Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 3
Auka þarf ossæzlu i Selfossi, 24. jan. FYRSTU sex mánuði ársin's 18G0 var aðeins starfandi einn iögregluþjónn hér á Selfossi, síðan hafa verið tveir, auk þess einn cr starfað liefur um helg- ar og þegar meira hefur verið að gcra. Rifreiðaeftirlitsmaður- inn hefur eins og áður unnið við löggæzlusíörf í hjáverkum. Auka þarf löggæzluna hér í Árnessýslu, einkanlega yfir sumarið, en þá skapast margs- konar vandamál af hinni miklu umferð er streymir um hérað- ið. Má í því sambandi nefna að athugun hefur leitt í ljós, að það er ekki fiarri lagi að tvær bifreiðar aki eftir Austurveg- inum á hverri mín. að deginum til yfir sumarið. Nauðsynlegt mun á næstu tímum að koma á föstum vökt- um hér hjá lögreglunni, ekki sízt vegna sjúkraflutninganna, sem hér eru mikið og vaxandi starf en eins og ársskýrslan sýnir, þá eru farnar 47 ferðir á árinu 1960 umfram það, sem var árið á undan. Mjög oft harf að fara ferðir þessar skyndilega og getur riðið á mannslífum að skjótt sé brugðið við. Ekki hefur enn, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, tekist að fá neitt framlag frá hinu opin- bera til löggæzlu hér í Árnes- sýslu, og má slíkt furðu gegna, þegar litið er á, að hið optn- bera mun veita styrki til ým- issa bæja úti um landið, ef þangað eru væntanlegir nokkrir síldarbátar einhverntíma sum- ars. Hin mikla umferð hér yfir sumarmánuðina er að miklu leyti fólk víðsvegar að af land- inu, sem er í sínum sumarleyf- um og er ekki óalgengt, að í sambandi við það komi ýmis- legt það fyrir, sem lögreglan þarf að sinna, svo sem bifreiða- árekstrar, slys ýmiskonar og svo almennt eftirlit. Af framansögðu virðist ekki óeðlilegt að hið opinbera legði nú eitthvað af mörkum til að hægt yrði að halda áfram þjón- ustu þessari og heldur auka hana heldur en hitt. Það sem af er ianúar hefur að meðal- tali verið farin ein ferð á dag í sjúkraflutninga. í lengstu ferðina fer allur dagurinn. Úrdráttur úr daghók lögregl- unnar í Árnessýslu árið 1960: 1 Kærðir fyrir ölvun á al- mannafæri 78 menn. 2 Færðir voru í fangelsi sök- um ölvunar 47 menn. 3 Kærðir sökum ölvunar við akstur 16 menn. 4 Slasaðir vegna ölvunar 6 menn. 5 Á árinu lentu í árekstrum 96 bílar. 6 I umferðarslysum slösuðust 18 menn. 7 Kærur vegna þjófnaða og innbrota: 25. 8 Umferðalagabrot og brot á lögreglusamþykkt: 83. 9 Ýmiskonar kærur (aðrar en áður taldar: 140 10 Farnir voru á árinu 170 sjúkraflutningar. Af þeim sem kærðir voru fyr ir ölvun á almannafæri voru 32 úr Árnessýslu. Af þeim sem kærðir voru fyr- ir ölvun við akstur voru 6 úr Árnessýslu. Af þeim bifreiðum er x á- rekstrum lentu voru 49 úr Ár- nessýslu. Sjúkraflutningar hafa á ár- inu orðið 47 ferðum fleiri en árið áður. í janúar 1961. Jón I. Guðmundsson lögregluþjónn. STÖÐUGT fækkar gömlu húsunuin í miðbæn um. Að undanförnu hafa verkamenn unnið að því að rífa „Veltuna“ svo- nefndu á gatnamótum Austurstrætis og Aðal- strætis. Alþýðublaðs- myrtdin var tekin nýlega og sýnir hún verkamenn að störfúm í „beinagrind“ hússins. MMMMUMVmMttMmMMHMMWWMWUWmMMHMMMI Lúövík tók kauphækk- unina aftur! Á kosningafundinum í Dagsbrún sl. finuntudag sagði Jón Hjálmarsson, að það hefði sýnt sig, hver sem ríkisstjórnin væri, er með völd færr, að