Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 7
SK EMMTAN AJLÍFIÐ í Reykja- vík var ef til vill ekkj, fjöl- skrúðugt í gamla daga, en ég held. að við unga fólkið í þá. tíð höfum ekki skemmt okkur síður en nú á dögum. Þá var enginn bar, ekkert veitinga- hús, sem veitti vin, engir er- lendir skemmtikraftar nema dvergurinn, sera kom á Hótel ísland og gerði hinar merki- legustu kúnstir og söng með, sem ábæti. Þá var ungt fólk aldrei drukkið við dyr veit- ingahúsa og lögreglan hafði lítið að gera, nema helzt á laug ardagskvöldum við d.vr Litla kaffihússins á Laugavegi 6 og seinna Bergstaðastræti 3 — og Fjailkonunnar eða Stjörn- unnar síðar, á Laugavegi 11. — Og það skrítna var, að það voru næstum því ailtaf sömu mennirnir, sem voru handjárn- aðir á gangstéttum þessara veit ingastaða, sem alls ekki seldu landa, kogespritt eða smyglað áfengi — og svo fuliir erlendir sjómenn, sem höfðu fengið landgönguieyfi og lent: síðan í kasti við djarfa íslendinga — og þá áðallega út af blóma- rósum þeirra tíma, sem voru á glámbekk. Skemmtanirnar voru vitan- lega fyrst og fremst dans, en íil uppbótar, smá leikþættir og gamanvísur. Aldrei varð fögn- uðurinn eins mikill og þegar einhver fjörkálfurinn með saemilega rödd söng smellnar vísur — og man ég það, að mesta lukkuna gerðu þeir á árunum 1920-—35: Óskar Guðnason, prentari, sem kom að norðan einn góðan veður- dag með sérkennilegt, heill- andi bros, ágætar vísur og prýðilega rödd. Stelpurnar urðu alveg vitlausar í honum (augun voru brún) og hann sá sér þann kost vænstan að lok- um að draga sig í hlé, setjast í helgan stein. Þá man ég Kalla bakara, sem hafði langt og mjótt andlit, rauðbirkinn — og alltaf með rauðan snýtu- klút um hálsinn. Ennfremur Bjarna Björnsson — og honum þarf ekki að lýsa, — og síðast- an en ekki síztan: Reinhold Richter. Mér fannst upplagt, að rabba við hann dálitla stund um dag- inn þegar ég sá, að hann hélt upp á sjötíu og fimm ára af- mæli sitt. Á dauða mínum átti ég von en ekki því, að hann væri orðinn hálfáttræður. Svona hleypur tíminn frá manni. Ég hafði ekki séð hann árum saman. Þess vegna lifði hann í minningu minni alveg eins og hann var meðan hann ^kemmlti okkur Re'ykviiking- um í dentið. Þá kom hann mjög hraðstígúr fram á sviðið: Svart hærður, dökkklæddur, kringlu lettur, ákaflega vel snyrtur og kúltíveraður, eidfjörugur, en alltaf með einhvers konar hryggð og ótta i augunum, sem ekki var i neinu samræmi við allt fas hans á senunni. Ef til vill var það þessi undarlega hryggð í dökkum augum þessa dökkleita en þó bjarta manns, sem hafði seiðandi áhrif á á- heyrendur hans, en venjulega tókst honum að heilla áhorf- endur í sama bili og hann tók til máls. Það var alveg eins og hann þyrfti ekki meira til. Og svo kom hann heim tii mín eftir að afmælishátíðin var afstaðin. Nú var hann orðinn hvítur fyrir hærum, feitlag- inn, nokkuð þungur á sér — og með afleiðingar af hinni hvimleiðu „jernbanesyge11 í andUti.rm. — ^vnna fara árin með maim, jafnvel þó að þau faui vei meu ujíinn. En sama var. Þegar við fórum að ræða um liðna tið kom sama fjörið upp í þessum aldraða fjörkálfi ocr s°+*i svip á hann fyrir þrjá- tíu árum, ,,Ég fæddist í Stykkishólmi 6. janúar 1886. Ég get ekki gortað af því að vera „harð- vetursbarn“ jné „miálinga- sumarsbarn“, en það sé ég að margir gera, sem þú hefur rætt við. Foreldrar mínir voru Soffía Þorsteinsdóttir frá Æð- ey og Samúel Richter. Móðir mín var systir Davíðs Schev- ings læknis, en faðir minn var sonur Samúels Richters þýzks beykis, sem hingað flutti og búsettist. — Þessi afi minn var merkilegur karl og sérstæður, — og í raun og veru vildi ég helst mega ræða við þig um hann. Þú verður að minnsta kosti að leyfa mér að minnast á hann, Þó ska-1 ég játa það, að frá honum hefi ég ekki leik- aramennsku mína, og heldur ekki auðnaðist mér að erfa hörku hans. Guðmundur Schev ing, kaupmaður í Flatey var athafna- og framfaramaður. Hann leitaðj sér að beyki er- lendis til þess að vinna fyrir sig og fann þennan afa minn í Kaupmannahöfn. Hann vann fyrst í Flatey, en siðar fór hann að vinna hjá Árna Thorlaeíus, hinum kunna athafnamanni í Stykkishólmi. Einu sinni meiddist afi rninn við vinnu sína og kom mein í þumal- fingur. Enginn læknir var í Flatey, en margar grasakonur, og allar vildu þær leggja fram iækniskunnáttu sína til þess að hinn þýzki beykir fengi bót meinsins, en þetta tókst ekki betúr til en svo, að það fór að grafa í fingrinum og varð meinið æ illkynjaðra. Þá var það einn dag, að afi hvarf til smiðju sinnar, greip hvassa beykisexi, hvatti hana enn bet- ur, lagði þumalfingurinn á fjal- högg og hjó, svo að af fauk fingurinn. Þegar þessu var lok ið, tók hann upp fingurinn, skoðaði hann í krók og kring, gekk svo til baðstofu og lýsti ,,vígi“ á hendur sér. Fólkinu féli allur ketill i eid. Slíkt og þvílíkt hafði það aldrei heyrt. Hörkutólið varð og heiti afa. Var nú mannaður bátur og ró- inn lífróður í Hólminn með hörkutólið — og þrátt fyrir mótmæli þess — og þar gerði læknirinn að sárinu Upp úr þessu settist hann að í Stykkis- hólmi. Hér er og önnur saga af afa mínum: Amma mín var send að heiman úr Hallsteinsnesi og skyldi hún fara að vinna fyrir sér, enn kornung stúlka. Hún lenti á bænum Jónsnesi í Helgafellssveit. Nú var það þannig, að í Helgafellssveit var engin önnur kirkja en á Helga- felli, hvorgi fyrir Helgafells- sókn né Stykkishólmsbúa. Afi minn var mjög kirkjurækinn og sótti kirkju alla ieið að Hellgafelli alltaf þegar messað var. Fór hann leiðina vitan- lega gangandi. Amma mín fór oft til kirkju. Ekki hittust þau afi og amma á krossgötum, og þó má það ef til vill til sanns vegar færa. Einu sinni er afi og tveir samferðamenn hans komu að Vogsbotni, en þangað liggur líka leiðin frá Jónsnesi á aðalveginn, finnur hann fag- urlega gerða sauðskinnskó — og þóttt sýnt að kona mundi eiga. En- þá var-siður að fólk gengi ekki á sömu skónum til kirkju og það hafði á fótunum er það gengi í sjálft guðshúsið. Afi tók upp skóinn og bað svo félaga sína að auglýsa hann við kirkjuna, en því var að hann gerði það ekki sjálfur, að hann var ekki sterkur í islenzkunni og fór hjá sér við að fala við i margmenni. Þetta gerðu fé- lagar hans, sem voru kátir ungir menn, og kom í Ijós, að blómarósin í Jónsnesi átti skó- inn. Tók hún við honum úr hendi þýzka beykisins, roðnaði við og varð undirleit, en hann hneygði sig djúpti og fannst stúlkan álitleg — og fóturinn, sem áttj skóinn hlaut líka að vera nettur. Það hafði hann þegar reiknað út. — Og svo fékk afi ömmu mína