Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 1
T H JOOM IfiJASAí NI0» FitYK JAV I K, I CCLANC . ftetmsfertngla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER 1970 e NÚMER 45 og NÚMER 46 GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝAR Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: Guðdómleg „goðsögn" Jólin hafa ávalt verið, og eru enn, hin mesta fagnaðar- hátíð manna. En þó virðist svo, að mörgum sé lítill fögnuð- ur í huga, er þau nálgast. Einmitt þá eru menn oft ama- samir og önugir, fremur venju. Aldrað fólk telur að allt sé á hraðri afturför. Jólahald nútímans er ekki nema svipur hjá sjón, segir það, við það sem áður var. Nú er allstaðar of mikið skrölt og brölt, of mikill ys og þys. Þeir sem hafa f.lárráð, eyða peningum umfram efni, buddan nær ekki eðli- legri lögun og innihaldi fyrr en einhverntíma seint í janúar, og kanske ekki einusinni þá. Þeir sem ekki hafa peningaráð, geta bókstaflega ekki verið menn með mönnum, á jólunum. Menn borða of mikið, drekka sér til óbóta, og skemmta sér oft ósæmilega. Kynslóð er að alast upp í landinu, sem hefir ekki minnstu hugmynd um hið eiginlega innihald jólahá- tiðarinnar. Börn fagna ekki þeirri gjöf sem Guð gaf á fyrstu jólum, en hlakka til að fá sjálf margvíslegt glingur í jóla- gjöf. Jólahald nútímans er einungis umbúðir, og þegar þeim er flett af, þá er innihaldið ekkert — nema gömul goðsögn, sem fer fyrir ofan garð og neðan, og er utanveltu við hring- iðu nútímalífsins. Nokkur sannleikur er í ofanskráðu, en það er ekki allur sannleikurinn. Á öllum öldum hafa þeir uppi verið sem starblíndu á hismið, og sáu ekki kjarnann í þessu efni. Sannleikurinn er sá, að jólasagan, og sá boðskapur sem henni er tengdur, er eina ljósið sem bregður birtu yfir vegferð mannanna, eins og hún er, og eins og hún mun verða. Ef þú vilt leyfa mér að sannfæra þig um þetta, lesari góður, þá komdu með mér á ofurlitla gönguför. Þú getur reyndar setið kyrr, eins og þú sért að horfa á sjónvarp. Við skulum heimsækja málverkasöfn og höggmynda- söfn í einhverri af stórborgunum, og athuga hvemig hinn upphaflegi jólaviðburður hefir stýrt huga og hönd ýmissra snillinga myndlistarinnar, er þeir leituðust við að túlka jólasöguna í málmi, lit og línum. Við skulum koma inní einhverja sönghöllina, eða hlusta á góðan kirkjukór. Finnst þér ekki merkilegt hvernig „goð- sögn“ jólanna hefir lyft hugsun hinna mestu snillinga hljómlistarinnar í hæstu hæðir, er þeir sömdu helgisöngva sína, sönglög og sálma? Við skulum koma inní fangelsi, þar sem menn eru inni- lokaðir vegna afbrota sinna. Ef nokkur bjartur blettur er til á vegferð á slíkra manna, þá er það einmitt jólahátíðin. Við skulum fara út á vígvellina. Vissulega eru það ólík- legir staðir til að bera vitni um áhrif jólanna. En jafnvel á þeim slóðum þar sem menn telja sig alls ekki kristna, veigra þeir sér við því að roða vopn sín banablóði, á aðfanga- dagskvöld jóla, eða á jóladaginn. Við skulum koma við á kristnu heimili, þar sem ein- hver meðlimur fjölskyldunnar hefir verið lengi fjarverandi, en hefir komið heim um jólin. Sjáðu sólskinið á andlitum foreldranna, og fögnuðinn í hjörtum allra á heimilinu. Taktu eftir þegar fjölskyldan setzt að borðum, og hlustaðu á bæn- arorðin og þakkargjörðina. Við skulum koma við í húsi sorgarinnar. Sigð dauðans hefir nýlega sniðið einn ástvinanna af meiði lífsins. Hlust- aðu á huggunaorðin sem þar eru töluð í nafni hans sem fæddist á jólunum: „Hjarta yðar skelfist ekki . . .“ „Eg lifi, þér munuð lifa . . .“ „verið óhræddir . . .