Lögberg-Heimskringla - 10.04.1975, Blaðsíða 5
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. APRÍL 1975
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. APRIL 1975
5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD.
512-265 Porlage Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2
Editor Emeriius: Ingibiörg Jonsson
Edilor: Caroline Gunnarsson
President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson;
Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager,
S. Aleck Thorarinson.
Subscription $10.00 per year — payable in advance
TELEPHONE 943-9931
“Second class mail registration number 1667”
Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED
ALLT GETUR ORÐIÐ AÐ NOTAIEGUM
HEIMILUM
Ef maður vill tolla í tízkunni og hefur efni á því, er
helst að búa um sig í margra alda gömlum kastala eða reisu-
legu fjósi. Þó það hljóti að vera kostnaðarsöm fyrirhöfn að
taka kastalana í sundur og flytja þá til Ameríku stein fyrir
stein, er sagt að til séu menn, sem ekki hafi talið það eftir
sér.
Um líkt leyti og efnahagur aðalstéttanna á Bretlandi
tók að rýrna, fór svarta gullið að gera vart við sig í Banda-
ríkjunuan, en það nafn var gefið olíunni sem gaus þar upp úr
jörðinni, og ebki að ástæðulausu. Þá skapaðist ný aðalstétt í
Bandaríkjunum, og þeir sem áttu gamla kastala með mörg-
um turnum voru ekki í neinum vandraeðum með að koma
þeim í peninga. Innréttingunni hefuri kannski verið eitt-
hvað breytt þegar farið var að endurhlaða kastalana, því þó
kaupendur væru fullvissaðfr um að reimt væri í þessum vist
arverum, er sagt að þeir hafi alltaf orðið fyrir vonbrigðum
að ættarfylgjurnar hafi ekket látið finna til sín vestanhafs.
Líklega hefur verið komið fyrir bað og annarri snyrtingu í
öllum turnum, og vofumar ekki getað hafist þar við, bara
gufað upp.
Nú eru fjósin farin að taka við af höllunum, enda hafa
þau margt til síns ágætis, nóg landrými í kringum þau, og
blessaðar skepnurnar, sem bjuggu þar áður fyrr, hafa ekk-
ert sparað til að frjófga jarðveginn. Heilar bækur hafa ver-
ið gefnar út um það hvernig eigi að fara að gera manna-
hýbýli úr fjósum, því mannfólkið hefur allt annan smekk
að stundum fylgi gömlu fjósunum 60 ekrur af graslendi, en
en kýrnar, þó margt sé líkt með börnum og kálfum. Sag' er
þessháttar leikvöllur á vel við krakka, kálfa og folöld-
Satt að segja, fer mann að gruna að alltaf hafi verið til
í öllum stórborgum menn, sem höfðu augastð á fjósunum
úti á landi. Þeir kærðu sig bara ekkert um að fá kýrnar með
og þurfa að þjóna þeim daginn út og daginn inn. Sumir
snéru meira að segja upp á sig yfir þessu áþarfa dekri við
beljurnar, þegar allstaðar væri hægt að fá mjólk tilbúna í
flöskum.
Sífellt þurfti lika að spyrja hvemig stæði á því að alltaf
væri byggt betur yfir skepnumar en fólkið út um sveitir,
fjósin væm eins og hallir en fjölskylduhúsin lágkúmleg. —
Svo átti þetta fólk það til að svara sér sjálft og segja: „Bónd-
inn ræður náttúrlega öllu en konan engu. Konurnar ættu að
hafa húsaskipti við kýrnar.”
Ef maður átti tal um þetta við skynsamt fólk, var hægt
að skýra málið með því að leiða því fyrir sjónir að meira
færi fyrir skepnunum en fólkinu, og svo væri öll þessi tígu-
lega efri hæð fjósanna notuð undir skeppnufóður. Stundum
lét maður í það skína að ef börnin mættu sjálf ráða, kysu
þau helst að alast upp að sem mestu leyti upp á fjóslofti.
Þar var gbtt að halla sér útaf í ylmandi töðunni með bók
í hendi, felast eins og nál í heysátu og finnast ekki fyrr en
manni þóknaðist.