að konu — og allt blessaðjst hjá þeim. Þau eignuðust þó - aðeins eitt barn, föður minn. Þau byrj- uðu búskap í torfbæ í Stykkis- hólmi og þar fæddist faðir minn. Ekki naut afa þó lengi við því að hann dó þegar faðir minn var um fermingu Var þá álcveðið að hann skyldi læra beykisiðn og feta þannig í fót- spor föður sins, eiida voru öll beykisverkfærin til og munu þau hafa verið næstum því eina eignin. ,hnma mín fór me3 honum til Kaupmannahafnar til að koma honum í læri, — og þar lærði hann og dvaldi í Höfn í fimm ár. Ég held ekki að föður mínum hafi líkað þetta, enda vann hann lítið sem ekkert að iðn sinni nema á námsárunum. Hér í Reykja- vík var danskur kaupmaður, Smith að nafni. Hann hitti föð- ur minn í Höfn og réði hann. til sín sem verzlunarmann. Kom faðir minn svo heim, —• og starfaði hjá Smith. Smitbs fór spekúlantstúra út um land og faðir minn alltaf með hon- um. Fleirj kaupmenn erlendir voru á slíkum reisurn og þar á meðal Gram, sem frægur var á fyrri tið og Eyjólfur frá Dröngum segir til dæmis nokk- uð frá í bók ykkar: Kaldur á köflum. Gram gekk illa og einkum fyrir það, að hanm kunnj ekki málið. Fór hanm þess á leit við föður minn, að hann kæmi til sín, og lét faðir minn tilleiðast með því skil- yrði að hann setti undir sig verzlun i Stykkishólmi, sem Gram og gerði. Faðir minn var síðan verzlúnarstjóri í Hólm- inum i 40—50 ár. — Foreldr- ar minir bjuggu í Stykkishólmi allan sinn búskap. Þau eignuð- ust sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. Ég er einn á lífi barna þeirra. Þetta er nú um afa minn, föður minn, ömmu mína og móður. Af mér, held ég, að sé ekki nein saga“. — Þú hefur áreiðanlega ver- ið fjörmikiil strákur? „Já, og fór strax að taka til höndununi þegar ég gat. Ég hef alltaf starfað að verzlun. Eins og að líkum lætur lét faðir minn mig þegar mjög snemma fara að hjólpa til í búðinni. Ég vann hjá Tangsverzlun þar til ég varð tuttu.gu og átta ára gamail. Þá fór ég til Ólafsvík- ur, en auk þess stárfaði ég líka áður á Hellissandi. í Ólafsvík vann ég við verzlun, sem Garð- ar Gíslason setti þar upp. Svo flutti ég til Reykjavíkur og vann þar áfram hjá Garðari. Var ég þá sölumaður og ferð- aðist mikið. Ég held að mér hafi gengið vel — og með sjálfs traustinu óx löngun mín til að verða sjálfstæður kaupmaður. Ég ákvað því, eftir að ég hafði unnið hjá Garðari í þrjú ár, að gerast. umboðssali og fór til Noregs til þess að afla mér sambanda. Ég fékk nóg af um- boðum, en fljótlega kom í ljós, að Norðmenn voru svo dýrir á íramleiðsluvörur sínar, að ég gaf ekkj staðist samkeppnina — og svo rauk þetta um ltoil hjá mér. Þá gekk ég í félag við Jón Kjartansson um stofn- un umtooðssölu, en innflutnings höftin, sem þá komu til sög- unnar, felldu okkur. Nú var Ölgerðin Þór stofnuð og réð- ist ég þar til þess fyrirtækis. En það varð skammlíft. Brugg araaura tókst aldrei að ræktá gerlana í bjórinn og pilsner- inn gaus út úr flöskunni um leið og hettan var tekin af og áður en drykkjumaðurinn hafði komið henni á munninn. Menn vildu heldur láta ölíð í sig en utaná — og Ölgerðin Framhald á 13. síðu. Reinhoíd Richter. V. S. V. ræð/r v/ð 75 dro gamlan gamanvísnasöngvara, Reinhold Richter Alþýðublaðið — 29. jan. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.