Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. DESEMBER 1970 Norðmannabyggðir á írlandi Framhald af bls. 1. máli, t.d. „The Dun Cow" (Brúna kýrin) kölluð svo sök- um þess að bókin var bundin í húð af brúnni kú.) Voru það áhrif frá írlandi að sumar af elztu bókum Islands voru nefndar: „Fagurskinn a", „Morkinskinna," „ Hryggja- stikki," og „Hungurvaka"? II Samband allra byggða Norð manna á írlandi við kirkjuna í Canterbury virðist benda til þess að þeir hafi haldið við Norrænni tungu til loka ell- eftu aldar. Bogi Th. Melsteð segir í Islands sögu sinni: „Eftir lok sögualdarinnar var mikill hagur fyrir ísland að hin sama tunga gekk þá enn um öll Norðurlönd og víða í h i n u m Norrænu byggðum fyrir vestan haf." Bertha S. Philpotts segir í „Edda and Saga": á „áttundu til þrett- ándu aldar, var forn norska al- mennt töluð með litlum breyt- ingum, í miklum hluta Evr- ópu, í öllum Skandinavísku löndunum og stórum hluta af Englandi og Skotlandi. Einnig í Normandy á Frakklandi. Norðmenn v o r u forustu- menn, margir hverjir, og voru fljótir að samlaga sig þeim þjóðum sem þeir bjuggu með. Þeir hafa að öllum líkindum jafnast á við Dani í Danalög- um, en Bogi Melsteð segir um þá í ofan nefndri bók: „Ódo sem var erkibiskup í Kantara- borg frá 942-958 var sonur heiðins Víkings og hinn mæt- asti kennimaður. í Jórvík (York) voru líka þrír biskup- ar ættaðir af Norðurlöndum. Yngstur þeirra var Oswald (erkibiskup til 992) bróðurson ur Odós erkibiskup, eftir Os- kytel erkibiskup frænda sinn (d. 971)" Norðmenn og afkom- endur þeirra á írlandi munu hafa staðið í hinum ýmsu mikilsvarðandi stöðum hvar sem þeir komu fram. Öll líkindi eru til þess að Norðmenn, og afkomendur þeirra, hafi notað sér skóla landsins. B r e z k a barna-Al- fræðibókin segir um þá skóla: „Tímabilið frá fimmtu til ni- undu aldar var talin gullöld írlands, þá var írland mennt- u n a r 1 i n d vestur - Evrópu. Menn komu þangað frá ýms- um löndum vestur Evrópu til að stunda vísindi, bókmenntir, guðfræði, Grísku og Latínu." Hvert nokkrar bókmenntir liggja eftir Norðmenn eða af- komendur þeirra á írlandi er ekki vitanlegt, en mjög líklegt er það samnt. Jón Jónsson vitn- ar oft í „Landvörn íra í Vík- ingasögu sinni („War of the Gaedhill with the Gaill": Stríð Ira við Víkinga) eftir J. H. Todd. Sú bók var rituð í þremur borgum Norðmanna: Dublin, Waterford, og Limeriek. Það má vel vera að þar hafi verið að verki afkomandi Norð- manna, því ekki er eftir nöfn- um að fara. (Tveir íslenzkir emigrantar í Kanada kólluðu sig Jackson og Crawford), og var hann máske að leita að friðsælum stað til að klára verk sitt hjá frændum sínum. Orkneyjar jarlinn Rögnvald ur Kali og Hallur Þórarins- son r i t u ð u „Háttalykil" í Orkneyjum og maður frá Suð- ureyjum samdi „Hafgerðinga- drápu." Það m-un vera ábyggi- legt að einhver Norðmaður hefir samið „Darraraljóð" eft ir orustuna við Clontarf. Orkneyjar voru kallaðar Norðmannabyggð. Það er á- nægjulegt til þess að vita að sonur Orkneyjarkaupmanns, hinn frægi höfundur Wash- ington Irving, er talinn hinn f y r s t i Ameríkumaður sem gerði ritstörf að ævistarfi sínu. III Á miðöldum var írlandi stjórnað af fimm konungum. Einn af þeim var höfuðkon- ungur. Hann stjórnaði Meath Fylki og hann var ábyrgur fyrir allsherjarþingi þjóðar- innar sem var haldið þriðja hvert ár í Tara. Hann stjórn- aði því og hafði einnig hæsta- réttarvald og dæmdi í þeim