Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Side 2

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Side 2
2-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7, NÓVEMBER 1980 Sigríður Thorlacius: Ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um réttindamál kvenna, Kaupmannahöfn 14.-30 júlí 1980 Islenska ríkisstjórnin sendi okkur átta konur sem fulltrúa á þessa ráð- stefnu og skipaði að auki Einar Ágústsson sendiherra í Kaupmannahöfn formann nefndar- innar. Áður höfðum við þessar sömu konur verið skipaðar af félagsmálaráðherra í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna, Vilborg Harðardóttir fréttastjóri, sem var formaður undirbúningsnefndar- innar, Guðrún Erlendsdóttir hæstarétt- arlögmaður og Sigríður Thorlacius ritstjóri. Þessar þrjár skipaði ráðherra án tilnefningar. Samkvæmt tilnefningu Jafnréttisráðs skipaði hann Guðríði Þorsteinsdóttur lögfræðing, formann ráðsins og Bergþóru Sigmundsdóttur, framkvæmdastjóra þess. Samkvæmt tilnefningu Kvenfélagasambands íslands skipaði hann Maríu Péturs- dóttur skólastjóra, formann sambands- ins, samkvæmt tilnefningu Kvenrétt- indafélags íslands Berglindi Ásgeirs- dóttur, fulltrúa í utanríkisráðuneytinu og samkvæmt tilnefningu Rauðsokka- hreyfingarinnar Ingibjörgu Hafstað menntaskólakennara. Við Vilborg vorum einnig fulltrúar á kvennaársráðstefnunni í Mexíkó 1975, ásamt Auði Auðuns fyrrverandi ráðherra. Mikið starf var búið að inna af höndum áður en til Kaupmannahafnar kom, fyrst og fremst af undirbúnings- nefnd S. Þ., sem víða hafði þingað og oft undirbúið þingskjöl og dagskrá. Frá henni hafði runnið pappírsflóð til aðildarríkja um langa hríð og við, sem aðrar undirbúningsnefndir, höfðum gaumgæft það eftir bestu getu. Jafn- framt fól ráðherra okkur að kanna hvernig réttindamálum kvenna hefði skilað áfram á íslandi þennan hálfa áratug frá Mexíkóráðstefnunni, en það átti þessi ráðstefna að meta. í ljós kom er svör bárust við fyrir- spurnum, sem íslenska nefndin sendi ýmsum aðilum, að enginn stjórn- málaflokkur hér hefur tekið upp í sína stefnuskrá sérmál kvenna eða fjöl- skyldumál sem slík. Það sem helst var talið hafa orðið konum til framdráttar var stofnun Jafnréttisráðs og lögin um það, bætt menntunaraðstaða með til- komu öldungadeilda við menntaskóla, þó að fullorðinsfræðsla sé að öðru leyti í molum, að heilsugæslustöðvar í dreif- býli bættu mæðra- og ungbarnaeftirlit, að lítillega þokaðist í átt til laurta- jafnréttis, en alltof hægt, að hlutur kvenna í stefnumótandi stöðum er sáralítill, fjöldi þeirra í sveitarstjórnum og nefndum á vegum sveitarfélaga hefur aðeins aukist, en á Alþingi stendur enn allt í sama stað. Fjölgað hefur konum sem stunda nám á háskólastigi, en námsgreinaval þeirra er mun einhæfara en karla. Samstarf var á milli Norðurlandanna um tillögugerð fyrir ráðstefnuna og bar það allgóðan árangur í • gerð starfs- áætlunarinnar, sem samþykkt var á ráðstefnunni. Fyrsta verk okkar í Kaupmannahöfn var að sjálfsögðu að láta innrita okkur og fá nauðsynleg skilríki á fundarstað, sem var, Bella Center á Amager. Það er mikið glerhús, sennilega byggt fyrst og fremst fyrir sýningar, því þar er lítið um notaleg afdrep fyrir mannfólk. Málmrör og glerfletir leiða hugann helst að verksmiðju, allt er kuldalegt Konur frá Norðurlöndum af- henda Kurt Valdheim friðarkallið. María Pétursdóttir á bak við hann. Margrét Danadrottning flytur ávarp við opnun ráðstefnunnar. Við fundarborðið, m.a.: Lucille Mair, Kurt Waldheim, Lise Östergaard og Helvi Sipilá. og litsnautt, þótt sumsstaðar væri skellt lituðum dúkum á veggi í fundarsölum og stólar væru skær- rauðir þar inni. Sem við stóðum við afgreiðsluborðið og sögðum skil á okkur, snéri sér saríklædd Austurlandakona að mér og kynnti sig sem ráðherra frá Bangladesh. "Ég óska ykkur til ham- ingju með kvenforsetann" sagði hún brosandi og hélt auðsjáanlega, að loks hefði hún þó hitt fulltrúa lands þar sem ekki þyrfti meira að ræða um jafnrétti kynjanna. Á ráðstefnunni áttu 145 þjóðir full- trúa, margar alþjóðastofanir og al- mannasamtök, sem hafa tengsl við S.