Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 10.12.1970, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. DESEMBER 1970 Úr borg og byggð AFTANSÖNGUR G AMLÁRSK V ÖLD Eins og að venju er verið að efna til gamlárskvölds messu í Únitara kirkjunni á Bannings Street, n. k. gaml- árskvöld, kl. 11.30. Messað verður á íslenzku eins og áð- ur, og sungnir verða hinir gömlu og góðkunnu íslenzku sálmar. Elma Gíslason syng- ur viðeigandi lag og leiðir s ö n g . Gunnar Erlendsson verður við orgelið. Dr. Philip M. Petursson flytur áramóta hugleiðingar. Að messunni lokinni verða allir boðnir heim til prestshjónanna, þar sem verða kaffi veitingar. Kveðjum gamla árið og heilsum hinu nýja eftir göml- um sið með sálmasöng og lestri n. k. gamlárskvöld. JÓLAGLEÐSKAPUR Nú nálgast blessuð jólin, og kominn veizluhugur í Icelan- dic Canadian Club. Allir eru teknir til að baka sætabrauð og sjóða kæfu til jólanna. Er því ráðlegt fyrir það ástsæla fólk sem flest á árin að baki sér að halda sér nú við góða heilsu svo það megi eiga glaða stund með félag- inu í neðri sal Fyrstu lútersku kirkju föstudaginn 18. des- ember. Gaman væri að fá sem flesta í félaginu á mótið til að heilsa upp á heiðursgest- ina og e i g a með þeim skemmtilegar samræður, syngja með þeim gömul og góð ljóð og súpa með þeim kaffi. Allt byrjar klukkan átta, 18. desember, í áðurnefndum sal 'í kirkjunni á Sargent og Victor. Geymið okkur kveld- ið. Þroskað fólk er beðið að síma til Mrs. Ninnu Stephen- son, 775-5930. Hún hefir heil- ann her af jólasveinum til að sækja heim veizlugestina og fylgja þeim á staðinn. — C. G. SÓLHEIMAR Ljóðabók Einars Páls Jóns- sonar. Nokkur eftirspurn hef- ir verið eftir þessari ljóðabók til jólagjafa og hafa nú nokk- ur eintök borist hingað vest- ur og fást á skrifstofu Lög- bergs-Heimskringlu, 303 Ken- nedy St., Winnipeg 2. Canada. Verð bókarinnar er $10.00 og er póstgjaldið innifalið í verðinu. ÞAÐ SKAL GEFA . . . Það skál gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum, Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. TIL SÖLU Þriðja bindi (III) Vestur íslenzkar æviskrár. Herdís Eiríksson, Box 10, Gimli, Man. Fréttir fró fslandi Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um strandferðir, þess efnis að ríkisstjórnin láti gera áætlan- ir um smíði og rekstur strand- ferðaskips t i 1 farþegaflutn- inga. — Flutningsmenn eru Vilhjálmur Hjálmarsson, Ey- steinn Jónsson, Sigurvin Ein- arsson, Páll Þorsteinsson og Bjarni Guðbjörnsson. Segja þeir í greinargerð með frum- varpinu, að þarfir nútíma- þjóðfélags fyrir góðar og greiðar samgöngur séu marg- víslegar. Að því er fólksflutn- inga varði, séu verkefnin mjög breytileg og sum þannig að þau verði trauðla leyst með fluginu einu saman. Benda flutningsmenn á, að með sölu Esju og Heklu megi telja, að farþegaflutningar á sjó á lengri leiðum séu niður lagð- ir. Hafi meginþungi fólks- flutninga á langleiðum innan- lands færzt yfir á flugið. Ýmsir telji að þar með séu fólksfluthingar á sjó orðnir úreltir og eigi að hverfa úr sögunni. Eru flutningsmenn annarrar skoðunar. Segja þeim m. a. að þrátt fyrir að Esja og Hekla hafi verið vöruflutningaskip, og hentuðu ekki vel sem farþega- skip við gerbreyttar aðstæð- ur, hafi þau engu að síður veitt íbúum fjarðanna eystra og vestra mikilvæga farþega- þjónustu og öryggi, einkum á vetrum, þegar aðrar samgöng- ur séu örðugastar. Og með þessum skipum hafi verið byggðar upp að sumarlagi hringferðir fyrir farþega, inn- lenda og erlenda. Ferðir með Esju og Heklu hafi notið vin- sælda sem og einstakar hóp- ferðir með þessum skipum, en æskilegt sé að greiða fyrir því, að fólk geti ferðazt inn- anlands í orlofi sínu. — Talað sé um, að þrefalda megi gesta- komur erlendra á fáum árum. Hringferðir ríkisskipa hafi verið einn þátturinn í fyrir- greiðslu við erlenda. ferða- menn. Þennan þátt beri að efla en ekki að afnema. — Að lokum segja flutningsmenn í greinargerðinni: „Allt þetta þarf að skoða vandlega, áður en því er sleg- ið föstu, að útgerð farþega- skips til siglinga með strönd- um fram sé úrelt og heyri for- tíðinni til. Þyki á einhverjum árstíma of lítið að gera fyrir farþegaskip á ströndinni, ber að athuga um önnur verkefni. Og minna má á það, að engin þjóð með líka landshætti og Islendingar, langa strönd með dreifðri byggð og ágætum höfnum, hefur horfið frá far- þegaflutningum á sjó. MESSUBOÐ Fyrsla lúierska kirkja John V. Arvidson, Pastor. Betel Building Fund In memory of Miss Sæunn Bjarnason Dr. and Mrs. B. Petursson, 931 Somerset Ave., Fort Garry 19, Man. $5.00. Mr. and Mrs. K. W. Johann- son, 910 Palmerston Ave.. Winnipeg 10, Man....