En þessu nýmóðins fjósafólki tekst aldrei að njóta lífs-
ins í svo ríkum mæli. Til þess þurfa jórtrandi kýr að búa á
neðri hæðiinni, og hafa þar alla sína hentusemi- Það er síð-
ur en svo frjálslegt að þurfa að þrífa skóna sína áður en
maður gengur inn í fjós, af því að búið er að teppaleggja
gólfin.
Ekki getur það heldur verið búsældarlegt að líta heim
að fjósum sem menn em búnir að leggja undir sig. Er virki-
lega orðið svo fátt um kýr og naut í vinnuliði landsins ,að
húsinu þeirra standi auð, og mannfólkið fái löksins að flytja
í þau?
Verði því að góðu, þessu blessaða fólki, sem aldrei kunni
að meta fyrri íbúa fjósanna. Kanndki væri samt hyggilegt að
taka frá einn bás og leigja hann einni kusu, því allt getur
bmgðist þegar minnst varir, meira að segja flöskumjólkin.
C. G.
Eg er svo syfjuð að ég get
varla geispað frá mér þessu
spjall, af því að nú veit ég
fyrir víst að ég á að fara á
fætur heilum klukkutíma of
snemma næsta mánudag, og
það er skömm, því almenni-
legt fólk, uglur og leðurblök
ur þola ekki svoleiðis vit-
leysu.
Það er kvöl að þurfa að
gegna klukkunni þó hún rífi
mann ekki upp löngu áður
en hún má gera það á morgn
anna, og helst vildi ég ekk-
ert vita af henni, eða sjálfri
mér fyrr en um miðjan dag.
Satt að segja er ég næstum
rænulaus allan fyrri part
dagsins, þó ég staulist á fæt-
ur og villist einhvernveginn
í vinnuna.
Og ég er ekki ein um þetta.
Allir bestu vinir mínir hafa
meira gaman af að lifa á
kvöldin en morgnana, og
okkur munar um þenn-
ann klukkutíma ,sem er
stolið af okkur á hverjum
morgni frá vori til hausts- —
En svo er ekki til neins að
rífast við klukkutetrið. Hún
ræður sér ekki sjálf núorðið.
Þeir bosa hana eins og allt
annað þessir brjáluðu höfð-
ingjar, sem öllu vilja ráða.
En gaman væri að geta rekið
þá þangað sem þeir eiga
heima, langt út á öfuga enda
heimsins, áður en þeir fara
að fikta við klukkuna á vor-
in og skipa henni að skrökva
sér til samlætis.
En því þurfa þessir aum-
ingjar að komast út til að
leika sér á meðan sólin er
enn hátt á lofti? Hafa þeir
ekki mannskap í sér til að
ralla í myrkrinu, eða hvað?
Hvernig væri að fara út
og spyrja sólina hvenær hún
hætti að skína á okkur á
kvöldin. Ekki fer hún að
narra mann, hvað sem klukk
an segir, og ekki tekst þess-
um ráðríku herrum að ýta
henni til í loftinu enn sem
komið er, þó þeim sé trúandi
til að reyna það, ef það
skyldi koma sér vel að hafa
hana á sérstökum stað þeg-
ar þeir eru eitthvað að org-
anæza, eða að basla við að
ýta golf boltunum framhjá
þessum svokölluðu holum,
svo þeir geti tapað geimnum
og kannski fengið góðan
bisness díl út úr leikbræðr-
um sínum?
En ég ætla ekkert að eiga
við klukkuna mína næstu
helgi, bara trúa sólinni, sem
enn segir satt, fara úr rúm-
inu á réttum tíma, vera vel
vakandi þegar tunglið kem-
ur upp og ralla fram á nótt
eins og ég er vön. C.G.
NÁMSSTYRKUR FRÁ ÍSLANDI
. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að veita stúdent
eða kandidat af íslenskum ættum, búsettum í Kanada eða
Bandaríkjunum, styrk til náms í íslenskum fræðum í heim-
spekideild Háskóla íslands háskólaárið 1975 — 1976. Nemur
styrkur þessi 189.000.— ísl. kr- Styrkurinn er miðaður við,
að nægi fyrir fæði, húsnæði og námsbókum. Námsmannin-
um mun verða útvegað húsnæði á stúdentagarði og fæði í
mötuneyti stúdenta, hvort tveggja gegn venjulegu gjaldi,
sem greiðist af styrknum.