Þ., svo margt var um manninn og margvíslegar manngerðirnar, sem hrærðust í glerhöllinni þessar vikur. Hvernig starfar svo ráðstefna eins og þessi? Strax í upphafi er skipt í þrjár starfs- einingar: aðalþing jplenum), fyrstu og aðra nefnd. Þingskjölum er skipt milli nefnda til umfjöllunar og ekki leið á löngu þar til stofnuð var hin þriðja nefnd, er tók við þeim málum, sem erfiðlega gekk að greiða úr í hinum nefndunum tveimur. Öll aðildarríkin eiga fulltrúa í hverri nefnd og hefur hvert land aðeins eitt atkvæði á hverjum stað. Sést því strax á atkvæðagreiðslum í nefndum hver muni verða örlög mála, er þau koma endanlega fyrir aðalþingið. Þar að auki störfuðu svo samstarfs- hópar hinna ýmsu heimshluta og enn smærri eininga, svo sem Norðurlanda, svo fundahöld voru óslitin frá morgni til kvölds og alltaf á mörgum stöðum samtímis. Við skiptum með okkur verkum og var mitt hlutskipti að fylgjast með málflutningi Fulltrúar íslands á raðstefnu S.Þ. í Kaupmannahöfn. Aftari röð: Berglind Ásgeirsdóttir, María Pét- ursdóttir, Einar Ágústsson sendi- herra, Bergþóra Sigmundsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Ingibjörg Hafstað. Fremri röð: Guðrún Er- lendsdóttir, Guðríður þorsteins- dóttir og Sigríður Thorlacius. aðalþinginu, ásamt formanni nefnd- arinnar. Þar voru alla daga flutt ávörp sendinefnda, þjóðhöfðingja, stofnana og almannasamtaka. Forseti ráðstefnunnar var kosin Lise Östergárd, menntamálaráðherra Dana, og þótt varaforsetar taki við fundar- stjórn inn á milli, þá er embætti for- setans afar erfitt og krefst bæði leikni í fundarsköpum, tungumálum, auk röggsemi. Við setningu ráðstefnunnar afhentu fulltrúar kvenna á Norðurlöndum Kurt Waldheim friðarákall, sem meira en hálf milljón kvenna hafði undirritað. Hlaut Lise Östergárd mikla gagnrýni í dönskum blöðum fyrir að skipa tals- manni hópsins að fella niður setningar úr ávarpi sínu, sem ekki væri sæmilegt að flytja í áhreyrn Danadrottningar, sem var við setninguna og flutti ávarp. Lítil nauðsyn virtist hafa verið á þeirri ritskoðun, því eins og eitt blaðið sagði, Margrét drottning er ekkert reifabarn og veit fullvel hvað gerist í heiminum. Við setningu kvennaársráðstefn- unnar í Mexíkó var þingheimur ákaf- lega litskrúðugur, hverskonar þjóðbún- ingar og skartklæði settu svip á salinn. Nú var þetta með öðrum blæ og hvers- dagslegra, hvort sem því réði breytt tíska eða menn vildu sýna, að hér skyldi mætt til starfs en ekki skrautsýningar. Á dagskrá voru mál, sem vitað var að myndu valda deilum og var samið um að þau kæmu ekki til umræðu fyrr en síðustu daga ráðstefnunnar, fyrst skyldi reynt að samræma það, sem hægt var að sameinast um. Ekki varð þó komist hjá því, sem alkunna er að gerist á nær öllum ráðstefnum S.Þ., þegar fulltrúar Egypta og ísraels fluttu ávarp á aðalþinginu, tóku fulltrúar Arabaríkja og sumra Afríkuþjóða á rás út úr salnum með háreysti mikilli. Það þótti góður fréttamatur. Verk það sem lá fyrir nefndunum að samræma, allt það tillöguflóð og breyt- framhald á bls. 5 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja JOHN V. ARVIDSON PASTOR 9:45 a.m. Sunday School 10:30 a.m. The Service Translation Prizes SPONSOR: ADDRESS: PHONE: CONTACT: TITLE: American-Scandinavian Fdtn./Pen American Centre 127 East 73rd Street, New York, New York 10021 (212) 879-9779 Kathleen Madden American-Scandinavian Fdtn./Pen Translation Prizes REQUIREMENTS: Translations of poetry or fiction by Danish, Finnish, Icelandic, Norwegian or Swedish authors born after 1880. Fiction: 30-35 double-spaced manuscript pages. Poetry: 15-20 double-spaced manuscript pages. Entire Entry: Work by one author, though not necessarily from a single work; should be conceived as part of a book manuscript and a table of contents for the proposed book included. Submit one xerox of original language piece and four copies of translation indicating source and publication data. Name, address, phone on separate page — NOT on manuscript itself, four copies of all items. Manuscripts accompanied by S.A.S.E. will be returned in July. CLOSING DATE: February 15, 1981 AWARD DATE: Annually in May (only winners will be notified) AWARD: $500 poetry; $500 fiction, publication.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.