Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 1
96. ÁRGANGUR Löqberq Heii LÖGBERG Stofn HEIMSKRINGLA L nskrin að 14. janúar 1888 Stofnað 9. september 1886 gla WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 NÚMER 36 Kista dr. Kristjáns borin úr kirkju. Þeir sem bárú kistuna voru, Magnússon þjóðminjavörður, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Jón taldir f.v.: Hannes Pétursson skáld, Bjarni Vilhjálmsson þjóð- Helgason forseti sameinaðs þings, Logi Einarsson forseti hæstaréttar skjalavörður, Guðmundur Magnússon háskólarektor, Þór og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Ljósm.: gel. Virðuleg og fjölmenn útför dr. Kristjáns Eldjárns Útför dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrv. forseta Islands, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og var mikið fjölmenni við hana. Meðal viðstaddra- voru forseti íslands, ráðherrar, þingmenn og sendiherrar erlendra ríkja. Auk þeirra sem viðstaddir voru, má ætla að meiri hluti þjóðarinnar hafi fylgst með útförinni í út- varpi og sjónvarpi, en flestar stofnanir og fyrirtæki gáfu frí frá vinnu meðan hún fór fram. Fánar blöktu í hálfa stöng um allt land, og hvarvetna mátti finna hvílík ítök hinn látni for- seti hafði meðal þjóðarinnar. Fyrir útförina lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgarlög en athöfnin hófst á sorgargöngulagi ur 3. sinfóníu Beethovens sem Marteinn H. Friðriksson dómorganisti lék. Þeir sálmar sem fluttir voru við athöfnina voru: Á hendur fel þú honum, Hærra minn guð til þín, Heyr himnasmiður jeftir Kolbein Tumason) og Allt eins og blómstr- ið eina.^r. Þórir Stephenson dóm- kirkjupresfur las úr ritningunni og sr. Ólafur Skúlason dómprófastur flutti bæn. Biskupinn yfir fslandi herra Pétur Sigurgeirsson jarðsöng. Á undan ræðu hans lék Guðný Framh: á bls. 5 Líkfylgdin ekur suður Fríkirkjuveg. Skátar standa heiðursvörð. Ljósm.: gel. Fyrir altari; kistan sveipuð íslenska fánanum. Mikill fjöldi blómakransa barst vegna útfararinnar. Ljósm.: gel.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.