Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 3
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7, NÓVEMBER 1980-3 Dr. Hallgrímur Helgason heiðraður Hlýtur Henrik-Steffens-verðlaun háskólans í Kiel Þann 27. júní fór fram á vegum há- skólans í Kiel við hátíðarathöfn í ráð- húsi Lubeck-borgar afhending Henrik- Steffens-verðlauna 1980. Samkvæmt einróma ákvörðun verðlaunaráðs hlaut þau nú dr. Hallgrímur Helgason. Forseti háskólans, próf. dr. Gerd Griesser, ávarpaði boðsgesti í þétt- skipuðum áheyrnarsal ráðhússins, sem raunar er glæsileg bygging frá 13. öld. Rakti hann lauslega sögu þessara verð- launa, sem m.a. Gunnar Gunnarsson rithöfundur, fyrstur íslendinga, hefði fengið árið 1937. Þá las hann upp skrautritað heiðursskjal til handa dr. Hallgrími og afhenti honum verðlaun- in, veitt "\ viðurkenningarskyni fyrir víðtækt starf hans sem músík- vísindamaður og tónskáld, og fyrir mikilsverða kynningu hans á íslenzkum tónmenntum víðsvegar í Evrópu og Norður-Ameríku, í ræðu, riti og á konsertum, - að öllu samanlögðu framúrskarandi afrek, sem hafa munu varanlegt gildi fyrir menningu íslands og norrænna þjóða." Þarnæst flutti próf. dr. Friedhelm Krummacher, forstöðumaður músíkvísindastofnunar háskólans, aðalræðuna (Laudatio) sem rökstuðn- ing fyrir verðlaunaveitingu. Lýsti hann æviverki dr. Hallgríms og lagði megin- áherzlu á tryggð við þjóðlegan arf, sem væri allsherjargrunntónn í fjölda verka hans, bæði sem frumskapandi lista- maður og vísindamaður; en einmitt þessvegna hefði hann náð sterkum hljómgrunni á alþjóðlegum vettvangi. Tónsmíðar hans, með traustu og sér- eiginlegu höfundarhandbragði, markaðar stíleinkennum nýklassískrar stefnu (Neoklassizismus), hafi brotið ísinn fyrir eftirfylgjandi möguleika alþjóðlegrar framúrstefnu (Avan- tgarde). Um vísindastarf dr. Hallgríms sagði próf. Krummacher, að með kerfis- bundinni greiningu á lagaforða rímnakveðskapar (Heldenlied) hefði hann lagt fram veigamikinn skerf rannsókna, sem væntanlega myndú reynast mikilvæg stoð fyrir komandi sérfræðinga. Með hljómsveitarstarfi síðan á æskuárum og með stjórnaraðild sinni að stofnun margra félagssamtaka, kóra og útgáfufyrirtækja hafi hann stuðlað verulega að uppbyggingu ís- lenzks músíklífs, auk starfa sinna sem ritstjóri, rithöfundur, gagnrýnandi og háskóla-prófessor í Evrópu og Ameríku. - Að síðustu sagði próf. Krummacher: "Heildaryfirsýn unn- inna verka leiðir rök að þökk, virðingu og viðurkenningu fyrir ævistarf Hallgríms Helgasonar." Að lokinni ræðu próf. Krummachers tók dr. Hallgrímur til máls, þakkaði sér auðsýndan heiður og flutti ítarlegt erindi, "íslenzka tónskáldið Jón Leifs og hugmynd hans um þjóðlegan skóla." Kom hann víða við og " opnaði mörgum áður ókunnan, nýjan heim." Var máli hans frábærlega vel tekið af áheyrendum, en meðal þeirra Greaí Naval Battles _ ofthe Seventies by Jeff MacNelly and Tod Carroll The Cod War f/975-76) Great Britain and lceland battled over fishing grounds on the North Atlantic. Icelandic books on loan Continued from page 1 landic part belowí "Fjöltungu-bókasafn Kanadíska landsbókasafnsins er bókasafns- þjónusta, sem bíður öllum þjóðar- brotum í Kanada þjónustu sína. Bókasafnið er liður í áætlun ríkisstjórn- arinnar um fjölstrendnismenningu í Kanada. Almenningsbókasöfn geta nú lánað þér bækur á þínu eigin tungumáli. Ur- valið er fjölbreytt: skáldsögur, ævisögur, ferðabækur, barna-uppeldi, garðyrkja, matreiðslubækur og þjóðsögur. Einnig er mikið úrval af fallega