Lögberg-Heimskringla - 15.05.1987, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 15.05.1987, Blaðsíða 7
ALDARAFMÆLISÁR, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987-7 Minning Marin Guðmundson Marin Guðmundson andaðist 6. Mars, 1987 á Health Science Centre, Winnipeg, Man. eftir stutta legu. Marin fæddist 27. júní, 1915 í Arborg, Man. og ólst upp á bændabýli þar skammt frá hjá ömmu, móðir og móður bróðir. Fjölskyldan: Jónas Gíslason, María Jónsdóttir Gíslason og börn þeirra Jón og Ingibjörg fluttust frá Hugljótsstöðum í Skagafirði til Ameríku árid 1888 og settust fyrst að í Mountain, N. Dakota, en fóru svo til Nýja Islands 1901 og settust að á S.E. 25-22-2E. og bjuggu þar alla sína ævi. Jónas dó 1907. Mentun sína fékk Marin á Islands og Ardals skólunum. en eftir skólagönguna tók hún námskeið í húsmóðursstörfum, sem haldið var í Arborg. Það námskeið kom henni í góðar þarfir þegar hún tók við sínu eigin heimili. Þann 4. Mars. 1939 giftist hún Kristjóni Guðmundssyni frá Arborg. Séra Sigurður Olafsson framkvæmdi hjónavigsuna. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Lillian, Aldísi (sem dó skömmu eftir fæðingu) Beverley og Lawrence. Marin var góð móðir og tók raunverulegan þátt í uppeldi barna sinna. Hún tók ríkan þátt i mentun og allri starfsemi þeirra, gladdist af framkvæmdum þeirra þegar vel gekk og veitti þeim styrk þegar á móti bles. Marin og Kristjón voru mjög samhend og sameiginlega mættu þau láni og óláni, sem ætíð fylgja bóndastöðunni. Fyrstu árin voru erfið. Þau settust að á landi Ingibjargar, móðir Marinar og auk þess að ala upp þrjú börn þurfti hún að líta eftir aldraðri móðir sinni til hennar hinstu stundar. Ingibjörg dó 5. agust, 1956. Á þessum árum hjálpaði hún oft vinum og vandamönnum, sem áttu í erfiðleikum. Hana hafði alltaf dreymt um að þau hjónin gætu fært bústað sinn og 1962 varð sá draumur að veruleik og þau hjónin, Beverley og Lawrence fluttu á núverandi bústað þeirra, skammt frá Arborg. Þau byggðu þar indælt heimili og Marin gat haft stóran blóma og matjurta garð, sem hún annaðist með alúð til dauðadags. afurðirnar gaf hún vinum og vandamönnum því þær voru ætíð meiri en heimilið gat notað. í fleiri ár hafði hún kostgangara, flestir af þeim voru læknar, pólutí, dýra læknar eða kennarar, sem stöður höfðu í Arborg. Þetta fólk kom frá fylkjum Canada og eins langt að eins og frá Suður Afríku. Hún reyndist þessu fólki framúrskarandi vel og það hélt vinskap við hana löngu eftir að það fór frá Arborg. Þegar stjúpmóðir Kristjáns, Lóa Guðmundson missti mann sinn og gat ekki lengur litið eftir heimili sínu, voru það Marin og Kristjón, sem tóku hana inn á sitt heimili og hún bjó hjá þeim Nærri fimmtán ár. Eftir að börnin voru uppkomin fór Marin að vinna meira að kirkju og byggðar málum. Hún var í safnaðarnefnd Ardal Lúthersku kirkjunnar og sinnti í mörg ár fjámálaritara embætti þar. Þegar dauða hennar bar að var hún í stjórnarnefnd kvennfélagsins, altarisnefndinni, bygginga og grafreits nefndunum. Hún saung líka í söngflokk Ardal-Geysir Luthersku kirkjunnar. í mörg ár var hún í stjórnarnefnd Búnaðarfélags byggðarinnar (Arborg Agricultural Society) og var gjörð heiðurs meðlimur þeirrar stofnunar 1984. Sumarid 1976 fóru Marin og Kristján skemmtiferð til íslands. Það ferðalag veitti þeim ógleymanlega ánægju. í Júní 1983 byrjaði Marin að safna upplýsingum fyrir nefndina, sem er að vinna að útgáfu bókar, "History of Arborg