Lögberg-Heimskringla - 21.11.1980, Blaðsíða 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 21, NÓVEMBER 1980
Ritstj órnargrein
íslensk landkynning
Á miðöldum áttu íslendingar sömu
þjóðtungu að kalla og aðrar Norður-
landaþjóðir og fólk það sem byggði
norrænar nýlendur utan Skandinavíu-
skagans. Má orða þetta þannig að ís-
lenska hafi þá verið miklum mun
stærri tunga í landfræðilegum
skilningi en síðar varð. Hvergi verður
þess vart í íslenskum fornritum að
höfundar þeirra ali með sér ugg vegna
smæðar tungunnar sem þeir rita á.
Er skemmst að minnast að þess eru
nokkur dæmi að íslenskir höfundar
færu til Noregs til að rita ævisögur
konunga.
Þegar leið að skiðaskiptaöld, mátti
gerla sjá að staða íslenskrar tungu hefði
breyst. Aðrar norrænar tungur höfðu
þá tekið miklum breytingum, m.a.
vegna áhrifa frá granntungum í suðri
og sýnilegt að íslenskir höfundar gætu
ei lengur ástundað list sína utan land-
steina á eigin tungu eða flutt út ljóð og
sagnir.
Einangrun tungunnar skapaði
mikinn vanda meðal annarsj á þann
hátt að fólk í grannlöndum varð
fáfróðara um ísland en áður, og fyrr en
varði voru það einungis lærðir menn í
Skandinavíu sem sýndu íslandi áhuga
vegna þess að þar væru bækrur sem
telja mætti til merkilegra fornleifa.
Sunnan Skandinavíuskagans tóku að
myndast kynjasögur um Íslendinga,
sem sumar hverjar komust á prent og
urðu vinsælt lesefni. Þess var áður
getið á þessari síðu að höfundar Land-
námu hefðu svarað óhróðri um
forfeður sina með íslensku riti. Upp úr
aldamótunum 1600 varð að grípa til
annarra ráða, en árið 1609 gaf
Arngrímur Jónsson lærði út bók á
latínu til andsvars erlendri fáfræði.
Bók þessa nefndi hann Crymogæu
(grískt heiti á íslandi) og varð hún eitt
fyrsta og áhrifamesta kynningarrit um
ísland, sögu þess og menningu ritað á
erlendu máli, en ritverk á latínu lásu
þó einungis lærðir menn og þess vegna
tókst Arngrími ekki að vinna bug á
alþýðufáfræði, og segja má að næstu
aldir væri þekking, erlendra manna á
Islandi bundin örfáum stofnunum sem
helguðu störf sín miðaldafræðum.
Þegar kom fram á 19. öld vöktu
ferðabækur um Island, margar hverjar
ritaðar á ensku, talsverða athygli
erlendra lesenda. Þar áttu helst hlut að
máli aðalsmenn sem sigldu til Islands í
leit að ævintýrum. Bækur þessar
reyndust þó einhæft lesefni. Höfundar
sögðu frá því sama, töldu sig hafa upp-
götvað skemmtilega forneskju meðal
hvera og eldfjalla. Bækurnar urðu
þannig barnslega einfaldar í augum
þeirra sem betur þekktu og meira
vissu.
Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu,
en benda má á það að íslendingar hafa
nú um langa hríð samið sín eign land-
kynningarrit. Mætti þar um semja
langa skrá, en að sinni verður látið
nægja að vekja eða réttara sagt
endurvekja athygli lesenda þessa blaðs
á ritinu ICELAND REVIEW sem samið
er á ensku og berst víða um heim
nokkrum sinnum á ári. Þeir Haraldur
J. Hamar og Heimir Hannesson stofn-
uðu þetta rit fyrir næstum aldar-
fjórðungi til kynningar á íslandi. Þeir
félagar fóru vel af stað og enda þótt
Haraldur J. Hamar hafi nú einn gegnt
starfi aðalristjóra um allanga hríð,
hefur hvergi verið slegið af kröfum.
Má með sanni segja að ICELAND
REVIEW sé enn vandaðasta tímarit
sem gefið er út á ensku innan hins
norræna menningarsvæðis.
