Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 7
ÝMSIR leikhúsmenn hafa Sklifað á því, að það sé orðið, sem sé grundvöllur leiklistar- innar, Sire le Mot, eins og Gaston Baty orðaði það. Eigi að síður eru til þau tímabil í menningarsögunni, þegar leiklistin og bókmenntirnar fóru hvor sína leið. Þannig er um commedia dell’ arte hina ítölsku: hún var vissulega ekki bókmenntir og þar voru jafnvel ekki skrifaðar sam- ræðúr lagðar til grundvallar, en háþróuð leiklist var hún eigi að síður og á rætur að rekja alla leið til atellanae- farsanna á dögum Rómverja og ef til vill (eins og sumir halda fram) allt til leikforms hjá Grikkjum. Bókmenntir verður commedia dell’ arte ekkj fyrr en hjá Moliére og Goldoni. Moliére. sem ekkivar. aðeins mikið skáld held.ur og' mikill leikhúsmaður, var ílæri hjá ítölskum commedia dell- arte leikurum í París. Þess sér merki í ritverkum hans (t. d. George Dandin), svo sem al- kunna er, og þess hefur ugg- laust einnig séð mikil merki í leiknum hjá Moliére og leik- flokk hans. Þegar nú sænski leikstjór- inn Hans Dahlin setur á svið í Þjóðleikhúsinu skopleikinn George Dandin eða Eiginmað- ur í öngum sínum, eftir Moli- ére, þá er það eðlilegt og í rauninni eftirsóknarvert, að Lárus og Herdís. Þjóðleikhúsið frumsýnir: DANDIN hann beinir sýningunni inn á þessar brautir. Bæði er það. að ætla mætti, að við það yrði leikritið aðgengilegra og skemmtilegra fyrir íslenzka áhorfendur og ekki síður hitt, að þá gefst honum að sumu leyti fijálsara form að vinna að með íslerzku leikurunum, ,sem eru ekki ald;r upp við þann hálf-,.akademiska“ st’l, sem t. d. er ræktaður á Comé- die Frangaise; það er nú einu sinni svo, að stíll er gestur í loiklist okkar, en ekki heima- gangur. Leikstjórinn beitir ríku hug- myndaflugi og ýmsum skemmtilegum brögðum til að ná þeim áhrifum, sem hann vill ná. Hann prjónar við leik- inn að framan og aftan og inni í millum og hefur að því góð fordæmi: Sýningin hefst á því að umferðaJeikflokkur kemur syngjandi að og fer að búa sig tmdir sýningu Leikararnir syngja á frönsku, en vísurnar eru prentaðar í leikskrá í á- gætri íslenzkri þýðingu dr. Sigurðar Þórarinssonar og hefði kannski farið betur á að flytja þær á því máli, einkum af því að framburðurinn var langt frá að vera hafinn yfir gagnrýni hjá flestum leikur- unum. Nú, svo býst ég við það sé tímaskekkja að láta ballettmeyjarnar æfa positi- ons við slá, ef ætlunin er að leiða áhorfendann aftur til daga Moliéres, en þetta eru smáatriði, sem ég hefði ekki minnzt á ef Bryndís Schram hefði sagt stúlkunum svolítið skörulegar fyrir verkum. Það er annars Bryndís sem heíur samið dansana og æft þá og má segja að hún fari snctur- lega af stað. í næturdansinn fannst mér hún reyndar fara óþarflega troðnar slóðir, og eins þegar leikstjórinn lætur í entreacte skopstæla það sem í leikritinu gerist (þetta er að góðum og gömlum sið), þá verður of lítið úr því atriði. Bryndís syngur þarna og dans ar. eins og ballerinur og cant- arinur þessa tímabils gerðu,. og vinnur, sem fyrr hug áhorf- enda með einstaklega aðlað- andi framkomu. Þetta var umgjorðin og inn- skotin, og þó að það sé kannski ekki eins gneistandi og gera hefði mátt, þá hygg ég að það hafi í heild sinni haft tilætl- uð áhrif. Og þá skulum við snúa okkur að leikritinu SjálflL Skopleikurinn um George Dandín er ritaður 1668 og fyrst sýndur sama ár. Eíni hans er um ríkan bónda, (þett; | efni mun fyrst koma fyrir í leikbókmenntum hjá Aristo- fanesi í Skýjunum); sem hef- ur „kvænzt upp fyrir sig“ og gengið að eiga stúlku af æðri stétt. en hið eina, sem hún og foreldrar hennar virða v'ð hann eru peningar hans. Það er vitaskuld meira en mein- laust