Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGlNN 3. DESEMBER 1970 5 Ljósið fró Strandarkirkju lagaákvæði þessi vott um þroskaðar siðgæðishugmynd- ir akuryrkjuþjóðar, sem stóð á háu menningarstigi. Eru það einkum þrjú ákvæði í þ e s s u m lagabálki Súmera, sem hafa vakið miklar um- ræður í ræðu og riti. En þau sýna, að jafnvel í þessari dimmu fomeskju, fyrir nærri sex þúsundum ára, voru hin ómannúðlegu lög um „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ ekki til í löggjöf þessarar þjóðar. Er t. d. lagt svo fyrir, ef maður verður valdur að meiðslum eða líkamslýtum á samferðamanni sínum, að þá skuli hann gjalda sekt í hlut- falli við unninn glæp og einn- ig skuli taka tillit til allra aðstæðna í hverju tilviki, t. d. um áreitni og sjálfsvörn. Ætla má, að Súmerar hafi trúað á persónulegt fram- haldslíf í einhverri mynd. Skömmu eftir aldamótin fann enskur fræðimaður, Sir Leon- ard Woolley, grafhvelfingu mikla í r ú s t u m, þar sem Úr, fæðingarstaður Abrahams, hafði staðið. Báru konungs- hjón þar beinin ásamt fjölda af þjónustufólki, sem hafði verið látið fylgja þeim inn um dauðans dyr. Þarna fund- ust fágætir munir og fagrir, svo sem harpa, slegin gull- þynnum, sem þjónn var lát- inn halda á. Hefir hann átt að skemmta kóngi sínum í dánarheimum. Þessi dýrgrip- ur var næstum horfinn, að undanteknum gullspöngum og demöntum, en hafði látið eftir mynd sína á jarðlaginu, svo að glöggt mátti greina lögun hennar og gerð, þar sem hún lá á brjósti beina- grindar af manni þeim, sem eitt sinn fór mjúkum hönd- um um strengi hennar. Súmerar virðast hafa búið yfir kímnigáfu og góðri greind. Fjöldi spakmæla hef- ir komið fram í bókmenntum þeirra, og eru þessi tilfærð til sýnis: Vera má, að þú sért undirgefinn konungi eða jarli, en sá maður sem mest ber að óttast, er skattheimtumaðurinn. Sá maður sem hefir ekki haft fyrir konu og börnum að sjá, hefir aldrei haft hring í nefinu. Fræðimenn telja, aí Súm- erar hafi verið brautryðjend- ur í ýmsum greinum og fyrst- ir í flestu: guðfræði, siðspeki, löggjöf, stjórnskipan; að þeir hafi gefið heiminum hinn fyrsta Nóa, fyrsta Móses, fyrsta Job, fyrsta letur og fyrstu fræðibækur. En samt gleymdust þeir, og heimur- inn lætur sig þá engu varða að undanteknum fræðimönn- um, sem hafa það fyrir at- vinnu að skyggnast inn í skúmaskot löngu liðinna alda. Menn sem á vorum dögum ferðast um þessar slóðir, þar sem hin fornu menningarríki stóðu: Súmer, Babylon, Ass- yría, Kaldea og Fersía, eiga bágt með að trúa, að þarna hafi nokkru sinni búið menn- ingarþjóðir, hvað þá að þær hafi verið „fyrstar“ í nokkru, sem að menningu lýtur. Einn af hinum fornu kon- ungum Súmera lét gera yfir- lýsingu og skrá hana á stein- flögu. Fjallar hún um afrek hans við áveitur og landbún- að. Þar segir svo: „Ég hefi gefið eilíft vatn og óendan- lega velgengni landi mínu í Larsa .. En ekkert, sem menn fram- kvæma, stendur um eilífð. Þessi forni aldingarður, sem einu sinni var, er nú fyrir löngu orðinn að eyðimörk. Vatnsveitukerfið ónýttist af vanrækslu og hvarf í sand- inn. Þegar Bretar tóku þessi lönd af Tyrkjum árið 1917, var þessi frjósami dalur orð- inn einhver ömurlegasti blett- ur á yfirborði jarðar. Svo er það enn í dag. Minnsti and- blær þyrlar upp rykstrókum, sem gera mönnum erfitt um andardrátt. Hvar sem reið- maður fer, á hesti eða úlfalda, má merkja návist hans af þykku rykskýi. Landið breið- ist út, eins langt og augað eygir, brunnið og gróður- snautt. Fæðingarstaður Abra- hams, Úr 1 Kaldeu, eða hinu forna Súmerlandi, stóð eitt sinn á bökkum Evfratárinnar, en áin hefir fyrir löngu breytt um farveg. En ef menn klifra upp á rústir af hinum gamla Babelturni, sem þar stendur, má sjá móta fyrir trjágróðri á bökkum árinnar, tólf mílur í austurátt. Annars blasir auðnin við, í allar áttir. Hita- öldur dansa yfir landinu og skapa alls konar sjónhverf- ingar og töframyndir. Ferða- maður, sem staddur ,var á þessum stað fyrir nokkrum árum, skrifaði í dagbók sína: „Það er ekki furða, þó að Abraham færi héðan burt — meira að segja Job mundi ekki hafa tollað hér.