Alþýðublaðið - 07.03.1961, Side 14
Framh. af 16. síðu
■og þau talin ósigur Breta. Eng-
lendingar bentu einmitt á, sagði
Jóhann, að mesta hættan væri
eú, að íslendingar héldu áfram
’úfærslu, en hins vegar héldi
<st-jórnarandstaðan hér því fram
•— að rétti til frekari útfærslu <
væri afsalað í hendur Breta!
(Meiri hluta utanríkisnefndar
er ljóst, sagði Jóhann Hafstein
að lokum, að ríkisstjórnin hef-
■ur átt við mikið vandamál að
etja, þar sem hin langa og erf-
iða deila er. Ríkisstjórnin hef-
ur borið gæfu til að finna lausn
— sem er íslendingum til
sóma, enda er aðstaða íslands
•aldrei traustari en nú. Við í
oneiiihluta utanríkismálanefnd
ieggjum eindregið til, að tillag-
an verði samþykkt óhreytt.
ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN
ÍHALDSSAMUR?
'Næstur tók til máls Þórarinn
Þórarinsson, framsögumaður 1.
minni hluta nefndarinnar, sem
ffiann skipar ásamt Hermanni
Jónassyi, en þau tíðindi gerð-
ust, að framsókn og kommún-
•rstar stóðu ekki saman að
nefndaráliti. Þórarinn fór mörg
um orðum um alþjóðadómstól-
ánn í Haag, sem hann taldi í-
flialdssaman, og tók ýmis dæmi
■um það, á hvern veg dómar
hans mundu falla. Fullyrti
'æðumaður sitthvað í því sam
Piandi, svo að ekki væri úr vegi
fyrir Sameinuðu þjóðirnar að
•spara sér alla fyrirhöfn við
dómstólinn en láta Þórarinn
dæma í staðinn. Samninginn
tirvað Þórarinn einhvern mesta
diplómatiska sigur, sem Bretar
ihafa unnið. Ef alþingi íslert'd-
ínga samþykkti hann, væri
einn’' meginþátturinn í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar brot-
t nn, þ. e. sú regla Jóns Sigurðs-
sonar, að láta aldrei neinn rétt
af hendi, heldur þola órétt. —
Ræðumaður skoraði á þjóðina
•að rísa upp til mótmæla, eins
og gegn ,,uppkastinu“ 1908. Má
•því búast við, að framsóknar-
menn fjölmenni til höfuðstað-
arins á næstunni líkt og bænd-
ur gerðu í símamálinu sællar
minningar. Þá gerði Þórarinn
grein fyrir nefndaráliti þeirra
Hermanns, þar sem lagt er til
í fyrsta lagi, að tillagan verði
felld, en til vara bornar fram
breytingartilögur við samning-
inn. Að lokum sagði Þórarinn
Þórarinsson, að hér væri um
hreinan nauðungarsamning að
ræða, sem þingmenn hefðu ekk-
ert umboð til að samþykkja. —
Kallaði hann það voðaverknað,
en ráðherrana og stuðnings-
menn þeirra óhamingjumenn!
Þriðji ræðumaður dagsins
var Einar Olgeirsson, en hann
skilaði öðru minnihlutaáliti ut-
anríkisnefndar í forföllum Finn
boga Rúts Valdimarssonar. —
Búizt var við, að Einar talaði
langt fram á kvöld. Lesendur
verða að afsaka, en Alþýðu-
blaðið hafði, eins og allur þorri
þingmanna, ekki tíma til að
hlusta-á þá ræðu.
Gengis-
hækkun
Framliald af 3. síðu.
setzer verulegri aukningu á út-
flutningi landsins vegna geng-
ishækkunar Hollendinga og
Þjóðverja.
Hann lýsti yfir því, að Aust
urríkismenn vildu hvorki né
gætu hækkað gengi sinnar
myntar. í Ástralíu lýsti við-
skiptamálaráðherrann yfir því,
að gengishækkunin væri erfitt
en nytsamt skref til aukningar
í heimsverzluninni.
í Köln lýsti talsmaður flug-
félagsins Lufthansa yfir því, að
verð á farmiðum þess yrði
hækkað um fimm prósent mið-
að við hið nýja gengi. í Haag
lýsti talsmaður flugfélagsins
KLM yfir hinu sama. Þetta
hvorttveggja gildir þó aðeins
um farmiða sem borgaðir eru
með mörkum og gyllinum. —
Volksvvagenbflasmiðjurnar
segja gengishækkunina þungt
áfall.
Nóbelsverðlaun
Framliald af 4. síðu.