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi er beðið að
auglýsa styrk þennan og gera tillögu um styrkþega til ráðu-
neytisins fyrir 1. júlí n.k. Styrkþegi þarf að vera kominn til
Reykjavíkur 1. október 1975 og stunda nám til 1. maí 1976-
Þess skal getið, að menntamálaráðuneytið býður árlega
fram nokkra styrki til erlendra stúdenta frá ýmsum lönd-
um, og verður efnt til sérstaks kynningarnámskeiðs fyrir þá
að Laugarvatni í síðustu viku september í haust. Dvöl hinna
erlendu stúdenta á þessu námskeiði er ókeypis, og er þeim
ráðlagt að sækja það, þótt það sé engin skylda. Fluttir eru
fyrirlestrar þar um ýmis efni og farið til nálægra staða svo
sem Þingvalla, Skálholts og að Geysi í Haukadal. Er til-
gangurinn með námskeiðinu að veita hinum erlendu náms-
mönnum nokkrar almennar upplýsingar um ísland, áður
en háskólakennslan hefst. í þessu námskeiði er námsmann-
inum frá Vesturheimi velkomið að taka þátt, ef hann óskar.
Umsóknir um þennan styrk ber að senda fyrir 20. júní
1975, — Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi, —
Mrs. H. F- Danielson, ritara 869 Garfielö. St., Winnipeg,
R3G 2M6, Canada.
EINS VEL BÚIÐ VARÐSKIP OG KOSTUR ER
sagði
Guðmundur
Kjœrnested
skipherra
— Það er ekki hægt annað en
vera ánægður með þetta skip,
það er eins vel búið og kostur er,
sagði Guðmundur Kjærnested
skipherra I viðtali viö Þjóðvilj-
ann I gær, er blaðamönnum var
gefinn kosturáað skoða hiö nýja
varðskip, þar sem það lá i
Reykjavikurhöfn i fyrsta sinni.
— Allur búnaöur um borö er
hinn fullkomnasti og I skipinu er
ýmis tæknibúnaöur sem ekki er
i öörum islenskum skipum.
— Guömundur sagöi, aö ferö-
in heim heföi gengiö mjög vel,
þeir heföu fengiö gott veöur,
þannig aö ekki heföi reynt á
hvernig sjóskip Týr er. En hann
er systurskip Ægis, smiöaöur
eftir sömu teikningu, en margt
er þó fullkomnara um borö i'Tý;
enda Ægir oröinn 6 ára gamall.
Guðmundur Kjærnested,
skipherra á Tý.
— Þaö, sem kannski er mest j:
frábrugðið i Tý, er bógskrúfan, :•
sagði Guðmundur. Hún sýndi á-
gæti sittVel þegar við vorum að x
reyna að bjarga G.P. Finn af •:•
strandstað um helgina. Þá eru •:•
tvö radartæki af allra fullkomn- £
ustu gerð um borð og. allur í
tækjabúnaður er nýrri og betri i ý
Tý en Ægi, sagði Guömundur. j:
Tækjabúnaður i þrúnni er þann-
ig að brúin á Tý á enga sina lika j:
i öllum isl. skipaflotanum, svo :•:
vönduð og góö eru öll tæki þar. :j:
Ganghraði skipsins er um 20 :•:
sjómilur á klst. en samskonar •:•
vélar eru i Tý og Ægi. bá er :j:
stýrið 20% stærra i Tý, sem •:•
veldur þvi aö mun fljótlegra er •:•
að snúa skipinu, auk þess sem í
bógskrúfan kemur þar einnig til í
sögunnar. :•:
Þess má svo að lokum geta, ■:•
að um borö eru tvö sjónvarps- £
tæki og myndsegulband, sem :•
gerir kleift aö taka upp sjón- x
varpsdagskrána og sýna siöar £
þeim sem eru á vakt meðan :•:
sjónvarpiö sendir út. Enda fór :í
þaö svo aö állir hásetarnir á Ægi ’í:
fylgdu skipherra sinum yfir á •:•
Tý þegar hann óskaði eftir að •:•
þeir kæmu meö sér. :•:
ÞJÓÐVILJINN —S.dór.