“ Við skulum líta á eitt eða tvö landsvæði, þar sem ham- farir náttúrunnar hafa tortímt þúsundum mannslífa, eins og nýlega hefir borið við í Pakistan eða Suður-Ameríku. Kristnar þjóðir keppast við að senda margvísleg hjálpar- meðöl, og safna stórfé, til líknar hinum bágstöddu í anda hans sem fæddist á jólum til að verða fyrstur manna, er kenndi þann reginsannleika, að allir menn eru bræður, og að þeim ber að vera miskunnsamir og kærleiksríkir. Framhald á bls. 2. I HEARD THE BELLS ON CHRISTMAS DAY I heard the bells on Christmas Day Their old, familiar carols play, And wild and sweet the words repeat of ‘Peace on earth, good will to men!’ And in despair I bowed my head; ‘There is m> peace on earth,’ I said, ‘For hate is strong and mocks the song Of peace on earth, good will to men!’ Then pealed the bells more loud and deep! ‘God is not dead; nor doth he sleep! The wrong shall fail, the right prevail, With peace on earth, good will to men!’ — Henry Wadsworlh Longfellow. ÞAÐ HEYRIST KLUKKNA HLJÓMUR SKÆR Það heyrist klukkna hljómur skær að helgi jóla dregur nær. — Hann ómar þýtt, og boðar blítt ,Guðs frið á jörð og farsæld manns!1 En höfuð beygir harmur sár, því hér er aðeins blóð og tár, og ’-.Jrið eitt, fékk óðnum breytt um frið á jörð og farsæld manns. Þá hljóma klukkur hátt og snjallt ,Guð heyrir, sér og skilur alt — því rangt skal smáð, og rétti náð og friður ríkja um frjálsa jörð!‘ — Ragnar Stefánsson. Dr. Philip M. Pélursson lét L.-H. vinsamlega í té þetta fallega jóla- kvæði Longfellows, í snjallri þýðingu Ragnars heitins Stefánssonar. Bréf fró séra Robert Jack Tjörn Vaínsnesi, V.-Hún., Iceland, 20. nóv., 1970. Kæra Ingibjörg og lesendur L.-H. Haustvinnu og góðviðri er lokið og nú er vetur í al- gleymingi með strórhríð og stormi. Á meðan ég skrifa þetta er síminn bilaður og þess vegna er ekkert samband bæja á milli eða við umheim- inn. Það eru fimm rafur- magnsvinnumenn hér og kom- ast þeir ekkert vegna veðurs og hafa þeir verið til heimilis hér í nokkra daga nú. Það er eins gott að við höfðum safnað í hlöðu í haust, þannig að matur er til, því næsta búð er 22 mílur í burtu. Allir vegir eru ófærir og verður ekkert gert til að hreinsa þá fyrr en veðrið batnar. Anriars gengur allt sinn vanagang. 1. des. Ég er nýkominn úr Reykjavík og þangað fór ég fyrir viku. Fyrir tveimur dög- um var símað til mín frá Winnipeg. Þá var kl. hér 10 fyrir hádegi, og hjá ykkur í Manitoba kl. 4 að morgni. Ég heyrði ekkert í þeim sem símaði. Eftir klukkutíma eða svo fékk ég símskeyti um að síma strax til Winnipeg í númerið 775-0649 og spyrja e f t i r Jóhannesi Árnasyni. Ekki datt mér í hug að reyna aftur héðan frá Tjörn, og þess vegna varð ég að leggja af stað til Hvammstanga. Þang- að er góður spotti og vegur- inn var stór hættulegur — eins og skautasvell. Mér skildist á skeytinu að Jóhannes þyrfti að tilkynna dauðsföll. Ég náði í Montreal frá Hvammstanga og sagði ‘operator’ frá þessu. Hún var mjög hjálpsöm og hringdi í númerið í Winnipeg. Krakki kom í símann og var spurt hvort að Mr. Aranson væri heima. „Nei“, sagði litla stúlk- an. „Hann fór ofan í bæ.“ „Hvenær kemur hann aftur?“ spurði ‘operator. Framhald á bls. 2. íslenzkir læknar heiðraðir Dr. O. W. Johnson Dr. C. G. Johnson Rúmlega þ ú s u n d manns, frá Rugby, N. D., og nærliggj- andi sveitum, söfnuðust í leik- fimishöll Rugby bæjar, föstu- daginn 23. október, s. 1., til að heiðra tvo íslenzka lækna, þá bræður, ólaf og Kristján Johnson, (O. W. og C. G.) sem að samanlögðum starfstíma hafa veitt þessu héraði 70 ára læknisþjónustu. Hugmyndin um þessa samkomu reis upp eins og hafalda á lygnum sjó, án sérstaks tilefnis, nema þeirrar tilfinningar almenn- ings að tími væri komin til að votta þessum mönnum þakkir fyrir langa, dygga, og óeigingjarna þjónustu, bæði að heilbrigðismálum, og al- m e n n u m framfaramálum byggðarinnar. Viðstaddir á ræðupalli, auk heiðursgestanna, og eigin- kvenna þeirra, voru ýmsir leiðtogar og framámenn, inn- an og utan sveitar. Sumir gestanna voru langt að komn- Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.