Sjálfur lýsti hann í bréfi hug-
mynd, sem seinna varð ein
af undirstöðuhugmyndum
Þjóðabandalagsins og Samein-
uðu þjóðanna. „Eina varan-
lega lausnin væri samningur
milli allra ríkisstjórna um að
skuldbinda sig til að verja í
sameiningu hvert það ríki sem
ráðist yrði á. Slíkur samning-
ur myndi svo smám saman
leiða til vaxandi afvopnunar“.
Erfðaskráin var opnuð í
ársbyrjun 1897. Nobel hafði
ekk viljað aðstoð neins lög-
fræðings við samningu skrár-
innar og var henni því um
ýmislegt ábótavant. Einnig
lék nokkur vafi á þvú hvert
væri hið lagalega heimili hans
og gerðu ýmsar þjóðir kröfur
til arfsins. Þar við bættist að
eignir hans voru dreifðar um
átta lönd Evrópu, og gekk því
stundum illa að heimta eign-
irnar. Svo bættist það við að
þær fjárstofnanir sem sjá
áttu um veitingu launanna
voru hikandi við að taka að
sér þetta ábyrgðarhlutverk,
sem þeim fannst að sumu
leyti vera sér um megn.
Ungur samstarfsmaður No-
bels, Ragnar Sohlman, sem þá
var ekki þrítugur að aldri, en
I miklu áliti hjá Nobel, átti
mikinn þátt í lausn þeirra
vandamála sem stóðu í vegi
þess að farið yrði fyllilega að
siðasta vilja Alfred Nobel. —
1898 tó'kst að ná fullum samn
ingum við hinn rússneska
hluta fjölskyldu Nobels fyrir
samningalipurð frænda No-
bels. Stofnanirnar fjórar sam-
þykktu tillögurnar um verð-
launaveitingarnar fyrir sitt
leyti og að lokum lagði sænski
konungurinn blessun sína yfir
allt saman. Stærsti og fræg-
asti verðlaunasjóður heims
var kominn á laggirnar.
Alþjóðadóm-
stóllinn
Framhald af 7. síðu.
og það getur hvenær sem er
komið fyrir, að íslenzkur lög-
maður verði kjörinn í dóminn.
Við höfum cins og allar aðr-
ar þjóðir tekið á okkur ýmis
konar skyldur með þátttöku
okkar í Sameinuðu þjóðunum
og flciri alþjóða samtökum. Ef
skipuleggja á heiminn til að
tryggja frið verður svo að
vera. Þetta gerum við með
glöðu geði, af því að við höf-
um ekki í hyggju að gera neitt
sem brýtur í bága við aðra.
Þess vegna hljótum við að
sætta okkur vel við að lilýta
úrskurði alþjóðlegs dómstóls
um mál okkar.
Reynsla síðustu 10 ára sýn-
ir, að við höfum stórgrætt á
því, eins og kortið sýnir, vegna
þess að rétturinn liefur verið
okkar megin og dómstóllinn
hefur viðurkennt réttinn, en
ekki óskir stórveldanna.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
INGIMUNDUR EINARSSON
andaðist að iheimili sínu Lyng'haga 10, laugardaginn
4. marz s. 1.
Jóhanna Egilsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu, við andlát og
útför
GUÐJÓNS GUNNARSSONAR, framfærslufulltrúa
Þökkum sérstaklega bæjarstjórn Hafnarfjarðar auðsýnda
virðingu.
Arnfríður Jónsdóttir, dætur og tengdasynir.
8LYSAV AKÖSTOFAN er Op-
in allau solarhringinu. —
Læknavörðnr fyrir vitjanlr
or á saua stað kL 18—8.
Bókasafn Dagsbrúnar
að Freyjugötu 27 er opið
sem hér segir: Föstudaga kl.
8—10, laugardaga kl. 4—7 og
sunnudaga kl. 4—7.
Minningarspjöld
Kirkjubyggingarsjóðs Lang
holtssóknar fást á eftirtöldum
stöðum: Goðheimum 3, Álf-
heimum 35, Efstasundi 69,
Langholtsvegi 163 og Bóka.
búð KRON, Bankastræti.
Samúðarspjöld minningar-
sjóðs Sigurðar Eiríkssonar
og Sigríðar Halldórsdóttur
eru afgreidd í Bókabúð
Æskunnar.
Skipaútgerð
i'ikisins:
Hekla er á Aust-
fjörðum á suður-
leið. Esja fer frá
Rvk á morgun
austur um land
í hringferð. Herjólfur fer frá
Vestmannaeyjum kl. 22 í
kvöld til Rvk. Þyrill fór frá
Rvk í gærkvöldi áleiðis til
Norðurlandshafna. Skjaldbr.
er á Húnaflóahöfnum. Herðu-
breið er á Austfjörðum á norð
urleið.
