Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 10
 Enska knattspyrnan: ÚRSLIT í GÆR: — I. deild: Arsenal—Cardiff 2:3 A. Villa—Tottenham 1:2 Bolton—Blackburn 0:0 Burnley—Sheff. W. 3:4 Chelsea—Blackpool 2:2 Leicester—Newcastle 5:3 Manch. C—W.B.A. 3:0 Notth. For.—Birmgnih. 1:0 Preston—Fulham 2:0 West Ham—Everton 4:0 Wolves—Manch. Utd. 2:1 Stig Pettersson stökk 2,10 m. í innanhússmóti nýlega og var mjög nálægt því að stökkva vfir 2,15 m. Ritstjóri: Örn Eiðsson. er ná langt ef er segír Brynjar Jensson f LOK júnímánaðar fer Lands- mót Ungmennafélaganna fram að Laugum í Þingeyjarsýslu. a LANDSLIÐIB í hand- knattieik mætir liði í- þróttafréítaritara í íþrótta húsi Kefalvíkurflugvallar kl. 3 í dag. Búazt má við góðum leik, séústaklega eru margir spenntir 'að sjá Iandsliðið, sem æft hefur geysivel síðustu mánuði. Áður en leikurinn hefst mun Omar Ragnarsson skemmta. Ferðir verða til Vallarins frá BSÍ kl. 1,15, en miðar eru seldir hjá SSÍ, Nýju hílastöðinni í Hafnarfirði og við Flug- vallarhliðið. — Miðarnir gilda sem vegabréf inn á flugvöllinn. Myndin er af Hilmari Ólafssyni fyrir- liða pressulið'sins. Landsmótið fer fram þriðja hvert ár og er venjulega glæsi legast allra móta, sem fram fara það árið. Þátttaka er á- vallt mikil og keppni mjög skemmtileg, þó að afrek í sundi og frjálsíþróttum séu ekki eins góð og hjá stjömun- um hér í Reykjavík. Einn af þeim íþróttamönn- um, sem hæst mun bera á mót inu, verður vafalaust Brynjar Jensson frá Stykkishólmi. Hann er búsettur í Rvík, en keppir enn fyrir Umf. Snæfell. Brynjar er einn af okkar beztu stangarstökkvurum og einnig liðtækur í kúluvarpi og kringlukasti. Við hittum Brynjar að máli í gær og spurð um hann hvaða greinar hann legði áherzlu á fyrir landsmót ið. — Ég hef hugsað mér að keppa í fjórum greinum, stang arstökki, kúluvarpi, kringlu- kasti og þrístökki. Tel mig hafa nokkuð góða möguleika með sigur í fyrstnefndu greininni og er ekki vonlaust um verð- launasæti í kringlu og kúlu. Annars er alltaf nokkuð erfitt að spá um væntanleg úrslit í keppni, allt getur skeð og á landsmótunum koma oft fram nýir menn, sem vekja athygli og ná langt. Má þar nefna Vil- hjálm Einarsson, Guðmund Vil hjálmsson, Kristján Jóhanns- son, Jón Pétursson o. fl. — Hvers vegna verður svo oft lítið úr efnilegum piltum úti á landi, sem ekki flytja til Reykjavíkur? —Það eru tvær höfuðástæð- ur, þjálfaraskortur og slæm að staða til æfinga og keppni. Annars er ótrúlegt hvað hægt er að ná langt, ef áhugi er ó- drepandi. Nú, svo er það at- vinnan, þeir sem búa í sveit hafa oft mikið að gera þegar íþróttamót standa sem hæst og í bæjunum fara margir á síld og verða því að leggja íþrótt- irnar á hilluna á meðan. — Hvernig er að æfa í Rvík, 1 en keppa fyrir félag úti á landi? i — Það er ágætt, ég hef æft með ÍR-ingum og er alveg eins og einn af þeim. Ég greiði mitt æfingagjald og fæ að sækja allar æfingar. Brynjar er 23 ára, nokkuð hár vexti og þungur af stang- arstökkvara að vera. Sennilega gæti hann náð lengst í köstun- um. í þróttafrétti r í STUTTU MÁLI Manhattan University setti nýtt bandar. met á inpanhúss- móti í Madison Square Garden í vikunni — tíminn var 7:32,8 Tun. VEÐ RÆDDUM við Benedikt Jakobsson þjálfara frjáls- íþróttamanna KR á fimmtudag, en í dag eru það ÍR-ingar, en Guðmundur Þórarinstson hefur þjálfað þá síðan í haust. — Áhuginn hefur verið með meira móti í vetur og virð- its fara vaxandi, sérstaklega eru margir nýir piltar sem æft hafa vel og reyndar stúlkur líka, en við höfum haft sérstakar æfingar fyrir þær í vetur. Stjörnurnar hafa ekki æft eins vel, en þó er það mis- jafnt, sumir af þeim fremstu hafa skarað fram úr í æfinga- sókn og þar er Jón Þ. Ólafsson fremstur í flokki. Jón hætti ekki í haust eims og svo margir gera, heldur hélt sleitu- laust áfram, enda hefur árangurirm ekki látið standa á sér. Hann hefur sett íslands- og unglingamet í hástökki með atrennu og unglingamet í básfökki án atrennu, sem aðeins er 1 sm. lægra en íslandsmet Vilhjálms Einarssonar. Núna síðústu vikurnar hafa síjörnur félagsins aukið æfingar sínar að mun og ég geri mér góðar vonir um góð- an árangur næsta kcppnistímabil, sagði Guðmundur að lokum. Armann - Víkingur leika í kvöld ÍSLANDSMÓTH) í hand- sigraði Akranes um síðustu knattleik heldur áfram í dag helgi og mun því að sjálfsögðu kl. 2. Fara fram 8 Ieikir, en um Ieggja sig allan fram uni að kvöldið verða háðir 4 lcikir, þ.'sigra v Ieiknum í kvöld. Ekki á. m. leika Ármann og Víking 1 er heldur að efa, að Víkingur ur í 2. dcild meistaraflokks mun hiafa fullan hug á að vinna. karla og má telja að þar verði Má því fullyrða, að leikurinn um úrslitaleik !að ræða. Ármann | verður spennan'li. i.H i JU 12. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.