Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 13
„ELTINGALEIKURINN við gullið hefuf ætíð þótt spennandi, ekki sízt þegar aðalfeikararnir eru tveir jafn þaulæfðir á því sviði og Bandaríkin og Þýzkaland eru. Núverandi sýning er alls engin frumsýning, því þessir tveir mótleikarar hittast nú ekki í fyrsta sinn. Líka niá Bandaríkjunum og Þýzkalandi við glímumenn, sem náð lxafa kverkataki hvor á iiðrum án þess að hvorugur vogi sér að nota það tíl að fella hinn, því þá á sigurvegarinn yfir höfði sér þá hættu að falla sjáifur. Eins og er hefur Þjóðverjinn heldur skarpara tak á mótleikara sínum og þrýstir hægt og varlega andanum úr honum. Og gettu nú, hvort Þjóðverjanum finnist þetta ekiki skemmtilegt?“ Svo segir í grein í dönsku blaði um guUstrauminn frá Banda- ríkjunum til Þýzkalands og fjárhagsvandamál Baudaríkja- stjórnar. Greinin er birt hér í lauslegri þýðingu. í nóvember sl. sendi Eisen- hower tvo fulltrúa sína til Bonn til viðræðna við iþýzka ráðamenn. Fulltrúarnir, þeir Dillon og Anderson, vildu reyna að fá Bonn til að gera hlé á peningastríðinu. Þeir fengu hreina og afdráttarlausa neitun. Adenauer er orðinn alltof sterkur fjárhagslega til að vilja ekki halda áfram næstu lotu án hlés, Að baki honum stendur dr. Hettlage, sem hefur látið svo ummælt á þingi að enn sé ekki kominn tími til þess að gera upp reikn ingana við Bandarikjamenn. Og hinn starfsami efnahags- málaráðherra landsins, Lud- vig Erhard, segja þýzkir frétta menn, hefur nú brugðið út af vana sínum og vill engar breytingar, heldur áframhald- andi stefnu undanfarinna ára. Þá stefnu telur hann heppi- legasta Þjóðverjum núna. Þannig er útlitið hjá ríka manninum heima fyrir. Um 1930 var f járhagsástand ið nokkuð svipað milli Banda- ríkjanna og Þýzkalands og það er nú. Sá var munurinn að þá tæmdu Bandaríkjamenn aðal- lega vasa sína, sem einstakl- ingar einn og einn, við að að- stoða fátæka Evrópu og bjarga henni frá kommúnistum, en nú gerir bandaríska þjóðin það hins vegar sem heild. Þá eins og nú, gekk féð mest til Þjóðverja, en sagt er að þegar farið var að tala um afborg- anir, hafi Þjóðverjar látið koma til gjaldþrots, svo nærri lá að þeir felldu Bandaríkin með sér. Síðasti þýzki stjórnmálamað urinn sem reyndi að halda jafnvæginu var Heinrich Brúning, en hann missti völd- in 1931 með pólitískum afleið ingum, sem allir þekkja, bæði í Þýzkalandi, Evrópu og um allan heim. Það er broslegt núna að lesa yfir næstsíðustu tilraunina og samninginn sem gerður var til að bjarga þess- um málum, Young-áætlunina svonefnda. Samkvæmt henni áttu stríðsskaðabæturnar að borgast niður á 59 árum, um 1,5—1,7 milljarða gullmarka á ári allt til 1988. 1932 var þessu breytt og heildargreiðsl- an látin nema um 3 milljörð- um gullmarka, og stóð forsæt- isráðherra Breta, MacDonald, fyrir því. Þjóðverjar borguðu reyndar aldrei nokkurn eyri af þessari upphæð. Hitler náði völdum rétt á eftir og neitaði algerlega að borga einn einasta skilding. 'Nú er ástandið afturþannig að Bandaríkin eru stærsti lán ardrottinn heimsins eða a. m. k. EvrÓDu, og Þýzkaland stærsti lánþeginn. í þetta sinn er lánþeginn stórauðugur herra, en neitar samt að greiða skuld sína. Dollararnir renna inn í stríðum straum- um og beint í fjárhirzlur Ad- enauers, án þess þó að hann þurfi nokkuð fyrir því að hafa eins og málum er hagað í dag. Samt er það þó á takmörk- um að hann geti talizt ánægð ur. iSamkvæmt síðustu skýrsl- um þýzka ríkisbankans, er gjaldeyrisstaða Þjóðverja þannig í dag: í nóvember sl. átti bankinn rúmar 27, 7 mill- jarða marka í gulli og