“ Allt er hverfult í heimi. Dýrð mannanna hverfur. Um- hverfið breytist. Lönd og lýð- ir hverfa í móðu og mistri aldanna og lifa, þegar bezt lætur, í óljósri minningu nýrra kynslóða, í gömlum doðröntum eða mold og leir. Fornleifafræðin h e f i r sýnt fram á, að vegferð mannsins á jörð er löng orðin og bar- átta hans margvísleg. Enn spyrja menn: Hvaðan? Hvers vegna? Hvert? I þessum efnum vita jafn- vel hinir vitrustu á meðal manna ekki neitt. Vér getum aðeins vonað og trúað. En jafnan er gaman að glíma við óráðnar gátur. ENDIR. Þann 14. júní 1953 afhenti vestur-íslenzka konan E. von Renesse mér 5 dala áheit á Strandakirkju f r á Trausta Vigfússyni, Árborg Manitoba. Jafnframt því sem ég fyrir h ö n d Strandakirkju þakka áheitið, læt ég fylgja greinar- gerð hans fyrir áheitinu: — Ritstj. Kirkjuritsins. „Ég var unglingsdrengur, 17 ára gamall 1886. Ég var á leið í verið, var ráðinn hjá séra Oddi Gíslasyni á Stað í Grindavík. Ég hitti menn í Reykjavík, sem ég varð sam- ferða suður í Hafnir. Var ég þar um nóttina og lagði einn af stað daginn eftir. Veðrið leit illa út um morguninn, og versnaði enn, er á daginn leið. Ég hélt mér við heiðina og miðaði við Súlur, fjall í Hafnahrauni, því með sjónum er sandur mikill og fullt af gjám. Ég tapaði áttunum og vissi ekki hvar ég var. Það var kominn svarta bilur og ég bjóst við að verða þarna úti, svo ég settist niður, tók upp sálmabókina og braut blað við „Kallið er komið“. En þá datt mér í hug að heita á Stranda- kirkju, og ætla henni tvær krónur, þegar ég gæti misst þær, því að þá var ég alveg alíslaus, ef ég bjargaðist úr þessum vandræðum. í því varð mér litið í áttina til kirkjunnar, sá ég þá að birti og braust fram svo bjart ljós, að það lýsti sem sól. Sá ég nú veginn, sem lá skammt frá og sandvörðuna. Þetta varði nógu lengi til þess, að ég gat sett á mig áttina og komst slysalaust það sem eftir var. Séra Oddur var úti, þegar ég kom. Það var kl. 9 um kvöldið. Var hann alveg hissa og sagði, að sér hefði ekki dottið í hug, að nokkur mað- ur væri á ferð í þessu veðri. Það varð ekki úr, að ég gæti komið þessu til skila á meðan ég var á íslandi. En nú er vinkona'mín að fara til íslands, sem ég treysti til þess að koma þessu í lag fyrir mig og sendi ég nú $5.00 til þess að bæta fyrir dráttinn. Með óskum um, að Stranda- kirkja' megi lengi haldast og lýsa villtum leiðina. Trausti Vigfússon Árborg, Maniioba. Canada. EFTIRMÁLI Þórunn, dóttir Trausta Vig- fússonar færði L.H. þessa at- hyglisverðu sögu og kunnum við henni þakkir fyrir, því íslendingar hafa ávalt haft ánægju af frásögnum um dul- arfull fyrirbrigði. — Hér fylg- ir önnur frásögn, sem Þórunn hefir eftir föður sínum: Þetta var ekki í eina skipt- ið, sem faðir minn sá svona ljós eða birtu. Það var, að mig minnir, þegar hann var tíu ára. Fólkið, sem ól hann upp, hafði verið að binda og reiða heim hey seinni part dags. Það var þungt loft og komið myrkur þegar seinasta ferðin var farin heim. Það hafði orðið eftir reipi þar sem verið var að binda heyið og vinnukona var send til að léita að þeim og faðir minn látinn fara með henni. Þegar upp á engi kom, var orðið svo dimmt að þau fundu ekki reipin, og voru í þann veginn að