Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 8
m // Heilög 'SNFMMA í leiknum segir stúlkan við manninn, sem kcrninn er langt að til að birtast henni í steinsteypu skóginum í New York: Ég meina, við erum góð- ir vinir og allt það, en drottinn. minn. Heldurðu að ég sé skrítin eða hins- egin? Og síðan: Ert þú? Og hann hvað? Hinsegin? En þegar spyr: Er ég hann er það ekki og hneykslast og spyr síðan hvort hún sé ekki með neinum þessa stund- ina, svarar hún: Nei, fjandinn hafi það, ég er frjáls eins og fuglinn. Hann kyssir hana og henni verður svo mikið um að hún spyr hann í mestu einlægni: Jeremías. Hvað Tiefurðu verið kvenmannslaus lengi? • Hann er lögfræðingur frá Nebraska og er búinn að vera skilinn frá kon- unni sinni í eitt ár. Faðir hennar var ríkur og skiln- aðurinn var öðrum þræði tilraun hans til að standa á eigin fótum. Nú er hann setztur að í New York í herbergiskytru, sem hann hefur tekið á leigu og er að reyna að byrja nýtt líf innan um veggjalýs og partývini. Eitt kvöldið sér hann stúlkuna hjá kunn- ingja sínum og þeim slær saman eins og tveimur eld ingum. Hann annast hana í veik indum hennar og reynir að gleðja hana með þeim smámunum, sem eru á hans færi að gefa henni. Einn dag kemur hann með gjöf til hennar. Það er ekki annað en sápustykki: Gjöf, segir hún. Bara sneið af tunglinu. Eg get ekki beðið með að sjá hvað þetta er, hvað er þetta? Ja, þetta endar þannig, að hún opnar þennan pakka frá elskhuga sínum, sem hún heldur að sé sæl- gæti, en er raunar demant urinn, sem hann hefur stol ið úr auga hjáguðsins, hún rekur upp ómennskan skræk . . . Sápustykki, segir hún. Talið vera demantur úr hinu . . •. Hvað er þetta, er lykt af mér? Ekki svo galið, við skul- um athuga það. En þetta var ekkert venjulegt sápustykki. Það koSitaði |>rjá dollaira og þegar hún heyrir það, seg- ir hún að þau hafi ekki efni á að borða út af svo dýrri sápu. En þá rís upp annað vandamál. Þér finnst ég of feit, seg ir hún. Herra trúr, nei. Finnst þér ég of horuð? Mér finnst þú vera hei- lög skúta kvenleikans. Oh, oh. Á blístri af kyn- þokka. Þess vegna gefurðu mér sápustykki? Létt í stafni, vökur í skut og ilmandi í lúkarnum, hvernig er þetta? Snjallt. Við skulum ljúka þessu af, hvar er glímukappinn, spyr hann. Hvaða glímukappi? Þessi hálsdigri, sem var að fylgja þér heim í þéssu. Jake? Hann er ekki glímukappi. Hann er abstr aktmálari. Þess vegna hefurðu kysst hann góða nótt, þú ert velgerðarkona list- anna? Og þannig heldur það á- fram, þetta litla stríð í her- bergjum stúlkunnar og mannsins frá Nebraska, sem eru eins og fólk, sem situr sitt á hvorum enda plankans og vegur salt. — Leikritið er óvenjulegt og NÚ þegar um fátt er meira rifizt og rætt en bjórinn, rifjaðist upp saga um sex menn, sem drukknuðu í bjór í bókstaflegri merk- ingu. Þetta er ótrúlegt, en satt, því að saga þessr styðst við samtíma frásagn ir blaða af þessu furðuat- viki. Gerðist atburðurihn í London á því herrans ári 1814. ~Það var venja Jósefs nokkurs Hacketts, sem var læknir að iðn, eindreginn bindindismaður og harðvít ugur óvinur bjórsins, að labba sig einu sinni í viku inn í bjórknæpuna Tavis- tock Arms við Stóru Russ- els götu í Lundúnum og þruma þar yfir