Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 14
Ríki mabur'mn Framhald af 13. síöu. bankabókina, jafnvel svo fast að f arið er að bera á óánægju- röddum meðal þýzkra iðju- hölda. Það er ekki nóg að hafa ríkulega fé í vasanum sjálfur, það verður að sjá til þess að viðskiptavinirnir hafi gjald- eyri til að kaupa. Ástandið er nokkuð ömurlegt, en gamla manninum finnst það aug- sýnilega þægilegt. Það er ekki Sprengidagur Saltkjötsð frá Tómasi er landsf rægt. Léttsaltað kjöt Gular baunir Fullsaltað kjöt Rófur Saltað flesk Reykt flesk Kjötverzlanir Tómasar Jónssonar Laugavegi 2 Sími 11112 Ásgarði 22. — Sími 36730. Laugavegi 32 Sími 12112 Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt og iðgjalda- skatt fyrir 4. ársfjórðung 1960 svo og van- greiddan söluskatt og ú'tflutningssjóðsgjald eldri óra, 'hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi hinn 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörúnar atvinnurekstur þeiftra, sem eigi hafa skilað gjöldunum. Reykjavík, 10. febrúar 1961. Tollst jóraskrif stof an, Arnarhvoli. • VINNA. Vilúum ráða skrifstofumann, eða stúlku, nú þegar, eða sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, imennt un etc. sendist undirrituðum merkt: Trúnaðarmál. MEITILLINN hf. Þorlákshöfn. Benedikt Thorarensen. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- £ör KRISTÍNAR ÞÓRARINSDÓTTUR og vináttu og heimsóknir í veikindum hennar. Marta Gíslad.ttir, Guðríður Gísladóttir. Guðrún Elíasdóttir. á hverjum degi sem Kaninn stendur biðjandi við dyrnar. Nú má spyrja, segir hinn danski greinarhöfundur, hváð kemur. dollarinn okkur við? OEíann kemur okkur mikið við, svo full ástæða er til að fylgjast vel með þessum mál- um. Meðan dollarinn fylgdi pundinu sem mælikvarði í heimsverzluninni, ákvað al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn gull jafnvirði einstakra peninga- eininga í samræmi við hið am eríska verð á gulli, 35 dollarar f yrir únsuna. Þetta verð ákvað verð hvers einstaks gjaldeyr- is og innbyrðissamband hinna ýmsu mynta, og auk þess sem það var grundvöllur milli vöru skipta og verzlunar milli vest- urs og austurs. Kæmi það því fyrir að gullverðgildi dollar- ans rýrnaði, yrði mynt mikils hluta vestrænna ríkja fyrir sveiflum og breytingum. Eigi sér stað skipuleg gengislækk- un dollarans, má búast við því að atburðirnir frá 1931 endur taki sig, er England fann sig tilneytt til að hætta gullfest- ingu pundsins og dró þá m. a. Danmörk með sér inn í efnahagslegan samdrátt sem lagðist yfir stóran hluta heims um þær mundir, svo jafnvel rúblan varð völt. Nú situr ríki maðurinn herra Adenauer með lykilinn í höndunum, lykilinn að fjár- hirzlunum sem geta komið á jafnvægi í alþjóðlegum gjald eyrisviðskiptum. Framhald þess að sjá mennina, sem drukknuðu í bjór. Lík til sýnis Þetta fjárgróðafyrirtæki varð orsök annars óhapps. Þungi hinna forvitnu gesta varð til þess að gólfið brast undan fótum þeirra. Áhorf endur og lík hrundu niður í kjallarann, sem fullur var af alls kyns úrgangi, for og leðju, bjór og vatni. Ættingjarnir létu eins og ekkert hefði í skorizt, náðu í Iíkin og höfðu þau til sýnis í öðru húsi — þar sem kjallari var enginn. En þá fannst lögreglunni nóg komið og fyrirskipaði útför hinna látnu. Bindindismaðurinn Hac- kett læknir náði sér aldrei fullkomlega eftir bjórkaf- færinguna. Hann fluttist úr landi til Ástralíu, sjálf- sagt í þeirri trú, að í nýju landi sem Astralíu væru bjórámurnar einnig nýjar og því engin ástæða til að óttast að þær spryngju í íoft upp. unniidágur SLYSAVARÐSTOFAN