Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 4
1 EISENHOWER, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var angur- vær, er hann lét af enibætti hér á dögunum, en samkvæmt því, sem Nevv York Times seg- ir, var það ekki sú tilfinning, Eisenliower sem ýmsir af fyrirrennurum hans fundu helzt í sambandi v:ð forsetaembætíið, og gefur blaðið nokkur dæmi um það. Einn af fáum Bandan'kja- forsetum, sem geðjast að emibættinu, var Theodore Roosevelt, sem ..skemmti sér prýðilega í Hvíta húsinu“. En aðrir létu hafa eftir sér orð. frumvarp tii erfðalaga LAGT hefur verið fram á al- Jjingi stjórnarfrumvarp til eríðalaga. Er það mikill bálkur, •62 grehiar í 10 fcöflum. Um leið eru flutt frumvörp um breyting ar á lögum um réttindi og skyíd tir hjóna, lögum um sldpti á dánarbúum og féiagsbúum o.fh, og lögum um ættaróðal og erfða ábúð. Þá flytur menntamálanefnd Nd. frumvarp um kirkjuorgan- lejkara og söngkennslu í barna- og unglingaskólum utan kaup- staða; sama nefnd flytur að nýju frumvarp um bókasafns- sjóð og fjárhagsnefnd deiidar- innar fiytur frumvarp um breyting á 3ö<yuin um Kirkju- byggingasjóð. Loks fiytja }»e>r Lúðvfk Jósefsson og Karl Guð- jónsson fruinvarp um ierð- flokkun á nýjum fiski. sem sýna allt frá vonbrigðum til viðbjóðs og fjandskapar. • George Washington:' — Ég vildi heldur liggja í gröf minni en vera forseti. John Adams: —- Ef ég ætti að lifa lífi mínu aftur/mundi ég heldur vera skósmiður en amerískur stjórnmálamaður. Thomas Jefferson: — Næst æðsta staða stjórnarinnar er virðuleg og auðveld; æðsta staðan er -ekkert nema frá- bær eymd . . . Ég er þreyttur á stöðu, þar sem ég get ekki gert neitt meira gagn en marg ir aðrir, sem gjama vildu hafa hana. Fyrir sjálfan mig hefur hún ekkert annað í för með sér en vaxandi strit og dag- legan vinamissi. James K. Polk: — Ég hef únnið mikið starf og kalla'ð yfír mig mikla ábyrgð. Satt að segja strita ég mest af öll- um í þessu landi, þó að ég sé í háu embætti... Ég er visg tim, að ég \rerð hamingju- samari maður, þegar ég hef látið af störfum, heldur en þau fjögur ár, sem ég hef gegnt æðstu stöðu, sém landar mm- ir getá veitt. Abraham Lincoln: — Ef það er eins erfitt að vera æðsti maður helvítis, eins og það, sem ég verð að þola hér, gæti ég fundið hvöt ,hjá mér til að vorkenna Satan sjálfnm. James A. Garfield: — Guð minn góður, hvað er það við þessa stöðu, sem getur fengið nokkurn mann til að sækjast eftir henni. Grover Cleveland: —Ég er orðinn þreyttur á-skömmum. Ég ætla að reyna hvernig það er að vera raunverulega sjálf- stæður maður, iþví að bað er hver amerískur borgari. Woodrow W-ilson: — Það koma fyrir indælar stundir, þegar ég gleymi því, að ég er forse.ti Bandaríkjanna. Herbert Hoover: — Á end- anum hefur forsetinú í vax- andi mæli orðið sá, sem allt mæðir á.'einkum ef eitthvað hefur gengið úrskeiðis. Harry S. Truman: — Ég kann enga aúðvelda leið til að \rera forseti. Það er meira en full atvinna og þær sturidú eru fáar, en maður getur hvílt s’g '... í allri sögutíni hafa þeir sem mest hafa reynt til að gara bað, sem rétt er, oft verið ofsóttir, rangtúlkaðir eða jafn vel nrntir. Hins vegar sagði Eiseahow- er nýlega. að „forsetaembætt- ið hafi ekki verið erfiðara en ég bjóst við“ 4 29. jan. 1961 — Alþýðublaðið Benedikt Gröndal skrifar SJSVS HELGJNA NORÐUR undir Eystrasalts strönd í Austur-Þýzkalandi stendur tlærinn Greifsjwlald. í>ar er starfandi Ernst-Moritz- Arndt háskólinn, og við þann skóla er sérstök stofnun 'helguð norrænum málefnum. Forstöðumaður hennar er Dr. Bruno Kress, sem margir ís- lendingar kannast vel við. Hann dvaldist hér á landi fyr- ir stríð og var þá einn harð- vítugasti nazisti í landinu. Nú hefur hann (fundið náð og trúnaðarstarf í örmum komm- únista austan tjalds. Hin norræna stofnun, sem Dr. Kress veitir forstöðu, hef- ur ekki aðeins áhuga á sögu og bókmenntum íslendinga, heldur lætur sig einnig skifta samtíðarmál okkar og pólitík. Hún er með öðrum orðum ein af áróðursmiðstöðvum komm- únista fyrir Norðurlönd. Nú gerðist sá merkisviðburð ur í Greifswald snemma á síðasta ári, að félagi Brynjólf- nr Bjarnason, aðalritari flokksins í Reykjavík, með- limur miðstjórnar hins sósíal- istíska sameiningarflokks ís- iands og fyrrum kúltúrminist- er, kom í heimsókn. Vafalaust hefur svo tignum gesti verið vel. fagnað, enda þótt hann hafi ekki verið neinn vinur Bruno Kress, þegar sá síðar- nefndi var agent Hitlers á ís- landi. Hvað um það, félagi Brvnjólfur var kominn til að hálda fyrirlestur um sögu ís- lenzku verkalýðshreyfingar- innar. ^ Hvað sagði Brynj- ólfur í Greifswald? Og þá komum við að efn-. inu, fyrirlestri Brynjólfs yfir Dr. Kress og vinum hans í Greifswald. Því miður hafa örlögin séð urn, að Héðinn Valdimarsson gat ekki hlustað á Bryniólf eða frétt af erindi hans. Ef svo hefði verið, er hætt við að nokkur eftirleikur hefði orðið, Það fir sem sé merkilcgast við erindi Brynjólfe, að liann skýrði hinum þýzku áheyrend um frá, að það hefði verið sáníkvæmt ákvörðununt 7. þings Komintera I Moskvu, sem ísienzkir kommúnistar tóku að reyna sameiningu við Aiþýðuflokkinn og tókst að fá Héðin og félaga hans til að kljúfa flokkinn en mynda Sósíalistaflokkinn. Með þessu erindi sínu hef- ur Brynjólfur staðfest svart á hvítu það, sem Alþýðuflokks- menn hafa haldið fram í 23 ár, •en kommúnistar ávallt mót- mælt og talið fjarstæðu. Klofn ingur Héðins var einn örlaga- ríkasti atburður í stjórnmála- sögu íslands, sem gerbreytti styrkleikahlutföllum flokk- anna og hefur haft megin- áhrif á íslenzka pólitík til þessa dags. Og nú viðurkenn- ir þáverandi formaður Komm únistaflokksins, ekki hér á ís- landi, heldur í erindi í Aust- ur-tÞýzkaiSandi, að þessji af- drifaríka þróun í íslenzkum stjórnmálum hafi gerzt vegna fyrirskipunar austan frá Moskvu, sem íslenzkir komm- únistar hlýddu! Það er liðinn tæpur aldar- fjórðungur, síðan allt þétta gerðist, en það er mönnum enn í fersku minni. Kommún- istar klufu sig formlega út úr Alþýðuflokknum 1930 og stofnuðu sinn eigin flokk. Þeim hefði aldrei dottið í hug að sameinast Alþýðuflokknum aftur eftir aðeins 6—7 ár, ef þeir hefðu ekki fengið fyrir- skipun um svo ólíklega stefnu frá húsbændum sínum utan- lands. En á 7. þingi Komin- tern, alþjóðasamtaka kommún ista, var sú stefna ákveðin að i-eyna sameiningu við .iafnað- arm.enn, og forustumenn ís- lenzkra kommúnista hlýddu. Á árunum 1936—38 var fyr irskipunin úr austri fram- kvæmd, og því miður reyndust Héðinn og fleiri ginnkeyptir fyrir þessari nýju baráttuað- ferð