málum sem ekki hafði samist um í hinum ýmsu ríkjum landsins. Þetta allsherjarþing þjóðar- innar var ekki stjórnarþing og hafði hvorki lóggjafarvald né dómsvald. Fyrst frameftir öldum var það kirkjuþing, en varð með tímanum umsvifa- meira. Fóru þá ýmsar stéttir landsins að halda sín þing á sama tíma og Tara t.d. lög menn. Allar leiðir lágu til Tara. Sérstaklega voru það fimm aðalvegir sem kvísluðust frá Tara út um allt landið. Þar sameinaðist fólk úr öllum fylkjum landsins, og að lík- indum einnig úr byggðum Norðmanna eftir friðsamlega sameiningu við þjóðina. Þar fóru fram almennar iþróttir og sömuleiðis skemmtanir, þar á meðal skemmtu trúðar. IV í Landnámu segir frá manni s e m hét Örlygur og var Hrappsson. Hann var bróður- sonur Ketils flatnefs sem allir kannast við. Sökum lítillar villu í Landnámu koma sagn- fræðingar sér ekki saman um hvar Örlygur var fóstraður, en þeim kemur saman um það að hann var prestlærður, hvort sem það var í Suður- eyjum, á fósturskóla á írlandi (e i n s og heimavistarskólar voru kallaðir þar), eða á hinni helgu eyju Ióna. Þar eð hann fór ekki til íslands fyrr en sonur hans, Valþjófur var fulltíða, hefir hann að h'kind- um verið prestur í vestur- löndum um tuttugu ára tíma. Það er líklegt að Örlygur hafi v e r i ð í föruneyti kennara sinna á alþingi í Tara og einn- ig bræðrungur hans, Helgi bjóla. Hafa þeir frændur ver- ið kunnugir alþingi Ira. Það er útlit fyrir að þessir frænd- ur hafi komið með hugmynd- ina um stofnun alþingis á ís- landi þegar þeir gerðust land- námsmenn á Kjalarnesi. Það sem styður þetta er það að Þorsteinn Ingólfsson nafn- greinir aðeins þá tvo þegar hann stofnaði þmg á Kjalar- nesi með a ð s t o ð nágranna sinna. Þorsteinn var þá ung- ur og hafði enga reynslu í s a m b a n d i við héraðsþing. Hann varð því að njóta þekk- ingar annara. 1 Islendinga- sögu Jóns Jóhannessonar seg- ir: „Þorsteinn Ingólfsson lét setja fyrstur manna þing á Kjalarnesi, áður en Alþingi var sett, við ráð Helga bjólu og Örlygs á Esjubergi og ann- ara vitra manna, og fylgir þar enn sókum (þess) því goðorði alþingishelgun. „Ástæðan hef- ir naumast verið önnur en sú að Þorsteinn og þeir félagar hafa verið aðalhvatamenn að stofnun þingsins." Bogi Th. Melsteð segir í íslendingasögu sinni: „Björn Ólsen ætlar að Kjalarnesþing hafi verið alls- herjarþing fyrir allt ísland." Þorsteinn Ingólfsson nafn- greinir ekki, næsta nágranna sinn að norðan, Þórð Skeggja sem hefir að líkindum verið að mörgu Jeyti fremri frænd um sinum Örlygi og Helga ef dæma má eftir hans göfuga gjaforði. Hann var kvæntur dótturdóttur Játmundar Fylk- iskonungs á suður Englandi. Þrátt fyrir það að Örlygur var svo djarfur að byggja kirkju í héraði sterktrúaðra ásatrúarmanna, sem mun ekki hafa aukið vinsæld hans í því héraði, er hann nafngreindur sem einn helzti stuðningsmað- ur stofnunnar þings á Kjalar- nesi. Þegar þing var stofnað á Kj alarnesi var það hérað strjálbyggt, en þegar byggð- in þéttist urðu vitanlega vand- ræði með haga fyrir stóra hjörð af hestum þingmanna og gesta. Það var óhæfa að beita hestum á engi og haga búenda, og það stuttu fyrir slátt. Var þvi farið að leita að hentugu svæði fyrir þingið í óbyggðum þar sem væri nógur bithagi fyrir hesta allra sem Alþingi sóttu, helzt sem næst miðju landinu. Það heppnaðist vel að velja til þess Þingvelli við Öxará. Áhrifin af þinghöldum á Ir- landi virðast því hafa fundið leið til