viðskipta- vinum ókvæðisorðum og prédika gegn bjórnum. Hefði einhver sagt honum, að það ætti fyrir honum að liggja að lenda í ærlegu bjórbaði, hefði hann áreið anlega afgreitt það með viðeigandi fyrirlitningu. En varla hafði hann stig ið fæti inn yfir þröskuld- inn og hrópað upphafsorð hins vikultga fyrirlestrar, „Syndarar", þegar gólfið tók að leika á reiðiskjálfi undir fótum hans og geysi stór löðrandi bjóralda svipti honum með sér út fyrir dyrastafinn og út á miðja götu. Tavistock-kráin var til húsa við hliðina á ölgerð og hafði haft sölu bjórs og sterkra veiga með höndum í þrjár aldir. Tuttugu og sjö „fastagestir" hennar, sem mættir voru þennan morgun, skildu ekkert í því hvað valdið hefði hinni skjótu brottför Hacketts læknis. Þeir botnuðu held- ur ekkert í því, að allt í einu sátu þeir í bjór upp að öxlum. Varð einum þeirra að orði: — Kelli mín hefur alltaf sagt að bjór- þamb mitt gæti ekki end- að öðruvísi en með því, að ég baðaði mig upp úr bjór. Þar eð barinn stóð hærra en veitingasalurinn náði bjórinn aðeins upp í mitti barþjónsins og eigandans, George Naismith. Steini lostinn horfði hann á þenn an bjórflaum, en áttaði sig þó fljótlega. Hann tók af leikur þeirra Jóns Sigur- björnssonar og Kristbjarg- ar Kjeld á eftir að koma á óvart, þótt bæði hafi gert stórvel áður. Höfundur leikritsins William Gibson átti í erf- iðleikum með að fá leikrit ið tekið til sýningar. Það tókst að lokum og þá var ekki að sökum að spyrja; áhorfendur fögnuðu því og nú hefur það verið sýnt viíðla um heim. Leikri:tið hefur alls staðar fengið lof fyrir að vera nýstár- legt, mannlegt og drama- tískt í einfaldleik sínum og því verður eflaust fagnað hér eins og annars staðar sem sérkennilegum og fréttnæmum listviðburði. sér svuntuna, eins og venja hans var þegar eitthvað ó- vænt bar að höndum, ösl- aði með nánast furðulegri rósemi og virðuleik í átt- ina að dyrunum niður í bjórkjallarann, sem voru nú að mestu í kafi. Hvern fjandann? Hann reyndi árangurs- laust að opna þær og hróp- að'i: — Percy! Hvern fjand ann hefurðu nú verið að gera? En kjallarameistar- inn var ekki lengur til staðar að svara spurningu húsbónda síns. Fyrsta hol- skeflan hafði þeytt honum út um kjallaragluggann, í hóp Hacketts læknis og annarra borgara í bjór- tjörninni, sem myndazt hafði á götunni. Orsök þessa geysilega bjórflóðs var sú, að spreng ing varð í bjórámu með um 14 000 gallonum og tvö hundruð tunnum af öli í öl- gerðinni við hliðina á bjór knæpunni. Sþrenging þessi eyðilagði að auki nokkur I fleiri 14 000 gallona bjór- ker. í kránni léku fastagest- irnir á als oddi og tóku að gæða sér á þessum óvæntu guðaveigum til hins ýtr- asta. Þeim þótti þó hyggi- legra að fara upp a stóla sína og standa þar svo að þeir færu ekki algerlega i kaf. „Þetta kalla ég-nú gest risni í lagi," sagði bakar- inn úr hverfinu og smjatt- áði út um. „Maður þarf ekki annað en að dýfa öl- kollunni ofan í þessa lögg, sem Drottinn sjálfur hefur Skraddararnir drukku hvað þeir gátu trl þess að Iækka bjórflóðið. sent okkur, og fá nægju sína. Drekkum og verum glaðir!" „Skál!" hrópuðu allir hinir glöðu fastagestir og fengu sér meiri lögg til samþykkis. Bjórinn hafði flætt yfir allt, sem á vegi