Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 1
REYK J AV 1 K , ICElAMD. etmökrmgla Síofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 3. DESEMBER 1970 NÚMER 44 HJALMUR F. DANIELSON: Nokkrar athugasemdir um Norðmannabyggðir á írlandi Þekking manna á byggðum Norðmanna á írlandi er mjög takmörkuð. Það er vitanlegt að byggðir þeirra voru stofn- aðar um tuttugu árum áður en ísland byggðist. í bókinni „Ireland Harbingar of the Middle Ages," eftir próf. Lud- wig Bieler eru kaflar sem varpa birtu á kirkjuskipulag Norðmanna í hinum ýmsu byggðum þeirra á írlandi. Hann segir að eftir hina stór- kostlegu orustu við Clontarf þegar írar sigruðu Víkinga herinn, 1014, voru enn fjórar Norðmannabyggðir á landinu: Dublin, Waterford, Wexford og Limerick. Sumir telja Cork með þessum byggðum. Byggð unum var leyft að stjórna sér sjálfum eins og þær höfðu gert fyrir orustuna. Það var jafnvel ekki hreift við stjórn Sidrics (Sigtryggs silkiskeggs) konungs í Dublin, enda þótt hann hefði safnað liði á móti Biiaii kouungi. Þessar byggðir Norðmanna voru sumar víðáttumiklar, t.d. náði Dublin ríkið frá Skerries til Acklow og talsvert langt inn í landið. í því var þétt byggð í Fingall fyrir norðan Dublin og ber það hérað enn það nafn sem þýðir land Norðmanna1. Bieler segir í bók sinni að Norðmenn hafi haft, í öllum sínum byggðum, sama kirkju- skipulag og viðgekkst í Can- terbury á suður Englandi. Kirkjan þar var í sambandi við Páfakirkjuna í Rómaborg. Hann segir ennfremur að á- stæðan fyrir þessu hafi verið sú að Norðmenn töluðu sömu tungu og Engil Saxar á suð ur og austur Englandi. Danir stofnuðu stórt ríki í Northum- berland á austur Englandi sem kallað er Danalög. Norð- menn á írlandi létu vígja biskupa sína í Canterbury. Þetta var gerólíkt kirkjuskip- an hjá írum. Það segir í sögu íra: „Á írlandi var klaustur- kirkja gersamlega óháð Páf- anum. Það voru um hundrað Clans (Ættarsambönd) í land- inu. Hver Clan hafði sinn eigin biskup og nokkra presta. Clan höfðingjar kölluðu sig konunga-smákonunga." (Hay- den-Moonan: „Short History of the Irish People".) Fyrsti biskup í Limerick var Gillibert, árið 1105. Þá var Anselk erkibiskup í Can- terbury. Þeir höfðu verið skólabræður í Rouen í Frakk- landi. Þessir biskupar höfðu bréfaviðskipti. Anselk erki- biskup var ekki ánægður með kirkjusKipulag lra. Hann hvatti Gillibert biskup til að koma breytingu á það sam k v æ m t fyrirkomulaginu í Canterbury; aðallega að fækka biskupsdæmum. Gillibert biskup í Limerick boðaði alla konunga, biskupa og presta á kirkjuþing í Rath Bressaill árið 1110. Var þá hinum hundrað biskupsdæm- um fækkað niður í tuttugu og fjögur biskupsdæmi, og voru tveir erkibiskupar settir, ann- ar í Armagh á norður Irlandi en hinn í Cashel á suður ír- landi. Brian konungur sem þá ríkti í Munster fylki hafði gef- ið kirkjunni biskupssetur á Cashel árið 1101. Norðmenn í Dublin undu ekki við að hafa ekki biskup í borg sinni. Kusu þeir því sinn eigin bisk- up og létu vígja hann í Can- terbury eins og venja var til. Eftir að Henry II konungur á Englandi lagði part af Irlandi undir sig gekk írska kirkjan í samband við kirkjuna í Róma- borg, árið 1171. Klausturhald- arar sýndu litla viðleitni til að taka upp þetta nýja safn- aðarfyrirkomulag. O r s ö k i n var sú að ábótar höfðu verið valdir úr konunga, og höfð ingja ættum, og stöður þeirra voru arfgengar. Það var því ekki fyrr en eftir fjörutíu ár að alger breyting var gerð samkvæmt nýja fyrirkomu- laginu. Prof. Ludwig Bieler segir að eftir hina miklu orustu við Clontarf var haldið áfram með endurreisnarstarfsemi Brians konungs. Það var kappkostað að endurnýja allt sem árásir V í k i n g a höfðu eyðilagt: Klaustur voru endurreist, þjóðlegar bókmenntir voru ritaðar, fornsögum og ættar- tölum var safnað, greinar voru ritaðar og ljóðagerð blómgaðist. Ennfremur var byrjað að rita á máli þjóðar- innar. Nánara sambandi var komið á milli andlegra og veraldlegra bókmennta, og ýmsar fræðigreinar á hennar Framhald á bls. 3. ÍSLANDSFRÉTTIR Ásmundur (Ási) Freeman Scholarship Award M i s s Chrisiine McMahon an Arts graduate of Brandon University was named the l'iist ,q r ad u a t e "Robbins ÓLAFUR HELGASON LÆKNIR "LÁTINN Ólafur Helgason, læknir, lézt í sjúkrahúsi sunnudaginn 1. nóv. 68 ára að aldri. Ólafur var læknir í Reykjavík frá 1928 og til dauðadags. Lækn- isprófi lauk binn frá Háskóla íslands og fór síðan til fram- haldsnáms til Kanada og Bandaríkjanna og kynnti sér m. a. vestan