Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER 1970 ' Lögberg-Heimskringla * Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. SiQurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haroldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Coroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneapolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Á ferð og flugi IX. Veðrið í London var allt öðruvísi en við bjuggumst við. Okkur hafði verið ráðlagt að taka með okkur hlý föt og þá ekki síður regnhlífar, en það var óþarfi. Hitinn suma dagana var þungbær og það var aðeins einu sinni, að borgin fékk að kenna á verulegu regnfalli þessar þrjár vikur. Við vorum að koma út úr Garrick leikhúsinu um sex leytið á föstudag, 8. ágúst og sáum þá, að loftið var þungbúið og dropaði ofurlítið. Við vorum svo heppnar, að ná þegar í leigubíl og komumst heim í hasti. Rign- ingin hélt áfram alt kvöldið og um nóttina, hafði fallið 1.7 þuml. af regni á 30 mínútum. — Svo mikið vatn flæddi inn í neðanjarðar járnbrautarkerfið, að loka varð sumum stöðvunum; það flæddi og inn í leikhús, matsöluhús og yfir vegina á mörgum stöðum. Við höfðum sofið værum svefni alla nóttina og allt virtist komið í sama lag þegar við komumst á ról um morgun- inn. Eg saknaði þess, að sjá aldrei þokuna, sem London hefir lengi verið fræg fyrir. Egi hefi lesið margar sögur Sherlock Holmes og minnist hann oft á þokuna, sem var eins þykk eins og “Pea Soup”. Ferðir hans og Watsons úti í þokunni voru altaf svo æfintýralegar. — Ástæðan fyrir því, að þokan er horfin er sú, að fyrir nokkrum árum var bannað að brenna kolum eða öðru eldsneyti, sem framleiðir reyk og er nú sagt að jafnvel í nóvember, sem jafnan var þokumesti mánuðurinn, sé allt sýnilegt í London. — Smámsaman hefir síðan alda- gömul reyksverta verið hreinsuð af stórhýsum og öðrum húsum borgarinnar og er nú London talin hrein- asta stórborgin í Evrópu. Hæsta byggingin í London, er The Post Office Tower — Pósthús turninn. Hann er nú hvorki meir né minna en 620 fet á hæð, ef 40 feta mastur er talið með, og er hann sívalur í laginu, gerður úr stáli, stein- steypu og gleri. Hann gnæfir yfir alla borgina. Ekki var turninn þó gerður til augnayndis, þótt hann sé það. Síma- og loftskeyta kerfið var orðið ónóg í borg- inni, og í stað þess, að grafa upp strætin til að leggja fleiri línur (cables), tók stjórnin það ráð að nota hið nýja microwave kerfi. En microwave geislinn getur aðeins farið beina línu eins og sólargeislinn, og varð því sendistöðin að vera svo há, að microwave geislarnir lentu ekki á byggingum, trjám né hæðum, og nú nær microwave sambandið frá London yfir allar Bretlands- eyjar og meginland Evrópu. Ofarlega á turninum eru hringmyndaðir gangar umhverfis turninn. Og sézt þaðan í allar áttir yfir alla borgina. Hún liggur eins og stórt kort fyrir augunum. Þarna eru og kíkirar festir út um gluggana í allar áttir. Stórhýsi borgarinnar líta út eins og eldspýtnastokkar. A björtum degi sézt Windsor kastalinn, sem er í 20 mílna fjarlægð. Um alla borgina sjást grænir blettir — smáir og stórir lystigarðar, þar sem fólk getur notið náttúrunnar. — Winnipeg, sléttuborgin okkar, mætti. vel fara að fordæmi London, og mynda fleiri græna garða í stað þess að grípa öll auð svæði og nota fyrir bílstæði. A næstu hæð fyrir ofan útsýnis ganganna er mat- sölustaður, 520 fet frá jörðu og snýst gólfið hægt í kring, þannig að gestir sjá úr sætum sínum mismun- andi myndir af London meðan þeir eru að snæða, og þar fyrir ofan er svo “Highest Cocktail Bar” í London. Ekki veit eg hvort gólfið snýst þar líka. — Hraðfara lyftur flytja gesti á nokkrum augnablikum upp í þessa skemmtistaði. Auðséð er, að þegar Bretar reisa stórbyggingu eins og þessa, kemur ekki einungis nothæfni til greina, heldur einnig frumleiki og fegurðarskyn byggingar- meistaranna. — Verkið var hafið 1961 og því lokið 1965, byggingin opnuð fyrir almenning ári síðar. Mikill fjöldi drykkjustaða eru í London, sérstak- lega þeir, sem nefndir eru “pubs”, en í þeim er aðallega veittur bjór og ennfremur matur, þeim sem þess óska. Einn daginn vorum við að lítast um á Fleet stræti, aðal blaðaútgáfu strætinu og komum þá að Old Cheshire Cheese Pub. Nafnið minnti mig á eitthvað. Jú, það var Samúel