myndskreyttum barnabókum. Bækurnar voru keyptar, og er dreift, af fjöltungubókasafni Kanadíska lands- bókasafnsins í samvinnu við fylkis- bókasöfnin. Bækurnar eiga að hjálpa þér við að varðveita menningararf þinn, hvetja börn þín til að læra tungu forferða sinna og auka skilning okkar á menningu og sögu hinna mörgu þjóðar- brota, sem byggja Kanada. Dreifing bókanna hófst með þvi, að mest lesnu málin voru send út fyrst, en með tímanum verður svo öðrum málum bætt við. Tilgangurinn með þessari nýju þjón- ustu er, að aðstoða hin almennu bókasöfn við að þjóna almenningi betur. Efni bókanna er mismunandi; til fróðleiks, skemmtunar og upplýsinga, eða einfaldlega, ánægja fyrir alla. Þú getur hjálpað okkur við að viðhalda þessari þjónustu og endurbæta hana stöðugt, með því að koma tillögum þínum og áliti á framfæri við næsta al- menningsbókasafn eða með því að skrifa beint til okkar." I móttökusal ráðhússins í Lubeck við hátíðlega afhendingu Henrik Steffens-verðlaunna 27. júní 1980. í fyrstu röð frá v. til h.: próf. dr. Paulus Svendsen, Oslo, meðlimur verðlaunaráðs og kona hans, próf. dr. Alexander Scharff, formaður verðlaunaráðs, Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir, sem hlaut Henrik-Stpffens-námsstyrk, Valgerður Tryggvadóttir, verð- launahafi próf. dr. Hallgrímur Helgason og forseti háskólans í Kiel, próf. dr. Gerd Griesser. Standandi yst til vinstri er próf. dr. Friedhelm Krummacher, forstöðumaður músíkvísindastofn- unar háskólans í Kiel. voru sendiherra íslands í Bonn, Pétur Eggerz, borgarstjórinn í Lubeck, forseti borgarstjórnar og ræðismenn norrænu landanna í Hamborg og Lubeck. Hátíðarathöfn lauk með því að "Dresdener Trio" lék kammermúsíkverk í þrem köflum eftir verðlaunahafa, tríó fyrir fiðlu, celló og píanó. Var það flutt af konsertmeistara og sóló-cellista Symfóníuhljóm- sveitarinnar í Leipzig, Helga og Hans- Werner Rötscher og rektor Músíkhá- skólans í Dresden, próf. Gerhard Berge. Blaðið "Lubecker Nachrichten" lætur svo um mælt: "Verkið er hlaðið lífskrafti, fullt af sjálfstæðri og persónulegri tjáningu. Var það túlkað af meistaralegum myndugleik." Stofnunin F.V.S. í Hamborg, en for- maður hennar er dr. Alfred Toepfer, hefir stofnað Henrik-Steffens-verð- launasjóðinn, til þess að veita meðal skandínavískra þjóða viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu á sviði lista og hugvísinda. Dr. Toepfer var sjálfur viðstaddur og hélt öllum boðsgestum veglega hádegisverðarveizlu, þar sem hann, ásamt sendiherra íslands og verðlaunahafa, hélt ágæta ræðu og minntist þakksamlega á formóðurlegt bókmenntahlutverk Islands í þágu Evrópu. First Lutheran Church Women cordially invite you and your friends to their Christmas Tea to be held in the Parish Hall, First Lutheran Church, 580 Victor Street on Saturday, November 15, 1980 Time: 2:00 - 4:00 p.m. HOMEBAKING HANDICRAFTS WHITE ELEPHANT LIFRAPYLSA •■!•!• I jSay Merry Christmas to Your Friends GIVE A SUBSCRIPTION TO LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Jan. 1981 L-H will start printing a new series of Icelandic lessons for beginners. You will receive on request a special card for the announcement of your gift. TO: Mr./Ms. Name Address Apt. No. City TO: Mr./Ms. Province/State Post/Zip Code Country Name Address Apt. No. City BILL ME AS FOLLOWS: Province/State Post/Zip Code Country My Name Mr./Ms.Address Apt. No. City Signature Province/State Post/Zip Code Country

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.