hafs svæfingar með glaðlofti árið 1928. Ólaf- ur Helgason gerðist aðstoðar- 1 æ k n i r Matthíasar læknis Einarssonar á St. Josepsspít- ala í Reykjavík haustið 1928 og var þar til æviloka hans 1948, og hefur síðan starfað að lækningum í spítalanum. Hann var skólalæknir Mið- bæjarskólans um langt árabil og trúnaðarlæknir ýmissa fyrirtækja frá 1960, en þá dvaldist hann í Noregi og Danmörku til að kynna sér trúnaðarlæknisstörf f y r i r Vinnuveitendasamband ís- lands. Mgbl. 4. nóv. Scholar" of that institution in May 1970. T h e conditions of this award are demanding and the honors of w i n n i n g it are therefore correspondingly high. To be eligible, a student must have a distinguished academic record and have demonstrated consti'uctive extra curricular activity dur- ing his / her undergraduate years in the University or wider community. The award carries with it a monitary value of a thousand dollars. Miss McMahon fulfilled the above conditions with distinc- tion. Her academic record of her three university years PEYSUKAUP RÚSSA Eins og skýrt var frá í Mgbl. nú fyrir skömmu voru nýlega undirritaðir samning- ar milli Sovétríkjanna og Samband ísl. samvinnufélaga um kaup á peysum og tepp- um frá Heklu-verksmiðjunni á Akureyri. Er þar gert ráð fyrir, að Sovétmenn kaupi þessar vörur fyrir upphæð sem nemur 72.4 milljónum kr. og eiga þær að koma til af- greiðslu fyrri Muta árs 1971. Harry Fredriksen, fram- kvæmdastjóri útflutnings- deildar SIS, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi góðar líkur á því að við- Framhald á bls. 2. Ibótarsamningar tækjust við Rússa varðandi kaup seinni hluta ársins. Hann gat þess, að rammasamningur sá, sem viðskipti Rússa og SÍS hafa grundvallazt á, hefði nú stað- ið í þrjú ár, en gengi úr gildi nú í sumar. Taldi Harry gott útlit á nýjum samningi. — Kvað hann Rússa ávallt hafa staðið við sinn hluta þessa rammasamnings, og yfirleitt hefðu þeir keypt ívið meira af vörum, en samningurinn gerði ráð fyrir. Á sl. ári seldi SÍS alls 162.500 vélprjónaðar peysur til Sovétríkjanna, og var verðmæti þeirra og teppanna, sem hafa árlega verið 33.400, samtals kr. 97 millj. króna. Sem fyrr segir eru allar peys- urnar framleiddar hjá Helku á Akureyri, en þar má fram- leiða um 200 þúsund vél- prjónaðar peysur á ári. Á sl. ári var peysuframleiðslan alls 147.237 stykki. Langmestur hluti þessa magns fer til Sovétríkjanna, en þar hefur nú um 10 ára skeið verið stöð- ugur markaður fyrir þessa vöru, að sögn Harrys. Mgbl. 8. nóv. Lógberg-Heimskringla birti fyrir skemmstu andláisfregn þ e s s a aldraða sveiiarhöfð- ingja. Óhæii má segja að hann haíi á sinni tí3 verið með fremstu aihafnarmönn- um Siglunessveiiar eins og Ijósi kemur fram í grein Ola Johnson, sem preniuð er á ödrum stað í blaðinu. HEKLA MAL OG MYNDIR Nýtt hefti tímaritsins At lantica & Iceland Review er að hluta helgað Heklugosinu á þessu ári, og er ritið hið glæsilegasta. Ásamt frásögn af gosinu birtist fjöldi ljós- mynda, bæði í litum og svart- hvítu, eftir nokkra fremstu ljósmyndara landsins, þá Gunnar Hannesson, Leif Þor- steinsson, Ólaf K. Magnússon, Rafn Hafnfjörð og Ævar Jó- hannesson. Eru þarna nokkr- ar athyglisverðustu mynd- anna, sem teknar voru af gos- inu í vor og sumar — mjög litauðug myndaseria. Er ekki að efa að marga fýsir að senda þetta hefti vinum og kunningjum erlendis. Ennfremur eru í þessu hefti myndir frá dansleikjum ungs fólks í Reykjavík, nýstárleg- um íslenzkum skinnklæðnaði, sem kominn er á markaðinn í Ameríku — og Árni Waag skrifar um bjargfuglinn. Myndir fylgja í litum og svart-hvítu. Þá skrifar Alan Boucher um h e t j u n a í íslenzkum fornbókmenntum og mynda- skreyting er e f t i r Einar Hákonarsson. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, skrifar um spæni og aska, myndir af gripum í Þjóðminjasafninu eru eftir Gísla Gestsson. Dr. G u n n a r G. Schram skrifar um verndun úthafsins og gerir grein fyrir afstöðu íslands til málsins og fjallar um framlag íslands til um- ræðna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Margt fleira er í þessu hefti, en á kápu er mynd af Heklugosinu. Fréttablað fylgir ritinu að vanda og meðal efnis þar eru g r e i n a r um sölustarfsemi Sambandsins í Ameríku, Kís- ilgúrverksmiðjuna við Mý- vatn, þróun efnahagsmála á Islandi 1970, Grænlandsflug Flugfélagsins, vaxandi gengi Loftleiða og viðtal við Einar Sigurðsson, útgerðarmann. Mgbl. 8. nóv.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.