Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 16
iWWMWWMMWMWMWWMWWWWW Svona gera stúlkurnar . . .-. þegar þær kunna réttu tökin. Alþýðublaðsmyndirnar voru teknar á judo-æfingu lijá Ármanni í fyrra- kvöld. —Á þeirri efri þjarmar Mar- grét Albcrtsdóttir !að kennaranum, Sigurði Jóhannssyni. — Á þeirri neðri er Hulda Guðmundsdóttir að þakkg sama kennara fyrir isíðast. Eins og Alþýðublaðið sagði frá í síðast- liðinni vikUj er Ármann nú að stofna til kvennanámskeiða í jiu-jitsu. Fyrsta námskeiðið hefst næstkom- andi þriðjudagskvöld kl. 9. Svo þið !skuluð fara varlega strákar! Beðiö um framsal á Vestur-Þjóðverja LÖGREGLAX £ Reykjavák i fc:indtók í fyrradag 34 ára gaml- ; an Vestur-Þjóðverja, Giinter i Hermann Frank Franken að Leitaö eftir nýju SÞ-liði Leopoldville, 27. janúar. (NTB-Reuter). UPP úr helginni halda heim SÞ-.sveitir Sameinaða Araba- fýðveldisins, Marokkó og Indó- nesíu. Talið er iað þegar hafi v~rrð hafist handa um að fá lið í sfaðinn, sem óhjákvæmilegt er •ef halda á áfram aðgerðum SÞ í Kongó. Leitað mun liafa verið iil Indlands, Mexikó, Japan, íf ersíu og Svíþjóðar, j nafni. Það var yfirsaksóknar- i inn í Harhborg sem fór fram á handtöku mannsins og var j hann úrskurðaður í sakadómi til gæzluvarðhalds. Dómsmálaráðuneytinu barst í fyrradag símskeyti frá yfir- saksóknaranum í Hamborg í Vestur-Þýzkalandi með beiðni um, að vestur-þýzki ríkisborg- arinn Gúnter Hermann Frank Franken yrðíi handtekinn og framseldur, þar sem hann hefði komið sér undan málssókn með því að fara af landi brott. Ráðu neytið fól lögreglustjóranum í Reykjavík handtöku mannsins. í skeyti saksóknarans er get- ið ýmissa lagagreina sem Frank en hefur brotið, m. a. mun hann hafa framið innbrot. Ennfrem- ur á hann óúttekna Jþriggja mánaða fangelsisvist. Formleg beiðni um framsal mun síðar berast frá Vestur- Þýzkalandi. Franken er 34 ára og ókvænt ur. Hann er lyfefnafræðingur að mennt (drugist). Hann hélt því fram í Sakadómi Reykja- víkur, að hann hefði verið dæmdur í heiinalandinu af pólitískum ástæðum. Hann kvaðst vera friðarsinni (pasi- fisti) og hafa neitað þátttöku í allri hernaðarlegri starfsemi og auk þess verið í ýmsum frið- arsamtökum. Slíkt sé ekki vel séð í Vestur-Þýzkalandi. Frank en mótmælti því að hann yrði framseldur. Dómarinn, Halldór Þorbjörns son, úrskurðaði Franken í gæzluvarðhald, allt að 20 dög- um. Framhald á 12. síðu. X B-listinn í DAGSBRÚN STJÓRNARKJÖRIÐ í Dags- brún heldur áfram í dag frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. li. Kos- ið er í skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Kosningaskrifstofa B- lista verkamanna er í Breið- firðingabúð (uppi), símar 22980 og 23060. Sjálfboðáliðar ósk- ast til starfa í allan dag. B-Iistann skipa þessir menn: Jón Hjálmarsson, formaður, Njálsgötu 40B. Jóhann Sig- urðsson, varafcrmaður, Ásgarði 19. Tryggvi Gunnlaugsson, rit ari, Digranesvegi 35.Rósmund ur Tómasson, gjaldkeri, Laug- arnesv'egi 66. Magnús Hákon- arson, fjármálaritari, Garðs- enda 12. Jóhann Sigurður Gunnsteinsson, Lindarvegi 7, Kcp.avogi. Gunnar Sigurðsson, Bústaðavegi 105. Varastjórn: Guðmundur Jónsson, Garðastræti 8. Sig- urður Þórðarson, Fossgötu 14. Karl Sigþórsson, Miðtúni 86. Stjórn Vinnudeilusjóðs: Sigurður Guðmundss., Freyju götu 10A. Guðmundur Niku- lásson, Háteigsvegi 26. Guð- mundur Sigurjónsson, Gnoð- arvogi 32. Varastjórn: Þórður Gíslason, Meðaiholti 10. Jón Arason, Ökrum v. Nesveg. Endurskoðendur: Torfi Ing- ólfsson, Stað, Seltjarnarnesi. Halldór Runólfsson, Tómasar- haga 47. Til vara: Helgi Ey- leifsson, Snorrabraut 35. Reyvískir verkamenn! Hrind ið óstjórn kommúnista í fé- lagi ykkar. Gerið Dagsbrún að •forustufélagi íslenzkrar alþýðu á ný. ; X B-listinn! Jón Hjálmarsson. mmwmwwmmwwwwmwwmmwwmwwwwmíwwmwiwv ! Salazar kosning í Dagsbrún Upplýsingar Alþýðu- blaðsins um kjörskrár- svikrn £ Dagsbrún vöktu mikla athygli. Verkamenn rekur í rogastanz er þeir lieyra um þau bellibrögð, sem kommúnistar beita ií Dagsbrún og þá svívirðu sem þerm er sýnd með því að félagi þie|irra skuli skipt niður í „sellur“ Só- síalistafélags Reykjavíkur. Eins og við var búrzt fékk B-listinn afhenta „síma- skrána“ um leið og kosn- ing liófst í gær. Við köll- um i iskriána * símapkrá vegna þess, að meira gagn er elvkr af þessari svoköll- uðu kjörskrá en símaskrá. T.d. eru engar upplýsing- ar um það hverjir af fé- lagsmönnum skuldi félags- gjöjdin íog því alls ekki unnt að sjá á skránni hverjir hafi kosnrngarétt. Á meðan vinna kommún- istar eftir sinni „scllu- skrá.“ Þetta kosningafyr- rrkomulag kommúnista i Dagsbrún minnir á einræð- isfyrirkömulag Salazar í Portúgal við síðustu kosn ingar þar í landi. En verka menn í Dagsbrún vrlja hvorki hið austræna kosn ingafyrirkomulag komm- únista né fyrirkomulag Salazar. Þess vegna munu þeir kjósa B-listann. m ymwwiWWWtWWMWWWWWWWtWWMMWWMWMWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.