hans varð. Flóðið streymdi inn í húsa kjallara og þeytti vegfar- endum um koll. Veggir fjölda húsa létu undan hin um mikla þunga og hrundu til grunna. Skraddaraverk- stæði, þar sem hundrað láglaunaðir og vinnuþjáð- ir skraddarar unnu, mar- aði í kafi. Þegar skraddar- arnir komust að því hvers kyns vökvi kominn var að rífa þá upp úr eymdinni, settust þeir á tauballa og sigldu um á þeim og drukku hvað þeir gátu með það göfuga markmið fyrir augum, að lækka flóð ið. Bjórslagur Kolakarlar og skrifstofu þrælar, búðarmenn og götusóparar — allir þyrpt- ust út á götuna til þess að fá sér ókeypis bjór. Brátt höfðu hundruð þyrstra borgara hópazt saman til þess að drekka nægju sína og meira en það. Aldrei höfðu jafnmargir drukknir menn verið sam- ankomnrr í gervallri sögu Lundúnaborgar. Sex menn drukknuðu í bjórflóði þessu, tólf slösuðust í bjór slagsmálum og fjórtán slös uðust af grjóti, sem flóðið sópaði á undan sér. Flokkur hermanna var sendur á vettvang, en jafn vel strangasti heragi getur farið forgörðum þegar bjór er annars vegar. Þegar her mennirnir höfðu bjargað fáeinum sálum og fjarlægt nokkra bjórglaða þjórara, sem innbyrt höfðu einum of mikið, tóku hinir þyrstu hermenn til við drykkjuna eins og allir aðrir. Konur og börn þyrptust á vettvang með koppa og kirnur, sem þau fylltu og fóru með heim til þakk- látra eiginmanna og feðra. Framtakssamur náungi birtist með tóman vatns- geymi, sem tók 200 gallon. Þegar hann hafði fyllt hann hélt hann með hann í „þurran" bæjarhluta og seldi feng sinn þar. Þegar síðasti fastagest- urinn hélt burt úr Tavi- stock var bjórflóðið aðeins orðið fet á dýpt, svo fast hefur verið drukkið. Tveir tímar voru liðnir síðan fyrsta bjóraldan hafði sóp að Hackett. lækni út á götu og er hér var komið sögu, var bakarinn, eigandinn og allir fastagestirnir orðnir svo illa á sig komnir, að þeir gátu ekki með neinu móti torgað meiri bjór. Föllnum og særðum var komið á brott og ættingjar fjögurra þeirra fengu þá flugu í höfuðið að gara sér lík þeirra að féþúfn. Höfðu þeir lík þeirra til sýnis á annarri hæð í húsi nokkru nálægt staðn- um þar sem bjórflóðið varð. Þeir kröfðust að- gangseyris og leið ekki á löngu þar til fólk tók að drífa að úr öllum áttum til Framh. á 12. síðu. Frystiklefahurðir Kæliklefahuróir (svingihurðir) Standard stærðir fyrir verzlanix og veitingahús o. fk Trésmiðja Þorkels Skúlasonar Hátúni 27. — Reykjavík — Sími 19762. Spónlagning önnumst spónlagningu. S P O N N hf. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35780. Aðstoðarstúlku vantar að Ttilraunarsföðinni að Máum stúdentsmenntun æskileg. — Laun sam- kvæmt X flokki launalaga, Umsóknir sendist Tilraunastöðánni. TJÁRNARCAFÉ I kvöld kynnum við í fyrsta skipti hinn þekkta dægurlagasöngvara Eniglands BILL FORBES sem nú daglega syngur í vinsældarþáttum B. B. C. og Luxemburg. Hljómsveitin er skipuð úrvalshljóðfæra- leikurum sem sérstaklega vora valdir til að leika undir hjá Bill. En þaS eru þeir: Rúnar Georgsson Reynir Sigurðsson Kristinn Vilhelmsson. Guðjón Pálsson Pptur Östlund. Borðpantanir í símum 13252 og 15533. #g 12. febr. 1961 — Alþýðublaðið Alþýðublaðið 12. febr. 1961 .0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.