Lögberg-Heimskringla - 17.03.1977, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17,'MARZ 1977
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1977
5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
67 st. Anne’s Road, Winnipeg, Manitoba R2M 2Y4 Canada
Telephone 247-7798
GUEST EDITOR: Fríða Björnsdóttir
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
ADV’T MANAGER: S. Aleck Thorarinson
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Winnipeg
AÐ LEIÐARLOKUM
Sex mánuðir eru nú liðnir frá því ég kom hingað til
Kanada til þess að taka við ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu
af Caroline Gunnarsson ritstjóra, sem hugðist haetta störf-
um. Eg sagði þá í upphafi, að það væri ekki vandalaust verk
að taka við stjórn á blaði eins og þessu, sér í lagi þegar allt
væri mér framandi hér. Þetta hefur þó orðið mér merkileg
lífsreynsla á margan hátt, sem ég hefði ekki viljað verða af.
Eg er ekki sjálf dómbær á, hver árangurinn hefur orðið af
starfi minu, en eitt er víst, að ég hef reynt að gera mitt
bezta hverju sinni.
Strax í upphafi dvalar minnar hér varð ég fyrir nokkr-
um vonbrigðum er ég heyrði á fólki, að þvi fyndist með
komu minni, sem íslendingar væru nú að reyna að sölsa
undir sig blað, sem “einkum og sérstaklega er ætlað fyrir
íslendinga i Vesturheimi” eins og segir í grein um 90 ára
afmæli Heimskringlu hér í blaðinu fyrir skömmu. Þessi
sköðun er ef til vill ekki almenn, en hún skýtur alltaf upp
kollinum annað slagið í viðræðum við fólk hér vestra.
Allt frá því árið 1939 hefur íslenzka ríkið styrkt blaða-
útgáfu í Vesturheimi með fjárframlögum. Fyrst var þessi
styrkur veittur bæði Lögbergi og Heimskringlu, á meðan
blöðin voru tvö, en sáðan gekk hann allur til hins sameinaða
blaðs. Á 100 ára afmæli Islands-Jbyggðar í Vesturheimi var
þessi styrkur hækkaður í 8000 dollara á ári. — Einnig var
ákveðið, þegar erfitt reyndist að fá ritstjóra í stað Carolinu,
að íslendingar kæmu til hjálpar, útveguðu ritstjóra og
greiddu laun hans. Eg varð þá fyrir valinu, og kom sem sagt
hingað vestur óvitandi um það, að hér væru einhverjir, sem
hefðu þá skoðun, að með þessu tiltæki væru íslendingar að
reyna að ná undir sig blaðinu, sem ég hélt að öllum væri
ljóst, að væri sérstaklega ætlað Vestur-íslendingum. Ekki
voru orð látin falla í þá átt við mig á Islandi, að ég skyldi
á nokkurn hátt reyna að breyta blaðinu á þann veg, að hlut-
ur Islands yrði þar meiri en áður hafði verið, enda trúlega
ekki hugmyndin hjá nokkrum manni þar. Styrkurinn til
blaðsins hefur áreiðanlega verið til þess eins ætlaður að
styðja við bakið á vestur-iíslenzkri blaðaútgáfu og styrkja
vináttu og ættartengsl milli fólks vestan hafs og austan.
Sennilega getur blaðaútgáfunni hér stafað nokkur
hætta af því, að ritstjórar séu ekki upprunnir hér vestra,
þar sem áhugasvið hvers og eins hlýtur að fara að nokkru
éftir því hvaðan hann kemur. Þó held ég að þessi hætta sé
ekki meiri heldur en hættan á því, að fólk af íslenzkum upp-
runa missi sjálft áhugann á uppruna sínum. Það er kannski
heldur ekki ástæða til þess að óttast sllíkt, þar sem þessi
áhugi virðist heldur fara vaxandi sérstaklega meðal yngra
fólks hér vestra.
Æskilegt væri að Lögberg-Heimskringla gæti staðið
undir sér sem fyrirtæki, og þyrfti ekki á styrkjum að halda,
hvorki frá einstaklingum né öðrum löndum. Það er aðeins
hægt með því að auka fjölda áskrifenda eins og svo oft hef-
ur verið rætt um hér í blaðinu að undanförnu. Herferð er
hafin í þeim tilgangi, og það er sannarlega von mín, að hún
beri tilætlaðan árangur. Víða leynast Islendingar, nýfluttir
frá íslandi, námsfólk, sem dvelst hér og í Bandarikjunum
langtímum saman og síðast en ekki sízt fólk, sem á uppruna
sinn að rekja til íslands. Allt ætti þetta fólk að geta sam-
einazt í áhuganum á að kaupa og lesa Lögberg-Heimskringlu
sem ætlað er að flytja efni við hæfi þessa fólks alls, efni,
sem á einhvern hátt tengist íslandi eða íslenzkum málefnum
bæði hér og á íslandi.
