Alþýðublaðið - 12.02.1961, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Qupperneq 4
4MU- liLÚBBURINN KLtiBBURINN Sinfóníuhljómsveit fslands TÓNLEIKAR í Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudaa kl. 20.30. Stjómandi: Bohdan Wodiczko Einleikari: Hans Jander Efnasskrá: Respighi: „Fuglarnir“ svíta Mozart: Hanókonsert d-moll Rimsky-Konsakow: Capriccio Espagnol Morton Gould: Spirituals. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Byggingaféiag Alþýðu, Reykjavík íbúð til sölu Tveggja iherbergja íbúð til sölu í 1. feyggingaflokki. Umsóknum sé skilað í skrifstofu ifélagsins, Bræðra- borgarstíg 47 fy.rir kl. 12 á hádegi, þriðjudaginn 21. þ. m. Stjórnin. Áskriftarsímínn er 14900 Benedikt Gröndal skrifar UM HELGINA TÆKNI, tækni og aftur tækni er það, sem nútma þjóð félag þarf til að tryggja lífs- kjör, sem mannkynið dreym- ir um. Tækni skapaði iðnbylt- inguna og veitti Bretum auð og völd á undan öðrum þjóð- um. Tækni lyfti Bandaríkj- unum á stig beztu lífskjara, sem nokkur þjóð hefur haft. Og tæknin hefur lyft Sovét- ríkjunum til öndvegis á fáum árum. íslendingar verða eins og aðrir að tileinka sér tæknina, ekki til að skjóta gervihnött- um á loft ,heldur hagnýta auð lindir landsins, skapa aukna framleiðslu, sem verður grund völlur tryggari og betri lífs- kjara. Við erum, á okkar vísu, þátttakendur í tæknikapp- hlaupinu. Við höfum allar aðstæður til að ná miklum árangri í þessu kapphlaupi. Þjóðin hef ur góða alþýðumenntun og skólakerfi, sem tryggir unga fólkinu braut til þess náms, sem það óskar og hefur hæfi- leika til. Samt er árangurinn enn alltof lítill. Erfiðleikar okkar ár eftir ár eru að miklu meira leyti að kenna skorti á tækni en við viljum viður- kenna. Nefna má mörg dæmi, sem sýna hæfileika íslendinga til að valda flókinni tækni. Það má líka nefna mörg dæmi um hið gagnstæða. Við gátum ekki komið upp glerverk- smiðju. Við höfum aldrei get- að komið upp verulegri niður- suðu, þótt viðhöfum feezta hrá efni heims. Okkur er sagt, að húsbyggingar séu hér 20 % of dýrar sökum þekkingarskorts, og kosti það þjóðina 2—300 milljónir árlega. 'Við höfum varið hundruðum milljóna til Alþýðufíokksfélag Hafnarfjarðar FÉLAGSFUNDUR í Alþýðuhúsinu við Strandgötu n. k. mánudag 13. febr. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Frummælandi: Kristinn Gunnarsson, forstjóri. Félagar eru hvattir til að fjölmen n-a stundvíslega. STJORNIN. óhagkvæmra fiskiðjuvera, sem f feeild hafa miklu meiri afkastagetu en þörf er á. — Rekstur mikilvægra fyrir- tækja, stórra og smárra, geng ur á tréfótum vegna ónógrar þekkingar stjórnenda. Og þannig mætti lengi telja. ýV hvað þarf ' AÐ GERA? Það er veikleiki íslendinga (og kannske líka styrkur) að mæna mjög á hinar bjartari hliðar á sjálfum okkur, en sjá ekki eða viðurkenna ekki • dökku hliðarnar. Ef einhver útlendingur klappar á koll- inn á okkur og hælir okkur, verðum við himinlifandi af hrifningu, köllum hann ís- landsvin og gefur honum kross. Ef skrifuð er um okkur gagnrýni í erlend blöð, er það oftast ekki birt hér heima — eða ráðizt á viðkomandi sem fjandmenn okkar. Alvaran í þessu máli er sú, að við höfum stritað baki brotnu til að fjárfesta meir en aðrar þjóðir, kaupa ný tæki, byggja og smíða. En afraksturinn af fjárfesting- unni er langt frá því að vera nógu mikill. Ólafur Björns- son prófessor sagði nýlega í þingræðu, að erlendir hag- fræðingar hefðu undrazt, hvernig hægt væri að fá svo litla framleiðsluaukningu út úr svo mikilli fjárfestingu sem hér hefur orðið. Þetta er ein af grundvallarástæðum fyrir viðreisninni. Gamla^. kerfið hafði að þessu leyti brugðizt, það varð að reyna nýtt. Ríkisstjórnin hefur haft mörg járn í eldinum í þessum efnum. Hún hefur kallað hingað til lands meira af er- lendum sérfræðingum en nokkru sinni fyrr, aðallega norska, enda talið að þeir eigi hvað bezt með að setja sig inn í íslenzkar aðstæður. Oft er talað af fyrirlitningu um þetta sérfræðingafargan, en það er mikill misskilningur. Einn sérfræðingur getur kom ið með tillögu, sem sparar okkur milljónir og borgar vel fyrir 10 aðra, þótt þeir sjái ekkert. Og þessir menn koma ekki í staðinn fyrir íslend- inga á viðkomandi sviðum, þeir eru þeim til viðbótar um sinn. Tæknimálunum hefur verið sinnt á fleiri sviðum en þessu. Með stofnun vísinda- sjóðs sem styrkir rannsóknir og leit að nýjum, raunhæfum hugmyndum, var stigið merki legt skref. Nú hefur verið á- kveðið, að hluti af gróða Seðla bankans ár hvert renni í þenn an sjóð. Með frumvarpi því, um lánasjóð stúdenta, sem menntamálai'áðherra lagði fyrir alþingi í vikunni, er stig ið annað stórt skref í þá átt að tryggja okkur tæknimennt að fólk. Hafa með góðuna stuðningi lánastofnana veriði skapaðar aðstæður til að fryggja hverjum stúdent 25.000 kr. lán á ári í 5 ár, en hingað til hafa þeir ekki átt von á meiru en 15.000 í lán- um og styrkjum. Þá er eftir hinn vandinn, að fá hið sér- menntaða fólk til að starfa hér heima, þegar erlend fyr- irtæki bjóða í það margföld íslenzk ráðherralaun. Enda þótt mikil þörf sé fyrir háskólamenntað fólk á sviðum tækninnar, er það engan veginn nóg. Nútíma framleiðsla krefst stórra hópá af sérmentuðum mönnum á öðrum sviðum, til að stjórna vélunum, og skiptir það ekki síður máli. Er ríkisstjórnin nú að athuga ráðstafanir til að greiða fyrir námi slíkra stétta, til dæmis vélstjóra. ýV RANNSÓKNA- MÁLIN Enn ein hlið þessara mála eru rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, Um þær gegn ir svipuðu máli og erlendia sérfræðingana, að almenning ur hefur tilhneigingu til van trúar. Menn halda að rann- sóknir þýði fjölda embættis- manna sem standa á rann- Framh. á 12. 6Íðu. iforgarllur |>a«gaveg 59, Alls konar karlmannafatnaH- nr. — Afgreiðnm föt eftir máll eða eftir númerj meC stnttnm fyrirvar*. lílltéma Fatadeildin. Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa Aðalstræti 18. Símar 19740 — 16573. Blémaskáflinti við Nýbýlaveg og J Kársnesbraut. Opið frá kl. 10—10 alla daga. Q 12. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.