gamli Johnson, sem uppi var á átjándu öld. Hann og félagar hans sátu þarna löngum, og kappræddu um áhugamál sín. Þetta mun vera elzta Pub í London. Við tróðum okkur inn; bekkirnir voru þétt settnir af konum sem körlum og urðum við að fara upp á loft. Þar dróg þjónn bjór í glösin úr stórri tunnu og kom með mat. Þar sátu ung hjón frá Bandaríkjunum og buðust þau til að fylgja okkur að gamla heimili John- sons, og var það heppilegt, því við urðum að fara um rangala bak við Fleet stræti til að finna húsið; í því er stutt til allra veggja, en það er fjögra hæða hátt. Ekki nema tvö herbergi á hverri hæð, og er afar íornlegt. Samúel Johnson er talinn fjörgjafi bókmennta- lífsins á átjándu öld; hann stofnaði félag bókmennta- manna árið 1764. í félaginu voru menn eins og Gold- smith, Burke, Reynolds og fl., og voru þeir oft á mál- fundum í Old Cheshire Cheese. Johnson skrifaði mikið meðal annars, hina miklu orðabók sína, en umræður hans þóttu skara fram úr skrifum hasns, og hann er nú frægastur af bók sem hann skrifaði ekki sjálfur. Ungur maður, James Boswell, rúmum þrjátíu árum yngri en Johnson, komst í vinskap við hann og fékk inngöngu í klúbbin. Boswell dáðist að mælsku Johnson’s og skrifaði orð sem draup af vörum hans á þessum málfundum, og var einnig fylginautur hans á ferða- lögum. Að Johnson látnum skrifaði svo Boswell æfi- sögu hans og fléttaði inn í hana hin snjöllu sámtöl og kappræður Johnsons, og er þessi bók vinsæl enn. Johnson var af fátæku fólki kominn og átti lítið ofan sig og á, þar til hann giftist ekkju, sem átti ein- hverjar jarðeignir og eignaðist þá síðar þetta heimili, sem við vorum nú að skoða. Hún var 21 ári eldri en hann, var lítil og feit, og þótti heimsk og ósjáleg, og lét hann stjana við sig; en honum þótti vænt um hana og syrgði hana mikið þegar hún dó. Hann átti nú engan að; hvorki systkini né annað frændfólk, og gat ekki unað því að vera einn. Hann skaut því skjólhúsi yfir marga einstæðinga, sem stundum notuðu sér gjafmildi hans. Við klifruðum nú upp einn stigann á eftir öðrum; skoðuðum borðstofuna, setustofuna og svefnherbergin. Lítið var þarna af húsgögnum en myndir voru á veggj- um af Johnson og félögum hans og öðrum framamönn- um átjándu aldar. Skrifstofa og bókhlaða Johnsons var á efstu hæð, og eg var hissa á því. Hann var maður feitlaginn í meira lagi og þjáðist af brjóstþyngslum. Eg var sannarlega farin að mæðast þeðar eg komst upp þangað — þarna var hin mikla orðbók hans á stóru borði og nokkrar bækur hans á hillum. Þarna efst undir hanabjálkalofti hefir hann fengið bezt næði fyrir ritstörf sín. Eg hafði ákveðið að ljúka þessum ferðasöguþátt- um í þessu blaði, en hefi víst orðið nokkuð langorð og verður því niðurlagið að bíða blaðs sem kemi\r. út eftir áramótin. Eg þakka vinsamleg bréf sem mér hafa bor- ist um þessa ferðaþætti. —I. J. Season's Greetings WESTKOME SUPERMARKET LTD. WHERE QUALITY COUNTS Comer of Wellington Ave. and Ðeverley 737 WELLINGTON AVE.—PHONE 774-3491, 774-3492 SHOíULDER LAMB — Cured and Smoked LEG OF LAMB — Cured and Smoked Heavy or Medium Smoked Available By Professional Experis Good Supply of "RÚLLUPYLSA" Available WE WILL SHIP ACROSS THE COUNTRY. IF WE GET ORDERS SOON WE ALSO SPECIALIZE IN QUALITY MEATS FOR YOUR HOME FREEZER AT LOW PRICES Robert Harold Isfeld, son of Gestur and Bertha Isfeld of Winnipeg Beach, Manitoba, graduated October 22, 1970, “in absentia” from The Uni- versity of Manitoba with a Bachelor of Education degree. He received his teacher’s training in 1959-60 and com- pleted his Bachelor of Arts in 1969. He is married, has three children and is presently the Vice-Principal at Kelsey Ele- mentary School in The Pas, Manitoba. Say Merry Christmas in music with BALDWIN You’ve gota lot golng for you with Baldwln. Llke a complete accom- paniment—chords, pedal notes, percusslon—that plays automatlcally in your choice of rhythm patterns ALLwhen you hold down just one key with just one finger. Do your Chrlstmaa shopping for the whole tamlly today at Now Available BALDWIN "VIVA" The Organ That Self Instructs Exclusively at JAMES CR0FT & Son Ltd. 235 PORTAGE AVENUE PHONE 947-0407 Rep. Gunnar Erlendsson Ste 21-694 Sherbrook St. Phonet 775-1379

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.