Alþingis á Þingvöllum. — Eimreiðin. ICELAND-CALIFORNIA C0. Bryan (Briann) Whipple Import and Solc of lcelondic Woolens, Ceromic, Eíc. 1090 Sansome, San Froncisco CA94H1 Wanted for cosh: Older lcelandic Stomps and Envelopes Business and Professional Cards ÞJÓF>RÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Srjrkið íéUgið með þrí að gorait maðlimir. A.sgjald — Einsiaklingar $3.00 -- Hión $5.00 Sandisl til fjármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3 Manitoba. fhon. 78S-S971 Building Mechanics Ltd. Polntlnj - Cucoroting - Con»truttion Renovotlng - Rool Ejtoto K. W. (BILU JOHANNSON Manager •38 Elgln Avanue Wlnnfpeg 3 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Stcrot Selur likklstur o§ annast um átfarir. Allur utbúnaður aá bezti Stofnað 1894 SPruce 4-7474 Goodman and Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORI 770 CLLICE AVÍ., WINNIPEO 10 774-5349 ARTHUR GOODMA»J SP 2-1561 M KOJIMA LE 3-6413 Evonlnfti ond Holldoys St»ruco 4 7ÍS5 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson R» roof, Aspholt Síilnglei, Roof Rapolrc, tnstatl Veols, Irvnilotion anö Eave*troughtr>o 774-7855 6*2 Simco* St., Wlnnlpog i. Mon. Selkirk Funeral Chapel Ltd. Director: GARTH CLARY Licensed Embolmer Servinq Selkirk ond Intertoke oreai Ambulance Scrvice Coll Selkirk Phone 482-6284 Colloct 209 Dufferin Ave. Selkirk, Monitobo S. A. Thorarínson Barrlttw 6 Sollottor 2nd fioor, Crown Tojlt Blttg- 364 MAIN STREET OHIce WHitehall 2-70S1 R.tidencc HU 9-6488 Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Oííice: 942-5756 Home: 783-6688 Dlvinsky, Blrnbolm & Company Chertered Acreuntantt 707 Monireal Trusi Bldg. 213 Noiro Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943 0526 Benjaminion Constructlon Co. Ltd. 1425 Erin Slreet. Winnipeg 3. Ph: 786-7416 GENERAL CONTRACTORS E. BENJAMINSON, Mana««r = Lennett Motor Servict Oporoted by MICKEY LENK'ETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrave I Bannatyne WINNIPIO 2, MAN. Phone »43-8157 HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lothing ond Plasfering Controctors H. Mel Sigurdson, Manager Office ond Warehouse: 1212 St. Mory's RooJ, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Rcs. 452-3000 FRÁ VINI TALLIN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicltori, 210 Osborne Slrcel North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. The Weatern Polnt Co. Lttf. SJl HARQRAVI ST. WINNIPf« "THE l'AINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7191 J. SKIMNOWSKI, Pre.ident A. H. COTS, Troaturor Minnitt BETEL i crfðoskróm yðor Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 698 Sargent Avenue Winnipeg 3. Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doorB • Sashless Unita • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34 322 FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Borrittan and Sollclton 274 Garry Stroat. Wlnnipso 1. Manitoba Tel*ph"ne 942-7467 G RICMARDSON. Q.C. C. R. HUBANO, LL.B. W. NORRIE, B.A., U.8. C. M. ERICKSON, B.A., U..B. J. E. «. TAYLOR, LL.B. W. S. VRIGHT, B.A., LL B. W J. K. HLER, B.A., L.L.B. r C BEAUDIN, B.A., L.UB. "GARIH M. ERICK50N of the firm ot RtchQrdton *. Compony attand* crl ll.a Uiinli Credit Unicn Offica. Gimli. 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the Hrst ond rhit-4 •.do/ of íioch month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.