and District", sem út á að koma áður en langt um líður. Þratt fyrir allt annríkið gaf hún sér samt tíma til að skrifa í dagbók sína síðustu fjörutíu og átta árin. í þeirri bók er mikill fróðleikur. Marin var opinská og hreinlynd, sagði alltaf meiningu sína og hélt fast við skoðanir sínar, hvort sem mönnum líkaði vel við þær eða ekki og var hún virt fyrir þann eiginleika sinn. Hún var framúskarandi dugleg kona og henni slapp aldrei verk úr hendi. Sagði að Guð hefði gefið sér heilsu til þess að hún gæti unnið eitthvað þarft. Jafnvel þegar hún fór á spítalann í síðasta sinn spruði hún dætur sínar hvort þær hefðu munað eftir að koma með prjónana sína. Fyrir utan hennar elskandi eiginmann syrgja hana dóttir, Lillian, maður hennar Herman Skulason og þrjú börn þeirra, Darrell, Diana, Denise og unusti hennar Darryl Smolinski, einnig barna barn Christopher Skulason; dóttir Beverley, maður hennar Marvin Wagner og börn þeirra Jonathan og Suzanne frá Dauphin, Man. og sonur Lawrence, frá Winnipeg. Á undan J.P. Stephanson is dead at 85 vr Joe Stephanson, long-time resident of Winnipegosis, Manitoba, died on April 21, 1987 at the Winnipegosis Care Home after having been in hospital for several months. Joe was born in Hallson, North Dakota, October 18, 1901. He was the son of Thorarin and Olina Stephanson. In 1902 the family moved to Red Deer Point, one of a number of Icelandic families that settled on the western shores of Lake Winnipegosis, a few miles north of the village of Winnipegosis. Joe grew up on Red Deer Point and spent most of his life working in the fishing, lumbering and dredging business in the Winnipegosis area. Joe was predeceased by his wife, Peggy, who died in 1982. Joe is sur- vived by sons Philip of Edmonton, Alberta, David of Port Coquitlam, B.C., and Wayne of Saskatoon, Sask.; sisters Mrs. Helga Stefanson and Mrs. Kristjana Thorsteinson of Win- nipegosis and Mrs. Anna Fleming of henni eru farnir tveir dóttur synir, David og Daniel Skulason. Barna-börnin gleyma ömmu sinni aldrei. Hún reyndist þeim alltaf vel og þau muna ætíð gjafir hennar á Jólum og afmælum, ullar — sokkana, vetlingana og teppin og margt fleira. Einnig sakna hennar Önnur ættmenni og margir vinir. Blessuð sé minning hennar. "Far Þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir alt og alt . . .” H.S. Mrs. Thorlakson dies Gladys Maree Thorlakson passed away. on Sunday, May 10, 1987 at Health Science Centre, she was the beloved wife of Dr. Paul H. T. Thorlakson. Hamilton, Ontario. Funeral Services were held Satur- day, April 25, 1987 in the Win- nipegosis United Church with inter- ment in the Winnipegosis District Cemetery. Pallbearers were Darrell Stephanson, Tim Stephanson, Lori Stephanson, Shannon Stephanson, Ardith Stephanson and Don Burgess. Five of the pallbearers are grand- children of the deceased. Joe and Peggy are together again. Both are sorely missed by their fami- lý and friends. L.P.C. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Pastor John V. Arvidson Pastor Ingthor I. Isfeld 10:30 a.m. The Service followed by Sunday School & Coffee hour. c Donations to Lö Jon Sigurdsson Chapter — ögberg-Heimskringla | - IODE — Winnipeg.$100.00 I BARDAL FCJNERAL HOME AND CREMATORIOM \A/‘nn‘Pe9s original Bardal Funeral Home has Wbeen seruinq the citu's needs since 1894. CALL 774-7474 24 Hours a Day 843 Sherbrook Street

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.