Fleiri les enskuna heldur en lat-
ínuna hans séra Arngríms, og víst er
það m.a. þessu tímariti að þakka að
erlendar þjóðir eru nú fróðari um
Island en áður gerðist. Frá upphafi
hefur ritstjórunum tekist að afla
fjölbreytts efnis um nútíð og fortíð
íslensku þjóðarinnar og frágangur allur
á ritinu hefur verið til fyrirmyndar. Því
er þessa getið hér að ugglaust höfum
við hér vestra ekki veitt ICELAND
REVIEW þann stuðning og sýnt því
þann áhuga sem það óneitanlega á
skilið. Ættum við nú að gera gangskör
að því að afla því sem flestra kaup-
enda.
NEWS FROM ICELAND er fylgirit
ICELAND REVIEW og er sú útgáfa
samþjöppuð og haglega gerð skrá um
flest það sem efst er á baugi í íslensku
þjóðlífi á hverjum tíma. Þess má geta
að gegnum tíðina hefur ICELAND
REVIEW gefið út mikinn fjölda af
bókum fyrir erlendan markað. Eru þær
kunnáttusamlega gerðar og hinir
eigulegustu gripir. Þeim sem hug hafa á
að afla áskriftar að ICELAND REVIEW
skal bent á að heimilisfang ritsins er
HVERFISGATA 54, 101 REYKJAVÍK,
ICELAND, P.O. BOX 93.
H.B.
Ræða utanríkisráðherra íslands Ólafs Jóhannessonar
á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna
Hr. forseti,
Leyfið mér að taka undir orð starfs-
bræðra minna og óska yður til ham-
ingju með kjör yðar í forsæti á 35. alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eg er
þess fullviss, að reynsla yðar og þekk-
ing kemur yður að góðu haldi við leit
að lausn á þeim mörgu viðfangsefnum,
sem þetta allsherjarþing mun fjalla
um.
Leyfið mér einnig að bjóða velkomin
í samtök okkar hin nýju þátttökuríki.
Framkvæmdastjóri samtakanna,
Kurt Waldheim, og starfslið hans hafa
haldið áfram fórnfúsu og markvissu
starfi að þeim verkefnum, sem Sam-
einuðu þjóðirnar hafa falið þeim.
Leyfið mér, hr. forseti, að færa þeim
þakklæti fyrir störf þeirra og votta
framkvæmdastjóranum fullan stuðn-
ing minn.
Það er mér sérstök ánægja að fá tæki-
færi til að ávarpa allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna. Eg átti sæti í sendi-
nefnd íslands á framhaldsfundi fyrsta
allsherjarþingsins hér í New York árið
1946, þegar ísland gerðist aðili að
þessum samtökum. Þá var bjartsýni
ríkjandi. Sjálfsagt hafa bjartsýnustu
hugsjónamenn orðið fyrir nokkrum
vonbrigðum. Þeir hafa ekki séð allar
vonir sínar rætast. En orð og störf
hugsjónamanna bera oft ávexti, þótt
þeim sjálfum auðnist ekki að sjá þá.
Hugsjónir verða ekki hlekkjaðar til
lengdar. Þær hafa vængi og fljúga til
framtíðar og yfir öll landamæri.
Þegar litið er yfir farinn veg Samein-
uðu þjóðanna, sem svo miklar vonir
voru bundnar við í öndverðu, blasa við
sjónum skin og skuggar og
margvíslegar myndbreytingar. Á þeim
aldarþriðjungi, sem samtök Samein-
uðu þjóðanna hafa starfað, hafa þau
vissulega áorkað miklu til góðs fyrir
alla heimsbyggð. Það er þó engu að
síður umhugsunarefni, að nokkur mál,
sem voru á dagskrá þingsins 1946, eru
enn á dagskrá þess nú 34 árum síðar.
Sýnir það okkur, að enda þótt vel sé
starfað þá er oft torsótt að markmið-
inu, og á þolinmæði þarf oft að halda.
Á hinn bóginn höfum við einnig hér
á þessu þingi áþreifanlega sönnum um
þær miklu breytingar, sem orðið hafa á
þessu stutta skeiði í sögu mannkyns-
ins. Frá því að ég kom hér á þingið
1946 hefur tala aðildarríkja um það bil
þrefaldast, og mestur hluti hinna nýju
ríkja, sem bætzt hafa í hópinn eru fyrr-
verandi nýlendur, sem nú eru orðnir
fullgildir aðilar í samfélagi þjóðanna.