snúa heim aftur við svo búið, þegar að birti allt í einu og varð bjart eins og að degi. Þetta stóð yfir nógu lengi til þess að þau fundu reipin. Faðir minn hugsaði mest um að komast heim; hann var hræddur við þetta ljós, sér- staklega fyrir þá ástæðu, að hann hafði heyrt, að eitthvað ætti að fylgja þessari vinnu- konu, sem hann var með. — Ég veit ekki hvað þetta var langt frá heimilinu og man ekki hvort fólkið heima sá þessa birtu, en minnir þó að svo hafi verið. Þetta var ekki þrumuljós og faðir minn og þessi kona höfðu aldrei séð neitt líkt því áður og gátu því ekki gert sér neina grein fyrir, af hverju þessi birta hefði staf- að. Þetta mun hafa verið árið 1879. L j ó s i ð frá Strandar- kirkju sá faðir minn sjö árum ÁHRIF OFBELDIS X SJÓNVARPI KÖNNUÐ AF UNESCO Enginn, sem les dagblöð reglulega eða horfir á sjón- varp í Evrópu eða Ameríku, kemst hjá að verða þess var, hve ofbeldið er orðinn snar þáttur í nútímaþjóðfélögum — fjölmiðlarnir sjá til þess. Jafnframt fær enginn starfs- maður sjónvarps eða dag- blaðs umflúið þá vitneskju, að sá grunur verður æ al- mennari, að ef til vill eigi fjölmiðlarnir sinn þátt í að magna ofbeldið, sem , þeir kosta kapps um að lýsa. Hingað til hefur Samt ekki verið hægt að styðja þessar grunsemdir vísindalegum rannsóknarniðurstöðum, og menn skiptast mjög í tvo hópa um málið: annars vegar þeir sem saka fjölmiðlana um að skapa þörf fyrir ofbeldi með lýsingum sínum á of- beldisverkum, hins vegar þeir sem leggjast gegn ritskoðun og benda á, að sjónvarp og dagblöð geti orðið sektarlömb aðstæðna, sem þjóðfélagið getur ekki eða vill ekki hrófla við. Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) efndi því til al- þjóðaráðstefnu um málið í París 29. júní til 7. júlí í því skyni að draga saman og kanna skipulega þá vitneskju, sem er fyrir hendi um vanda- málið, og koma með raunhæf- ar tillögur til úrbóta. 1 Ráðstefnan hafði að yfir- skrift “The Impact of Viol- ence in the Mass Media” og tók til meðferðar grundvall- arspurningar eins og þær, hvernig skilgreina bæri of- beldi, hvort ofbeldi sé að fær- ast í aukana, og hvort breyt- ing sé að verða á afstöðu al- mennings til ofbeldis. Einnig voru rædd áhrif ofbeldis í kvikmyndum og sjónvarpi í hlutfalli við hið prentaða orð, og sömuleiðis ábyrgð fjöl- miðlanna með tilliti til þess að lýsa þjóðfélaginu án þess að auka eða magna vandamál þess. Ráðstefnuna sóttu 25 sér- fræðingar frá 22 löndum — blaðamenn, sjónvarpsmenn, kvikmyndamenn, sálfræðing- ar og glæjamálasérfræðingar — sem ræddu vandamál of- beldisins á grundvelli fyrir- lestéa, sem báru heiti eins og þessi: „Könnun á ofbeldi í þjóðfélagi samtímans“, „Hinn skapandi listamaður í ofbeld- is-samfélaginu“ og „Skyldur og ábyrgð fjölmiðla í ofbeldis- samfélaginu“. — Nánar verð- ur greint frá niðurstöðum ráðstefnunnar síðar. Fréttir frá S. Þ. síðar. — Þ. V. HARÐFISKUR (DRIED HADDOCK) IMPORTED FROM ICELAND ORDER NOW BEFORE CHRISTMAS Available At NEPTUNE FISHERIES ......... 472 DUFFERIN AVE. CLIFFS TOMBOY .............. 906 SARGENT AVE. SELKIRKS TOMBOY ............. SELKIRK, MAN. THORARINSON’S STORE .........RIVERTON, MAN. CLOVER FARM STORE LUNDAR, MAN. CLOVER FARM STORE GIMLI, MAN. CONSUMERS CO-OP STORE ........ ARBORG, MAN NEIL LAMBERTSON 317-14th STREET, BRANDON, MAN. G. C. THORVALDSON 6012-101 st A AVE., EDMONTON, ALTA JOHNSON'S STORE EDDYSTONE, MAN. H. M. JOHNSON PHONE 738-7725 VANCOUVER, B.C. S. GRIMOLFSON 453-llth AVE., EAST, PRINCE RUPERT, B.C. J. O. OLSEN & SONS INWOOD, MAN. DISTRIBUTOR ..................K. G. EINARSON 105 VALLEYVIEW DR., WINNIPEG 22

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.