Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 3
Ný kjötverzl- un Jómasar' KJÖTVERZLUN Tómasar l Jónssonar, sem allt frá árinu 1908 hefur rekið umfangsmkila verzlun með alls konar matvör- ur, opnaði í gær nýja og vel búna kjötverzlun 'að Ásgarði 22 í 'svokölluðu Bústaðahverfi í Reykjavík, en mikil fyrirhöfn hafði það verið sumum íbúum þessa hverfis að kaupa í mat- inn, þar sem vöntun var á kjöt- verzlun. F.UJ. á Akranesi ÞRIÐJA kvöldið í frmm kvölda spilakeþpni FUJ á Akranesi fer fram í kvöld að Hótel Akranesi, og hefst klukkan 8.30. Af- hent verða lokaverðlaun. 1/%AAMM.'V%mmA,**m*M*wiM/wwvww Löndun TOGARINN Marz landaði í Reykjavík á fimmtudaginn 156 tonnum og Skúli Magnússon á föstudaginn 89 tonnum. Hin nýja verzlun er búin öll um þeim tækjum og útbúnaði, sem ströngustu kröfur heimta. I verzluninni munu verða seldar allar tegundir kjöts og kjötvinnsluvara, álegg, græn- meti, ávexti, krydd og niður- suða hvers konar. Innréttingar skipulag'ði Sveinn Kjarval, arkitekt, tré- verk annaðist Össur Sigurðs- son, raflagnir allar fram- kvæmdi B. Finnbogason, upp- setningu kæli- og frystiklefa og tækja sá Björgvin Sigurjóns- son um, en Fritz Berndsen mál aði. Með tilkomu þessarar nýju kjötbúðar rekur kjötverzlun Tómasar Jónssonar 3 verzlanir, hinar tvær eru að Laugavegi 2 og 32. Kjötverzlun Tómasar Jónsosnar er önnur af elztu kjötverzlunum bæjarins, stofn- uð 1908 eins og áður er getið. Eigandi kjötverzlana Tómasar Jónssonar er nú Garðar Svav- arsson og er hann framkvæmda stjóri þeirra. Hin nýja kjötverzlun er öll hin smekklegasta, og eru allar innréttingar mjög hagkvæmar. Undir sjálfri verzluninni er vinnsluherbergi, en þar er einnig stór kælir. Öll matvara verður flutt úr þessu vinnslu- he-ibergi með lyftu upp í verzl- unina. Það er ugglaust fagnaðarefni íbúum Bústaðahverfis að fá ; þessa verzlun, þar sem vörur frá „Tómasi", hafa verið annál- aðar fyrir gæði um langan ald- ur. Wjár I é t\t Ungbarnafafnaður í fjölbreyftu úrvali Ungbarnabolir Verð fríá kr. 17.— BleyjUbuxur verð frá kr. 12.— Bleyjur, tvíofnar Náttserkur verð kr. 43,50. Samffestingar Sokkabuxur Peysur, verð frtáj 22,60, og margfS&fð sængurgjafa. Johnson's vörurnar: barnapúður 'barnasápa Barnaolía barnakrem og sbampoo. VERZLUNIN © m Laugavegi 70. Sími 14625. Þeir fara í SJÖ íslenzkir fulltrúar fara í þessarr viku til Kaupmanna- hafnar til að sitja þar fund Norðurlandaráðs, Hér er um að ræða sams konar fund og hald inn var í Reykjavík í sumar, en hann sóttu allir forsætis- ráðherrar Norðurlanda, fjöl- margir aðrir ráðherrar, for- menn flokka og fleiri ráða- menn. i Héðan fara nú Ólafur Thors forsætisráðherra og Guðmund jiir í . Guðmundsson utanrík- í DAG verður annar fyrir- lesturinn í háskólanum um svif flug. Talar próf. Þorbjörn Sig- urgeirsson í dag kl. 2 í 1. kennslustofu háskólans. Fyrir- lestrar þessireru haldnir á veg um Svifflugfélags íslands. — Allir eru velkomnir meðan hús rúm leyfir. Æskulýbs ur KFUM og K í DAG hefst hin árlega æsku- lýðsvíka KFUM og KFUK aS Amtmannsstíg 2B í Reykjavík. Verður samkoma í húsi félag- anna í kvöld kl. 8,30 og síoau á sama tíma á hverju kvöldi alla vikuna. Ræðumenn eru margir, bæði úr hópi presta og leikmanna, og mikil áherzla lögð á almenn- an söng. Ungar stúlkur leika undir sönginn á gítara. Þá er einnig einsöngur, tvísöngur og kórsöngur. — Á fyrstu samkom unni, nú í kvöld, tala þeir Birg- ir Albertsson, kennari, og Gunn ar Sigurjónsson, cand. theol. —¦ Meðal annarra ræðumanna vik unnar má nefna Felix Ólafs- son, kristniboða, sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, Ástráð Sigurteindórsson, skólastjóra, og Norðmennina iErling Moe og Thorvald Fröytland, semi verið hafa hér á landi undan- farnar vikur og talað á fjöl- mennum samkomum. — Sam- komur æskulýðsvikunnar eru einkum ætlaðar ungu fólki, en allir eru velkomnir, meðan hús rúm leyf ir. isráðherra. Alþingi kýs árlega fimm manna sendinefnd, og er Gísli Jónsson formaður henn- ar, en hinir nefndarmenn eru Sigurður Ingimundarson, Ein- ar Olgeirsson, Magnús Jóns- son 'og Ásgeir Bjarnason. Þessi fyrirhugaði fundur hefur þegar vakið athygli á Norðurlöndum sökum þess, að danska þingið hefur ákveðið að draga mjög úr þeim veizlu- höldum, sem jafnan hafa ein- kennt þessa fundi og voru sér staklega gagnrýnd eftir Reykjavíkurfundinn í sumar. Mun danska þingið aðeins bjóða til einnar samkomu, en það verður pylsuát í veitinga- sal þinghússins (sem raunar gengur undir nafninu „snapse- tinget"). Hins vegar mun danska stjórnin bjóða til eins kvöldverðar og sýning verður fyrir fulltrúa í Konunglega leikhúsinu. FUNDUR verður haldinn í Alþýðuflokksfélagi Hafnar fjarðar næstkomandi mámi- dag 13. febrúar í Alþýðuhús- inu við Strandgötu. Hefst hann kl. 8,30 e. h. Umræðuefn ið er Bæjarútgerð Hafnarfjarð <ar og frummælandi er Krist- inn Giunnarsson, forstjóri. Flokksmenn í Hafnarfirði eru hvattir til að fjölmenna og koma stundvíslcga. minster Bútasalan heldur áfram alla virka daga í nýju búðinni okkar, Axminsterbúðinni að Skipíholti 21, horni Nóatúns. Við höfum tekið upp mikið magn af nýjum bútum og renningum af öllum stærðum og litum allt fifá 50 cm. upp i 32 metra. Einnig mörg heil teppi. Alt að 50% atfsláttur frá raunverulegu söluverði. Nú er tækifærið til að gera góðu kaupin á góðu Axminstes-teppun- um, bútunum, renningunum. — Lítið í gluggann um helgina. — Verzlunin Axminster, Skip- holti 21. Alþýðublaðið — 12. febr. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.