Alþýðublaðið - 09.11.1960, Side 13

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Side 13
fimmtugur f DAG er Bragi S i g - u r j ónsson, ritstjóri fimm- tugur. Hann er faeddur á Ein- arsstöðum í Reykjadal 9. nóv. 1910. Foreldrar hans voru Sig- urjón Friðjónsson, skáld og 'bóndi og Kristín Jónsdóttir. Svo má kalla að Bragi væri fæddur til skáldskapar og rit- starfa. Faðir hans var sem kunnugt er skáld gott, þótt haeira orð hafi flogið af Guð- jnundi bróður hans á Sandi, en allir voru þeir bræður skáldmæltir vel og ritfærir í bezta lagi. Móðurbróðir Braga var Björn Jónsson, sem um mjög langan aldur var rit- stjór.i á Akureyri. Bragi ólst upp í stórum systkinahóp á Laugum. nam við Laugaskóla, og fór síðan í Kennaraskólann og !auk prófi þaðan 1931. Síðar brá fhann á það ráð, að taka gagn- fræðapróf utanskóla við Menntaskólann á Akureyri, en stúdentsprófi þaðan lauk hann 1935 þá nær 25 ára að aldri. í háskólanum sat Ihann einn vetur, stundaði þar nám í ís- lenzku og lauk heimspekiprófi. Hefur hann verið búsettur á Akureyri síðan. Stundaði hann kennslu fyrstu árin, að- allega í Gagnfræðaskólanum, en fékkst þó við ýmis önnur störf samtímis, en 1946 gerðist hann fulltrúi hjá bæjarfógeta Bragi Sigurjósson. ag hefur farið með umboð al- mannatrygginganna í Eyja- fjarðarsýslu og hin síðari ár emnig á Akureyri. Snemma mun Bragi hafa íengið áhuga á landsmálum. svo sem þeir frændur hans — Leið og eigi á löngu eftir að hann settist að á Akureyi-i að hann tæki að sinna þeim mál- um. Gekk hann þá brátt í Al- þýðuflokkinn, og gerðist einn af forystumönnum 'hans. Átti hann þá þegar drjúgan þátt í, að flokkurinn tók framfara- kipp sem um .munaði 1946. En nrið 1944 var Bragi kosinn for- maður flokksfélagsins, hefur hann setið í stjórn þess lengst- um síðan, og mikið af þeim tíma verið formaður þess. í flokksstjórn Alþýðuflokk sins hefur hann setið síðan 1950. Það var ekki nema eðlilegt, að mjög yrði til hans litið um opinber störf af hálfu flokks- ins. Hefur hann setið í ’oæjar- stjórn ýmist sem varamaður -eða aðalmaður síðan 1946, og starfað þar í flestum hinna mikilvægari nefnda. í kjöri við alþingiskosningar hefur hann oft verið í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum, og 1956 í Austur-Húnavatnssýslu. Sat hann þá á þingi um hríð sem varaþingmaður. Ótalið er ,það starfið, sem umfangsmest og tímafrekast hefur verið, en það er ritstjórn Alþýðumanns- ins, en ritstjóri hans hefur Bragi verið síðan 1947. Þá gaf hann út tímaritið Stíganda á- samt öðrum 1943—1949, og skrifaði mikið í það rit, cg vöktu margar greinar hans þar almenna athygli. En auk þess sem nú er talið, og kalla mætti fullkomið dagsverk og meira til, hefur hann gefið út fjórar ljóðabækur, eitt smá- sagnasafn og séð um útgáfu hins geysimikla ritverks Göngur og réttir, sem eru fimm stór bindi. Þá hefur hann einnig fengizt nokkuð við þýðingar. Þegar þess er gætt, að rit- störf öll, þar á meðal ritstjórn- Nlræ'ðor verður í dag iyiiuiilisr Sæmynáis0ii GUÐMUNDUR SÆMUNDS- SON til heimilis að Rauðalæk 4 verður núæður í dag, Hann er fæddu.r að Grjóti í Þverár- hlíð í Borgarfirði. Faðir hans dó þegar hann var 6 ára að Guðmundur Sæmundsson. aldri, og varð móðir hans þá að bregða búi og barnahópur- inn tvístraðist. 