Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1981, Blaðsíða 10
10-WINNIPEG, HÁTÍÐARBLAÐ 1981 fslendingadagurinn Þetta orð finnst að vísu ekki í ensku orðabókinni, en ætti þó að vera þar, því að það er notað almennt í fjölmiðlum og í daglegu máli hér í Manitoba. Allir vita hvað það þýðir. Þetta er einmitt dagurinn þegar flestir þeirra íslenzku frum- byggja sem enn eru ofar moldu, og afkomendur þeirra í þriðja og fjórða lið fara í sparifötin, og hefja sína himnaför til Gimli, þar sem talið er að goðin ættu heima á meðan þau létu sig heimsrásina nokkru varða. Blöðin flytja feitletraðar frétta- greinar um það helsta sem við ber á þessari árlegu útisamkomu Is- lendinga í Manitoba, einkum ef svo ber við að stjórnmálamenn ber þar að garði í atkvæðasmölun, sem ef til vill glopra því út sér að landinn slagi töluvert uppí Englendinginn og Frakkann að manngildi og hæfileikum. Bæjargarðurinn á Gimli er sleginn og rakaður, og mörg hundruð manns safnast saman úr nærliggjandi sveitum, og nú í seinni tíð einnig frá íslandi, og allir eru í sólskinsskapi þegar ekki rignir. Allra augu mæna á Fjallkonuna þegar hún er leidd til hásætis þess sem henni hefir verið fyrirbúið. Hún er klædd í skrautklæði, glæsilegan faldbúning úr hvítu silki með gullnum borðum. A höfði ber hún skjaldarmerki Islands í umgjörð úr listrænu víravirki, og gullbelti um sig miðja, þar rauður loginn brann. Hún mælir fögur orð, sem henni hafa verið blásin í brjóst, í nafni heimalandsins og stofn- þjóðarinnar. Glæsilegasta konan sem völ er á í hvert sinn er venjulega valin til að skipa sæti Fjallkonunnar, en nefndarmenn sem ráða valinu eru auðvitað ekki æfinlega sammála um hver þeirra kvenna sem geta komið til greina, sé glæsilegust, og á allan hátt verðug fyrir þennan heiður sem getur fallið sömu konu í hlut aðeins einu sinni á ævinni. Hver heldur fram sinni uppáhaldskonu, eða konu vinar síns, sem ef til viil lætur til sín taka á bak við tjöldin. í fyrri daga skeði það jafnvel að töluvert fé var látið fylgja framboði eða útnefningu fyrir hlutverk Fjallkonunnar. Því virðast .stundum lítil takmörk sett hvað menn vilja gera fyrir konur sínar þegar mikið liggur við. En þegar ákvörðun nefndarinnar er lýðum ljós í hvert sinn, láta menn sér vel líka og telja þegar sá stóri dagur er upprunninn, að aldrei hafi fegurri Fjallkona sést á þessum glæsivöllum. Íslendingdagshátíðin eins og hún fer fram nú í seinni tíð er ávöxtur af langri þróun. Til að byrja með var aðeins um dagsstundar útisamkomu- að ræða í einum af listigörðum Win- nipeg borgar. En s.l. fimmtíu ár hafa hátíðahöldin farið fram á Gimli, eru þau nú orðin mjög margbrotin, ná til fleiri þjóðflokka en Islendinga, og standa yfir allt að þremur dögum. íþróttir unga fólksins eru nú mikilverður þáttur í þessum hátíðahöldum. Ég sem færi þessar línur í letur hafði þann heiður að undirbúa og stýra þessum samkomum í fimm ár. Er mér því vel kunnugt um gang þessara mála og hefi fylgst með þróun þeirri sem hér er fram komin í áranna rás. Um langt skeið var einskonar bókmenntablær yfir þessari samkomu, og allt fór fram á íslensku. Bestu menn sem völ var á fluttu langar og efnismiklar ræður og fögur kvæði. Fjölluðu hvoru- tveggja til