$25.00 Mrs. Elin Sigurdson, Gimli, Man.......... $10.00 * * * In loving memory of my late husband, Sigursteinn Larus- son tcieteisis!ecete«icic<«tc<6ictctcietK«etctc<c« GREETINGS As advertising solicitor for the Lögberg-Heimskringla I wish to thank the many ad- vertisers in this issue for their generosity and goodwill to- wards the paper and for the many courtesies extended to me in my solicitations. My sincerest Christmas wish would be, that the read- ers of the paper patronize these good friends throughout the year. Gunnar Erlendsson. Sími: 772-7444 Sunday Services: 9:45 Sunday School: 9:45 and 11:00 Services. FIRST LUTHERAN CHURCH CHRISTMAS SERVICES Sunday, Dec. 20th — 9:45 and 11:00 a.m. The Service 7:00 p.m. Sunday School Christmas Concert Thursday, Dec. 24th 11:00 p.m. Midnight Christmas Service — Communion Sunday, Dec. 27th — 10:00 a.m. Family Service. This is the only morning Service on this Sunday. 4:00 p.m. Icelandic Service — Icelandic Christ- mas Carols a n d Holy Communion. Pastor Ingthor Is- feld of Gimli will be present. A fellowship hour, w i t h coffee, will follow the service. Welcome to all, and a Blessed Christ- mas to all. BEZTA JÓLAGJÖFIN Okkur hafa nú þegar borist nokkur bréf frá fólki, sem vill gefa vinum sínum Lög- berg-Heimskringlu í jólagjöf fyrir árið 1971. Við sannar- lega fögnum því að geta sent þessar jólagjafir og við send- um hinum nýja áskrifenda jólablaðið 1970 í kaupbæti ásamt jólakorti með kveðjum gefandans. Jólablað þessa árs kemur út í næstu viku, 10. desember, en vitaskuld afgreiðum við pantanir fyrir L.-H. hvenær sem er. — I. J. BAHAT TRÚIN Bænastund á íslenzku og ensku, þriðjudaga kl. 7.30 e.h. Allir velkomnir, 79 Weather- stone Place, St. Boniface. — Sími 256-9227. Höfuðstöðvar á íslandi: óð- insgata 20, Reykjavík. 3)3)3tS)3i9)3l9)3i3lS)»9)a»9)a)Sia)3)S)3)atl«9t PLAST! 1. Plastefnin eru framleidd úr ýmsum lífrænum næring- arefnum. 2. Þrátt fyrir það geta engar lifandi verur notað þau sem fæðuefni. 3. Þau geta því ekki rotnað, og náttúrleg eyðing þeirra tekur þúsundir eða milljón- ir ára. 4. Eina örugga leiðin til að eyða þeim, er að brenna þeim. 5. Umfram allt ætti að forð- ast að setja þau í sjó eða vötn, eða þar sem sjór eða vatn nær til þeirra. 6. Það er siðferðisleg skylda hvers einasta manns, sem notar plastefnin, að sjá til þess að þeim sé eytt. 7. Þar sem ekki eru eldstæði, ættu menn að koma sér upp opinni tunnu, til að b r e n n a plastefnin. Þau brenna vel með pappírsúr- gangi. 8. Allt það sama gildir um önnur gerviefni, sem notuð eru í föt, skó o. s. frv., svo sem nælon, perlon, dralon, orlon o. s. frv. VINAFÉLAG LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU Undirritaður kaupandi L.-H. óskar hérmeð, að verða skráður í vinafélag Lögbergs-Heimskringlu og þar með að borga $3.65 til viðbótar hinu tilskylda áskriftargjaldi árlega. Nafn (Name) ...........................-..... Address...................................... IFor (EhrtBíittaa- ^tor A ®tfí Í»uharrtpítou The lcelandic Canadian offers you a Christmas Gift Giving Bargain A special gift rate is offered for Christmas — 3 or more yearly subscriptions at $2.50 each, and a gift card will be sent to announce your gift. Single subscription $3.00 each including gift card. Back numbers are available at 75c each post paid. Mail or phone your orders to: The lcelandic Canadian 868 Arlinglon St. Phone: 774-6251 Winnipeg 3, Man. Mrs. Sigursteinn Larusson, 1145 Dominion St., Winnipeg 3, Man......$25.00 * * * Mrs. Thordis J. Lindall, 406 North Jackson, Minneota, Minn 56264, U.S.A............... $10.00 Mr. Oscar Sigurdson, Betel Home, Gimli, Man.......... $20.00 G. L. Amason, Box 1061, Gimli, Man........... $5.00 A. Friend, Gimli, Man. $10.00 K. E. and O. Helga Porter, 220 John Black Ave., R.R. 1, Winnipeg, Man................. $10.00 Mr. and Mrs. Magnus Eliason, 791 Wellington Ave., Winnipeg 3, Man. .... $10.00 Thelma T. Eyford, 670 Dallenlea Ave., Winnipeg 15, Man.....$20.00 B. Jacobson, 104-1440 W-70, Ave., Vancouver 14, B.C. $50.00 Meðtekið með þakklæti, fyrir hönd Betels, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.