erlend- um gjaldeyri. Erlendar skuld- ir námu hins vegar aðeins 2,2 milljörðum marka. Af þessum 27,7 milljörðum marka voru 12,4 milljarðar hreint gull og 14,6 milljarðar í bandarískum og kanadískum dölum. (Ofan á þetta bætist að bankinn hefur til „tak- markaðra yfirráða'* um 4 milljarða marka). Það er álit bahkans að hann geti tekið út um 25 milljarða af þessum 27 og notað til að styrkja greiðslujöfnuð landa á milli. Því má bæta við að þetta er ekki gert af pólitísk- um ástæðum. Þessi gífurlegu auðæfi gefa pólitískan styrk sem Þjóðverjar vilja hafa á tilfinningunni enn einu sinni. Efnahagslega hefur þetta á- stand þau velþekktu áhrif að auðugur viðskiptavinur stend ur ætíð vel að vígi á frjálsum markaði. Sá ríki nýtur ævin- lega einhverra fríðinda fram yfir þann sem á færri skild- inga í vasanum. Það gera Þjóð verjar sér vel ljóst, og þess vegna halda þeir frið. Gullforði Bandaríkjanna hefur hins vegar minnkað und anfarið. í byrjun árs 1958 nam hann um 22,9 milljörðum dala en héfur fallið niður í 17,9 milljarða í desemberlok 1960. Á tveim síðustu mánuðum síð astliðins árs rýrnaði hann um 500 milljónir dala og virtist rýrnunin fara vaxandi. Þess skal þó minnst að strangar reglugerðir eru um fullfest- ingu myntarinnar og aðeins hluti gullforðans og varasjóða af erlendum gjaldeyri mega notast til alþjóðaviðskipta. Þessi þróun væri ekki svo hættuleg ef Bandaríkjamenn þyrftu aðeins að taka tillit til eigin hagsmuna. Ef svo væri þyrftu þeir ekki annað en að skera niður hjálp til vanþró- aðra ríkja eða draga úr kostn- aði við herstöðvar erlendis, t, d. í Evrópu. En sá galli er á þessu að það myndi hafa mjög óheppileg áhrif á stjórn- málajafnvægið í heiminum. Ofan á þetta bætist að nú ríkir í Bandaríkjunum sam- dráttur í efnahagslífinu og eru um 6,5% vinnandi manna at- vinnulausar eins og stendur. Til þess að bæta úr þessum samdrætti reyna Bandaríkja- menn á sinn venjulega hátt að örva efnahagslífið með ó- dýrum lánum með góðum kjörum. Forvextir hafa ný- lega fallið úr 3V2 % í 3%. Þess ir lágu vextir hafa svo hins vegar haft þær afleiðingar að bandarískt fjármagn fær ekki staðizt freistingu hinna háu vaxta í Evrópu og þó fyrst og fremst í Þýzkalandi. Þess vegna er það að í hvert sinn sem vextir falla í USA, sem oft skapast af samdrætti í efnahagslífinu, hlýtur það að valda því að fjármagnið flýr í ríkara mætí til Evrópu og veldur þannig nýrri rýrnun dollarans. Þetta eru því sann- arlega ekki auðveld vanda- mál sem Kennedy hefur feng- ið við að glíma. Samkvæmt skýrslum þýzka: ríkisbankans er þýzku stjórn- inni það því innan handar að snúa sér að því að taka upp nýja stefnu í tveim málum. í fyrsta lagi verður hún í enn ríkara mæli en áður að styrkja hin vanþréuðu lönd og létta á því sviði undir með Banda- ríkjamönnum, og í öðru lagi verður Þýzkaland að reyna í fullri alvöru að isnna tillögu Bandaríkj. um að Þjóðverjar endurgreiði þau lán sem þeir fengu til uppbyggingar eftir stríðið, fyrr en samið hafði verið um. Þessi lán eru engin smáupphæð. Þau nema allt að 8,3 milljörðum marka. (um 80 þús. milljónir íslenzkra króna). Langmestur hluti þessara lána er fenginn frá USA en lítið eitt frá Bretum (880 millj. marka) og Frökk- um (25 milljónir marka). Þetta hefur ollið ríka mann inum í Evrópu áhyggjum, en hann heldur sem fatsast í Framh. á 14. síðu. ★ MYNDIN hér að neðan er af Erhard, f jármálaráð- herra Vestur-Þýzkalands, eða af hluta laf honum. Til liliðar er mynd af gull- forða í banka í New York. Alþýðublaðið — 12. febr. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.