Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1980, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 7, NÓVEMBER 1980 Ritstjórnargrein Heimsókn menntamálaráðherra Islands Frá þvi hefur verið skýrt í síðustu blöðum L.H. að Ingvar Gíslason Menntamálaráðherra Islands hefði þegið boð rektors Manitóbaháskóla um að heimsækja skólann. Er full ástæða að bæta hér nokkrum atriðum við það sem áður hefur verið sagt í blaðinu um þá heimsókn. Samskipti Manitóbaháskóla við Menntamálaráðuneyti íslands eiga sér langa sögu. Má fyrst nefna að ís- lenskudeild háskólabókasafnsins hér hefur um langan aldur byggt mjög á árlegum bókasendingum frá Lands- bókasafni fslands, en sú stofnun fellur undir menntamálaráðuneytið. Ráðherrann lét það því verða eitt sitt fyrsta verk eftir komuna hingað til Winnipeg að heimsækja íslensku bók- hlöðuna við Manitóbaháskóla til að kynna sér rækilega innviði hennar og starfssvið. Einnig átti ráðherra fund með háskólarektor, dr. Ralph Camp- bell, þar sem rætt var um aukin sam- skipti milli Háskóla íslands og Mani- tóbaháskóla. Verður þeim viðræðum haldið áfram með vordögum, en þá mun rektor Manitóbaháskóla heim- sækja ísland í boði menntamála- ráðherra og rektors Háskóla Islands. Á öðrum fundum með mennta- málaráðherra var rætt um aukin sam- skipti íslenskudeildar Manitóba- háskóla við ísland á sviði kennslu- og útgáfumála. Mun væntanlega skýrt frá árangri þeirra viðræðna síðar meir í þessu blaði. Eins og áður hefir verið getið um, flutti Ingvar Gíslason ráðherra fyrir- lestur um Háskóla íslands í University College miðvikudagskvöld þann 29. október. Var það stórfróðleg greinar- gerð um háskólamenntun Islendinga yfirleitt. Þótt vöxtur og viðgangur Háskóla Islands hafi verið með hreinum ólíkindum síðustu áratugina, þurfa íslenskir námsmenn engu að síður að sækja mjög á erlend mið. Gat Sögur af ýmsu fólki í Skagafirði Örn Thorsteinson heitir maður nokkur sem býr hér í Winnipeg. Hann ólst upp í Hjaltadal fyrst á Hrafnhóli og síðan á bæ þeim sem nú heitir Hlíð í Hjaltadal. Fjölskylda Arnar fluttist vestur til Kanada en Örn varð eftir heima. Þó fór svo að hann tók sig upp árið 1924, þá 21 árs gamall og fluttist vestur um haf. Hann kom hingað til Winnipeg 19. júní, það sama ár, og hefur átt heimili sitt hér síðan. Hann hefur unnið ýmis störf. Fyrst eftir að hann kom var harin í námi á vetrum en starfaði úti á landsbyggðinni yfir sumartímann. Hann vann við húsvörslu fram að stríði. Þá gekk hann í herinn og var lengst af á Englandi. Eftir stríð vann hann á sjúkrahúsi við hjúkrun og ýmis störf í 18 ár og síðustu 6 árin áður en hann hætti störfum vann hann við afgreiðslu í verslun. Örn er mikill söngmaður eins og margir Skagfirðingar. Hann hefur sungið bæði í kór Skandinava hér í Winnipeg og einnig í íslenska kórnum. Örn er líka mikill sögumaður. Hann kann margar sögur úr Skagafirði og fara nokkrarþeirra hér á eftir. Vel má vera að fleiri birtist síðar. Sveinki ber upp bónorðið Þetta gerðist á Hólum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. A Hólum var búnaðarskóli, var þar því fjölmennt, bæði nemendur og vinnufólk. Maður nokkur Sveinn að nafni, vanalega kallaður Sveinki, var vinnu- maður á staðnum. Hann var mjög ein- faldur maður en vel liðinn. Stúlka sem hét Sigríður var vinnukona á Hólum. Hún var myndarleg stúlka og einnig Örn Thorsteinson mjög vel liðin. Sveinn bar hlýjan hug til Sigríðar. Það var til siðs á Hólum að hengja þvott til þerris á kirkjuloftið. Eitt sinn er farið var að skyggja þurfti Sigríður út á kirkjuloftið að sækja þvottinn. Hún veigraði sér við að fara ein og bað Sveinka að koma með sér. Hann tók því vel, en þegar þangað var komið datt Sveinka í hug að-bera upp bónorð og sagði. "Ja,Sigríður mín, það er nú nokkuð sem ég ætla að minnast á við þig, og það er að ef þú ætlar að giftast einhverjum piltanna hérna, hvort sem Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED 