Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 5
MENN í FRÉTTUM Spánsksr dansar i LÍDO Hift unga spánska dans og söng Tríó hefur skemmt um víða veröld, alls staðar við mikla hrifn mgu. í Englandi hafa þau skemmt t.d. á Hótel Sav* oy og Dorchester Hotel, einnig á beztu Westend næturklúbbum, auk þess við margar ’sjónvarps-'út- sendingar. Á öllum stöð- um sem þau hafa skemmt hafa þau verið beðin að koma aftur. Pepita er yngst, átján ára gömul „stjarna“ — Triosrns Flamenco söngv- arí og dansari, hin stúlk- an Pacquita og karlmað- urinn JuaR syngja, dansa og spila á gííar. Pepíta er fædd í Sevilla, hjarta Andalúsíu-héraðs, þaðan sem Flamenco er upprunn rnn. Trio Caprichio Espanol koma hingað frá Madrid á Spáni og skemmta í Lido aðeins stuttan tíma, því þau eru búrn að ráða sig allt þetta ár á ýmsa staði í Evrópu, núna næst í Antwerpen. Tríóið byrjar að skemmta í Lido 2. febrúar. Það er ekki að efa, að unnendur spánskra dansa, en þeir eru margir hér, eiga eftir að njóta komu Trio Caprishio E- spanel í Lido. Henrique Malta GALVAO Kjósið gegn verkfalli Framh'ald af 1. síðu. * nú og krafa um mikla kaup- íhækkun mundi leiða til langs verkfalls og óbærilegs fyrir verkamenn. Jón Hjálmarsson, fonmannsefni B-listans í Dags ibrún, benti á það á fundinum, að vænlegra yrði til árangurs Ifýrir verkamenn, að knýja fram verðlækkanir og ákvæð- isvinnufyrirfcomuiag. Reynsla imdanfarinna ára hefði kennt verkamönnum það, að grunn- Scaupshækkanir færðu verka- mönnum ekki varaniegar iijarabætur og því bæri að reyna nýjar leiðir. En þetta máttu komrnúnistar ekki heyra nefnt. Er því augljóst, að fyr- ir kommúnisum vakir annað en það að færa verkamönn- iiim kjarabætur. Markmiðið hjá þeim er að steypa verka- mönnum ú;t í pólitískt v:erk- fall til þess að reyna með því að eyðileggja efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar og fellla stjórnina. Verkamenn í Dagsbrún hafa fengið nóg af islíkum æfingum kommúnista. i>eir kæra sig ekki um að vera verkfæri í höndum kommún- ástaflokksins og taka þátt í pólitískum verkföllum í hvert Isiiin sem þeir Brynjólfur ÉBjarnason og Einar OXgeirsson telja það nauðsynlegt. Þess Vegna munu þeir snúa baki við kommúnistum í Dgasbrún Og fylkja sér um B-listann. Snædrottn- * // r ing i Bæjarbíó BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði hóf sýningar um jólin á kvikmynd inni Snædrottningin, s«n er byggð á ævintýri H. C. An- dersen. Myndin hefur verið fjölsótt, og náð mifclum vin- sældum. . Ævintýrið um Snædrottning una hefur n áð mikldm vin- sældum meðal barna vfða um heim, og er þess skemmst að minnast að leikritið var sýnt hér fyrir nokkrum árum vjð mikla aðsókn. Kvikmynd þessi er sovézk. ALLT frá þeirri stundu, er Henrique Carlos Malitá Gai- vao höfuðsmaður gerðist stai-fandi andstæðingur Sala- zarstjórnarinnar í Porúgal fyrir tíu árum hefur hann haldið þvj fram, að það, sem stjórnarandstöðuna í Portú- gal vantaði helzt væri aug- lýsing erlendis. Það má segja að rán hans á skipinu „Santa Maria“ hafi svo sannarlega veitt stjórnarandstöðunni þossa auglýsingu. Jafnvel á meðan hann var heima í Portúgal og sat í fangelsi var hann óttalaus og mælskur í andstöðu sinni. Sumt af áfrýjunum hans og mótmælum gegn ákærendum hans og herdómstólunum, sem ákærðu hann um aðgerð ir gegn ríkisstjórninni, láku út og