Eimskipafélag íslands h.f.:
Brúarfoss fór frá New York
3.3. til Rvk. Dettifoss fer frá
Rvk kl. 22,00 í kvölsd 6.3. til
New York. Fjallfoss kom til
Weymouth 5.3. fer þaðan til
New York og Rvk. Goðafoss
fór frá Rvk 4.3. til Aberdeen,
rmmingham, Hamborgar og
Helsingborg. Gullfoss fer £rá
ÍKmh 7.3, til Leith og Rvk. —
Lagarfoss fór frá Bremen 4.
3. til Rvk. Reykjafoss fór frá
Rotterdam 4.3. til Rvk. Sel-
I foss fer frá Hamborg 8.3. til
(Hull og Rvk. Tröllafoss fór
frá Rvk 1.3. til New York.
ÍTungufoss fór frá Ventspils 3.
3. til Rvk.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell fór í gær frá Ro-
stock áleiðis til Helsingfors
og Aabo. Arnarfell er á Ak-
ureyri, fer þaðan til Húsavik
ur, Reyðarfjarðar, Vestfjarða
hafna og Faxaflóa. Jökulfell
fer væntanlega í dag frá Hull
áleiðis til Calais og Rotter-
dam. Dísarfell Iosar á Norð-
landshöfnum. Litlafell er á
Hornafirði. Helgafell fór 4.
þ. m. frá Hamborg áleiðis til
Reyðarfjarðar. Hamrafell fór
24. þ. m. frá Rvk áleiðis til
Batum.
Jöklar h.f.:
Langjökull er í New York.
Vatnajökuli kom til London
6. þ. m. fer þaðan til Amster-
dam, Rotterdam og Rvk.
Flug'félag
íslands h.f.:
Millilandaflug:
Hrímfaxi fer
til Glasg. og
Kmh. kl. 08,30
í fyrramálið. -
Innanlanlds-
flug: í dag er
áætlað að
fljúga til Akur
eyrar (2 ferð-
ir), Egilsstaða,
og Vestmanna-
eyja. — Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar, Húsa
víkur, ísafjarðar og Vestm,-
eyja.
Sauðárkróks
Loftleiðir h.f.:
Þriðjudaginn 7. marz er
Snorri Sturluson væntanleg-
ur frá Amsterdam og Glasg.
kl. 21,30. Fer til New York
kl. 23,00.
Dansk kvindeklubb: Fundur í
Grófin 1, þriðjudaginn 7.
marz kl, 8,30.
Kvenfélag Háteigssóknar:
Skemmtifundur félagsins
verður þriðjudaginn 7. þ. m.
í Sjómannaskólanum og
hefst kl. 8.30 stundvíslega.
Félagskonur mega taka
með sér gesti, karlmenn eða
konur.
Minningarspjöld í Minningar-
sjóði dr. Þorkels Jóhannes-
sonar fást í dag kl. 1-5 í
bókasölu stúdenta í Háskól-
anum, sími 15959 og á að-
alskrifstofu Happdrættia
Háskóla íslands í Tjarnar-
götu 4, símj 14365, og auk
þess kl. 9-1 í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar og
hjá Menningarsjóði, Hverf-
isgötu 21.
Þriðjudagur,
7. marz:
12,50 Við vinn-
una“ Tónleikar.
14,40 „Við, sem
heima sitjum“,
(Dagrún Kristj-
ánsdóttir). 15,00
Miðdegisútvarp.
18,00 Tónlistar-
tími barnanna
(Jón G. Þórar-
insson). 18,30
Þingfréttir. —
Tónleikar. 20,00
Neistar úr sögu þjóðhátíðar-
áratugsins; II. erindi: „Aðrir
landsmenn horfa á leik vorn“
(Lúðvík Kristjánsson rithöf.)
20,30 Frá tónlistarhátíðinni í
Salzburg 1960. 21,00 „Og
samt snýst hún“: Hugleiðing-
ar um kirkjugöngu á ítalíu
(Einar Pálsson). 21,40 Ein-
leikur á sembal: Fernando
Valenti leikur sónötur etfir
Scarlatti. 22,00 Fréttir. 22,10
Passíusálmur (31). 22,20 Um
fiskinn (Thorolf Smith). —•
22,40 Tónleikar: Þýzkir lista
men nflytja lagasyrpur úr óp-
erettum. 23,10 Dagskrárlok.
14 7. marz 1981 — Alþýðublaðið