Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 1
»jt»»»»>»%%»|»»»»»»»»t»»»»»»»>i»*»MÍ»»M»»»»»»<»%^^ 42. árg. — Sunnudagur 12. febrúar 1961 — 36. tbl. — í þriggja mánaða varðhald, skilorBsbundið í GÆR var í sakadómi Reykja víkur kveðinn upp dómur í niáli, sem ákæruvaldrð hbfðaði hinn 8. okt. sl, gegn Magnúsi Guðmundssyni fyrrv. lögreglu þjóni, Vesturgötu 27. Niðurstöður dómsins eru sem hér segir: 1) Talið er sannað, að ákærð úr hafi í janúarmánuði 1960 sent Sigurjóni Sigurðssyni lög reglustjóra tvö hótunarbréf, þar sem honum var hótað líf- láti. Brot þetta er talið varða við 233. gr. alm. hegningar- laga, en hins vegar ekki við 138. eða 139. gr. sömu laga (brot í opinberu starfi), svo sem krafizt hafði verið í á- kæru. 2) Ákærður átti skamm- byssu og skotfæri, án þess að hafa fengið leyfi lögreglustjóra til þess að eiga slíka hluti. Með því var ákærður talinn hafa brotið gegn 3. gr. reglu- gerðar nr. 105/1936 sbr. 1. 69/ 1936. 3) Á dómþingi 4. apríl 1960 bar ákærður fimm lögreglu- menn þeim sökum, að þeir hefðu verið ölvaðir við skyldu störf. Einnig bar hann það á einn lögreglumann, að hann hefði komið ölvaður akandi í bíl til vinnu, og að varðstjór- inn hefði látið hann fara af vaktinni akandi í því ástandi, að Erlingur Pálsson yfiriög- ." Framhald á 2. síða wmwwwMwwwmmiw SEX drúkknuðu í bjór í London. Hann hefur ef- laust verið STERKUR. Kristbjörg og Jón eru að æfa nýtt leikrh í Þjóð- leikhúsinu. Það heitir Á SALTINU. -^- SVONA lítur Verzlunarskólapiltur út þegar hann sýn- ir klærnar. Foreldrar hans eiga eflaust erfitt með að trúa því, en þetta er blessaður drengurinn þeirra, hann PáU Stefánsson. — Alþýðublaðsmyndin var tekin á Nemenda- móti Verzlunarskólans í Sjálfstæðishúsinu. Við það tæki- færi var sýndur síðasti þátturinn úr Gullna hliðinu Davíðs. Og Páll lék þann vonda. HJÁLPI EKKI hafði fyrr náðst sam- komulag í deilunni um kjör" há- seta á bátunum en fréttir bár- ust um að verkfall vofði yfir vegna kröfu yfirmanna um stór. felldar kjarabætur. Alntenning ur er forviða á því> að skip- stjórar og aðrir yfirníénri ábát- um skuli gera verkf^ll til þcs's að knýja fram mikrar kaup- hækkanir, þar eð þeir hafa h'aft hin ágætustu kjör. Eii auk þess ber að hafa það í húga, !að um leið og samninganefnd sjó- manna samdi um hækkiin á aflaprósentu fyrir háseta var nefndin í rauninni einnig að semja um slíka hækkun fyrir skipstjórana — en að vísu hélin ingi meiri hækkun — þar eð skipstjórar fá tvo hásetahluti. Vélstjórar hafa VÆ hásetalvlut og stýrimenn lVi. Þegar hásetar hafa 40 þús. kr. hlut yfir vertíð hafa skip- stjórar Sem sagt 80 þús. kr. — Mun það vera algengt að skip- stjórar hafi 200 þús. kr. á ári. 7llí?ýí>uiJlo0i6 S E 61R ana í því skyni að knýja fram slíkar kröfur. FJAROFLUNAR-nefnd Al- þýðusambands ísalnds hafa nú borist um 100.000.00 kr. Und- irtektir á vinnustöðum hafa verið mjög góðar og skrifstof- um verkalýðsfélaganna hafa einnig borist álitlegar fjárupp- hæðir. — Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum háfa þegar fengið 50 þús. kr. frá söfnun- inni. AlþýSublaðið er að vísu þeirr ar skoðunar, að hásetar og skip stjórar eigi að hafa góð laun, en blaðið telur, lað hæpið sé fyr ix skipstjóra, að gera verkfall^ til þess að knýja fram enn hærri kjör en þeir þegar hafa. Krö/fur yfírinann'anna und- anf arið munu einkum haf a ver- ið þær að trygging þeirra yrði hækkuð. Sjálfsagt er fyrir skipstjóra og aðra að reyna að semja um hlunnindi fyrir sig, einkum ef atvinnureksturinn getur tekið slíkt á sig en það er of langt gengið að stöðva bát- Islenzk þurrmjólk tilKongó í GÆR barst Rauða Krossi íslands eitt tonn af þurrmjóik til Kongó-söfnunarinnar. Það var Mjólkursamísalan, sem gaf þurrmjólkina. Þegar hafa 15 tonn af skreið verið send til Kongó. Rauði Krossinn sendi fyrir skömmu blöðum bæjarins til birtingar lista yfir peninga þá, sem gefnir hafa verið til Kongó söfnunarinnar, sem nemur nú 425 þús. kr., en vegna þess, hve listinn var langur, hafa blöðin ekki séð sér fært að birta hann. Mun listinn liggja frammi í skrifstofu RKÍ í Thorvaldssen- stræti 6 næstu daga fyrir þá, sem kynnu að vilja líta á hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.