Áhyggjur manna af því, að styrkveitingar frá íslandi
geti orðið til þess að breyta efni blaðsins á þann veg, að það
verði ekki lengur áhugavert fyrir Vestur-lslendinga held ég
að séu ástæðulausar. Heyrt hef ég menn segja þar um, að
“He who pays the piper, calls the tune,” en þetta á ekki við
hér. Eg, sem ritstjóri hef reynt að setja mig inn í það, hvað
áskrifendur blaðsins kynnu að hafa gaman af að lesa og
um efnisval hefur í engu ráðið sú staðreynd, að laun mín
hafa verið greidd á íslandi. Eg óska svo að lokum nýjum
ritstjóra allra heilla í starfi hans hér og Lögbergi-Heims-
kringlu langra lífdaga. Fríða Bjömsdóttir.
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI
KEMUR ÚT HJÁ BOB Á AKUREYRI
Saga hestalækninga á Is-
landi, ritgerð Georgs Houser
mun koma út hjá BÓkafor-
lagi Odds Björnssonar á Ak-
ureyri einhvern tíma síðar á
þessu ári. George Houser er
lesendum Lögbergs-Heims-
kringlu vel kunnur, enda
hefur hann skrifað greinar í
blaðið að undanförnu. Hous
er kennir ensku um þessar
MESSUBOD
FYRSTA LÚTERSKA
KIRKJA
mundir í St. James Collegi-
ate í Winnipeg, en hann
hafði áður kennt ensku við
George Williams University.
Á meðan hann var kenn-
ari þar hlaut hann styrk frá
Quebeékfylki til náms í þjóð
háttafræði, og fór hann til
Uppsala í Svíþpóð til þess að
lesa þjóðháttafræðina. Þar
vaknaði áhugi hans á að
kanna sögu hestalækninga
fyrr á öldum, og er ritgerð
hans ávöxtur þeirra athug-
ana.
Ritgerð Housers er skrifuð
á íslenzku, og ‘hefur hann
sent hana Háskóla íslands
sem doktorsritgerð, en ekki
er enn vitað, hvort hún verð
ur tékin til vamar, eða hve-
nær. Ritgerðin er rúmar 400
vélritaðar síður og skiptist í
38 kafla. fb-
AFMÆLISBÖRN Á BETEL I FEBRÚAR
Valdimar Björnsson heiðursræðumaður
hjá íslenzk-ameríska
JOHN V. ARVIDSON.
PASTOR
Sími: .772-7444
• Simday School 9.45
Services
Sundays 9.45 and 11.00 a_m.
Valdimar BjörnsSon, fyrrver
andi fjármálaráðherra Min-
nesota-fylkis í Bandaríkjun-
um, flutti 5. marz síðast lið-
inn heiðursræðu á árshátíð
Islenzk-ameríska félagsins í
Reykjavík. Valdimar ræddi
m.a. um stjórnmálaþróunina
í Bandaríkjunum upp á sdð-
kastið, um samfélagstengsl
og loks um skáldskap, að
því er segir í frétt í Morgun
blaðinu fyrir skömmu.
NÝJUNG!
Lægstu Þotufargjöld
beinaleið til Islands
frá Chicago
ICELAND
CHICAGO
AMSTERDAM
FRANKFURT
NEWYORK
IONDON ••^UXEMBOURG
• VIENNA
x T2URICH
PARIS •
MILAN f
Loftleiðir (Icelandic Airlines) gefa nú völ á áætl-
unar þotuflugum til íslands frá New York EÐA CHI-
CAGO! Allt fyrir lægri þotufargjöld, en nokkur önnur
áætlunar flugþjónusta hefir upp á að bjóða til íslamds
og Luxembourg, í miðpunkti Evrópu.
Einnig reglubundin áætlunar þotuflugþjónusta frá
New York eða Chicago, með ísland í leiðinni, til Oslo,
Kaupmainnahafnar, Stockholms, Glasgow og London.
Þú getur staðið við og litast um á íslandi, á leiðinni
til annarra Evrópu landa, án þess að borgia auka far-
gjald.