FRÓNSHEIMT Jóns Indíafara;
Island, ég hrópa upp á þig
þá angist mig böndum reyrir,
að þú lítir í elsku á mig, •:•
útburðarvæl mitt heyrir. £
Sem Adam fyrr á Edens rann
um öxl leit þá hann flúði,
áköf mín til þín ástin brann,
mig aftur á vit þín knúði.
í útlöndum skjól ég ekkert fann,
yndisvant fjáðum, snauðum. £
Ástin til þín mér orna kann
á þínum frera, dauðum.
Burtdrifinn þínum barmi frá ;i;
sem barn úr móðurfangi,
leyfðu mér þó að lokum fá
legstað á þínum vangi. £
Hjúfraður þinn í hlýjan barm, j;
— hvar um ei neinn þarf yggja —
útburðar gef ég engan larm, S
ég mun þar hljóður liggja. j;j
LANDSÝN Jóns Indíafara
j; ísland, þú ert það albest land
j; upp á hvað sól nær skína.
:j: Sálarskip mitt má sigla í strand
j;j síðast á fjöru þína.
Island, þig rísa upp úr sæ
jj; aldrei að líta ef náði,
;j; varpað þá tel ég vera á glae
;j veraldar öllu ráði.
Upp sjá þig rísa af unna beð,
sem Ægis brúður skarta,
unun sú stærsta líst mér léð,
;j; leyfist ei síðan kvarta.
Manitoba s Tax Credit Plans
F A
d^nedtosove
oe y Money.
PropertyTox
VERTU FLJÓTUR AÐ SENDA
FRA ÞÉR SKATTSKÝRSLUNA
OG SÆKJA UM SKATTSAFSLATT
(TAX CREDIT BENEFITS)
The NewManitobQ
Cost of Livinq Tox
CreditPlon
Á þessu ári veitir stjómin þín í Manitoba,
þér auka hlunnindi, vegna nýrra
ráðstafana, sem nefnast “The Manitoba
Cost of Living Tax Credit Plan.”
Þessi hlunnindi eru miðuð við tekjur og
stærð hverrar fjölskyldu- Eyðublað þessu
viðvíkjandi fylgir tekj uskattsskýrelunni
fyrir árið 1974. ÞÚ GETUR ATT RÉTT
TIL ÞESSARA HLUNNINDA ÞÓ Þt)
HAFIR EKKI SKATTSKYLDAR TEKJUR.
' he Monitobo
^roperty Tox Credit
Plon
1 þessari ráðstöfim er íalin lækkun fyltósskatta fyrir eigendur eigin heimila og leigendur, í samraemi við
eignaskatta og tekjur 1974. Flestir heimiliseigendur og leigendur munu meðtaka frá $150, sem er lágmarks
uppihæð og $250-, sem er hámarks upphæð. Flestir heimilisfeður hafa fengið upp að $150., af Manitoba eigna-
skatts credit, sem lækkun. Kallast það „Resident Homeowner Advance, eða fyrirfram borgun á eignaskatts-
reiikningum 1974. Upphæð eignaskatta undanþágu getur ektó farið upp úr eignaskattinum 1974 (eða 20% af
leiguverði sem leigendur borga. Umsóknareyðublöð fylgja tekjuskattsskýrslum fyrir árið 1974. ÞÚ GETUR
ÁTT RÉTT TIL ÞESSARA HLUNNINDA ÞÓ ÞÚ HAFIR EKKI SKATTSKYLDAR TEKJUR.
MUNDU AÐ ÞESS fYRR SEM ÞÚ KEMUR FR* ÞÉR SKATTSKÝRSLUNUM, ÞESS FYRR HLOTNAST
ÞÉR ÞESSI HLUNNINDI. The MonitoboTax Credit Information Office
20ÖA- 330 Droadwoy Avenue
Winnipeg Manitoba R3C 0T3
(If wriring, pleose indude your phone number.)
Outside Winnipeg diai Operatorand ask for
InWinnipeg phone:
943-3401
Zenith3-6400
Deporfmentof Finonce
Government of Monitobo
Clbll free)
• Business and Protessional Cards %
Þjóðræknisfélag íslendinga i Vesfurheimi
FORSETI: STEFAN J. STEFANSON, 37 Macklin Ave.
Winnipeg, Manitoba, R2V 2M4
Slyrkið félagið og deildir þess, með því að gerasl meðlimir.