kommúnsta. Albýðublað- ið barðist þá af oddi og egg gegn þessari geigvænlegu þró- un, og hélt blaðið því fram hvað eftir annað, að hér væri um að ræða fyrirskÍDanir frá öðrum löndum, hluta af al- þjóðastefnu kommúnista. Þjóðviljinn var óskaplega hneykslaður á þessum skrif- um Alþýðublaðsins. í ritstjórn argrein 24. iúní 1938, sem vafalaust var skrifuð af Ein- ari Olgeirssyni, sagði svo: „Sálarástand Alþýðublaðs piltanna var með lakasta móti í gær. Fylltu þeir dálk eftir dálk með alls konar óráði og ofskynjunum. Geng ur þetta svo langt, að þeir sjá leiðandi menn Komm únistaflokksins upp í Reyk- holti, rýnandi í fyrirskipanir frá Stalín um að innbvrða Héðin Valdimarsson þegar í Kommúnistaflokkinn .. Og hinn 27. október sama ár sagði enn svo í leiðara Þjóð- viljans: . mikill hluti af kosn- ingabaráttunni var taum- laust kommúnistaníð og „Móskva“ sögur. fslenzk al- þýða er ekki sá skynskift- ingur að hún taki slíkar ,,-rök semdir“ gildar“. Þetta sagði Þjóðviljinn þá, og eitthvað svipað segir hann alla tíð. En nú héfur Brynjólf- ur Bjarnason sjálfur viður- kennt, að „óráð og ofskynj- anir“ Alþýðublaðsins voru hreinn sannleikur. Brynjólfur sagði svo í erindi sínu í Greifs wald: „Eftir 7. þing Komintern ár ið 1935 varð mikil breyting á baráttuaðferð Kommúnista- flokks íslands. Baráttan fyrir sameiningunni tók sér nýjar myndir. Fram að þeim tíma var sameiningarbaráttan tak- mörkuð við hina daglegu bar- áttu verkamanna fyrir hags- mununi sínum, það var sam- eining ,,að neðan“ undir for- ustu Konunúnistaflokksins í verkföllum og baráttu hinna latvinnulausu. Nú byrjaði flokkurinn að berjast fyrir sameiningu við Alþýðuflokk- inn sem slíkan og hina rót- tækari aðila Framsóknar- flokksins, til varnar lýðræð- inu gegn hinum faísistísku öfi- um, sem þá voru í sókn um alian heiminn“. & Upp komast svik um síðir Héreftir getur enginn sagn- fræðingur skrifað um atburði ársins 1938 án þess að taka til- lit til þess, sem Brynjólfur Bjarnason upplýsti í erindi sínu í Greifswald. Það er nú óvéfengjanleg staðreynd I sögu okkar, að einn afdrifa- ríkasti viðburður stjómmála- sögunnar á þessu árabili, klofn ingur Alþýðuflokksins, gerðist samkvæmt fyrirsldpun frá Komintern, sem Brynjólfur, Einar og félagar hlýddu. En hvað segja þeir, sem fylgdu Héðni í þessu ævin- týri? Trúðu þeir ekki fullyrð- ingum Þjóðviljans þess efnis, að „Moskvusögur” Alþýðu- blaðsins væru „óráð og of- skynjanir"? Hefðu þeir gengið í hinn nýja fiokk, ef þeir hefðu vitað, hvað stóð á bak við þetta allt, að tilgangur- inn var aðeins nýr og stærri kommúnistaflokkur, eins og raun hefur á orðið? Og hvað ségja þeir, sem ekki trúa Alþýðublaðinu nú á dögum, er það enn bendir á hið sanna eðli kommúnista? Hefur blaðið ekki alveg eins rétt fyrir sér í dag og 1938 um þessi mál? Margt er fleira athyglisvert við erindi Brynjólfs í garði Bruno Kress. í heild sýnir það, hversu ofboðslega sögufölsun kommúnistar stunda til að blekkia fólk. Samkvæmt frá- sögn Brynjólfs eru allar hags- bætur verkalýðsins á íslandi kommúnistum að þakka, meira að segja vökulögin. Al- þýðuflokkurinn var a.lltaf að berjast gegn verkalýðnum, skipuleggja verkfallsbrot, ldjúfa og svíkja. Kommúnist- Framh. á 12. síðu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.