Hún var fædd í Ontario en átti heima í Winnipeg síð- an 1926. Hún missti eigin- mann sinn, Christian Beni- dickson árið 1965. Eftirlifandi eru dóttir þeirra, Ruby — Mrs. James H. Ashdown og Senator William Benidickson, í Kenora og Ottawa. ❖ * Sæunn Bjarnason, lézt að Betel heimilinu á Gimli 16. nóvember 1970, 93 ára að aldri. Hún flutti frá íslandi vestur um haf árið 1923 og átti fyrrum heima í Elfros, Sask., en síðustu 37 árin á Gimli. * * * Oscar S. Geirhólm varð bráðkvaddur að heimili sínu, 751 Waterloo St., Winnipeg 16. nóvember, 1970, 54 ára að aldri. Hann fæddist og ólst upp á Gimli og dvaldi í Ed- monton áður en hann flutti til Winnipeg fyrir 15 árum og var í þjónustu Westeel-Rosco Ltd. Hann lætur eftir sig systkini, Florence — Mrs. A. R. Ingham í Winnipeg og Kjartan Geirhólm á Gimli. Útför hans var á Gimli; séra Ingþór Isfeld þjónaði. * * * Dirk Skapti Friðfinnson, 10 ára, sonur Mr. og Mrs. Skapta Friðfinnson í Arborg dó af slysförum 14. nóvember. Auk þeirra syrgja hann fimm syst- kini og ömmur hans tvær og afi. RIVERTON-HNAUSA LUTHERAN CHURCH MEMORIAL BUILDING FUND In memory of Sigridur Olaf- son Mrs. Ingibjorg Thorvaldson, San Jose, Calif..... $5.00 Mrs. Albertina Benson, Los Gatos, Calif..... $5.00 Mrs. K. Benson, Oregon, U.S.A. .....$25.00 * * * In memory of Loa Johannson Mr. and Mrs. Ingi Thorvard- son, Atabasca, Alta $10.00 * * * In memory of Joseph Strut- insky Mrs. Emily Strutinsky, Riverton _________ $25.00 * * * In memory of Marino Briem Lallá and Bill Cairns, Riverton .......... $10.00 Ola and Asmundur Grimolf- son, Riverton ..... $10.00 Mr. Marino Coghill, Riverton ......... $10.00 Mrs. Joey Johannson, Riverton ......... $10.00 Miss Mabel Coghill, Winnipeg _______ ... $10.00 Miss Virginia Bodner, Winnipeg .......... $10.00 The Pyper family, Winnipeg ......... $10.00 Mrs. S. V. Sigurdson, Riverton ......... $10.00 Mr. and Mrs. J. R. Sigurdson, Riverton ________ $5.00 Mr. and Mrs. S. R. Sigurdson, Riverton .......... $20.00 Mr. and Mrs. M. Brynjolfson, Riverton .......... $5.00 * * 'U In memory of my husband Hallur Hallson, my parents Halfdan a n d Solveig Sig- mundson, my daughter Berg- ros Helgason, my sisler Anna Eastman and my brolher Valdimar Halfdanarson Mrs. Johanna Hallson, Winnipeg ............. $50.00 Donations gratefully acknowledged. Mrs. Sylvia Sigurdson, Financial Secretary. SKRÝTLUR Aldraður bóndi segir svo frá æskuhugsjónum sínum: — Ef ég hefði átt kost á því að læra, þegar ég var ungur, hefði ég helzt kosið að læra sönglist og skáldskapargáfu. Ekið var yfir vesalings vasa- þjófinn og bílstjórinn var svo tillitslaus, að hann lét fórnar- lambið liggja, og ók burt. — Náðuð þér númerinu hans? spurði lögregluþjónn, sem kom aðvífandi. — Nei, en hér er veskið hans, stundi vasaþjófurinn upp. — Nú vitið þér, sagði dóm- arinn við vitnið, — að þér verðið fyrir rétti, að gera greinarmun á öllu, sem þér vitið og því, sem yður hefur verið sagt. — Hvenær eruð þér fædd- ur? — 1918 — en það er bara nokkuð, sem mér hefur verið sagt. ■Ógifta frænkan í fjölskyld- unni var í heimsókn og auð- vitað voru börnin hrifin og vildu sýna henni allt mark- vert. Meðal annars fóru þau með hana út í garð til að skoða kanínubúrið og kanín- urnar. Við, það tækifæri mátti heyra eftirfarandi samtal: — Áttu börn, frænka? Nei. — Ætlarðu ekki að eignast þau? — Nei, alls ekki. — Aldrei? Nei. — Þarna sérðu sjálf, Lóa. Ég sagði þér það. Frænka er karldýr. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa irm aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. WESTHOME SUPERMARKET LTD. WHERE QUALITY COUNTS Corner of Wellington Ave. and Beverley 737 WELLINGTON AVE.—PHONE 774-3491, 774-3492 SHOULDER LAMB — Cured and Smoked LEG OF LAMB — Cured and Smoked Heavy or Medium Smoked Available By Professional Experls Good Supply of "RÚLLUPYLSA" Available WE WILL SHIP ACROSS THE COUNTRY, IF WE GET ORDERS SOON WE ALSO SPECIALIZE IN QUALITY MEATS FOR YOUR HOME FREEZER AT LOW PRICES

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.