Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 1
 96. ARGANGUR WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 NUMER 36 Kista dr. Kristjáns borin úr kirkju. Þeir sem bárií kistuna voru, Magnússon þjóðminjavörður, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Jón taldir f.v.: Hannes Pétursson skáld, Bjarni Vilhjálmsson þjóð- Helgason forseti sameinaðs þings, Logi Einarsson forseti hæstaréttar skjalavörður, Guðmundur Magnússon háskólarektor, Þór og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Ljósm.: gel. Virðuleg og fjölmenn útför dr. Kristjáns Eldjárns Útför dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrv. forseta íslands, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og var mikið fjölmenni við hana. Meðal viðstaddra- voru forseti íslands, ráðherrar, þingmenn og sendiherrar erlendra ríkja. Auk þeirra sem viðstaddir voru, má ætla að meiri hluti þjóðarinnar hafi fylgst með útförinni í út- varpi og sjónvafpi, en flestar stofnanir og fyrirtæki gáfu frí frá vinnu meðan hún fór fram. Fánar blöktu í hálfa stöng um allt land, og hvarvetna mátti finna hvílík ítök hinn látni for- seti hafði meðal þjóðarinnar. Fyrir útförina lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgarlög en athöfnin hófst á sorgargöngulagi. úr 3. sinfóníu Beethovens sem Marteinn H. Friðriksson dómorganisti lék. Þeir sálmar sem fluttir voru við athöfnina voru: Á hendur fel þú honum, Hærra minrí guð til þín, Heyr himnasmiður (eftir Kolbein Tumason) og Allt eins og blómstr- ið eina. -Sr. Þórir Stephenson dóm- kirkjupresíur las úr rítningunni og sr. Ólafur Skúlason dómprófastur flutti bæn. Biskupinn yfir fslandi herra Pétur Sigurgeirsson jarðsöng. A undan ræðu hans lék Guðný Framh. á bls. 5 Líkfylgdin ekur suður Fríkirkjuveg. Skátar standa heiðursvörð. Ljósm.: gel. Fyrir altari; kistan sveipuð íslenska fánanum. Mikill fjöldi blómakransa barst vegna útfararinnar. Ljósm.: gel.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.