Lögberg-Heimskringla - 02.10.1975, Síða 5

Lögberg-Heimskringla - 02.10.1975, Síða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1975 5 hópurinn var kominn í bað- stofuna, var hún troðfull. — Ólafur benti þeim að setjast á rúmin og settust þeir hver um annan þveran, örmagna af þreytu, blautir og slæptir. Hann sá á klæðabuhði, hverj- ir voru yfirmenn. — Tveir menn báru einkennishúfur, annar var ungur, en hinn gamall með hvítt alskegg og grátt hár, að sjá á sextugs- aldri. Brátt duttu mennimir útaf sofandi, hver ofan á öðrum og á gólfinu. Var sjá- anlegt að nóttin hafði verið þeim erfið. Ekki dugði fyrir húsbónd- ann að horfa á hina sofandi, sjóhröktu menn. Hann gekk til eldhúss, þar sem kven- fólkið stóð ráðþrota yfir því sem var framundan. Ólafur skipaði að setja stæstu potta á hlóðir og glæða elda. Sjálf ur ætlaði hann til fjárhúsa til að slátra tveim sauðum, og.kjötið átti að sjóða í súpu handa skipbrotsmönnum og bera þeim, þegar þeir vökn- uðu. Allir unnu af kappi að undirbúa máltíðina. Öllu var tjaldað, sem til var til að matast með og bera fram matinn. Eftir að hafa hvílst og borð að glænýja kjötsúpu með feitu kjöti, hresstust skip- brotsmennirnir, og nú þurfti að fara fram á Gömlueyri og athuga skioin. Svo þurfti að rýma baðstofuna og búa um heimafólkið í hlöðu rétt við fjósið nokkra faðma frá bæn um. Svo þurfti að senda mann suður í '-Hítárdal til séra Þorsteins Hjálmarsen að tilkynna strandið. Litlahraun var eign Hítár- dalskirkju. — Mikið var að gjöra. Ólafur fór á rekann með hest og sleða og skip- stjórarnir og fleiri skips- menn með honum. Þangað er stífur klukkutíma gangur. —• Skipin stóðu á kili, illa útleik in, en óbrotin, utan seglbún- aður var brotinn og segl í tætlum, en björgunarbátar fastir. Þótti það kraftaverk, að brimið skilaði skipunum heilum og 45 mönnum heil- um á land, því brimið er ægi legt við Gömlueyri í hafátt- um og stormi. Á milli skip- anna var stuttur spölur. Ann að skipið hafði rekið fyrr upp meÖ háflóði, langt upp fyrir sjávarmól, en hitt skip- ið hafði rekið síðar um fjöru og stóð það fyrir framan fjöruborð. Það skip hét Jós- ep, 3 ára gamalt og vandað. Hitt skipið var miklu eldra, og hét það Poeblo. — I það skip var hægt að komast næstum á þurrum sandi um fjöru. — Skipsmenn náðu í kodda og teppi og fleira, sem þá vantaði úr Poeblo. Um kvöldið var búið að flytja alla úr baðstofunni, nema móður Ólafs, sem var rúmliggjandi og 6 ára telpu, sem svaf til fóta hennar í baðstofunni. Fólkið bjó um sig í hlöðunni. Ólafur vísaði strandmönnum að hreiðra um sig í baðstofunni, og ýfir- mönnum vísaði hann í litla herbergið, öðrum megin við bæjardymar. Skipbrotsmönnum var nú ljóst, hvað • heimilisfólkið lagði í sölurnar fyrir þá, og gamalmennið og barnið var skilið eftir hjá þeim. Vildu þeir allt gera gömlu konunni og litlu telpunni til þægðar oe hlúðu að þeim, eins og beir höfðu vit á, og forðuð- ust að þrengja að þeim á nokkum hátt, og voru sam- hentir í að sýna gömlu kon- unni alla nærgætni. Eftir að Hjálmarsen prest- ur vissi um strandið, sendi hann ráðsmann sinn vestur að Hítámesi til séra Jóns Biörnssonar. sem þar var orestur ,og bað hann fara á fund strandmanna og tala við þá, því Hjálmarsen var orðinn gamall og heilsutæp- ur, og treysti sér ekki í ferða lög. — En