14 ára flutti hann til Árna pósts í Lækjar- hvammi í Reykjavík. Fór hann þá strax til sjós og var á skútum í samfleytt 20 ár, leng'st af hjá Milljónafélag- inu. .Síðast var hann á kútt- ernum Skarphéðni, sem seinna var seldur til Færeyja. Jafnframt var hann oft í póst ferðum á sumrin, aðallega til Hjarðarholts í Laxárdal. í 35 ár vann hann við höfnina í Reykjavík, m. a. að byggingu hafnargarðsins og Ægisgarðs. Guðmundur kvæntist Guð- rúnu Jónsdóttur frá Litlu- tungu í Miðfirði og eignuðust þau 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Konu sína missti hann fyrir 5 árum. Hann er einn af stofnendum Dagsbrúnar og heiðursfélagi og hefur einnig verið í Alþýðuflokknum frá upphafi. Alþýðublaðið óskar honum til hamíngju á þessu merkisafmæli. ina, hefur hann unnið í tóm- stundum að loknu dagsverki, hljóta menn að undrast, hverju Bra-gi hefur fengið af- kastað. Enda er það á vitorði allra, er til þekkja, að hann er starfsmaður ;með ágætum. Þó er enn ekki getið þess starfs, sem hann hefur lagt af mörk- um í þágu flokksins við alls- konar félagsmál, kosninga- undirbúnin.g og þess háttar. En engum. er gert rangt til, með því að fullyrða að þar hefur hann unnið meira öll- um flokksmönnum á Akureyri nú um margra ára skeið, og verður það aldrei ofmetið. Blaðamennskan ein er mik- ið starf, því að svo má kalla, að Bragi skrifi blaðið einn tímunum saman. 'Hann er hug- kvæmur 'blaðamaður, rökfast- ur og gagnorður, en um leið harður baráttumaður, og fer honum stundum, eins og skap- miklum mönnum er títt, að hann knýr fram harðari and- stöðu en ef til vill hefði verið nauðsynlegt. í deilum er hann í senn beinskeyttur og harð- skeyttur og svíður undan örv- um hans. í ræðum koma fram flestir hinir sömu kostir og í blaðamennskú. Honum lætur vel að draga fram meginatriði hvers máls og gefa um það glöggt yfirlit. En þótt Bragi Kemvood-hrærivélin er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél hrænvél fyrir yður . . . býður hin nýja KENWOOD CHEF hrærivél nú alla þá hjálparhluti, sem liugsanlegir eru, tii hagræðis fyr- ir yður, og það er ekkert erfiði að koma þeim í sam- band, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli allt — jafnvel þykkasta deig. — Þeir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér horfið aðeins undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. asÉSk., .i,.- Engin önnur hrærivél getur létt a£ yður jafnœörgu leið- inda erfiði, — en þó er hún falieg og síílhrein. Ef yður vantar hærivél, þá .. LífiS á Kenwood — Lauinin er Keuwood sé harður bardagamaður, er hann einnig laginn samninga- maður, ef þess gerist þörf. Ungur hóf Bragi að yrkja, enda er skáldablóðið ríkt í ættum hans, og grunur minn er sá, að hugur hans hafi staðið meira til starfa á sviði bókmennta, en fást við hið pólitíska argaþras og rit- stjórn, þótt forlögin hafi hag- að því svo, að til þeirra hluta hefur hann varið miklu af tíma sínum. Eins og fyrr seg- ir, hefur hann gefið út fjórar ljóðabækur, og með þeim rutt sér rúm í fremstu röð hinna yngri skálda. Heldur hann fast við forna skáldskaparhefð um form og rím, og kann vel með að fara. Ljóð hans hafa ætíð nokkurn boðskap að flytja. 'Hann yrkir af þörf hjartans, en ekki til þess eins að láta frá sér fara innan- tóman orðaleik. Oft er hvöss áaeila í ljóðum hans, stundum mörkuð af baráttu dagsins, hann rifjar einnig upp forn minni og sögur, og hann fagn- ar einlæglega fegurð lífsins og náttúrunnar, Að mínum dómi nær hann sér bezt í skáldskap sínum þegar hann yrkir lýrisk Ijóð, og þó bet- ur í hinum seinni ljóðum, en hann er sívaxandi skáld. Ekki eru sögur hans jafnsnjallar Ijóðunum, þótt þar sé margt vel sagt. Bragi er kvsenur ágætri Franthald á 14. síðu. AlþýSublaðið — 9. nóv. 1960 J3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.