Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 2
jBHrtjiSgmr: QMl 3. Astþðmass (áb.) ou Benedtkt GrPndai, — FuUtmar rlt- -JMámitr: Eígvaldl Hjálatarsson og IndriBl G. Þorsteinsson. — Fréttastjón. SJSrgvin GuBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasin*. — ABsetur: AlþýBuhúsiB. — Prentsmiðja Albýðublaðsins. Hvertis. ■Jrti 8—10. — Askrlftargjald: kr. 45,00 á œánuði. í lausasflu kr. 3,00 eiet iflOlrfr""11 AlþýBuílokkurlnn. — Íraxnkviamdastjórií Sverrir Kjartansson Árásirnar á SH og S/S ] IJM ÞESSAR MUNDIR stendur yfir mikil aðför | að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Eru ýms blöð 1 full af ásökunum í garð forráðamanna stofnunar- í innar um brask, fjársukk og fleiri afbrot, svo að ] jafnvel á alþingi er komin fram tillaga um víð- ] tæka rannsókn á vissum fjárreiðum hennar. ] Þessar árásir á SH minna mjög á þá hálega i stöðugu hríð, sem árum saman hefur verið gerð ] íað kaupfélögunum og Sambandi íslenzkra sam- ■ vinnufélaga. Virðast hinar stóru fyrirtækjasam- ] steypur, sem einkenna eífnahagsíþróun síðari ára í hér á landi, ætla að fá lítinn starfsfrið, en eiga 1 -\ on á stöðugum árásum. Með þesum orðum er engan veginn sagt, að ekk- J ert sé athúgavert í fari þessara stofnana, og þar 1 sé ekki ástæða til gagnrýni. Olíumálið er sönnun I Jþess, að svro er, en fróðiegt væri að vita, hvrað | kæmi í Ijós, ef 10—20 stórfyrirtæki í landiínu : væru sett undir smásjá rannsöknardómara á sama ■, hátt og það félag. i í sambandi við þær deilur, sem staðið hafa um ] SH og SÍS og raunar nokkra fleiri aðila, er rétt j &ð athuga tvö sjónarmið: ; 1) Því verður ekki neitað, að þessar árásir eru fyrst og fremst pólitískar í eðll sínu. Pólitík : fjallar um völd í þjóðfélaginu og mikil völd myndast þar sem margvísleg starfsemi og mik- ið fjármágn safnast í eina heild. Höfuðtilgang- ur árásanna á samvinnufélögin hefur verið að skaða Framsóknarflokkinn, rétt eins og höfuð- tilgangur árásanna á SH nú er að skaða Sjálf- stæðisflokkinn og þar með ríkisstjórnina. . 2) Þessar pólitísku árásir falla jafnan í góðan jarðveg hjá almenningi af því að hér er rót- gróin tortryggni á þeim, sem eru stórir, Oft er ástæða til gagnrýni, en litlar upplýsingar íyrir almennini um starfsemi þessara stórfyrirtaekja. Hér vantar algerlega löggjöf um starfsemi stórra efnahagssamstæða, sem setur reglur um lýðræðislega stjórn þehra, op- inbera birtingu á skýrslum og reikningum fyr- irtækjanna og allra dótturfyrirtækja þeirra. Þetta er mjög veigamikið mál fyrir þjóðina. j Annars vegar er ástæða til þess fyrir lítið þjóð- ! félag að láta ekki of mikið efnahagslegt vald safn- i nst ,í fáa staði, en hins vegar er sú viðskiptalega nauðsyn að eilga stofnanir, sem eru nógu stórar til samkeppni á erlendum vettvangi og til fram- • kvæmda, sem smærri aðilar ráða ekki við hér : heima. OG I>RATT FYRIR mjög miklar breytingar hefur þetta sáralítið breytzt. Að visu er upprisinn dálitill hópur manna — og þá helst þeirra, sem lifa helft aevi sinnar í selsköpum, sem gefa mikið fyrir titla og orður. En þessi hópur er fá- mennur — og allur almenn- ingur annaðhvort skilur hann ekki, lætur sér fátt finn- ast um blaður lians, eða bók- staflega fyririítur liann. E.