Leitaðu fullra uppl singa og ferðabæklinga hjá
ferða agentum, eða hafði samband við:
ICtlANDIC LOFIUIBIfí
620 Fifth Ave., New York, N.Y. 10020; Ph. (212) 757-8585
18 S. Michigan Ave., Chicago, III. 60603; Ph. (312) 372-4806
1 hofi aldraðra, á bæ guð-
anna, Betel, Gimli, var glatt
á hjalla d dag, 24. febrúar,
annan í föstu. Haldið var
samsæti fyrir afmælisböm
mánaðarins, þrettán að tölu,
órin samtals 1134 og meðal-
aldur 87 ár. Elzta afmælis-
barnið var 99 ára og það
yngsta 82 ára. Janúarafmæl-
ið var á sólskinsbjörtum
fro9thörðum degi, en í dag
nálgumst við vorið. Veðrið
er milt, hríðarbylur, snjó-
koma og skafrenningur, sem
akrar og engi taka vel á
móti, þótt með seinna móti
sé. Nöfn afmælisbarnanna
eru:
Sigurður Sigurðson 3. febrú-
ar, 1878 — 99 ára — í sjúkra-
deild, en sjálfbjarga á marg
an hátt..
Jónas Jónasson 3. fébrúar,
1890, — 87 ára — Jónas er
vel þekktur, var skólakenn-
ari. Hann tapaði sjón fyrir
mörgum árum, en gengur
þráðbeinn og kvartar ekki.
Lára Sigvaldason 4 febrúar,
1891 — 86 ára — Hún fædd-
ist á Sask., en bjó með
manni sínum í Árborg, Man.
Eignuðust þau’ 16 myndarleg
börn, 15 eru á ldfi.
Ingibjörg Sveinsson 5. fébrú
ar, 1891 — 86 ára — Prúð-
mannleg og hógvær kona.
Guðrún Baldwinson 7. febrú
ar, 1892 — 85 ára — Guðrún
fæddist á íslandi og átti
heima í Winnipeg.
Harry Pawraznik 8. föbrúar,
1895 — 82 ára — pólskur.
Unvald öskar Jónsson 13.
febrúar, 1890 — 87 ára —
Hann fæddist í Djúpadal,
Geysis-byggð og bjó í Ólafs-
dal meðan kraftar leyfðu.
Bína Hallson 14. féb., 1886 —
91 árs — Hæglát og blíð d
viðmóti frá Lundar P.O.
Guðrún Joyce 16. féb., 1891
á Mikley — 86 ára — Guð-
rún var gift Magnúsi Ander-
son, málara og dvaldist nokk
ur ár í Riverton, eftir lát
Magnúsar giftist Guðrún Mr
Jyce, sem einnig er látinn.
Jóna Arason 17. febrúar 1892
— 85 ára — Jóna fæddist að
Búastöðum, Árnes-byggð. —
Há og grönn, hógvær kona.
Ingibjörg Furney 18. febrú-
ar, 1887 — 90 ára — Inga
Furney fæddist að Eyjólfs-
stöðum í Geysir-byggð, en
átti heima í Winnipeg.
Guðný Stefanson, 21. febrú-
ar, 1891 — 86 ára — Guðný
er tápmikil kona d hjólastól.,
Hún er móðir Stefans J
Stefanson.
Johanna Helgason 24. fetorú-
ar, 1893 — 84 ára — Jóhanna
er hæg og fáskiptin, fædd á
Grenivöllum í Árnesbyggð.
Afmælið var með líkum
hætti og venjulega. Forstöðu
konan bakaði og skreytti af-
mæliskökuna með kertum
og nöfnum afmælisbarn-
anna. EJftir veitingamar sett-
ust allir í stofu. Þar sungu
þrjár konur og einn karlmað
ur, öll yfir áttrætt. Komdu
og skoðaðu kistuna mdna. —
Það voru Eiríkur Einarson,
Vilhelmina Pálson, Guðrún
Magnúson, Guðrún Árnason.
Kristin Martin spilaði á har-
moniku. — Fleira var til
skemmtunar.
H.J.
Youbelong to Canada
Þú tilheyrir Konodo
,and Canada belongs
toyou ...
Kanado tilheyrir þér
Kanada er þitt land. Hvert fylki, hver borg,
hvert þorp. Atlantshafsfylkin á
Austurströndinni, okkar stórkostlega
höfuðborgarland, tignarleg Klettafjöllin og
landið handan þeirra í vestri.
Land stórkostlegrar náttúrufegurðar,
glæsimennsku og sannrar Vináttu.
Hvergi eru fjölbreyttari tækifæri
til þess að eyða fríinu sínu.
Þú ættir að kynnast nýjum stöðum
í Kanada í ár. Bjóddu vinum og skyldfólki
frá “gamla landinu” til þess að njóta
með þér ánægjunnar og kynnast lándinu,
sem þú ert svo stoltur af.
Kanada
Þar er margt að sjó
t
■ Canadian Government Office de tourisme
■ t Office of Tourism du Canada
VATNSLAUST ER NÚ ORÐIÐ VIÐA á bæjum í Borg
arfirði og á- Mýrum, svo það eru víðar vandræði vegna
þurrka en í Manitoba. Hefur þurft áð aka vatni heim
á bæi á mjólkurbílum úr Borgarnesi, þar sem ekki hef-
ur verið unnt að ná til vatns með hægu móti á annan
hátt. Á þessum slóðum hefur verið óvenju þurrviðra-
samt allt frá því d haust, þegar lauk miklu rigninga-
sumri og sums staðar hefur ekki komið dropi úr lofti
í margar vikur. Jörð er alauð á Vesturlandi eins og
sunnan lands. Sums staðar á Vesturlandi er frost kom-
ið allt að því metra í jörð, og óttast menn því, að seint
grói í vor.