skiptis um ættjörðina og kjörlöndin. Stundum hallaðist þó á. Ég minnist þess eitt sinn að mér þótti nóg um lofgjörðina um Island, en þrjú skáld mæltu þá fyrir minni þess, hvert um sig í löngum ljóðum, sem stöppuðu nærri grátstöfum. Einn þeirra orti um Island eins og það var er hann fór þaðan, annar orti um ísland nútímans, (sem þá var) en sá þriðji um ísland framtíðarinnar. Þessir menn virtust hafa ort sig inní einskonar Compliments of . SOUTH VIEW WESTERN DRUG MART Ron Conigal, — Licensed Pharmacist SELKIRK, MAN. PHONE 482-5600 LUNDAR MEAT & GROCERIES ASOLOSTORE Business Phone 762-5261 Kriss Vigfússon, Res. 762-5230 Bert Lower 762-5428 Custom Cutting — Curing — Smoking Full Line of Dry Goods Hugheilar árnaðaróskir til allra íslendinga ' a þjóðminningardaginn. GOODBRANDSON’S TRANSFER LTD. DAILY SERVICE — CARGO INSURED SELKIRK, MANITOBA PHONE 482-3183 484 McPhlllips St., Winnipeg Phone 475-8313 dáleiðsluástand. Það lá við að manni vöknaði um augu, og að dapurlegt kvæði kæmi í hugann um litlu fuglana sem voru innilokaðir í búri, og hið átakanlega viðlag-þið vesalings, vesalings fangar, ég veit hversu sárt ykkur langar. I seinni tíð hefir kvæðaflutningur á íslensku horfið af dagsrkrá, enda mundi slíkt fáum skiljanlegt nú orðið. Það er með íslendingadaginn eins og Klettafjalla bóndann sem átti allt undir sól og regni. Optast eru menn heppnir með veður, en þó hefir illi- lega út af því brugðið. Eitt sinn stóð ég á ræðupalli tilbúinn að sveifla veldissprota mínum sem forseti dagsins. Kom þá allt í einu slík hellidemba að geta mátti sér þess til að allar flóðlokur himinsins hefðu opnast samtímis á augnabliki. Aldrei hefi ég séð svo stóra mannþyrping hverfa sjónum jafn skyndilega og þá. Það var engu líkara en að jörðin hefði opnast og gleypt allan mannskapinn. Ég leit þangað sem Fjallkonan sat, en hún var þá horfin. En er ég leit til hliðar, sá ég hvar einhver hvítur óskap- naður var að klifra yfir fjögurra feta háa girðingu sem umkringdi völlinn. Við frekari athugum kom í ljós að þetta var Fjallkonan sjálf. Lífvörður hennar og hirðmeyjarnar höfðu horfið út í veður og vind, en hún var samt ekki úrræðalaus. Var hún kanske ekki fulltrúi lands og þjóðar^em ekki hafði látið bugast af nátturuöflunum í gegn um aldirnar? Augsýnilega hafði val Fjallkonunnar tekist vel í þetta sinn. Það kom gleggst í ljós er á reyndi. Enn er íslendingadagurinn á næsta leiti. Gimli verður að stórborg í nokkra klukkutíma. Fólk rifjar upp gömul kynni og myndar ný vináttu- bönd. Það verður glatt á hjalla, því að táp og fjör og frískir menn, finn- ast hér á landi enn. V. J. Eylands Compliments of . . . TIP TOP FOODS Famous for our Sieaks, Bacon and Icelandic Foods MEATS — VEGETABLES — GROCERIES J. T. Arnason & Sons, Brian and Ken Phone 642-5418 GIMLI. MAI». With the Compliments of.. S. J. TERGESEN, PHARMACIST PHONE 376 2212 ARBORG, MAN. WHOLESALE—RETAIL FRESH EGGS DAILY PIC K UP A CASE AND GET CRACKING VIKING EGG DISTRIBUTORS Phone 942-4361 90 Sutherland Avenue, Winnipeg Manitoba Congratulations and Greetings to the lcelandic People $. A. THORARINSON BARRISTER ond SOUCITOR 708 294 Poitagc Atmíio Offlce Phone 942-7051

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.