grín á seytjándu öld að hæðast að aðli, sem ekkert hef ur til brunns að bera nema sitt erfiða, fína nafn, en Ge- orge Dandin er ekki án skuld- ar sjálfur: hann hefur keypt sér konu með peningum sín- um, án þess að spyrja um til- finningar hennar: „Þetta vild- irðu, George Danfdin" er við- kvæðið. Þar við bætist, að eig- inkonan getur ekki annað en látið eftir sér að líta aðra rrtérni hýru auga: hana langar að lifa eins og hún orðar það. Moliére. er beizkur í þessum skopléik og menn hafa skýrt það sem svo, að þar brjótist fram persónuleg vandamál hans: hann hafði að visst: leyti „kvænzt upp fyrir sig“, kona hans, leikkonan Arm- ande Béjart, var að vísu ekki æðri stéttar, en hún var tútt- ugu árum yngri en hann. Þetta leikrit er að þessu til skylt öðru Moliére-leikriti: L’école des femmes, eða Hjónabands- skólanum og það þarf ekki að vera tilviljun að Moliére og Armande fara með aðalhlut- verkin í báðum þessum leikrit- um, þegar þau eru fyrst sýnd. Leikhúsmaðurinn Moliére skrifaði nefnilegá leikrit sín fyrir leikflokk smn. Það væri fróðlegt að vita til fulls, hvernig þau.léku þetta leikrit. Sérfræðingar álíta flestir, að Moliére hafi lagt á- herzlu á hinar skoplegu hliðar Dandins, kannski leikið nær eingöngu á þá strengi. •— En Moliére hefur reyndar gætt Dandin svo mörgum geðfeild- um, alvarlegum eiginleikum, að það myndi vera skapfelli- legra nútímamönnum að hafa hann ekki aðeins að háði og spotti. Og þegar nú Lárusi okkar Pálssyni með öll sín mannlegheit er falið.hlutverk ið, var fremur hætta á að hann hlyti svo óskipta samúð okkar, að allt jafnvægi rask- aðist og leikritið yrði enn grimmilegra en þörf er á, og skemmtilegast væri. En leik- stjórinn hefur séð ráð við því. Clitandre, sá, sem er að gera hosur sínar grænar fyrir Ang- elique, eiginkonu Dandins, er ekki gerður að þeim fallega trédrumbi, sem elskhugarnir eru oft í klassiskum gaman- leikjmn, heldur eru honum léðir ýmsir eiginleikar tveggja commedia dell’ arte-persóna, Pantalone (t. d. fótaburður) og II capitano (t. d. hermennsku- stærilætið) og þetta gerir þennan spjátrung enn skop- legri. Fjuir bragðið á Dandin e'kki eins ójafnan leik. Rúrik Haraldssyni tekst líka mæta- vel að koma þessu til skila og er nálægt því að gera úr bví listræna heild. Við þetta bæt- ist að leikstjórinn lætur Her- dísi Þorvaldsdóttur ekki ]ýsa Sve/nn Einarsson skrifar um leiklisf Angelique sem þeirri slóttngu„ útreiknandi, grimmu konu, sem hún er stundum höfð, — heldur miklu fremur ssni stelpugopa, sem. veit ekki almennilega hvað hún er að- gera, en gerir þó allt af eðiis- hvöt og leikþörf; og espast v’u>- hverja hindrun. Þannig næm leikstjórinn fram spennu og jafnvægi í rökréttri túlkun. Áhorfandinn er í fyrstu ekkv jafn sannfærður og Dandin, um að hann sé að verða kokk— áll, og ve-it ekki fremur en Angelique hversu mikil alvara- henni er í byrjun. Sýningin er heilsteypt og gæ-dd meiri þokka en maður hafði þorað að vona. George Dandin verður eitt bezta hlat- verk Lárusar Pálssonar. Víst er hann skoplegur, en ekki svo á hann halli, og víst er hanr»,, mannlegur, en þó ekki um of,_ svo alvaran verði til þyngsla. Hann er í senn skoplegur og mannlegur og túlkun han»r minnir á orðið leikhúsmenn- ingu. Herdís leikur Angelique* af öryggi, glæsileik og þokkae og Rúrik kemur skemmtllega á óvart í sínu hlutveki. Har- aldur Björnsson leikur tengdu föður Dandins, herrann tíe- Sotenville, sem hér er mjög stílgerð maantegund, Haraid- ur kann sína klassík og vek- ur mikinn fögnuð. Þá er Bessi Bjarnason ómótstæðileg Framhald á 14. síðu. Bessi og Rósa SigurSardóttir. Alþýðublaðið — 9. nóv. 1960 ff'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.