er op- ln allan sólarhringinn. — Lœknavörðnr fyrir vitjanlr or á sama ataS kl. 18—8. Flugfélag fslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 15, 50 í dag frá Hamborg, Km- höfn og Oslo. —i Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Hornafjarðar, fsafjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- eyja. ElUheimiIið: Guðsþjónusta : kl. 2. Séra Jón Guðnason prédikar. Kvenfélag Laugarnessóknar: Munið merkjasölu félagsins í dag. Sölubörn eru beðin að koma í kirkjukjallarann og taka merki eftir kl. 10. Sóknarfólk er vinsamelgast beðið að taka vel á móti börnunum. Alþýðublaðinu hafa borizt nokkur bréf frá útlending- um, sem óska eftir bréfa- viðskiptum við íslendinga. Hér koma nokkur nöfn: Joachim Senf., Berlin-Tegel. Ziekowstrasse 93. Deutschland. Senf er 30 ára gamall, og skrifar dönsku, norsku, sænsku og ensku. Hann hef ur áhuga fyrir bókmennt- 'um, myndatökum, frí- merkjasöfnun og fleiru. Anne Marie Gundersen, Stovgt. 2, Dröbak, Norge. Anne er 18 ára og vill gjarn an skrifast á við pilt eða stúlku á sínum aldri. Hún skrifar ensku og norsku. Gunnvor Wickman, Box 69, Fjárhundra, Sweden. Gunnvor ér 19 ára, og vill komast í bréfasamband við einhvern íslending, sama á hvaða aldri hann er. Þeir, sem vildu sinni þess- um beiðnum, geta sótt bréf- in á ritstjórn Alþýðublaðs- ins. Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna verður haldinni í dag 12. febrúar kl. 3,30 e. h. í Baðstofu Naustsins, — Vesturgötu. Aðgang að fund inum hafa félagsmenn allra Bandalagsfélaga, hvort sem þeir eru fulltrúar eða ekki. Bræðrafélag Laugarnessókn. ar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 14. þ. m. í kirkjunni kl. 20,30. Venju- leg aðalfundarstörf. Sunnudagur 12. febrúar: 11.00 Messa í Fossvogskirkju (Prestur: Séra Pétur Magnúss.) 14,00 Miðdegis- tónleikar. 15,30 Kaffitíminn. — 16,35 Endurtek- ið leikrit: „Gest ir herra Birow- skis" (Áður út- varpað 8(. okt. s .1.). Leikstjóri: Lárus Pálsson. 17,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18,30 Þetta vil ég heyra: Kristján Sæmundsson velur sér hljóm- plötur. 19,30 Fréttir og í- þróttaspjall. 20,00 Hugleið- ing um Gunnlaug Blöndal og list hans (Eggert Stefánsson söngvari). 20,20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjórn andi: Bohdan Wodiczko. —¦ 20,50 Spurt og spjaUað í út- varpssal. — Flytjendur: Krist mann Guðmundsson skáld, Páll Kolka læknir, Bagnar Jónsson tforstjóri og Sigurður Reynir Pétursson hrl. — Sig- urður Magnússon fulltrúi stjórnar umræðum. — 22,00 Fréttir. 22,05 Danslög, valin og kynnt af Heiðari Ástvalds syni. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. febrúar: 12,00 Hádegisútvarp. 13,15 Búnaðarþáttur: Séð og heyrt í vesturför (Jón Guðmunds- son bóndi á Reykjum í Mos- felssveit). 13,30 „Við vinn- una": Tónleikar. 15,00 Mið- degisútvarp. 18,00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil", —¦ bernskuminningar listakon- unnar Eileen Joyce; 15. — (Rannveig Löve). 18,30 Þing- fréttir. — Tónleikar. — 19,30 Fréttir. 20,00 Um daginn og veginn (Andrés Björnsson rit stjóri). 20,20 Einsöngur: Sig- urður Björnsson syngur; Jón Nordal leikur undir á píanó. 20,40 Úr heimi myndlistarinn ar (Björn Th. Björnsson list- fræiðngur). 21,00 Tónleikar Tríó í d-moll op. 49 eftir Mendelssohn. 21,30 Útvarps- sagan: „Blítt lætur veröldin" eftir Guðmund G Hagalín; II. (Höfundur les). 22,00 Fréttir. 22,10 Passíusálmar (13). 22,20 Hljómplötusafn- ið (Gunnar Guðmundsson). 23,10 Dagskrárlok. 44 12. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.