-ÐA ER ÞET7A EINTÓMUR HEGOITASKAPUR? HANNES er búinn að segja skoðun sína, Hefur þú skoðun á málinu? Hvað segirðu inn að senda okkur línu og segja þitt álit ‘ ÉG ÆTLA MÉR EKKI þá dul að fara að kanna ástæður fyrir þessari sérkennilegu af- stöðu þjóðarinnar til titla og heiðursmerkja, en að líkindum stafar hún af því, að lífsbar- áttan var grimmileg gegnum margar aldir — og þeir sem lentu í svarra hennar og sigr- uðu á sjó eða landi — skildu eftir sig sagnir um það, sem allt fólkið dáðist mest að: dáð- ir, hetjulund, afköst — og þrek í þrautuin. hafa verið að hálfriddurum eða heiiriddurum — og þekki ég engan þeirra, enda deili ekki við neinn um verðleika þessara manna. En þetta vil ég segja af því tilefni. Orðuregnið er eins og úrhellisdemba fram- an í okkur. Hvað, sem hver segir, þá er þetta helber hé- gómi. Ég hef líka grun um, a<S þetta finnist öllum, ekki að- eins almenningi, heldur og orðunefndinni sjálfri. Ekki getur ómerkilegri athöfn en orðuveitingu. Ein af merkustu konum landsins hlaut orðu fyr- ir mörgum árum. Hún átti þá heima hjá kunnum athafna- manni hér í bænum. Ekki var Framh. á 12. síðu. , EIGA ÞÆ.R AÖFÁ 0Rf)U? ÍSLENDINAR eru víst að ýmsu leyti undarleg þjóð. Þeir hafa til dæmis aldrei verið gefuir fyrir titlatog, orður eða svokölluð heiðursmerki. Þeir hafa orðið vondir ef einhver með metorð hefur belgt sig upp, og þeir hafa gert góðlát- legt gaman að þeim, sem skreytt hafa sig með orðum, eða öðrum einkennum „heldri manna“. Hins vegar gátu þeir, hafið góðan vísnamann til skýj anna, borið virðingu fyrir hon- um og gert honum margt til góðs, jafnvel þó að hann væri ekki við eina fjölina felldur í drykkjusiðum. ÉG TALA NÚ EKKI um af- stöðu þeirra til mikilla sjó- sóknara og afburðamanna í baráttu við náttúru landsins. Þegar ég minntist bernsku minnar og unglingsára heima í litlu sjávarþorpi, þar sem sjó sóknin var alltaf lífshættuleg, minnist ég þess. Ég þykist að minnsta kosti ekki muna aðra, sem mikil virðing var borin fyr ir en heppnisformenn nokkra, sem sóttu sjóinn fast, kunnu lag á sundunum — og öfluðu vel. Fyrir sýslumanninum var engin sérstök virðing borin og varla fyrir prestinum — og var hann þó mikill gáfumaður. MAÐUR, SEM MÆTIR með orðu á brjósti verður í augum fjölda manna eins og hálfgerð grinfigúra. Ég hef orðið var við þetta við ákveðin tækifæri. Það er eins og' fólk líti svo á að ef menn hafa mikla verð- leika á einhver.ju sviði, annars virðast orður ekki alltaf veitt- ar samkvæmt verðleikum, þá eigi þeir sem allra minnst að hafa það á orði sjálfir, — og ef þeir hafi hlotið einhverja viðurkenningu fyrir þessa verð leika, hvort sem hún er rétt- mæt eða ekki, þá eigi þeir síst af öllum að ver.a að flagga því. NÝLEGA er afstaðið orðu- regn. Heill listi hefur verið birtur af mönnum, sem gerðir ÁHANNAÐFÁOR-ÐU? -.,2 29. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.