hann hafði góðan ráðsmann, Kristján að nafni, sem sá um framkvæmdir. Skipin sáust víða að og strand þetta barst eins og eldur í sinu um nærliggj- andi héruð. Eftir viðtal séra Jóns Björnssonar við skip- stjóra hinna strönduðu skipa óskuðu þeir eindregið eftir að reyna að ná Jósep út. ;— Voíu bæði skipin alheil, en vegna þess að Jósep var langt frá fjöruborði, sýndist þeim sjálfsagt að reyna björgun, og skipið nýtt og vandað. Séra Jón sagði Hítárdals ráðsmanni frá óskum skip- stjóranna. En hann mun strax hafa hugsað sér, að hagkvæmt væri að bæði skip in færu í strand, allt gósið heyrði undir Hítárdalskirkju Hann hugsaði ekki um 45 menn, sem þráðu það eitt að komast til heimalandsins. — Fyrir Kristjáni vakti að græða á þessu strandi, og lét hann segja skipstjórunum, að sýslumaður yrði látinn á- kveða björgun. Þetta var undandráttur til að tefja fyr- ir björgun. Enga hjálp þurfti aðra en skipshafnir af báð- um skipunum. Veður stillti til og sjó lægði. Hítárdalsmenn sóttu sýslu- mann, sem var það ár Egg- ert Teódór Jónsson, settur yfir Hnappadals- og Mýra- sýslu. Ráðsmaður útmálaði fyrir sýslumanni, að ekki þýddi að reyna björgun. Daginn, sem sýslumaður kom á Gömlueyri, var þar margt manna við uppskipun úr Paeblo, og voru skipstjór- arnir þar fullir vonar um stuðning frá yfirvaldinu. En það fór á annan veg. Sýslu- maður gaf því engan gaum, þó yfirmennirnir, sem vanir sjcanenn, lýstu öllum aðstæð- um til björgunar, sem þeim sýndist vel möguleg. Sýslu- maður aftók, að reynd yrði björgun, slíkt væri þýðingar- laust. Eftir þessi orðaskipti sáu menn gamla skipstjórann á Jósep vaða út í flæðarmálið ’ og út í sjóinn, út að Jósep. — Urðu menn þá skelkaðir, og héldu, að hann ætlaði að fyr- irfara sér. Sjórinn náði hon- um undir hendur, þegar hann var kominn að kinn- ungi skipsins sáu menn blika á stóra öxi, sem hann hjó með gat á Jósep og veitti hon um banahöggið, svo að sjóf- inn fossaði inn í skipið. Þeg- ar gamli skipstjórinn kom rennandi votur í land, brann eldur úr augum hans svört- 'um undir loðnum brúnum, svo að öllum stóð ógn af, sem nærstaddir voru. Hann gekk að sýslumanni og sagði við hann, að þeir, sem hefðu staðið á móti því, að hann næði út skipi sínu, skyldu ekki hlakka yfir að njóta vistanna úr Jósep. Höfðu all- ir, sem horfðu á þennan raunalega leik, viknað við . að siá þessa stóru hetju svo grátt leikna af óhlutvöndum mönnum, í einstæðinc'sskap þeirra. — Næsta dag voru menn látnir skipa úr Jósep, en þá var siór kominn í allar lestir og vörur stórskemmd- Minningarsjóður L.-H. In loving memory of my dear Cousin Miss Ásia Johnson, Vicioria, B.C. and Mrs. Inga Sieinihorson, Ashern, Man. Mrs. B. Erickson, Delta, B. C. $25.00 1 þakklálri minningu um frænku mína, Mrs. Ástu Oddson. Sólveig Guðmundsdóttir, Reykjavík, Iceland $20.00 í minningu um Jón B. Johnson, Gimli, Maniioba Mr. and Mrs. Stefan Stefanson, Winnipeg, Man. $10.00 In memory of ihe laie Mr. Sumarlidi Malihews Miss J. Cordwell, Edmonton, Alta. $10.00 In memo’y of mv dear h«sband, Huberi Richard Paul, who passed away May 23rd 1975 Mrs. Helga Paul, 29 Palms, California $25,00 In memory of our parents, Ásmundur P. Johannson and Sigrídur Johannson Grettir L. Johannson, Winnineg, Man. $100.00 Mrs. J. Walter Johannson, Pine Falls, Man. $100.00 