Ársgjald: EINSTAKLINGAR $3.00 — HJÓN $5.00
Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar eigin deilda, eða til
Fjármálaritara, Mrs. KRISTÍNAR R. JOHNSON,
. 1059 Dominion St., Winnipeg, Man., R3E 2P3
ICELANDIC STAMPS
WANTED
OLDER ICELANDIC STAMPS
and LETTERS are VALUABLE
I am an Experl Collector,
able to Appraise or Buy.
BRYAN Brjánn WHIPPLE
1205 SPRUCE STREET,
BERKELEY, CAL. 94709 USA
FRÁ V!N!
Phone: 783-3971
Building Mechanics Ltd.
Pointing - Decorating - Construction
Renovoting - Rcol Estote
K W (BILL) JOHANNSON
Manager ^
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg R3G 1J5
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
343 Sherbrook Street
íielur líkkistur og annast um
útfarir. Allur útbúnaður
sá bezti
Siofnað 1894 774-7474
Goodmsn and Kojima Electric
Electricol Controctor*
640 McGee Streel,
Winnipeg, Manitoba
R3E 1W8
Phone: 774-5549
ARTHUR GOOOMAN M. KOJIMA
Evenings and Holiday'
TALLIN, KRISTJANSSON
& SMITH
Pofnsters & Solicitors
3rd Floor, 232 Portage Avenue.
WINNIPEG, MANITOBA
R3C 0B1
774-7855 ESTIMATES FREE
J. M. Ingimundson
Re-roof, Aspholt Shingies, Roof P.epairs,
Install Vents, Insulation and
EovestrouQhing.
774-7855
632 Simcoe St., Winnipeg 3. Msn.
Ths Western Paint Co Ltd.
S21 HARGRAVI ST WINNIPEG
“THE PAINTERS'
SUPPLY HOUSE"
SINCE 1908
943-7395
I. SHIMNOWSKI, Pr.ild.nl
A. H. COTE, Treasurer
Selkirk Funeral Chapel Ltd.
Oirector GARTH CLARv
Licensed Emboime'
Serving Selklrk and Interlake ar«a»
Ambulonce Sarvice
Call SelkirR Phone 462-62S4 Collect
209 Dufferin Ave.. Selkirk, Man
S. A. Thorarinson
B.rriit.r 4 Solldtor
70( SOMERSET PLACE
294 PORTAGE AVE
R3C 0B9
Office 942-7051
Residence 489-6488
Skúli Anderson
Custom Jewellery Engraver.
v 207 PARIS BLDG.
259 PORTAGE AVE.
Office: 942-5756
Home: 783-6688
Oivinsky, Birnboim & Company
Chartered Accountants
228 Notre Dame Avenue.
300 Lindsay Building,
Winnipeg, Manitoba
R3B 1P2
Telephone: No. 943-0526-7-8
effective July 3. 1972
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar
CAPITAL LUMBER
Co. Ltd.
THE COTTAGE BUILDERS’
92 Higgins Ave. Winnip., Man
Prefab homes, Cottages,
Garages, CMHC approved
Roof Trusses
• 943-1455 943-1455
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
696 Sargent Avenue
Winnipeg 3. Manitoba
PAINTS
Benjamin Moore
Sherwín Williamt
C.I.L.
HARDWARE
GLASS & GLAZING
WOOD & ALUMINUM
WALLPAPER
Phones:
783-5967 - 783-4322
FREE DELIVERY
ASGEIR ASGEIRSSON
GEORGE ASGEIRSSON
RICHARDSON AND COMPANY
BARRISTER AND ATTORNEYS AT LAW
274 Gsrry Sireet, Winnipeg, Man. R3C 1H5. — Tel: 957-1670
Mr. S. GLENN SIGURDSON attends in GIMLI and RIVER-
TON on the lst and 3rd FRIDAYS of each month.
Offices are in the Gimli Medical Centre, 62—3rd Ave, between
the hours of 9:30 A.M. and 5:30 P.M. with Mr. Sigurdson and
his legal assistant in attendance. — (Telephone 642-7955).
In Riverton, Mr. Sigurdson attends in the Riverton ViIIage
Office between the hours of 1:00 P.M. and 3:00 P.M.
y