Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 9
Sigurðsson og tekst hon- um vel að lýsa þessum góð- lynda kaupmanni. Konu hans Emelíu leikur Jóna Burgess, og Maríu Lovísu dóttir þeirra leikur Guð- rún Sigurðardóttir. Leikur þeirra mæðgnanna er prýðilegur. Fangarnir, þeir Jósef, Júlíus og Alfreð eru leiknir af Pétri Ein- arssyni, Karli Grönvold og Þorvaldi Einarssyni. Allir eru þeir góðir í hlut verkum sínum, en þó er óhætt að segja, að Pétur í hlutverki Jósefs hafi átt mesta hylli leikhúsgesta. Henry Troihard kaupsýslu mann leikur Einar Kristj- ánsson, og Pál frænda hans leikur Jón Sigurjóns son. Báðir sóma þeir sér vel í gerfum elskhugans og nirfilsins. Önnur hlutverk ar” á eyri eru leikin af Helgu Möller og Arnari Jónssyni. Leikstjórinn Benedikt Arnason var kallaður fram eftir leiksýninguna og hon um þakkað hið mikla og góða starf, sem hann hef- ur unnið með þessum ungu leikurum. Leikstarfsemi Mennta- skólans á Akureyri á sér gamla sögu. Mun starfsem- in hafa gengið slitrótt framan af, og ýmsir merk ir menn lagt þar hönd á plóginn, og má í því sam- bandi minnast á Ágúst Kvaran, Davíð Stefánsson og 'Vernharð Þorsteinsson. Á árunum 1937—1938 setti Árni Jónsson, kenn- ari, sem þá var nemandi við skólann, tvo leiki á svið. Andbýlingana og Vermlendingar. Voru þess ar leiksýningar haldnar til styrktar skíðaskála skólans, Útgarði. Árið 1951 starfrækti Jón Norðfjörð leikskóla fyrir nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu, en sama árið setti hann á svið leikritið Spanskflug- una. Fimmta nóvember 1955 var svo Leikfélag Menntaskólans á Akureyri formlega stofnað, og var Framh. á 14. síðu MYNDIR : Efst er mynd af öllu starfsfólki leiksins. — Myndin í miðjunni er af hrnum óforbetraniegu föngum, Jósef, Júlíus og Alfreð. Neðst siást fang- arnir hampa kaupmann- inum góða. Það var sl. þriðjudags- kvöld, að Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi fyrrnefnt leik- rit. Samkomuhúsið var full skipað áhorfendum, sem fögnuðu hinum ungu leik endum með miklu lófa- klappi. Leikritið ,,Vængstýfð- ir englar“ er eftir Frakk- ann Albert Husson, og hef ur vakið mikla kátínu hvar sem það hefur verið sýnt. Fyrir nokkrum árum var það sýnt á Herranótt Menntaskólans í Reykja- vík, og einnig hefur verið sýnd hér kvikmynd byggð á leikritinu. Fjallar leik- ritið um þrjá fanga, sem hafa verið dæmdir til vistar á fanganýlendu fyr ir ýmis konar brot, sem þeim þó tekst að sann- færa áheyrendur um, að þeir hafi framið í fullum rétti. Sjónleikurinn gerist um jólaleytið, en þá eru fangarnir að vinna við við gerð á húsi kaupmannsins á fanganýlendunni. Kaup maður þessi er heiðarleik inn uppmálaður, og getur ekki ímyndað sér, að nokk ur maður vilji eða geri honum rangt til og þess vegna er hann kominn í miklar kröggur. Ýmislegt fleira gengur á afturfótun- um á þessu góða heimili, en fangarnir taka til sinna ráða og tekzt þeim að færa allt til betri vegai'. Kaupmanninn Felix Du- iotal leikur Guðmundur fallegur iklega á arkvöld- írinn er ljósi, og • fram úr vernd- fylgist im fer í ta slær og gef- ú fer að er tjald- í sam- emendur Akur- i á frum tinu — iar.“ Orðsending frá Húsmæðráskóla Reykjavíkur Þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skólavisfc' á seinna dagnámskeiði skólans, mæti í skólanurn föstudaginn 3. febr. kl. 2 sd. SKÓLASTJÓRI. Erum fluttir á Greffisgöfu 6 KR. ÞORVALDSSON Heildverzlun Heilsufiæli NLFÍ HVERAGERÐI vantar starfsstúlkur nú þegar. Upplýsingar í síma 32, Hvera- gerði eða 16371 í Reykjavík. Tiikynning Kli/pping trjágróðurs er hafin. Munið að láta grisja gróðurinn meðan hann er í fullum dvala. Pantið strax. — Fljót og vönduð vinna. FINNURÁRNASON garðyrkjumaður. — Sími 36778. (Jtsala - (Jtsala Karlmannaföt Drengjaföt Frakkar Kr. 990,00 Kr. 1250,00 Kr. 1660,00 TUœðagerðiit) liltÍMiM 1f KJÖRGARÐI Alþýðublaðið — 29. jan. 1961 g)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.