Lögberg-Heimskringla - 12.09.1980, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 12.09.1980, Blaðsíða 8
V Page 8 ÍSLENDINGAFAGNAÐUR í OTTAWA 17. JÚNI FRÁ hátíðahöoldunum í ottawa. 20 UNGIR BANDARÍSKIR SKÁKSNILLINGAR HEIMSÆKJA ÍSLAND BJARNI GUÐLEIFSSON A þjóðhátíðardegi íslendinga söfnuðust um 60 manns af íslenskum ættum saman til fagnaðar í einum af hinum fögru görðum Ottawaborgar. Islenski fáninn blakti tígullega í kvöldsvalanum í Andrew Haydongarði þann 17. júní, og þegar leið á kvöldið mátti heyra íslenska söngva sungna við raust, ekki endilega af mikilli kunnáttu eða nákvæmni, en af áhuga og vilja. Menn komu sjálfir með snarl með sér og snæddu og ræddu saman. Hópurinn var harla sundurleitur að aldri, útliti og uppruna, sumir innfæddir íslendingar en aðrir fyrsta, önnur, þriðja eða fjórða kynslóð hér vestanhafs. Þó virtust menn una sér fádæma vel, flestir eignuðust nýja kunningja og var ákveðið að efna til nýrra mannfunda þegar tilefni gæfist með haustinu. August Johnson stjórnaði samkom- unni, bauð fólk velkomið og fór með gamla íslenska borðbæn í upphafi borðhaldsins. Ellen Lahey flutti ávarp og Bjarni Guðleifsson ræddi um áfram- haldandi fundarhöld. Auk þeirra stóðu Magnús Einarsson og Fríður Helga- dóttir Kalbfleisch að undirbúningi hátíðahaldanna. Til þeirra var bóðað á 'þann hátt að hringt var í öll nöfn í símaskránni sem gátu virst af íslensk- um uppruna, alls um 90 nöfn. Sem árangur af þeisum hringingum er nú vitað ákveðið um 70 fjölskyldur af íslenskum uppruna á höfuðborgar- svæðinu. Er þetta góður hópur til að halda uppi sainfelldri félagsstarfsemi. | ICELANDIC CONTENT A scholarship: Maureen Melis is a recipient of a $500.00 scholarship from the Pétur Pálmason Memorial Fund. Icelandair: Icelandair has been experiencing increasing difficulties with its trans- atlantic flights. According to recent reports, the airline will discontinue its Chicago flights after September 30th this fall and reduce the number of flights to New York very sharply. Mount Hekla: Mount Hekla erupted August 17th this summer. Although of short duration, the eruption was a spectacular one. Considerable damage was caused by tephra fall in pasture lands in both the south and the north of Iceland. Iceland's new president: President Vigdís Finnbogadóttir’s in- augural address to the Icelandic nation is reproduced on p. 3 of the present issue. Icelanders in Ottawa: Icelanders in Ottawa held their 17th of June celebration last spring. Dr. Bjarni Gudleifsson was in charge of prepara- tions. The Icelandic society in Ottawa has been gathering names of Iceland- ers living in the city and the surround- ing area. We will have further reports from this organization in the near future. Halldór Laxness: The last volume of Halldór Laxness' memoirs will be published this fall. The Editorial: The symbolic significance of the latest Hekla eruption is the theme of this week's editorial. 20 börn og unglingar úr skákskóla John Collins í New York heimsóttu ísland í ágústmánuði s.l. ásamt for- eldrum sínum í boði Taflfélags Reykja- víkur og Skáksambands Islands. Fararstjóri hópsins var John Collins í viðtali við Morgunblaðið sagði Halldór Laxness að í fyrsta bindi þessara minningabóka hefði hann byr- jað á sér nýfæddum og að þetta fjórða bindi endaði þegar hann væri 20 ára, "og lengur skrifa ég ekki um mína æfi", sagði skáldið. Halldór sagði enn- fremur: "Það er alltaf gaman að skrifa um sína daga, þegar maður er ungur og til tvítugs, en svo fer að koma svo sem á slnum tíma var þjálfari Bobby Fisher og aðstoðarfararstjóri var séra William Lombardy. Tefldu bandarísku unglingarnir við jafnaldra sína í Reykjavík og nágrenni, en ekki eru okkur hér á blaðinu kunn mikill veruleiki og alls konar umstang inn í líf manna, að það verður svo flókið, að það verður ekki hægt að skrifa um það svo vel sé. Starfsemin og hugurinn greinast í svo margar áttir, það kemur svo margt fyrir mann, að það er óvinnandi verk. Það verður úr því bara kaos og þvæla svo það er um að gera að hætta skrifunum, þegar æskudögunum lýkur." úrslit eða sigrar í þeim viðureignum. Unglingunum og aðstandendum þeirra voru haldin samsæti á íslandi og bauð forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir þeim m.a. til síðdegisveislu að Bessastöðum. HALLDÓR LAXNESS. Modem "THE NAME SA YS !T ALL // Fine Dairy Products MODERN DAIRIES 738 St. Joseph Winnipeg, Manitoba Ph: 233-1441 CRESCENT CREAMERY 542 Sherburn Winnipeg, Manitoba Ph. 783-7101 FJORÐA OG SIÐASTA BINDI MINNINGABÓKA HALLDÓRS LAXNESS KEMUR ÚT í HAUST

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.