4
FIMM RÍKI HAFA GERT AUGLÝSINGAHERFERÐ
undanfarin tvo og hálft ár í Bandaríkjunum í því
skyni að auka fisksölu sína þar. íslendingar taka þátt
í herferðinni, og hafa þeir kostað til 440 þúsund doll-
urum. Talið er, að þetta hafi borið nokkurn árangur. J
fyrra jókst fiskát í Bandaríkjunum um 16% miðað við
árið áður.
FLUGLEIÐIR HAFA I HYGGJU AÐ HEFJA áætlun-
arflug til Frakklands, en Frakkar ferðast nú mikið til
Islands. Á síðasta ári komu þangað 3700 Frakkar.
ÍBÚÐIR HAFA HÆKKAÐ UM 25% síðast liðið ár á ís-
landi. Er það miklu minni hækkun en sem nemur
hækkun kaupgjalds á sama tíma, sem er um 33%. —
Búizt er við góðri íbúðasölu á næsunni, enda loðnu-
vertíð að ljúka, og margir sjómenn með mikla peninga
eftir vertíðina.
^VS^V»^WVWWWWVWMWWW^S<VMV*A»V*A«#S*VS^VWWWS»VW^SlVS<^<VWWVWWS^
PROFESSOR PAUL S. BAUER er nýlega látinn í WaShing-
ton. — Hann var mikill íslandsvinur og sérstaklega studdi
hann íslcnzk vísindi með miklum fjárframlögum. Hann kom
fyrst til íslands í nóvember 1963, skömmu eftir að Surtseyj-
argosið hófst, og svo oft eftir það. Hann stofnaði Bauer Sci-
entific Trust, og veitti úr honum styrk til vdsinda.
UNDIRRITAÐ HEFUR VERIÐ samkomulag milli Rannsókn
arstofnunar landbúnaðarins og Grænlandsmálaráðuneytis-
ins danska um, að íslendingar annist rannsóknir á gróðri,
beitarþoli og fleira, sem sauðfjárrækt áhrærir á Grænlandi.
Danir og Grænlendingar kosta rannsóknirnar, en Ingvi Þor-
steinsson magister stjórnar þeim.
A SÍÐASTA ÁRI VORU FLUTTAR INN 2000 lestir af kaffi
til íslands fyrir um 900 miUjónir króna. Kaffið var aðal-
lega flutt inn frá Brasilíu og á sama tíma keyptu Brasilíu-
menn saltfisk af Islendingum fyrir um 465 milljónir króna.
í NIUNDA SINN A ÞRJÁTÍU ARUM hefur verið borin
fram tillaga á alþingi u.m að heimila bruggun afengs ols a
íslandi, en það er ekki leyfilegt, og ekki er þar heldur selt
áfengt ,öl, innflutt Málið heíur aldrei náð fram að ganga,
en nú telja margir, að tvísýnna verði en oft áður um það,
hvort frumvarpið verður fellt eða samþykkt.
SKÁKMEISTARARN1R BORIS SPASSKY OG VLASTl-
MILT HORT eru báðir komnir til íslands, þar sem þeir
munu tefla í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar. —
Þessi mynd var tekin fyrir skömmu í Vestmannaeyjum, en
þangað brugðu skákmeistararnir sér með nokkrum íslenzk-
um skákmönnum.
. Bæðj Hort og Spassky hafa komið áður til íslands, en
þar tefldi Spassky við Bobby Fischer um heimsmeistara-
titilinn í skák fyrir nokkrum árum. ■»
Á SÍÐASTA SUMRI VEIDDUST 59 þúsund laxar á ís-
landi og var þetta fjórða bezta veiðiárið til þessa.
ÍSLENZKIR MINKAFRAMLEIÐENDUR SELDU 16
þúsund minnkaskinn á skinnauppboði hjá Hudson Bay
fyrirtækinu í London fyrir skömmu. Voru þetta svart-
minkaskinn. Auk þess voru seld þarna milli 5 og 6 þús-
und íslenzk minkaskinn af brúnum dýrum. Þá er eftir
að selja 5000 skinn til viðbótar frá íslandi, og verður
það gert á uppboði í maí.
Einar S. Ein-
arsson, forseti
Skáksam-
bands íslands,
Hort, Spassky
og Friðrik
Ólafsson á
nýja Skansin-
um í Eyjum.