Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Blaðsíða 6
6-WINNIPEG, HÁTÍÐARBLAÐ 1981 17. júní hátíðahöldin í Reykjavík Hátíðahöld í tilefni 17. júní í Reykjavík fóru fram með miklum hátíðarbrag. Hófust þau með því að forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hátíðahöld á Austurvelli fóru fram með hefðbundnum hætti. Flutt voru ávörp og forseti fslands, Vigdis Finnbogadóttir, lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Athöfninni lauk með ávarpi fjallkonunnar, er Helga Stephensen leikkona flutti. Mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum af þessu tilefni. Síðar um daginn voru skrúðgöngur fyrir börnin og hina fullorðnari og skemmtiatriði í miðborginni. Um kvöldið léku hljómsveitir fyrir dansi í Laugardalshöll, og voru táningarnir í meirihluta á þeirri samkomu. Helga Stephensen leikkona flutti ávarp Fjallkonunnar. Rekstur Lord Selkirk II gengur mun betur en á s.l. ári Blaðið hafði samband yið David Einarson, einn af eigendum Lord Selkirk og innti hann eftir hvernig rekstur skipsins gengi á þessu sumri. David á heima í Dallas, Texas, en var í heimsókn í Winnipeg m.a. til að leysa bróður sinn Harald, aðalframkvæmdastjóra fyrirtæksins af í nokkra daga, en Haraldur er á ferðalagi í Noregi. David kvað rekstur Lord Selkirk ganga vel. Eins og mörgum mun kunnugt er hér um að ræða stærstu skemmtisnekkju á vötnum Norður Ameríku. Skipið hóf ferðir sínar á Win- nipegvatni þann 24. maí. Áætlun þess er með þeim hætti að farþegar geta valið á milli 5 daga siglingar, þ.e. frá mánudegi til föstudags, helgarferðir, frá föstudegi til sunnu- dags, og stuttra ferða á sunnu- dagskvöldum. Farþegarými er næstum fullbókað þessa stundina, en allmikið vantar á l^iiiiiiiiiirniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii fullnægjandi nýtingu í ágúst. Nýting farþegarýmis er nú um 60%, en þeim bræðrum telst svo til að 75% nýting sé hæfilegt markmið og raunar sú hlutfallstala sem tryggi öruggan rekstur. Naumast þarf orðum að því að eyða að rekstur skemmtiferðaskips á Winnipegvatni er ýmsum takmörkunum háður. Þarf ekki á ann- að benda en að ísa leysir ekki af vatninu fyrr en í maí og í október er allra veðra von. A sínum tíma lét Manitóbastjórn byggja Lord Selkirk II. Var þá í mikið ráðist og ný leið opnuð um einn áhugaverðasta hluta Manitóbafylkis. Því miður varð svo mikill halli á útgerð stjórnarinnar að þar kom að hún afréð að selja hið ágæta skip Lord Selkirk II. Hlupu þeir Haraldur og David Einarson þá í skarðið með öðrum bjart- sýnismönnum, og má með sanni segja að hugvitsemi þeirra hafi vel dugað því fyrirtæki sem hlýtur að vera stolt allra íbúa fylkisins. i ¦ i ¦ 111111111 ¦ ¦ ¦ 111 ¦ 1111111 ¦ ¦ ¦ ¦ • 111 b Z Compliments of... z - to Our Friends and Customers I = ¦& : = LUNDAR BAKERY = Z Mr.andMrs.ERICJOHNSON.Proprietors jj Z PHONE LUNDAR 762-5341 = ~ "Home of the Bread that made Mother Quit Baking" Z Z And Home Made Vinarterta Z n c ¦ 111 ¦ ¦ 11 ¦ i ¦ 11 ¦ r 111111 ¦ < ¦ 11111111111 ¦ 111111111111 iii i ¦ ¦ i ¦ i ¦ ¦ i ¦ ¦ 11 ¦ i ¦ i ¦ r Blómsveigur hefur verið lagður að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. ALBERTSON & SONS CONSTRUCTION Gravel Hauling - Basements Dug - Top Soil Front End Loader Work Phone 642-5888 81-lst Avenue Gimli, Man. Gompliments of . . . I. Sigvaldason Insurance Agencies Phone: Office 376-2679 • Res. 376-2772 ARBORG MANITOBA HUGHEILAR ARNADAROSKIR DR. GESTUR KRISTJANSSON DR. HERMANN JOHNSON DR. GUDMUNDUR LAMBERTSEN DR. OSKAR OLSON Logan and Keewatin Phone 633-7281 WESTBROOK MEDICAL CENTRE Winnipeg THE VIKING MOTOR HOTEL AND THE NORSEMAN MOTEL 37 Rooms, Dining Room Cocktail Lounge, Banquet Room, Beverage Room, Vendor, Swimming Pool. Gimli, Manitoba (204) 642-5181 r***~I / RESTAURANT Jx/ioabo/íq Authentic Danish Cooking at '"-^ Very Reasonable Prices Dinner-Srry8rrebr0d-Danish Pastriesserved daily Monday to Thursday -11:30 a.m. - 8: 30 p.m. Friday & Saturday -11:30 a.m. -11:00 p.m. 1875 Pemblna Hlghway "WINE LICENSE" Phona 261-1448 Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: JOHANN S. SIGURDSON Lundar, Manitoba Styrkið félagið og deildir þess, með því að gerast meðlimir. Ársgjald: EINSTAKLINGAR $3.00-HJÓN $5.00 Sendið ársgjöld til gjaldkera ykkar eigin deilda, eða til Lilju Arnason, 1057 Dominion St., Winnipeg, Manitoba

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.