kaup- hækkanir færðu verka- mönnum ekki varanlegar kjarabætur. Verðlag hækkaði strax á eftir og gerði kauphækkanirnar að engu. Jón rifjaði síðan upp það er gerðist í síðustu kjaradeilu Dagsbrúnar 1958. Það sem gerðist var eftirfarandi: Lúðvík Jósepsson, senx þá var ráðherra kommún- ista í vinstri stjórninnr tók þátt í samningavið- ræðunum milli Dags- brúnair og Vánnuveitenda og lýsti því yfir við at- vinnurekendur, að þeir mundu fá að hækka verð- ið á framleiðsluvörum sín um ef þeir vildu veita Dagsbrún kaup- hækkun. ÞETTA VAR BÓKAÐ HJÁ SÁTTA- SEMJARA Lúðvík lézt vera að útvega Dagsbrún kauphækkun, en um leið tók hann kauphækkunina af þeim aftur með bak- samningum við atvinnu- rekendur. En á eftrr þakk- aði Eðvarð Sigurðsson Lúðvík fyrir „ómetanlega aðstoð“ við lausn deilunn- ar og skýrði frá því í Þjóðviljanum. Eðvarð hef ur aldrei getað fyrrrgefið sjálfum sér, að hann skyldi hlaupa þannig á sig sig, að lýsa því yfir í Þjóð viljanum, að Lúðvík liefðr haft af verkamönn- um árangur kauphækkun- arinnar. Þess vegna slepp ir Eðvarð sér í livert sinn sem þetta er rifjað upp. En þannig er sannleik- urinn urn kauphækkunina seni Dagsbrún fékk, þegar kommúnrstar sátu í ríkis- stjórn. TfMINN SETUR VERKBANN Á VESTFIRÐI! TÍMINN birtir á forSÍðu í gær heila skáldsögu um verkbann útvegsmanna 'á Vestfjörðum. Segir blaðið, að sjómenn uni þeSsu „verklbanni“ illa og ASV telji það ólöglegt og muni kæra fyrir Fé’lagsdómi og svo framvegis. M. a. segir svc í Tímanum (stafrétt): „LÍÚ banaði þá útgerðar- mönnum að hefja róðra og hót- að] hörðu. Sagði LIÚ við út- gerðarmenn að þeir hefðu veitt urnboð sitt til að gera heildarsanxning og það stæði, þótt hinn aðilinn, sjómenn, hefðu dregið sig til baka. Á Vestfjörðum ríkir því verk- bann útgerðarmanna.“ Sannleikurinn í þessu máli er sá, að v'erkfall ASV stóð í vikutíma, þangað til samband ið dró sig út úr samningatil- raunum og iheiimilaði róðra upp á CTÖmlu samningana, með þeim fyrirvara þó, að skipt yrði úr öllu fiskverði. Því höfnuðu útvegsmenn og ’heim ilaði ASV þá róðra upp á væntanlega samninga. Standa málin þannig enn og er al- mennt róið frá verstöðvum á Vestfjörðum. Ekkert verkbann hefur komið til greina. Það er aðeins Tíma-þvættingur. mmhmmmmwmmmhmmw Árshátíð Kven- félagsins ÁRSHÁTÍÐ Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykj- vík verður lxaldin n. k. þriðjudag 31. janúar í Alþýðuhúsinu við Hverfis g. kl. 8,30. Til skemtunar verður: Leikþáttur, sem þær Emrlia Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir ann ast, kvikmyndasýning og dans. Allt Alþýðuflokks- fólk er velkomið. Athugasemd AÐ GEFNU TILEFNI skal þess getið, að fjölskyldur þær er eiga nemendur í skólum í Bandaríkjunum á vegum Am- erican Field Service nú, munn vera 12 alls. Hins vegar voru það fimm af þessum fjölskyld- um er buðu varnarliðsmönn- um til sín. tvMMtmuvvvummwwvuHmvvmnuuvwvvvwvvvvtv Aðalfundur Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík verður haldinn í Iðnó (uppi) annað kvöild, mánudag, kl. 8.30. Umræðuefni: Verkfall bátasjómanna. Frummælandi: Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Fulltrúar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Alþýðublaðið 29. jan. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.