Mrs. “Lorraine” E. R. Davies, Town of Mount Royal Quebec $100.00 K. W. Johannson, Winnipeg, Man. $100.00 Albert P. Johannson, Winnipeg, Man. $100.00 In loving memory of my laie uncle, Sumarliði Matihews, who passed away 26—5—75. Mr. Palmi Thorbergson, Winnipeg, Manitoba $10.00 í minningu um ásikæran föður minn, Árna Jónsson, prófasi á Skúluslöðum. Hann var í hópi Vesiurfara 1873, en fór til fslands 1877. Þorbjórg Ámadóttir, Reykjavík, Iceland Kr. 2000.00 % Meðtekið með þakklæti f.h. stjóm blaðsins K. W. JOHANNSON ar og sumár eyðilögðust af sió að lokum. Þessum harmleik var ekki á lofti haldið heldur reynt af ráðandi jnönnum að segja, að annað skioið hefði lask- ast við strandið. En sannleik ann var ekki hægt að dylja fyrir fyrstu' verka-- og að- komumönnum. sem komu og unnu á strandstað. — Síðar kom svo uppboðshaldari E?ill Egilsson, verslunar- stióri fullmektur frá sýslu- manni Stykkishólms að sjá um upoboðið á Gömlueyri á- samt Kristiáni ráðsmanni. — En siónarvottar, sem horfðu á Jósep flióta fyrir landi og ætluðu að horfa á björgun þessa fallega skips, voru að- eins vottar að sannleikanum, sem svo var reynt að dylja. En sannleikurinn verður aldrei dulinn, því kemur hann hér fram á þessum blöðum eftir meira en hundr að ár. Skipstióramir komu ekki oftar að Gömlueyri. — Þeir höfðu kynnst íslensku rétt- arfari og samskiptum við fyr irsvarsmenn og lögregluvald. En heima á Litlahrauni var vinum að mæta, sem skildu hina framandi menn, sem. voru svo fátækir og fjarri sínum. — Framh. í næsta blaði. Styrktarsjóður L.-H. Mrs. Gertrude Erlendson, Vancouver, B. C. $10.00 Dr. A. B. Ingimundson, Gimli, Manitoba $10.00 Miss Regina K. Sigurdson, Gimli, Manitoba $5.00 Mrs .V. Valgardson, Moose Jaw, Sask. $25.00 Mrs. Margaret DeBoer, Bismarck, N. D. $10.00 Mrs. L. F. Lindall, So. Milwaukee, Wisc. $15.00 Mr. Philip Phillips, San Francisco, Calif. $15.00 Gísli Guðmundsson, Reykjavík Iceland, $100.00 Árni Bjarnarson, fyrir hönd Þjóðræknirfélaganna í Reykjavík og Akureyri $6,000.00 Keðjan, skólafélag kvennaskólans í Reykjavík, fslandi $66.66 Búnaðarfélag Islands í heimsókn nokkra meðlima til Canada $1,000.00 Kristinn O. Oddson, Calgary $10.00 Mr. and Mrs. Albert Wathne, • Vancouver $25.00 Lárus Ingimarsson, Reykjavík, Iceland $40.00 Mr. and Mrs. S. Einarson, Swan River $15.00 Meðtekið með þakklæti f.h. stjóm blaðsins K. W. JOHANNSON • Minnist BETEL í erfðaskróm yðar NÝJUNG! Lægstu Þotufargjöld beinaleið til Islands frá Chicago Loftleiðir (Icelandic Airlines) gefa nú völ á áætl- unar þotuflugum tí.1 fslands frá New York EÐA CHI- CAGO! Allt fyrir lægri þotufargjöld, en nokkur önnur áætluniar flugþjónusta hefir upp á að bjóða til íslands og Luxembourg, í miðpunkti Evrópu. Einnig reglubundin áætlunar þotuflugþjónusta frá New York eða Chicago, með ísland í leiðinni, til Oslo, Kaupmannahafnar, Stockholms, Glasgow og London. Þú getur staðið við og litast um á íslandi, á leiðinni til annarra Evrópu landa, án þess að borga auka far- gjald. ' . Leitaðu fullra upplýsinga og ferðabældinga hjá ferða agentum, eða hafðu samband við: ICtlAHDIC lOmtlBIR 630 Fifth Ave., New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 S. Wabash Ave., Chicago, III. 60603; Phone (312) 372-4797

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.