1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue, Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945 EDITOR ASSISTANT EDITOR SECRETARY Haraldur Bessason Margrét Björgvinsdóttir Emily Benjaminson Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $20.00 in Iceland — Second class mailing registration number 1667 — er þá ætla ég að biðja þig að lofa mér að sitja fyrir." Sigríður tók þessu vel og kvaðst myndu gera það, en svo fór hún ógift frá Hólum svo Sveinki fékk ekki að sitja fyrir neinu í það skiptið. SÖGUR AF GÍSLA í NEDRAÁSI Gísli hét maður, hann bjó í Neðraási (Neðra Ási) í Hjaltadal í Skagafjarðar- sýslu. Hann var vanalega kallaður Gísli í Neðraási. Gísli var mjög sérkennilegur maður, tók einkennilega til orða. Um almennar kurteisisreglu skeytti hann ekki neitt, heldur sagði hann það sem honum datt í hug eins og honum kom það til hugar og heflaði þar ekkert utan af. Eftirfarandi eru fáein af ýmsum orðatiltækjum Gísla. Gísli fær kaffi og lummur. Eitt sinn kom Gísli til foreldra minna í Kolkuós í Skagafirði. Honum var boðið inn og var borið fyrir hann kaffi og lummur. Gísli var búinn úr bollan- um en það voru ennþá eftir lummur á diskinum. Hann heldur út bollanum og segir, "Guðrún, gefðu mér meira kaffi svo ég geti klárað lummurnar." Mamma sagðist hafa helt í hann meira kaffi og Gísli gerði lummunum hin bestu skil. Gísli er settur til borðs. Einu sinni var Gísli staddur á bæ nokkrum ásamt öðrum möiinum. Var þeim veitt máltíð. Aðal rétturinn var steikt kjöt og sósa með. Gísli tók sósukönnuna, setti hana á munn sér og drakk í botn. Svo segir hann við konuna sem bar á borð. "Þetta er góð súpa geyið mitt, áttu ekki meira af þessu?" Gísli og rekatréð. Þegar þetta gerðist, bjó Gísli á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd við Skagafjörð. Var það góð rekaviðarjörð. Leigði Gísli helming jarðarinnar manni að nafni Kristinn, sem seinna bjó á Skriðulandi í Kolbeinsdal. Einu sinni gekk Gísli í fjöru, var þá hvasst og sjórót mikið. Sá hann tré sem var að reka. Vildi Gísli bjarga því undan sjó en réði ekki við. Nokkru seinna fékk hann Kristin til að hjálpa sér við tréð. Þegar þeir komu þangað sem tréð átti að vera, var það horfið. Gísli sagði eitthvað tvírætt. Þá spurði Kristinn. "Þú ert þó ekki að drótta því að mér á ég hafi stolið því frá þér?" Þá svaraði Gísli. "Ja ekki sagði ég það geyið mitt, en í hug datt mér það." ráðherra þess meðal annars að nokkrir tugir íslenskra háskólastúdenta væru nú við nám í Kanada. Má þá einnig skjóta því inn að fáeinir nemendur frá Manitóba stunda nú nám við Háskóla Islands. Eitt þeirra mála sem ráðherra og fulltrúi hans kynntu sér rækilega voru aðstæður fyrir íslenskt námsfólk við kanadíska háskóla. Auk dvalar sinnar við Manitóbaháskóla sátu gestirnir ís- lensku hádegisverðarboð Manitóba- stjórnar, heimsóttu Gimli og Nýja ísland og kynntu sér hag Lögbergs- Heimskringlu, en stjórn blaðsins gekkst fyrir sérstöku samsæti fyrir gestina og sóttu það hóf á annað hundrað manns. Þess má geta að lokum að Ingvar Gíslason menntamálaráðherra er sérstaklega vel að sér í sögu Vestur- Islendinga og nýttist honum vesturförin því hið besta. Fátt er meira virði vesturíslenskum félagsmálum en góð samvinna við ráðamenn íslensku þjóðarinnar. Vel hefur tekist til um þau mál á liðinni tíð, og víst lofar framtíðin góðu. H.B. Ted Arnason endurkjörinn bæjarstjóri á Gimli Hann er mikill veiðimaður hann Ted Arnason bæjarstjóri á Gimli eins og sjá má á þessari mynd. En hann er slyngur við fleira en fiskveiðar, hann veiðir líka atkvæði, og veiðir vel. í síðustu bæjarstjórnarkosningum, sem fram fóru var hann endurkjörinn bæjarstjóri á Gimli og hlaut 78.2 atkvæða. Hann hlaut 674 atkvæði en Violet Einarson, sem einnig var í fram- boði, hlaut 216. L.H. óskar Ted til hamingju með kosninguna. Það sakar ekki að geta þess hér að mannmargt var hjá Ted á kosninga- daginn og var þá framreiddur fiskurinri sem hann heldur á á þessari mynd.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.