voru prentuð í bækling um neðanjarðarhreyfingarinn ar. Opinská ummæli hans fyrr höfðu haft í för með sér, að hann féll í ónáð, því að hann 'hafði lengi verið álitinn einn af styrkustu stuðningsmönn- um Salazar-stjórnarinnar. — Hann var einn af leiðtogum hreyfingarinnar, sem í maí 1926 ruddi brautina fyrir Sa- lazar, og hann gegndi mörg- um veigamiklum stöðum. En 1947 var hann skipað- ur eftirlismaður stjórnarinn ar og skyldi gefa skýrslu um efnahagsástandið í Angola. Skýrsla hans um galla stjórn ar Portúgala og lífskjörin í nýlendunni — það var ekki fyrr en 1951, að nýlendurnar voru ílýstar „erlend lands- svæði i heimalandinu“ — var falin. Þegar skýrslan var falin og engar aðgerðir hafnar i samræmL við hana, varð það til þess, að Galvao, sem þá var þingmaður, gaf skýrslu um niðurstöður sínar á þing. inu. Stjórnin neyddist til að j taka til sinna ráða. En þar ( með var lokið hinum opin- beru störfum hans, þó að hann væri ekki handtekinn fyrr en 1951 og loks dæmdur í þriggja- ára fangelsi 1953 fyrir undirróðurssarfsemi. Jafnvel þóthann væri hafð ur í haldi eftir að hann hafði afplánað fangelsisrefsingu sína, tókst .honum samt ein- hvern veginn að láta heyra ; lil sín. Hlutar af skýrslu hans f um Angola tóku að birtast í 1 blöðum erlendis. Árið 1958, á j meðan hann var enn í gæzlu { varðhaldi,. var honum stefnt j fyrir rétt á ný ög borinn 13 | sökum m. a. um undirróðurs j starfsssni, æsingar til upp-' reisnar og og riíð um stjórn- ina. Snemma á árinu 1959. er hann hafði legið fimm mán- uði á sjúkrahúsi, tókst hon- um að flýja og féfck hæli sem pólitlískur fláttamaður i sendiráði Argentínu í Lissa- bon. Hann kom að dyrum . sendiráðsins órakaður, með klossa á fótum og ávaxta- körfu á höfðinu. Hann hefux alltaf haft skemmtilega kj-mnigáfu, og þegar hanni var kominn inn í sendiráðið og fengið hæli, stakk hann upp á, að senda mætti ávaxta körfuna út sem smáhuggun handa öryggislögreglunni. Hann er nú 65 ára að aldri. Hann var innan við tvítugt, er hann, fullur áhuga, tók til starfa í hernum. Hann gegndl störfum í Huila-héraði í An- gola og var síðan skipaður vfir-eftirlitsmaður með landssvæðum utan heima- landsins og kjörinn á þing sem fulltrúi Angola. Hann var talinn sérfræðingur í málum Afriku. Og þó segír hann, að það hafi verio vegna þess, sem hann sá i portúgölsku Afríku, að hann snerist frá því að vera einn öflugasti stuðningsmaður Sal azars í að verða einn ákaf- asti andstæðingur hans. Samt hefur hann aldrei mælt með því, að Portúgalir drægju sig út úr Afríku. Hann hefur haldið því fram í blöðum portúgölsku andstöðunnar^ sem gefin eru út í Brazilíu, að áhrif Portúgals þar. eins og í öðrum nýlendum, verði að halda áfram. Helzta takmark stjórnar- andstöðunnar í Portúgal helci ur hann fram að verði a-5 velta stjórn Salazars, sena hann heldur fram, að sé a& kyrkja allt líf og hugsim Portúgala. SPILAKVÖLD Á AKRANESI FUJ á Akranesi hefur spila- kvöld í kvöld, sunnudag, á Hótel Akranesi kl. 8,30. Anna$ kvöldið í 5-kvölda keppninni. Góft kvöldverftlaun og glæsileg lokaverðlaun. Akurnesingar eru hvattir til að fjölmenna. FUJ í Hafnarfirði heldux skemmtun í kvöld kl. 9. Dans að verður frá 9—1, en auk þess verður spilað Bingo cg Verða veitt glæsileg verðlaun. Alþýðublaðift — 29. jan. 1961 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.