Hr. forseti, •
Það er því miður ekki ofmælt, að frá
því að síðasta reglulegt allsherjarþing
kom hér saman fyrir ári, hafa orðið
veðrabrigði í samskiptum austurs og
vesturs, sem ásamt ýmsum öðrum at-
burðum á alþjóða vettvangi varpa nú
nýjum skuggum á stöðu alþjóðamála.
Þar er einn dekksti skugginn ástand-
ið í Afghanistan. Mikill meiri hluti
þeirra rikja, sem eiga sæti í þessari
virðulegu stofnun, hörmuðu
hernaðaríhlutunina í Afghanistan með
samþykkt ályktunartillögu á 6. sér-
staka skyndiþingi samtakanna. Þar var
skýrt kveðið á um, að fullveldi og
stjórnmálalegt sjálfstæði allra ríkja
væri grundvallaratriði í stofnskrá sam-
taka okkar og brot gegn því væri and-
stætt markmiðum stofnskrárinnar
undir hvaða yfirskini sem væri. Þess
vegna bæri að kalla allan erlendan her
frá Afghanistan tafarlaust og
skilyrðislaust. Meira en 8 mánuðir eru
nú liðnir frá því að þessi ályktun var
samþykkt og enn hefur ekkert verið
gert til að fara eftir henni. Ég tel það
því skyldu mína sem fulltrúa smá-
þjóðar, er setur traust sitt á fulla
virðingu fyrir ákvæðum stofnskrár
hinna Sameinuðu þjóða, að minna hér
og nú á ákvæði ályktunar sérstaka
aukaþingsins í janúar s.l. og nauðsyn
þess að þegar verði hafizt
handa um framkvæmd þeirra.
Sá atburður, sem ég hef hér gert að
umræðuefni, hefur að mínu mati átt
stærstan þátt í kólnandi sambúð og
aukinni spennu milli austurs og
vesturs, þótt önnur atriði hafi vissulega
einnig komið þar til.
Slökunarstefnan, sem tók að mótast í
Evrópu á síðari hluta sjöunda áratugs-
ins og fékk sitt fasta form í loka-
samþykkt Helsinki-ráðstefnunnar
1975, hefur vissulega orðið fyrir áfalli
og það gagnar engum að fela þá
staðreynd. Á hinn bóginn er ég einnig
þeirrar skoðunar að vilji menn varð-
veita frið og öryggi , sé ekki um annað
að ræða en leitast við að framfylgja
slökunarstefnu. Tækniþróun í
samgöngum og vopnabúnaði veldur
því, að kalt stríð getur hvenær sem er
breytzt í beina styrjöld og þá er enginn
óhultur, hvar sem hánn býr á jarðar-
kringlunni. Því er það, að enda þótt ég
sé hér að ræða um samskipti nokkurs
hluta þeirra ríkja, sem hér eiga full-
trúa, þá varðar þetta mál hvert einasta
mannsbarn.
Samskipti stórveldanna og fram-
koma þeirra á alþjóðavettvangi hafa
vissulega gífurleg áhrif á alla þróun
mála í heiminum. Það er staðreynd,
sem ekki þýðir að loka augunum fyrir.
En við megum ekki' gleyma því að
hinar smærri þjóðir heims bera einnig
mikla ábyrgð. Ákveðin og einörð
afstaða þeirra getur skipt sköpum um
farsæla framtíð mannkyns. í sáttmála
samtaka okkar og öðrum meginyfirlýs-
ingum eins og t.d. Mannréttinda-
yfirlýsingunni, er að finna flest helztu
grundvallaratriðin, sem okkur ber að
fylgja inn á við og út á við, ef við -
stefnum heilshugar að velferð alls
mannkyns. Því miður hefur víða miðað
skemur en skyldi í átt að raunverulegri
framkvæmd þeirra stefnumála, er við
höfum sett okkur sem markmið, en
það þýðir ekki að við eigum að leggja
árar í bát: Þvert á móti á þessi
staðreynd að verða okkur hvatning til
continued on page 8
Lögberg - Heimskringla
Published every Friday by
LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Haraldur Bessason
ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir
SECRETARY: Emily Benjaminson
Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd.
Subscription í 15.00 per year - PAYABLE IN ADVANCE
$20.00 in Iceland
— Second class mailing registration number 1667 —