Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 16
42. árg. — Sunnudagur 12. febrúar 1961 — 36. tbl. ÁTTA íslenzkir togarar seldu afía sinn í Þýzkalandi í vik- luini sem leið. Þeir sjö, sem blaðið hefur frétt a£, seldu samtals fyrir 7.099.019,20 ísl. kr. eða sem svarar eina millj- óa að meðaltali. Þess ber þó a& gæta, að þarna dregst frá löiidunarkostnaður og tollar, sem er um 15% af síld og 25% YFIRLITSSYNING á málverk- nm Gunnlaugs Blöndal var opmuð í Listasafnj ríkisins í gær. Menntamálaráð fslands h'eldur sýninguna. Við opnunarathöfnina, sem fram fór kl. 2 töluðu Gylfi Þ. Gs-slason menrrtamálaráðherra 0£ Helgi Sæmundsson, formað ur menntamálaráðs. Viðstadd- ir opnun sýningarinnar xoru forseti íslands, Ásgeir Ásgeirs son, og forsetafrú Dóra Þór- halisdóttir, ráðherrar, alþingis- menn og margt annarra boðs- gesta. Á sýningunni eru hátt á ann að hundrað myndir, sem lista- maðurinn hefur gert á 43 ára tímabili. af öðrum fiski, nema ufsa, sem* er tollfrjáls. Hér fer á eftir yfirlit yfir aflasölur í Þýzkalandi í vik- unni, sem leið: Surprise í Cuxhaven á mánu daginn, 82 lestir af síld fyrir 31.179 mörk og 118 lestir af öðrum fiski fyrir 83.048 mörk. Alls 200 lestir fyrir 114.227 mörk. Úranus í Cuxhaven á mánu- dag og þriðjudag, 220,5 lestir af síld fyrir 96.678 mörk. Ágúst í Bremerhaven á mánudag 139,5 lestir af síld fyrir 71.300 mörk og 63 lestir af öðrum fiski fyrir 49.600 mörk. Alls 202,5 lestir fyrir 120.900 mörk. Júní í Bremerhaven sama dag, 139,5 lestir af fiski, mest ufsa, fyrir 118.300 mörk. Mjög góð sala. Freyr í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag, 227 lestir af síld fyrir 115.000 mörk og 56 lestir af öðrum fiski fyrir 45.000 mörk. Alls 283 lestir fyrir 160.000 mörk. Hallveig Fróðadóttir í Kiel á fimmtudaginn, 156 lestir af síld fyrir 69.290 mörk og 33 lestir af öðrum fiski fyrir 25.733 mörk. Alls 189 lestir fyrir 95.023 mörk. Pétur Halldórsson í Cuxhav ' en á föstudaginn, 111 lestir af iski fyrir 74.984 mörk. Jón forseti seldi í gær síld og annan Ifisk. Hafði blaðið ekki frétt um sölu hans, þegar það fór í prentun síðdegis í gær. [Þeir leika í Tjarnarcafé ! ^- ÞETTA ERU hljóðfæialeikararnir Guðjón Pálsson, Keynir Sigurð'sson, Kúnar Georgsson, Pétur Östlund og r: Kristinn Vilhelmsson, en þeir leika undir hjá hinum þekkta, enska dægurlagasöngvara Bill Forbes, sem ráðinn hefur verið til að skemmta gestum Tjarnarcafés í nokkra daga. Forbes kom fram á hljómleikum í Austurbæjarbíó í fyrrákvöld og viakti mikla hrifningu áheyrenda. Komnir he'im fráUSA NÝLEGA eru komnir heim frá Bandaríkjunum tveir stýri menn á varðskipunum ís- lenzku, sem verið hafa vestra í 5 mánuði og stundað nám í öandají'jískum f jc^ðjsforingja- skóla. Koma þeir herm sem ný bakaðir sjóliðsforingjar. Menn þessir eru Garðar Páls son ,sem verið hefur 1. stýri- maður á Óðni og Jónas Guð- SIÐASTA sýningin í Þjóð- Ieikhúsinu á óperunni Don Pas- quale verður í kvöld. Aðal- hlutverkið er sungið af Kristni Hallssyni, en aðrir söngvarar eru Guðmundur Jónsson, Þur- íður Pálsdóttir og Guðmnndur Guðjónsson. mundsson, sem verið hefur 1. stýrimaður á Ægi. • Þeir félagar fóru í sjóliðsfor ingjaskólann í Yorktown í Vir- ginia. Er þetta herskóli og urðu þeir félagar að lúta þarna venjulegum heraga. Lærðu þeir þarna allt það, er að gagni getur komið við landhelgis- gæzlu, m. a. lærðu þeir með- ferð vopna og þá sérstaklega hvernig unnt er að beita byss- um án þess að verulegt tjón hljótist af. Þeir Garðar og Jónas útskrif uðust úr skólanum 27. janúar sl. Komu þeir heim sl. þriðju- dag. , Garðar lauk prófi farmanna hér 1947 og tók síðan til starfa hjá landhe3g!,isgæz)lunn;i. J'ón- as lauk prófi úr Stýrimanna- skólanum og réðist til landhelg isgæzlunnar 1952. Þeir félagar telja sig hafa haft mikið gagn af náminu vestra og telja, að sú þekking, er þeir gátu aflað sér vestra, muni koma að góðum notum við landhelgisgæzlu- störf hér.. . if Á MYNDINNI hér að ofan sjást hinir nýbökuðu sjóliðsfor- ingjar Garðar Pálsson og Jónas Guðmundsson. Það er ekki jbess/ Ari AÐ gefnu tilefni: skal það tekið fram, að sá Ari Guð mundsson, sem frá var skýrt í fregn hér í blaðinu fyrir skemmstu, að viðrrð inn væri stofnun hins nýja „Þjóðernissrnna- flokks íslads" er ekki Ari Guðmundsson sundmaður og bankamaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.